Morgunblaðið - 16.05.2011, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 16.05.2011, Qupperneq 26
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MAÍ 2011 Morgunblaðið/Eggert Eva Gabrielsson „Ég fer ekki á suma staði af því að þeir tengdust lífi okkar saman og hann er ekki lengur.“þar. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Eva Gabrielsson, sem er arkitekt og ekkja sænska metsöluhöfundarins Stiegs Larsson, kom fram á höfund- arkvöldi Norræna hússins í síðustu viku þar sem hún ræddi um bók sína Millenium, Stieg og ég, þar sem hún varpar meðal annars ljósi á tilurð Millenium-þríleiksins þar sem Mika- el Blomkvist og Lisbeth Salander eru í aðalhlutverki. Eva og Stieg bjuggu saman í rúm þrjátíu ár en voru ekki gift. Hann starfaði sem rannsókn- arblaðamaður og var afar harður gagnrýnandi hægri öfgamanna sem lögðu mikið hatur á hann. Þegar hann lést skyndilega úr hjartaáfalli, einungis fimmtugur, hafði hann lokið við þrjár glæpasögur sem hafa hlotið heimsathygli: Karlar sem hata kon- ur, Stúlkan sem lék sér að eldinum og Loftkastalinn sem hrundi. Þar sem Stieg og Eva voru ekki gift erfðu fað- ir og bróðir Stiegs höfundarréttinn að bókum hans og gríðarleg auðæfi Gamall maður fær blóm „Ég ákvað ekki að skrifa bók um líf mitt með Stieg,“ segir Eva um bók sína Stieg og ég. „Tveimur árum eftir að hann dó byrjaði ég að uppfæra handskrifaða dagbók mína yfir á tölvu. Ég gat ekki sætt mig við að Stieg væri farinn og skildi ekki af hverju ég væri arflaus. Mig langaði til að ná utan um það sem hafði gerst og sjá það á prenti í samhengi. Með- an ég vann að þessu verkefni fór ég að hugsa um líf okkar saman og Mill- enium-þríleikinn. Við Stieg ræddum mikið saman um bækurnar og per- sónurnar og ýmislegt rataði í bæk- urnar vegna þess að það var hluti af lífi okkar. Ég fór að setja þessa litlu hluti í textann. Það fyrsta sem ég skrifaði um í sambandi við líf okkar Stiegs var kaffidrykkja okkar, við vorum miklir kaffisvelgir. Þannig byrjaði þetta. Ég ætlaði ekki að skrifa bók. Skriftirnar þróuðust bara á þann veg.“ Af hverju ákvað Stieg að skrifa glæpasögu? „Hann byrjaði að skrifa fyrir sjálf- an sig vegna þess að hann hafði ekk- ert að gera í sumarfríinu okkar. Ég var að vinna að bók um Stokkhólm en hann var verkefnalaus. Er ekkert sem þú getur skrifað um? spurði ég. Nei, sagði hann, en ég á alltaf stuttan texta um gamlan mann sem á hverju ári fær send pressuð blóm í afmæl- isgjöf. Það er sniðugt, sagði ég, hver var þessi gamli mað- ur? Ég veit það ekki, sagði hann. Hver sendi hon- um blómin? spurði ég. Ég veit það ekki heldur, svaraði hann. Það væri áhugavert að vita það, sagði ég. Þannig byrjaði fyrsta sagan um Millenium-þríleikinn, eins og af sjálfu sér. Við töluðum mikið saman um þessar bækur sem áttu að verða tíu. Hann hafði engar áætlanir um efni þeirra og vissi ekki hvernig sögulokin yrðu. Einhverjir blaðamenn í Svíþjóð sögðu að bækurnar þrjár væru of vel skrifaðar til að hann gæti verið höf- undurinn, ég hlyti að hafa skrifað þær. Þetta er rangt. Mitt framlag fólst í því að ræða við hann um þær og hann notaði ýmislegt úr sam- skiptum okkar og nýtti sér þekkingu mína við samningu bókanna. Þetta sýni ég fram á í minni bók.“ Lisbeth bjó hjá okkur Það er ákaflega sorglegt að hann skyldi deyja. Þú hlýtur oft að hugsa um það hvernig líf ykkar væri ef hann hefði lifað. „Það er skelfilegt að það skyldi fara svona. Hann hefði verið ánægð- ur með velgengni bókanna og við hefðum átt betra líf. Við töluðum stundum um það hvað við ætluðum að gera eftir að bækurnar kæmu út. Við vorum nokkuð viss um að bæk- urnar myndu ganga vel á Norður- löndum og í Þýskalandi en enginn hefði getað séð fyrir þessar gríðar- legu vinsældir. Ég er ekki viss um að honum hefði liðið vel með alla þessa alþjóðlegu athygli á sér.“ Lisbeth Salender er ein áhuga- verðasta og sterkasta kvenhetja í sögu glæpasagnageirans. Rædduð þið hana mikið? „Við töluðum kannski ekki mikið um hana en það er skrýtið og kannski dálítið óhuggulegt, en það var næst- um eins og hún væri raunveruleg og byggi með okkur. Hún var eina per- sónan í bókunum sem varð svona raunveruleg í huga okkar. Upp- haflega áttu bækurnar að snúast um Mikael Blomkvist en hann var ekki alveg nægilega spennandi til að geta haldið sögunum gangandi, jafnvel ekki fyrstu bókinni, þannig að Lis- beth varð til, persóna sem er algjör andstæða hans.“ Þú kannt vel við Lisbeth? „Ég kann mjög vel við hana.“ Heldurðu að tilvist hennar sé kannski stærsti þátturinn í vinsæld- um bókanna? „Ég held að vinsældirnar stafi fyrst og fremst af lýsingum á mein- semdum í þjóðfélaginu: spillingu, valdagræðgi, fjármálahneykslum og ofbeldi gegn konum. Hin reiða og andfélagslega Lisbeth berst gegn þessu og reynir að breyta hlutunum. Það gerir bækurnar athyglisverðar. Ég held að reiði hennar sé samskon- ar reiði og lesendur finna fyrir gagn- vart til dæmis kaupaukum til manna sem gera ekkert en ganga í burtu með peningana okkar, gagnvart lögreglu sem vinnur ekki vinn- una sína og fjöl- miðlum sem bregðast. Mikael Blomkvist og Lis- beth berjast gegn þessu og gera það sem við vildum svo gjarnan gera. Þetta er lykillinn að vinsældunum, en um leið er það nokkuð ógnvekjandi að svo margir lesendur skuli þekkja öll þessi spill- ingarvandamál í sínum eigin lönd- um.“ Á lista hægri öfgamanna Þú bjóst með Stieg í rúm þrjátíu ár, en erfðir hann ekki af því þið vor- uð ekki í hjónabandi. Fjölmörgum finnst þetta himinhrópandi óréttlæti. Ertu alveg réttlaus í þessu máli? „Í öðrum löndum hefði ég haft tækifæri til að fara með málið fyrir rétt og segja: Ég er beitt óréttlæti. Ég get ekki gert það í Svíþjóð, því fólk sem býr saman án þess að vera gift erfir ekki hvort annað, og getur ekki farið með málið fyrir dóm. Það er nokkuð sérstakt. Mín skoðun er sú að menn verði að horfast í augu við staðreyndir og breyta lögunum. Þarna ætti líka að horfa til þess hvað væri best fyrir bókmenntalega arfleifð Stiegs. Faðir hans og bróðir eiga höfundarréttinn að bókum hans. Stieg hafði lítil sam- skipti við föður sinn og nær ekkert samband við bróður sinn. Höfund- arrétturinn er í höndum manna sem eru gjörólíkir Stieg. Þeir eru allt öðruvísi persónuleikar en hann, hafa aðrar þjóðfélagsskoðanir en hann og fylgja annarri hugmyndafræði. Ólíkt mér vissu þeir aldrei neitt um þessi verk og áttu engan þátt í að skapa þau. Það mætti alveg eins velja fólk úr símaskránni og segja: Þetta eru erfingjarnir. Við Stieg ræddum stundum um að giftast en það var ekki hægt. Hann fékk margar hótanir frá hægri sinn- uðum öfgamönnum og varð að vera ókvæntur, öryggis síns vegna og vegna öryggis míns. Við gættum þess að sjást ekki mikið saman opinber- lega. Það virkaði ágætlega því að hægri öfgamennirnir héldu að hann væri samkynhneigður og veltu fyrir sér með hvaða karlmanni hann væri. Eftir að hann dó kom tilvist mín þeim á óvart, en fáir gleðjast líka meira en þeir vegna þess að ég er arflaus.“ Það er auðvelt að verða bæði reiður og bitur í þeirri aðstöðu sem þú ert í. „Það að vera reiður er í mínum huga andstæða þess að vera bitur. Ef maður er reiður þá er maður heil- brigður, ef maður er bitur þá hefur maður hörfað inn í sjálfan sig. Ég hef rétt á því að vera reið og ég mun halda áfram að vera reið.“ Stieg dó fyrir sjö árum. Saknarðu hans enn mikið? „Já, ég sakna hans, en ekki alveg jafn sárt og áður. Ég varð að breyta lífi mínu eftir að hann dó, bara til þess að geta byggt sjálfa mig upp á ný. Ég fer ekki á suma staði af því að þeir tengdust lífi okkar saman og hann er ekki lengur þar. Sömuleiðis eru hlutir sem ég gerði áður með honum sem ég get ekki gert í dag af því að það væri of erfitt fyrir mig.“ Ég hef rétt á því að vera reið  Eva Gabrielsson, ekkja Stiegs Larsson, ræðir um rithöfundinn, bækurnar og samband þeirra »Höfundarrétturinn er í höndum manna sem erugjörólíkir Stieg. Þeir eru allt öðruvísi persónu- leikar en hann, hafa aðrar þjóðfélagsskoðanir en hann og fylgja annarri hugmyndafræði. Ólíkt mér vissu þeir aldrei neitt um þessi verk og áttu engan þátt í að skapa þau. Það mætti alveg eins velja fólk úr símaskránni og segja: Þetta eru erfingjarnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.