Morgunblaðið - 16.05.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.05.2011, Blaðsíða 12
12 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MAÍ 2011 H a u ku r 0 3 .1 1 Guðni Halldórsson viðskiptalögfræðingur, gudni@kontakt.is Arnór H. Arnórsson rekstrarhagfræðingur, arnor@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hrl. sigurdur@kontakt.is Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta. Skráning á www.kontakt.is Hlynur Rafn Guðjónsson viðskiptafræðingur hlynur@kontakt.is • Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. • Framleiðslufyrirtæki í vaxandi atvinnugrein. Hentar vel til flutnings út á land. Þarf a.m.k. 600 fm húsnæði með lágmark 8 metra lofthæð. • Lítið innflutnings- og framleiðslufyrirtæki. Ársvelta 50 mkr. Hentar vel tveimur handlögnum. Auðveld kaup. • Rógróið fjölskyldufyrirtæki með innflutning á þekktri gæðavöru fyrir nýbyggingar og viðhald fasteigna. Ársvelta 140 mkr. • Lítil heildverslun með kerti, servéttur og einnota vörur. Ársvelta 50 mkr. • Eitt besta bakarí borgarinnar. Ársvelta 70 mkr. Gott tækifæri fyrir duglega bakara sem vilja eignast eigin rekstur. • Lítil trésmiðja sem sérhæfir sig í gluggum og hurðum. Góð tæki. Hentar til flutnings út á land. Auðveld kaup. • Fyrirtæki með þekktar "franchise" fataverslanir í Kringlunni og Smáralind. EBITDA 20 mkr. • Rótgróið innflutningsfyrirtæki með vörur fyrir sjávarútveg. EBITDA 50 mkr. • Meðeigandi/fjárfestir óskast að traustu framleiðslu- og þjónustufyrirtæki til að nýta vaxtamöguleika. Núverandi ársvelta um 150 mkr. Mjög góð ávöxtun fyrirsjáanleg. FRÉTTASKÝRING Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Þegar rýnt er í gögn um vaxta- ákvarðanir Seðlabankans í fyrra kem- ur í ljós að breski hagfræðingurinn Anne Sibert var meira og minna á önd- verðum meiði við aðra peningastefnu- nefndarmenn þegar kom að ákvörðun vaxta. Hún vildi í langflestum tilfellum ekki slaka á aðhaldi þrátt fyrir veru- legan samdrátt og gengisstyrkingu krónu eða þá ganga skemur í vaxta- lækkunum en aðrir nefndarmenn. Anne Sibert, breskur hagfræði- prófessor sem setið hefur í nefndinni eftir að Jóhanna Sigurðardóttir, for- sætisráðherra skipaði hana, í kjölfar breytinga á lögum um Seðlabankann á útmánuðum 2009, var til að mynda oft- ar en ekki á öndverðum meiði við aðra nefndarmenn þegar kom að ákvörðun vaxtastigs í fyrra. Annaðhvort var hún á móti lækkun vaxta þegar komið var með tillögu um slíkt á fundum pen- ingastefnunefndar eða þá að hún vildi ganga skemur í lækkun vaxta en aðrir nefndarmenn. Stærsta vaxtalækkunin í fyrra var tekin á fundi peningastefnu- nefndar í ágúst en Sibert sótti ekki þann fund. Þá voru vextir lækkaðir um eina prósentu. Í janúarlok 2009 gerði Már Guð- mundsson seðlabankastjóri það að til- lögu sinni að vextir bankans yrðu lækkaðir um 0,5 prósentur. Samvæmt annál vaxtaákvarðana Seðlabankans í ársskýrslu 2010 var Sibert andvíg þessari tillögu og vildi halda vöxtum óbreyttum. Samkvæmt fundargerð janúarfundar nefndarinnar taldi Si- bert að „óvissa hefði stóraukist í kjöl- far þeirrar ákvörðunar forseta Íslands að synja Icesave-lögunum staðfesting- ar og því lækkað þann áhættuleiðrétta vaxtamun við útlönd sem væri nauð- synlegur til að styrkja krónuna.“ Gengið styrktist þrátt fyrir lægri vexti Áhyggjur Sibert af mögulegum áhrifum vaxtalækkana á gengi krón- unnar og nauðsyn þess að halda uppi nægjanlegum vaxtamun við útlönd til að styðja við gengi hennar koma oftar en ekki við sögu í fundargerðum pen- ingastefnunefndar í fyrra. Þær áhyggj- ur virðast hinsvegar hafa verið ástæðu- lausar. Sé litið til viðskiptaveginnar gengisvísitölu hækkaði gengi krónunn- ar um 12% í fyrra og nam hækkunin gagnvart evru til að mynda 17%. Það sama var upp á teningnum í mars. Þá lagði seðlabankastjóri til 0,5 prósentu vaxtalækkun en þá var Si- bert ein um þá skoðun að vextir bank- ans ættu að vera óbreyttir. Ekki er gerð grein fyrir skoðunum einstakra nefndarmanna í fundargerðum en lesa má úr þeirri frá því í mars að skoðun Sibert hafi markast af því að takmark- að svigrúm væri til vaxtalækkunar meðan veruleg óvissa ríkti um aðgengi Íslands að erlendum fjármálamörkuð- um. Í maí var hinsvegar orðið ljóst að fátt benti til þess að slakinn í hagkerf- inu væri að minnka og að sama skapi var ljóst að verðbólgan hjaðnaði ört, meðal annars vegna lítilla umsvifa í efnahagslífinu. Á fundi peningamála- stefnunefndar vildi seðlabankastjóri að vextir yrðu lækkaðir um 0,75 pró- sentur en lagði á endanum til mála- miðlunartillögu um 0,5 prósentu lækk- un sem var samþykkt. Málamiðlunin var meðal annars sett fram vegna þess að þrír nefndarmenn voru andsnúnir svo mikilli lækkun. Rökstuðningurinn í fundargerðinni var meðal annars sá að þrátt fyrir óvissu um aðgengi Íslands að erlendum fjármálamörkuðum væri minni í kjölfar annarrar endurskoðun- ar AGS á efnahagsáætluninni „ríkti enn nokkur óvissa sem takmarka mundi svigrúm peningastefnunefndar- innar.“ Taldi skuldatryggingar vanmeta hina raunverulegu áhættu Í júní var tillaga seðlabankastjóra um 0,5 prósentu lækkun samþykkt en hinsvegar vildi Sibert ekki ganga svo langt og vildi heldur frekar lækka vextina um 0,25 prósentur. Samkvæmt fundargerð nefndarinnar var hún á þeirri skoðun sökum þeirrar sannfær- ingar að í „skuldatryggingarálaginu fælist vanmat á raunverulegu áhættu- álagi á íslenskar fjáreignir og svigrúm til að draga úr peningalegu aðhaldi án þess að grafa undan gengi krónunnar væri því minna en skuldatryggingará- lagið segði til um.“ Sem fyrr segir þá voru svo vextir lækkaðir um 1 prósentu í ágúst. Sam- staða var um þá lækkun í pen- ingastefnunefndinni en Sibert var fjar- verandi. Á septemberfundi nefndarinnar var það mat nefndarmanna að lítil efna- hagsumsvif og verðbólguhjöðnun vegna gengisstyrkingar krónunnar kölluðu á vaxtalækkun. Tillaga seðla- bankastjóra um 0,75 prósentu lækkun var samþykkt samhljóða en hinsvegar færði Sibert rök fyrir minni lækkun eða um 0,5 prósentur. Samkvæmt fundargerð taldi hún að aðhald þyrfti að vera meira þar sem að það væri tek- ið að styttast í væntanlegt afnám gjald- eyrishafta. Í nóvember var einróma samþykkt að lækka stýrivexti um 0,75 prósentur þó svo að Gylfi Zoëga hafi fært rök fyr- ir meiri vaxtalækkun eins og reyndar oft áður. Á desemberfundi peninga- stefnunefndar var svo tillaga seðla- bankastjóra um að þrengja vaxtagang- inn um eina prósentu í 2 prósentur samþykkt. Sibert var hinsvegar ekki sammála þeirri tillögu. Seðlabanka- stjóri lagði til að vextir á viðskipta- reikningum yrðu lækkaðir um 0,5 pró- sentur, vextir á veðlánum til sjö daga og á 28 daga innistæðubréfum lækk- aðir um eina prósentu og daglánavext- ir um 1,5 prósentu. Sibert vildi þó að- eins lækka vexti á sjö daga veðlánum um 0,5 prósentur. Morgunblaðið/Kristinn Peningastefnunefndin Í henni sitja Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Arnór Sighvatsson aðstoðarseðla- bankastjóri, Gylfi Zoëga prófessor, Anne Sibert prófessor, og Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur. Haukur í peninga- stefnunefndinni  Anne Sibert berst fyrir meira aðhaldi þrátt fyrir samdráttinn Landsframleiðslan dróst saman um 3,5% að raungildi í fyrra sam- kvæmt mælingum Hagstofunnar. Um er að ræða mesta samdrátt í landsframleiðslu á einu ári á Ís- landi frá því 1968, að undanskildu árinu 2009. Þá dróst lands- framleiðslan saman um 6,9% Í ljósi þessa minnkaði aðhald pen- ingamálstefnu Seðlabankans veru- lega í fyrra en virkir stýrivextir lækkuðu á bilinu 500-550 punkta á árinu. Þannig voru vextir á við- skiptareikningum innlánastofn- anna 8,5% við upphaf árs 2010 en voru komnir niður í 3,5% í árslok. Hinsvegar verður ekki sagt að al- menn sátt hafi ríkt um þessa stefnu í peningamálastefnunefnd Seðlabankans sem tekur vaxt- arákvarðanir og vildi einn nefnd- armaður, Anne Sibert, oftar en ekki meira aðhald í peninga- málastefnunni en aðrir. Aðhald þrátt fyrir mikinn samdrátt LANDSFRAMLEIÐSLAN Tæplega eins prósents hagvöxtur mældist á fyrsta fjórðungi í Grikk- landi. Fjármálaráðuneyti landsins hafði gert ráð fyrir áframhaldandi samdrætti fyrstu þrjá mánuði ársins og kemur því mælingin á óvart. Um er að ræða 0,8% hagvöxt mið- að við síðasta ársfjórðung í fyrra. Að sögn breska blaðsins The Financial Times var aukning í útflutningi og kraftmeiri byrjun á ferðamanna- tímabilinu helsta ástæða þess að vöxtur varð milli ársfjórðunga. Hinsvegar dróst landsframleiðsl- an saman um 4,8% fyrstu þrjá mán- uði ársins þegar litið er til sama tímabils í fyrra og þrátt fyrir vöxtinn við upphaf ársins er enn búist við því að landsframleiðslan muni dragast verulega saman í ár. Elstat, hagstofa Grikklands, gerir ráð fyrir að lands- framleiðslan muni dragast saman um 3,5% í ár. En landsframleiðslan dróst saman um 4,4% í fyrra og fram að fyrsta fjórðungi í ár hafði hún minnkað í níu ársfjórðunga í röð. Skuldakreppan í Grikklandi verð- ur í brennidepli í vikunni en þá munu fjármálaráðherrar Evrópusam- bandsins funda um stöðu mála. Búist er við að grísk stjórnvöld muni þurfa á frekari fjárhagsaðstoð að halda frá ESB á næstu misserum. ornarnar@mbl.is Skammgóður vermir í Grikklandi  Skammvinnur hagvöxtur í ársbyrjun Lögregla Staðinn vörður um gríska seðla- bankann vegna mótmæla nýverið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.