Morgunblaðið - 16.05.2011, Side 19

Morgunblaðið - 16.05.2011, Side 19
Elsku amma. Ótrúlega margar yndislegar minningar frá okkar tíma ryðjast nú um koll mér. Hjá þér var ég alltaf velkominn og þar var alltaf nóg að gera. Þú fannst eitthvert dót handa mér svo mér myndi ekki leiðast, enda mikið slíkt sem leyndist þar. Man alltaf þegar ég horfði á eftir þér upp á háaloftið og þegar þú komst niður varst þú með fullan kassa af dóti, ég var alveg staðráðinn í að þarna uppi væri allt sem ég nokkurn tímann gæti þurft á að halda, enda sá ég í fyrsta sinn sem ég fór þangað upp, að svo var. Margt leyndist á loftinu sem enginn hef- ur almennilega vitneskju um nema þú. Ófáir voru dagarnir og næturn- ar sem ég eyddi í Grænugötunni. Þegar ég var yngri lagðist ég oft upp í rúm á milli þín og afa og var þá lesin fyrir mig saga og farið með bænirnar. Meðan þú mögulega gast skipti ekki máli hvað það var, það voru engin takmörk fyrir því sem þú vildir gera fyrir mig, ef það var eitthvað varstu fyrst til að hlaupa til, hvort sem það var að rífa mann á lappir á morgnana, meðan ég bjó hjá þér, smyrja snemmbúið nesti ef ég þurfti að mæta snemma til vinnu eða saumaskap- ur. Enginn annar en þú myndir rífa rassvasana af gallabuxunum þínum til að bæta mínar, þótt það sæjust merki um að vasar hefðu verið þar áður. Þetta var þér svo sjálfsagt mál eins og flest annað. Þú varst baráttukona alveg fram að síðustu stundu, tími okk- ar saman var ómetanlegur, það kemur enginn í stað þín og mun þín verða sárt saknað. Bless amma mín, þú munt allt- af vera efst í huga mér. Þinn Gunnar Freyr. Kæra Svava. Ég kveð þig nú með söknuði, en jafnframt þakk- læti fyrir að hafa fengið að vera vinkona þín í þessi ár. Margt er í minninga heimi mun þar ljósið þitt skína, englar hjá guði þig geymi við geymum svo minningu þína. (Höf. ók.) Við Haddi sendum fjölskyld- unni allri innilegar samúðarkveðj- ur. Vonum að góðar minningar veiti styrk á efiðum tímamótum. Ingibjörg Jóh. Kristinsdóttir (Inga). Mig setti hljóðan þegar Gunni hringdi í mig og sagði mér lát Svövu. Þó hafði ég reiknað með að ekki væri langt í umskipti. En svona er þetta, maður er aldrei tilbúinn. Kynni okkar Svövu voru búin að standa í mörg ár en einhvern veginn var það svo að við hittumst minna seinni árin, en sami vin- skapurinn ef við hittumst. Margar yndislegar gleðistund- ir áttum við með Grúppunni sem seint gleymast, bæði á skemmt- unum og ferðalögum. Yndisleg var útilega Grúppunnar á Álfta- gerðisbáru. Þá var mikið hlegið og gaman. Margar fleiri stundir eru greyptar í minni sem ég þakka all- ar. Svava mín, ég er viss um að þú átt góða heimkomu og verður vel tekið. Svo komum við vinirnir smám saman. Gunni, elsku vinur minn, ég votta þér og fjölskyld- unni mína innilegustu samúð og bið Guð að blessa ykkur. Jón Hólmgeirsson. Já, nú ætlar Svava mín að fara að spila bingó með einhverjum öðrum. Fallin er frá Svava Engilberts- dóttir. Mig langar í örfáum orðum að kveðja kæra vinkonu. Það eru 35 ár síðan ég kynntist Svövu en dóttir hennar Elsa er mín besta vinkona; á yngri árum brölluðum við Elsa margt saman, ég var ætíð velkomin á heimili þeirra Svövu og Gunna í Grænugötunni. Ég á margar góðar minningar um þessa góðu konu. Svava hafði mikið yndi af garðinum sínum enda var hann sérstaklega falleg- ur yfir sumartímann, oft sá ég Svövu krjúpandi yfir blómabeð- unum sínum, hún hlúði með alúð að blómunum sem hún hafði gróð- ursett um vorið, illgresi vildi hún ekki að sæist í blómabreiðunni enda var garðurinn hennar mjög fallegur og vel hirtur. Fyrir um 6 árum fórum við að spila saman á veturna og þótti Svövu mjög gaman að spilum og sérstaklega var bingó í uppáhaldi, reyndi hún að sækja öll þau bingó sem hún gat; þó svo að Svava hafi verið orðin mikið veik vildi hún ekki missa af þeim og er mér minnisstætt þegar hún hringdi í mig og bað mig að koma með sér á eitt slíkt en þá var hún um tíma á sjúkrahúsinu; ég sagði henni að það væri minnsta mál, ég myndi koma og sækja hana og fara með henni og viti menn, við fórum ekki tómhentar heim af þessu spili frekar en öðrum sem við fórum saman á, heldur hlaðnar vinning- um og hafði Svava haft á orði að hún hefði vitað þetta, því hefði hún verið svona ákveðin í að fara á þetta bingó. Ég vil þakka þér, kæra Svava, fyrir að hafa fengið að kynnast þér og fjölskyldu þinni og vináttan er ómetanleg fyrir mig. Elsku Gunni, Elsa, Björgvin, Gunni Viðar og fjölskyldur, inni- legustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu góðrar konu, hvíldu í friði. Helga Sigríður (Helga Sigga). Safamýrinni var það gleðiefni fyr- ir mig og mína að hafa þau nær, en ferðum mínum í hið fagra Rang- árþing fækkaði í bili. Hjörleifur mágur minn var fríð- ur maður og vel á sig kominn. Ég minnist margra gleðistunda frá Hellu og eins þegar þau voru flutt til Reykjavíkur og við fórum að fara árlega í stórar fjölskylduferð- ir um landið og vorum oft 3-4 daga. Þegar við ókum svo um Eyjafjallasveitina, heimahaga Hjörleifs, þá kunni hann skil á öll- um bæjum og fólki. Hann var æv- inlega tengdur sveitinni sinni og hafði gleði af að segja frá og fræða okkur með sinni lúmsku kímni- gáfu. Nú er orðið langt um liðið og líf- ið gengið, eins og almættið hefur ákveðið það. Þú, Hjörleifur minn, ert horfinn okkur, en við rifjum upp minningar um þig sem allar eru góðar. Og að sumu leyti finnst okkur að þú hafir kannski aldrei verið eins nærri. Það er að minnsta kosti þakkarvert að fá tækifæri til að hugsa um þig og mannkosti þína alla og þá vænt- umþykju sem við bárum til þín. Ég votta fjölskyldu Hjörleifs og okkar allra mína dýpstu samúð og bið ykkur allrar blessunar. Dagbjört. Við Hjörleifur bjuggum undir sama þaki í rúman aldarfjórðung. Foreldrar mínir ásamt sæmdar- hjónunum Hjörleifi og Ingibjörgu voru frumbýlingar í Safamýrinni, götu sem breyttist úr hráu ný- byggingarsvæði yfir í fegurstu götu borgarinnar á örfáum árum. Lóðirnar voru stórar og kom oft til minna kasta, yngsta íbúa hússins, að annast um garðsláttinn og iðu- lega sá Hjörleifur um verkstjórn- ina. Gluggar og bílar voru þvegnir á laugardögum og aldrei bar skugga á samstarfið. Þegar for- eldrar mínir voru erlendis, einu sinni sem oftar, kölluðu hjónin á neðri hæðinni í einstæðinginn á þeirri efri og buðu honum upp á kaffi og stundum í mat. Hjörleifur var mikill bílskúr- skarl og þar var gaman að skrafa við hann um liðna tíma og þiggja neftóbakskorn. Foreldrar mínir og Hjörleifur og Ingibjörg voru sambýlingar í Safamýri 23 í slétt 40 ár og voru um margt ótrúlega samrýmd. Oft og iðulega hittust þau yfir spilum og í seinni tíð lögðu þau leið sína saman til út- landa. Nú er allt þetta ágæta fólk gengið til feðra sinna, að Ingi- björgu undanskilinni, en eftir sitja bjartar minningar frá góðum dög- um. Ég þakka Hjörleifi fyrir trausta nærveru og ánægjulegar samverustundir og votta Ingi- björgu og börnum hennar samúð mína. Örn Sigurðsson. Til hvers eru minningar og hvers er að minnast? Minningar verða óneitanlega alltaf litaðar af hugarfari þess sem þær á og skrif- ar. Hvað mótar okkur og meitlar þannig að samferðamenn muna og vilja áfram muna? Kostum manna eru gefin margbreytileg nöfn, svo sem vammleysi, greiðasemi, vand- virkni og örlæti svo fátt eitt sé nefnt. Til hvers eru dyggðir ef minningin um þá sem þær prýða fellur í gleymskunar dá? „Ég er bara sveitapiltur í kaup- staðarferð, sem gleymt hefur er- indinu og því er ég hér enn.“ Eitthvað í þeim dúr var haft eft- ir Steini Steinari í viðtali við eitt höfuðborgarblað á sínum tíma. Sveitapilturinn Hjörleifur Jóns- son frá Skarðshlíð undir Eyjafjöll- um mundi alltaf sitt erindi, og hann gleymdi heldur ekki sveit- inni sem ól hann. Sveitinni þar sem sjávarhamrar og móbergs- klettar rísa til himins og hverfa í dulúð skýjafars og angan sjávar. Þetta umhverfi mótaði hann og meitlaði ásamt erfðum og gerði hann að þeim manni sem raun bar vitni. Bændasamfélagið ól hann, þéttbýlið hlúði að honum og hann að því, en samt var sveitadreng- urinn alltaf nálægur. Hver er hin klassíska skilgrein- ing á dyggðum karlmanns? Ást og umburðarlyndi eru dyggðir sem gera okkur að mönnum. Anna á Stóru-Borg elskaði heitt, og sú magnþrungna ást sem birtist í skáldverki Jóns Trausta höfðaði sterkt til Hjörleifs. Hans ást var þó aldrei í leynum og öllum ljós þau 64 ár sem hann og Ingibjörg áttu saman. „Stétt með stétt“, eitt magnað- asta slagorð í íslenskri pólitík fyrr og síðar en því miður boðbera sín- um löngu gleymt, var sú sjálfstæð- isstefna sem Hjörleifur aðhylltist. Pólitísk sýn byggð á andagift frá breskum járnkerlingum eða á bandarískum leikaraskap var hon- um lítt að skapi. Vinna og dugn- aður skapa verðmæti, sama hver kenningin er. Hjörleifur rak fyrirtæki, í um- hverfi sem einkenndist af gengis- fellingum og ríkisstyrkjum. Ekki var fyrir að fara því rekstrarum- hverfi sem nú er að finna, og markmið önnur en að rita nöfn sín á pappír og hirða arðgreiðslur. Arður varð til við framleiðslu og sölu afurða. Líkt og góður bóndi er ræktar upp vænan bústofn sem skilar þungum dilkum og vænum sauðum af fjalli haust hvert. Jafnt í viðskiptum sem einkalífi voru sjálfstæði og sjálfræði hans ein- kunnarorð. Vera til staðar og hlúa að þeim sem honum stóðu nær. Þegar ævikvöldi hallar og margt brestur er hverjum manni mikil- vægt að halda sjálfsvirðingu sinni. Með engum hætti má vega að þeim gildum sem einkennt hafa líf okkar, sé það gert er þessu lokið og við viljum ekki meir. Hjörleifur vildi ekki meir þann 7. maí síðast- liðinn. Sú kennd sem ástin er var upp- haf minna kynna af Hjörleifi. Ungur maður, uppfullur af róm- antík í rökkri hausthúmsins verð- ur illa særður og er enn af örvum Amors, er hann kynnist yngri dóttur hans. Þú sýndir mér vel- vilja og umhyggju frá fyrsta degi og fyrir það ber að þakka. Börnum mínum varstu góður í víðustu merkingu þess orðs, ekki bara sem afi heldur líka sem boðberi mannlegra gilda sem verðug eru til eftirbreytni. Hafðu þökk fyrir allt. Þormóður Sveinsson. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MAÍ 2011 ✝ Abdel FattahEl-Jabali fædd- ist 1. júlí 1939 í Tulkarem í Palest- ínu. Hann lést á Landakotsspítala 12. maí 2011. Eig- inkona Abdel Fat- tah er Guðrún Finnbogadóttir, rit- höfundur og þýð- andi, f. 21.9.1940. Synir þeirra eru Fahad Falur Jabali, f. 14.6. 1963 og Ómar Jabali, f. 23.11. 1976. Barnabörn þeirra eru Gael Corto Jabali, f. 19.8. 1988 og Amíra Snærós Jabali, f. 9.9. 2003. Abdel Fattah flutti frá Palestínu ungur að árum og stundaði fyrst nám í hagfræði við háskólann í Alexandríu í Egyptalandi en frá 1959 stund- aði hann læknanám við háskól- ann í Leipzig í Þýskalandi og lauk þaðan prófi árið 1967. Í Leipzig kynntist hann Guðrúnu Finnbogadóttur og fluttu þau saman til Íslands 1967. Abdel Fattah starfaði sem læknir á Íslandi 1967-1976, lengst af á Landspítala og Borgarspítala en 1969-1971 vann hann við Sjúkra- húsið á Patreks- firði og gegndi þar um tíma stöðu héraðslæknis. Hann lauk sérfræðinámi í röntgen- og geislalækningum frá háskóla- sjúkrahúsi í Herford í Þýska- landi 1982 og starfaði lengi á sviði geisla- og röntgen- lækninga í Frakklandi áður en hann flutti heim til Íslands árið 2000. Útför Abdel Fattah fer fram í bænahúsi Fossvogskirkjugarðs í dag, 16. maí 2011, kl. 15. Mig langar að minnast Fattah, elskulegs afa Amíru Snærósar minnar. Fattah lést eftir erfið veikindi sem drógu úr þreki og krafti glæsilegs manns sem vakti athygli hvarvetna fyrir virðuleika. Og ekki síst fyrir meðfætt stolt sem fylgdi honum allt til síðustu stund- ar. Við Fattah áttum mikið og gott samband. Þegar hugurinn reikar og minningar rifjaðar upp, verður ein stund afar skýr fyrir hugskots- sjónum mínum. Löng og erfið fæðing Amíru var þá að baki og litla fallega barnið nýkomið á brjóst. Fattah var með þeim fyrstu að sjá litlu stúlkuna. „Bravó“ sagði hann við mig og hrósaði mér líkt og fyrir vel unnið verk, leit á stúlkubarnið með ást í augunum, þreifaði litla kroppinn til að athuga hvort allt væri í lagi og sagði svo; „ Hún er með alveg eins fingur og ég.“ Örmagna móð- ir með hormónaflæði í hámarki varð á þeirri stundu ekki hrifin. Hvað var hann að eigna sér barnið mitt sem ég hafði mikið fyrir að koma í heiminn? Seinna skildi ég betur að þessi orð lýstu nákvæm- lega tilfinningum hans til Amíru. Hún varð í huga hans strax frá fyrstu stundu litla stúlkan hans, með fingurna hans. Fyrsta og eina stúlkan, uppáhaldið og hjartagull- ið hans afa. Fattah var lokaður maður, tjáði sig ekki um tilfinningar sínar. En þegar kom að fjölskyldunni, drengjunum og afabörnunum tveimur, flóðu oft tilfinningar enda fjölskyldan dýrmætasti fjár- sjóðurinn hans. Fattah átti við- burðaríkt líf, fæddist í Tulkarm á Vesturbakkanum og var aðeins 9 ára þegar an-Nakbah átti sér stað með stofnun Ísraelsríkis 1948 og stríðinu. Ríflega sjöhundruð þús- und Palestínuarabar flúðu heimili sín og áhyggjulausri æsku drengs var ýtt til hliðar. Þrátt fyrir að hafa aldrei viljað ræða þennan tíma í þaula við mig, var ljóst að andúðin sem þarna varð til í barnshuganum vegna meðferðar á Palestínuaröbum þvarr ekki með árunum. Síður en svo, hún var ávallt til staðar. Fattah yfirgaf Palestínu 18 ára og sneri aldrei til baka. Til þess var stoltið of mikið. Hann lærði læknisfræði, var rót- tækur vinstrisinnaður ungur mað- ur og eftir nám í Alexandríu, Kuwait og Írak hélt hann til Leip- zig í nám. Þar mættust ljóshærð, fögur stúlka frá Marbakka á Ís- landi og dökkhærður myndarleg- ur Palestínuarabi. Þar með voru örlögin ráðin. Fattah starfaði um hríð sem læknir á Íslandi og varð m.a. héraðslæknir á Patreksfirði á sjöunda áratugnum. Kona, uppal- in á Patreksfirði, kom eitt sinn að mér, sagði hann hafa bjargað heilsu sinni sem barni, hrósaði honum og sagði hann hafa vakið mikla athygli á þeim tíma sem sjaldséður útlendingur í ábyrgð- arstöðu en áunnið sér virðingu fyrir störf sín. Fattah var vel inni í íslenskum samfélagsmálum og ræddi oft við mig um íslensk stjórnmál. Fattah efldi innsýn mína í aðra menningarheima. Hann kenndi mér að stolt kemur mörgu til leið- ar en getur líka staðið í vegi fyrir afar dýrmætum hlutum. Mestan lærdóm dró ég þó af Fattah um þá óendanlegu ást sem hægt er að bera til barna sinna. Fyrir allan þennan lærdóm og hug hans til af- astúlkunnar sinnar verð ég honum ævinlega þakklát. Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Fundum okkar bar saman í desember 1964. Hann var níu ára, þegar Ísraelsríki var stofnað. Fjölskylda hans hraktist af því landi, sem afi hans hafði átt og ræktað appelsínur og grænmeti á, og faðir hans tók svo við. Hann fór til náms í Alexandríu í Egypta- landi en hraktist þaðan undan leynilögreglu Nassers til Bagdad í Írak vegna þess að hann var of vinstri sinnaður. Þaðan fór hann til Leipzig í Austur-Þýzkalandi á námsstyrk og lauk læknaprófi. Ég var hægri sinnaður Heimdelling- ur og studdi Ísraela gagnrýnis- laust í baráttu þeirra við Palest- ínuaraba. Við vorum svilar og okkur varð vel til vina. Samtöl við hann breikkuðu sjóndeildarhring minn. Örlög Abdels Fattah el-Jabali, sem lézt aðfaranótt sl. fimmtu- dags 71 árs að aldri og nánustu fjölskyldu hans – þau voru yfir tuttugu systkini og systkinabörn – lýsa í hnotskurn örlögum Palest- ínuaraba á síðustu sjötíu árum. Þessi fjölskylda dreifðist um Mið- Austurlönd, Evrópu og Bandarík- in. Áður voru það Gyðingar, sem hröktust land úr landi. Á okkar tímum eru það Palestínuarabar, sem hrekjast land úr landi. Hann varð að lokum íslenzkur ríkisborg- ari. Eftir meira en tveggja áratuga fjarveru fór hann að heimsækja fjölskyldu sína til Amman við and- lát föður síns. Samtöl við hann eft- ir þá ferð opnuðu mér nýja sýn á ástandið í þessum heimshluta. Honum komu á óvart starfsað- ferðir Al Fatah-hreyfingar Yassir Arafat og var mjög gagnrýninn á vinnubrögð þeirra, sem hann taldi að notuðu málsstaðinn að sumu leyti sjálfum sér til framdráttar. Hann var metnaðarfullur lækn- ir, starfaði um skeið á sjúkrahús- unum hér í höfuðborginni en síðar sem læknir á Patreksfirði. Kannski var það hans bezti tími. Hann var vel látinn af fólki þar. Síðast í vetur hitti ég mann frá Patreksfirði, sem minntist hans. Hann fór til Vestur-Þýzkalands í framhaldsnám í röntgenlækning- um. Síðar starfaði hann í allmörg ár sem sérfræðingur á því sviði í Nancy í Frakklandi. Í Leipzig kynntist hann Guð- rúnu Finnbogadóttur. Þau gengu í hjónaband og eignuðust tvo syni, Fahad og Ómar. Hún var við sjúkrabeð hans ásamt sonum þeirra og sonarsyni Corto, þegar hann dó. Á veggnum á sjúkrastof- unni var stór mynd af lítilli stúlku, Amíru Snærós, sonardóttur þeirra, sem á ungum aldri er orðin sterkur persónuleiki. Lífssaga Abdels Fattah el-Ja- bali er óvenjuleg í augum okkar Íslendinga. Hann stóð uppi alls- laus, átti ekkert nema fötin, sem hann var í, þegar hann kom til Leipzig. Það var ekki auðvelt að vera Palestínuarabi með jórd- anskt vegabréf í okkar heims- hluta. Í honum var djúpstæð reiði yfir örlögum þess fólks, sem hann var kominn af. „Ég hata ekki Gyðinga sem þjóðflokk. Ég hef hins vegar aldr- ei skilið af hverju svona var farið með okkur og af hverju þeir njóta svo mikillar samúðar á Vestur- löndum sem raun ber vitni“, sagði hann í viðtali við Morgunblaðið 25. febrúar 2007. Og bætti svo við: „Hér á Íslandi hef ég strákana mína og fjölskyldur þeirra. Það gerir mér kleift að lifa og hugsa sem svo að þrátt fyrir allt sé þetta í lagi.“ Styrmir Gunnarsson. Abdel Fattah El-Jabali Allar minningar á einum stað. ÍS L E N S K A S IA .I S M O R 48 70 7 01 /1 0 –– Meira fyrir lesendur Minningar er fallega innbundin bók sem hefur að geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is. Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.