Morgunblaðið - 16.05.2011, Side 18

Morgunblaðið - 16.05.2011, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MAÍ 2011 ✝ Svava Eng-ilbertsdóttir fæddist að Vatns- enda í Skorradal 7. nóvember 1939. Hún lést að heimili sínu 4. maí 2011. Svava var dóttir hjónanna Bjargar Eyjólfsdóttur, f. 13.6. 1907, d. 1.7. 1981, og Engilberts Runólfssonar, f. 8.11. 1899, d. 14.6. 1996. Al- systkini Svövu eru Haukur Eng- ilbertsson, f. 10.4. 1938, Run- ólfur Engilbertsson, f. 22.5. 1941, d. 5.2. 2010, og Eyjólfur Engilbertsson, f. 9.10. 1943. Hálfsystkini sammæðra eru Hulda Hafliðadóttir, f. 25.11. 1924, og Ásgeir Hafliðason, f. 10.12. 1925, d. 21.10. 2009. Hinn 30. júní 1962 giftist Svava eftirlifandi eiginmanni sínum, Gunnari Árnasyni, f. 1.3. 1938. Svava og Gunnar eign- Svava ólst upp á Vatnsenda í Skorradal og stundaði nám í Reykholti. Síðar fór hún í hús- mæðraskólann að Varmalandi. Snemma byrjaði hún að vinna í skógræktinni að Hvammi í Skorradal og var sá tími henni mjög minnisstæður. Seinna fór hún að vinna í eldhúsinu í Reyk- holti og síðar á Bifröst. Haustið 1959 flutti Svava til Akureyrar og kynnist þá Gunnari, eftir- lifandi eiginmanni sínum. Til að byrja með bjuggu þau í Hafn- arstræti 86, en síðar keyptu þau Hafnarstræti 81. Síðastliðin 38 ár hafa þau búið að Grænugötu 2, Akureyri. Svava vann ýmis störf til að byrja með. Tók meiraprófið 1976, en vann síðan hjá ÚA í tæp 38 ár eða þar til hún þurfti að láta af störfum vegna veikinda sinna. Útför Svövu verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 16. maí 2011, og hefst athöfnin kl. 13.30. uðust fjögur börn. 1) Björgvin Guð- mundur, f. 1.8. 1960, d. 29.1. 1961. 2) Elísabet Björg, f. 1.9. 1961, maki Sig- urgeir Vagnsson. Synir Elísabetar eru: Gunnar Freyr, f. 1984, Svavar Tandri, f. 1990. Synir Elísabetar og Sigurgeirs eru: Sindri Vagn, f. 1997, og Ólafur Snær, f. 1998. Fyrir átti Sig- urgeir Trausta, f. 1980, og Ara, f. 1986. 3) Björgvin Árni, f. 12.6. 1965, maki Patcharee Sri- kongkaew, f. 4.8. 1965, þeirra börn eru: Watchara Otharit, f. 1980, Gosin Otharit, f. 1982 og Sunisa Otharit, f. 1985. 4) Gunn- ar Viðar, f. 24.3. 1969, maki Kristín Ólafsdóttir, f. 26.3. 1970. Þeirra synir eru Bjarki Þór, f. 1991, Birkir Már, f. 1994 og Bjarni Freyr, f. 2001. Elsku mamma og tengda- mamma. Við þökkum þér fyrir yndislegar stundir í Skorradaln- um, þú varst alltaf svo dugleg og alltaf varstu tilbúin þegar við vor- um að brasa eitthvað. Það var mjög gaman hjá okkur þegar við fórum inn á Uxahryggi með vél- sleðann og fjórhjólið. Þú tókst í vélsleðann og hafðir mjög gaman af. Síðustu dagar með þér gáfu okkur heilmikið, þú varst svo þakklát að hafa okkur hjá þér og sýndir okkur þær tilfinningar fram á síðasta dag. Elsku mamma, nú vitum við að þér líður mun betur og ert hætt að þjást. Gunnar og Kristín. Hún mamma er dáin, sigruð af þessum sjúkdómi sem herjað hef- ur á hana hátt á sjötta ár. Hetja sem neitaði að gefast upp, bognaði stundum en brotnaði ekki. Þú sinntir þínu af alúð og elsku. Garðurinn, stolt þitt og gleði. Stundum gerðum við góðlátlegt grín að þér, um að það væru fleiri sem þekktu á þér afturendann en andlitið, því þú varst alltaf á fjór- um fótum úti í blómabeðunum, við að reyta arfa eða planta út. Það var sama hversu veik þú varst, alltaf hafði garðurinn forgang. Enda ein mesta prýði við aðalgötu bæjarins, en hætt er við því að nú verði einhver misbrestur á. Síðast fórst þú á föstudaginn langa, þá orðin fárveik, út til að kenna Gunna Frey dóttursyni þínum hvernig ætti að klippa rósirnar. Sennilega þótti þér hann ekki bera sig rétt að og klipptir því nokkrar sjálf. Á æskuslóðunum í Skorradaln- um reistuð þið pabbi ásamt Gunna syni ykkar og konu hans sum- arbústað. Þetta var ykkar sælu- reitur, og nutuð þið þess mjög að vera þar. Enda ber hann ykkur tengdamæðgum mjög fagurt vitni. Það þótti hin mesta skemmtun að fara til ykkar í bú- staðinn. Fara á sjóinn, það líkaði þér og kom þá í ljós veiðieðlið í þér. Og er við byggðum okkur verbúð og keyptum bát þá blómstraðir þú. Síðast skelltir þú þér á sjóinn í janúar sl. Veiða, gera að, flaka, verka, nætursalta og búa til harðfisk þótti þér mjög gaman. Enda nutum við hin góðs af því. Þú gafst aldrei neitt eftir. Lýsandi dæmi um kraftinn í þér, er þegar við Sigurgeir vorum að byggja úti á Klöppum. Daginn áð- ur en þú fórst í stóra aðgerð komst þú til að sjá hvernig gengi. Og áður en við vissum af, þá varst þú farin að naglhreinsa og skafa timbur. Ekta þú. Fjölskyldan var þér allt. Alltaf voruð þið pabbi tilbúin til að aðstoða ef á þurfti að halda. Ömmu- og afastrákar áttu öruggt skjól í Grænu. Þeirra missir er mikill. Er okkur varð ljóst nú í mars hvert stefndi, þá óraði okkur ekki fyrir því að þetta ætti eftir að ger- ast svona snöggt eins og raunin varð. Dagarnir á spítalanum, kvöldin er við fórum í hjólastól- arallý með viðkomu í kapellunni og á eftir var fótanuddið, og spjallið fyrir háttinn var ómetan- legur tími. Loksins komstu svo heim í Grænu á skírdag. Þar tóku við nokkrir góðir dagar áður en þú þurftir að játa þig sigraða. Að kvöldi 4. maí undir tónum lagsins „Hærra minn guð til mín“ kvaddir þú í faðmi fjölskyldu þinnar. Elsku pabbi, guð gefi þér styrk á þessum erfiðu tímum. Heimahlynningu og þeim gull- molum sem þar eru og hafa verið til halds og trausts sl. 3 ár viljum við þakka innilega fyrir allt. Einn- ig sr. Guðrúnu Eggertsdóttur sem alltaf var til staðar fyrir okk- ur er á þurfti að halda. Starfsólk dag- og lyfjadeildar á FSA, hafið innilegar þakkir fyrir allt. Elsku mamma, takk fyrir allt. Elísabet Björg (Elsa Björg) og fjölskylda. Elsku dúllan mín. Þótt leiðin okkar væri stutt, var hún ómetanleg. Þú varst algjör dúlla og hörkukona. Kona sem ég mun líta upp til það sem eftir er. Ef allir væru eins og þú varst væri heimurinn í góðum höndum. Það er mér svo minnisstætt hvernig þú hugsaðir fyrir öllu og um alla. Hef aldrei kynnst annarri eins konu. Það er svo sárt að hugsa til að þú sért farin, en tími var kominn til að sleppa og játa sig sigraða í þessum heimi. Veit að þú situr hér og hristir höfuðið yfir öllum þess- um tárum og sorg sem er hér í gangi en við vitum að þú munt alltaf vera okkur nálæg. Ég mun taka við dekurdýrinu þínu og reyna að gera mitt besta, þótt það verði aldrei neitt í nálægð við allt sem þú gerðir fyrir hann. Það var mér mikill heiður að fá að eiga þessar síðustu stundir með þér og að þú skulir hafa valið að kveðja með okkur við hönd þér. Þú barðist alveg fram að síðustu stundu enda hörkukona sem var hér á ferð. Þín mun verða sárt saknað, elsku dúllan mín. Þín Heiða. Elsku amma. Nú er þér farið að líða betur, hætt að þjást. Þú varst alltaf svo dugleg og varst alltaf að. Náðir alltaf að rísa upp aftur eftir erf- iðar aðgerðir í þínum veikindum og þegar við kíktum á þig norður um páskana þá varstu orðin mjög lasin en samt hafðir þú orku í að ráðskast pínu með afa. Við kveðjum þig, elsku amma, og biðjum kærlega að heilsa Run- ólfi frænda. Birkir Már og Bjarni Freyr. Elsku amma. Ég minnist þess þegar við komum þrír vaskir drengir norður yfir heiðar um verslunarmannahelgina síðustu, við fengum gistingu hjá ykkur. Strákarnir voru örlítið smeykir við að koma inn og gista en þú tókst svo vel á móti okkur og sagðir við þá að láta bara eins og heima hjá sér. Það var alltaf þann- ig hjá þér, amma mín, það var aldrei neitt mál. Þegar ég svo kvaddi þig í hinsta sinn þá varstu svo létt og glað- lynd, þú hjálpaðir mér mjög mikið því það var svo mikill kvíði að kveðja þig. Bjarki Þór. Amma farin. Ekki meira „sælir strákar, hver nennir nú með mér til að tína hrossaskít í garðinn?“ Þá var farið með stóran svartan ruslapoka niður í móa til að tína. Eða „hér er útsæðið komið, nú skuluð þið drífa ykkur í að koma kartöflunum niður“. Þá var farið í það í hvelli að stinga upp garðinn og koma niður. Það var ekkert „á eftir“ þegar amma var á ferðinni bara „núna“. Þannig var amma. Alltaf var hún boðin og búin til að hjálpa okkur ef á þurfti að halda. Þegar við komum í Grænu þá var yfirleitt spurt: „Eruð þið ekki svangir?“ og tók hún ekki nei gilt, heldur fann eitthvað til að borða. Elsku amma, takk fyrir okkur . Svavar Tandri og Sindri Vagn. Svava Engilbertsdóttir HINSTA KVEÐJA Hæ amma, þegar hún mamma sagði að þú værir dáin þá fann ég svo til í hjartanu mínu. En þegar ég vissi að þú færir til guðs og hættir að vera veik þá leið mér betur. Bless amma mín og ég lofa að vera duglegur að passa afa. Ólafur Snær. ✝ Hjörleifur Jóns-son fæddist í Skarðshlíð í Austur- Eyjafjallahreppi 28. september 1925. Hann lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 7. maí 2011. Foreldrar Hjör- leifs voru þau Jón Hjörleifsson, bóndi og oddviti í Skarðs- hlíð, f. 12. júlí 1898, d. 23. júlí 1973 og Guðrún Sveinsdóttir frá Selkoti, hús- freyja, f. 25. ágúst 1897, d. 15. maí 1983. Hjörleifur var næst- elstur átta systkina en þau eru: 1) Sveinn, f. 30. júní 1924, d. 30. maí 1983. 2) Guðni Ragnar, f. 24. september 1927. 3) Tómas, f. 25. apríl 1929, d. 1. ágúst 1998. 4) Sigríður, f. 27. nóvember 1932. 5) Anna, f. 5. ágúst 1936, d. 23. mars 2007. 6) Hilmar Eyjólfur, f. 15. nóvember 1938. 7) Jakob Óskar, f. 28. október 1940. Hjörleifur kvæntist 8. nóv- ember 1947 Ingibjörgu Snæ- mars 1973, Hjörleifur, f. 15. október 1976, barnabörnin eru átta. 3) Sigríður Hjördís, f. 5. júlí 1954, félagsráðgjafi í Reykjavík, maður hennar er Þormóður Sveinsson arkitekt í Reykjavík, f. 5. júní 1953. Börn þeirra eru Vigdís, f. 4. apríl 1979 og Hjörleifur Skorri, f. 13. ágúst 1985. Þau eiga eitt barna- barn. Hjörleifur stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni 1942-44 og við Samvinnuskól- ann í Reykjavík 1944-46. Hjör- leifur hóf störf hjá Kaupfélag- inu Þór á Hellu 1946 og var þar fulltrúi kaupfélagsstjóra til 1960. Hann flutti þá til Reykja- víkur og starfaði í nokkur ár hjá Verslunarsambandinu. Hann gerðist einn af stofnendum og framkvæmdarstjóri Fóð- urblöndunnar hf. og gegndi því starfi þar til hann lét af störfum sökum aldurs. Hjörleifur tók þátt í stofnun nokkurra félaga og sat í stjónum þeirra. Hann var einnig félagi í Oddfellow í 35 ár. Útför Hjörleifs fer fram frá Háteigskirkju í dag, 16. maí 2011, og hefst athöfnin kl. 13. björnsdóttur, f. 15.1. 1927. For- eldrar hennar voru Snæbjörn Guðmundsson, járnsmiður, f. 6. desember 1901, d. 30. október 1936, og Elín P. Blöndal húsmóðir, f.13. júní 1895, d. 10. október 1969, þau voru bæði frá Hvammstanga. Börn Hjörleifs og Ingibjargar eru: 1) Elín Birna, f. 19. apríl 1948, hjúkr- unarfræðingur í Reykjavík. Hún giftist Guðmundi Gunnarssyni, f. 29. október 1945, þau skildu. Börn þeirra eru Ingibjörg Hrönn, f. 31. janúar 1971, Hall- fríður, f. 18. maí 1972, Gunnar Örn, f. 20. september 1977, barnabörn eru átta talsins. 2) Jón, f. 25. júní 1949. Hann giftist Sigrúnu Ágústsdóttur, f. 19. september 1950, þau skildu. Börn þeirra eru Eva María, f. 26. apríl 1971, Ragna Sara, f. 3. Elsku afi minn. Mikið sem ég er heppin að hafa fengið að eiga afa eins og þig. Þú varst okkur barnabörnunum, já og hverjum þeim sem þér kynnt- ist, ljómandi fyrirmynd vandaðrar hegðunar með framkomu þinni og háttum. Af þér geislaði kurteisin, herramennskan, heiðarleikinn og ljúf kímnigáfan svo að öllum mátti vera ljóst að þar fór drengur góð- ur. Margt lærði ég af fordæmi þínu og allt gott, en tvær lexíur standa einna helst upp úr og munu lifa með mér um aldur og ævi. Annars vegar það að halda í góða siði sem gera manni gott (þetta kenndir þú mér með fastheldni þinni við bláa glasið þitt og hæg- indastólinn góða) og hins vegar að taka þeim nýjungum, sem eitt- hvað er í varið, fagnandi, enda aldrei að vita hvernig þær gætu auðgað lífið (þetta sýndir þú mér í verki með áhuga þínum á tækni- nýjungum á borð við bílasímann og sjónvarpið með fjarstýring- unni). Þó að þú hafir kvatt þennan heim veit ég að andi þinn og nær- vera fylgja fjölskyldu þinni og vin- um um aldur og ævi. Það er vissu- lega erfitt að kveðja þig, en söknuðurinn bliknar við hliðina á því þakklæti og gleði sem ég upp- lifi yfir að hafa fengið að kynnast þér og eiga þig að öll þessi ár. Hvíl í friði, elsku afi Hjölli. Vigdís Þormóðsdóttir. Hann Hjörleifur Jónsson, elskulegur afi okkar, var dagfars- prúður maður. Við börnin spurð- um stundum hvort hann kynni ekki að hlæja upphátt, en hann hló þó mikið og ævinlega inní sig. Amma sagði að hann kynni það ekki og þess vegna var það sér- staklega eftirminnilegur atburður þegar afi skellti uppúr við matar- borðið uppi í sumarbústað eftir að amma hafði mismælt sig herfi- lega. Hugsanlega lýsir það afa vel, að hlæja í hljóði, því hann vildi ógjarnan draga athyglina að sér. En nú beinast augu allrar fjöl- skyldunnar að afa Hjölla og þeirri miklu góðvild sem frá honum staf- aði á hljóðlátan máta. Afi var alinn upp í Skarðshlíð undir Eyjafjöllum. Þar bjuggu foreldrar hans, Jón Hjörleifsson og Guðrún Sveinsdóttir og eign- uðust átta börn. Æskustöðvarnar áttu greinilega stað innarlega í hjartanu hans afa. Það sem um þann stað var sagt var allt gott og fallegt. En Hjölli afi varð nú samt sveitastrákurinn sem flutti á möl- ina og ól mestan sinn aldur í þétt- býli. Tengsl hans við sveitina áttu sér á sinn hátt framhaldslíf í gegn- um starf hans hjá Fóðurblönd- unni, þar sem hann var í sambandi við búrekendur um land allt. Í augum okkar barnanna var hann duglegur að vinna, en hann kom þó hvern dag heim í hádeginu og borðaði mat með ömmu. Þau hlustuðu á fréttirnar og afi fékk sér undanrennu í bláa glerglasið og engu viðbiti leit hann við nema Sólblóma. Það veitti okkur börn- unum öryggiskennd að hann afi var trúr sinni rútínu í daglega líf- inu. Á meðan afi var í vinnunni vor- um við börnin stundum hjá ömmu. Hún talaði svo vel um hann afa, sagði að hann væri besti maður í heimi. Og afi lagði mikið uppúr að vera heiðarlegur maður. Afkom- endum sínum gaf hann það ráð að hafa heiðarleikann að leiðarljósi í lífinu og þá myndi okkur farnast vel. Hann var blíður og góður við okkur börnin, þó hann segði stundum máttleysislega nei, ef við vildum fá að snúa stofunni við og búa til hús úr sófasettinu og borð- stofustólunum. Afi sofnaði alltaf við sjónvarpið og þá færðist ró yfir heimili þeirra afa og ömmu og stutt var í að lesnar væru kvöld- sögur. Oft voru það draugasögur og tröllasögur. Þegar börnin voru gengin til náða, höfðu þau fyrir sið að lesa hvort fyrir annað. Þau áttu líka annan eftirminni- legan sið og sá var að syngja alltaf í tveimur röddum á leiðinni upp í sumarbústað. Þá heyrðum við börnin hvað afi hafði fallega og háa söngrödd, sem hann flíkaði sjaldan. Og allir tóku undir í þessu ljóði Guðmundar Guðmundsson- ar: Kvöldblíðan lognværa kyssir hvern reit komið er sumar og fögur er sveit. Sól er að kveðja við bláfjalla brún, brosa við aftanskin fagurgræn tún. Seg mér hvað indælla auga þitt leit íslenska kvöldinu í fallegri sveit. Nú þegar sólin hans afa er sest, þökkum við fyrir að hafa átt slíkan afa, traustan mann sem bar hag allrar fjölskyldunnar fyrir brjósti. Við erum líka þakklát fyrir að hann afi kvaddi þennan heim saddur lífdaga og í sátt við Guð og menn og biðjum almættið um að styrkja ömmu á sorglegum stund- um. Eva María, Ragna Sara, Hjörleifur og fjölskyldur. Það er með harm í huga og sorg í hjarta sem ég kveð þig, afi minn. Það er erfitt að láta eilífðinni eftir svo mætan mann. Þú áttir svo sannarlega viðburðaríkan og öf- undsverðan ævidag, og hefði ég viljað óska þér nokkurra daga til viðbótar. Það er ekki síst vegna þess hve mikill styrkur, stuðning- ur og skemmtan var af nærveru þinni. Í þér fann maður alltaf bak- land, hvatningu, kímni og ráð. Áhrif þín á mig hafa verið mörg og djúpstæð, og ég vona að þú haf- ir vitað hversu mikið af mínu at- gervi ég mótaði að þinni fyrir- mynd. Sem barn fylgdi ég þér eftir hvert fótmál og vildi verða eins og þú þegar ég yxi úr grasi. Þú varst sómamaður og ekkert rætið né smásmugulegt var til í þínu fari. Maður vissi alltaf að hugsun þín var réttlát og skýr. Jafnaðargeð þitt var víðfrægt, stimamjúkur í fasi en fastur fyrir ef á reyndi. Að aðstoða aðra en ætlast ekki til neins sjálfur var þitt fordæmi sem ég hef að leiðarljósi. Góðmenni á við þig eru vandfund- in og það er missir að slíkri gæsku. Af þér lærði ég aga og vinnu- semi. Þú reyndir að fá mann til að fullkomna verkið, gera hlutina vel og skilmerkilega. Þú varst aldrei ósanngjarn, hvattir til dáða og hrósaðir alltaf fyrir vel unnið verk. Fas þitt og dyggðir eru mér til fyrirmyndar og verða þó hverfir þú á vit forfeðranna. Í þinni fyr- irmynd fann ég þann styrk og þá stoð sem þörf er, á lífsins refilstig- um. Ævi þín var ekki alltaf létt en ekki var snefill af gremju yfir hlut- skipti þínu, einungis döngun til að vinna meir og gera betur. Ungur hófstu vinnu, braust til mennta og laukst ferlinum sem fram- kvæmdastjóri mektarfyrirtækis, sem þú sjálfur áttir hlut í að koma á legg. Allt þitt var sannarlega þitt, ekkert baktjaldamakk eða klíka, þú varst raunverulega sjálf- stæður maður. Þú varst íslenskur frumkvöðull, óskabarn þjóðarinn- ar, fátækur drengur undan Eyja- fjöllum sem af eigin rammleik varð vel stæður viðskiptamaður og heimsborgari. Það veldur mér sorg að þú getir ekki verið viðstaddur útskrift mína þegar þar að kemur, þú hafð- ir sjálfur áhuga á læknisfræði og varst stoltur að nafni þinn legði það nám fyrir sig. Þegar ég tek við skírteini verður það með þína hönd í minni, og ég veit þú verður mér nálægur um ókomna tíð. Mín von er að ég beri gæfu til að líkjast þeim öðlingi sem nú kveður. Það er þrautin þyngri að reynast verð- ugur nafni slíks heiðursmanns. Far í friði, elsku afi. Hjörleifur Skorri Þormóðsson. Að kveðja góðan samferða- mann er alltaf erfitt. Gott er þó að eiga aðeins góðar minningar um langa kynningu. Hjörleifur mágur minn var einstakur maður, hrein- skiptinn, einbeittur en umfram allt góður kærleiksríkur faðir og vinur. Ég minnist ævinlega ynd- islegra tíma þegar ég dvaldi sem unglingur á heimili þeirra Hjör- leifs og Ingibjargar systur minnar á Hellu og dillaði börnum þeirra, Ellu, Nonna og Siggu, sem mér fannst vera ekkert minna en al- gjörir englar. Þær voru ófáar ferðir mínar austur að Hellu þar sem mér var ævinlega tekið opnum örmum. Hjörleifur stjórnaði þar kaup- félaginu Þór af röggsemi og dugn- aði. Þar var ótrúlegur gestagang- ur af bændafólki úr sveitunum í kring sem vanhagaði um sitthvað til búskaparins. Alltaf var Hjölli reiðubúinn að sinna þörfum þeirra eftir bestu getu. Þegar þau hjónin fluttu svo til höfuðborgarinnar og settust að í Hjörleifur Jónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.