Morgunblaðið - 16.05.2011, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 16.05.2011, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MAÍ 2011 Morgunblaðið/Golli Lerki Björk Þorleifsdóttir uppi í tré sem stendur við hið sögufræga Gamla pósthús við Brúnaveg. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Merk tré í Reykjavík,menningarsaga reyk-vískra trjáa er vinnu-heiti lokaritgerðar Bjarkar Þorleifsdóttur í umhverfis- og auðlindafræði. Í henni leitast Björk við að safna saman upplýs- ingum um sögufræg og áhugaverð tré sem plantað hefur verið í Reykjavík frá því í lok 19. aldar og fram á seinni hluta 20. aldar. Hún vinnur nú að því að safna sögum sem sýna fram á hvernig fólk getur tengst trjám persónulega. „Hug- myndin er upprunalega komin frá Einari Þorleifssyni náttúrufræðingi. Við hófum upplýsingaöflun sumarið 2008 í samstarfi við Skógrækt- arfélag Íslands. Á þeim tíma náðum við að ganga um og glöggva okkur á þeim upplýsingum sem til voru. Verkefnið komst hins vegar ekki á flug sökum anna hjá mér en ég gekk Sögufræg tré í Reykjavík Áhugi Íslendinga á trjárækt hefur aukist verulega í gegnum árin. Björk Þorleifsdóttir skrifar nú lokaritgerð um sögu trjáa í Reykjavík. Vefsíðan Peopleofwalmart.com (fólk- ið í Walmart) er nokkuð sérstök en skemmtileg, þótt það sé svosem aldr- ei fallegt að hlæja að öðrum. Walmart er vinsæll stórmarkaður í Bandaríkjunum þar sem stór hluti landsmanna gerir innkaup sín. Í Bandaríkjunum býr mikið af fólki og fjölbreyttu. Sem betur fer eru ekki allir eins og nýtir þessi vefsíða sér það til framdráttar. En þarna má sjá myndir af skrautlegum viðskipta- vinum Walmart í búðinni að versla. Það verður að segjast að þegar myndirnar á síðunni eru skoðaðar kemur fjölbreyttur smekkur mann- kynsins á klæðaburði berlega í ljós. Fólkið í Walmart var stofnuð í ágúst 2009 af þremur vinum eftir innblásna ferð í Walmart. Síðan er vinsæl enda eingöngu til skemmt- unar og tekst vel upp í því. Vefsíðan www.peopleofwalmart.com Reuters Kúnni Allskonar fólk verslar í Walmart og er það umfjöllunarefni síðunnar. Fólkið í Walmart Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Ungbörn sem eru höfð á brjósti eru ólíklegri til að vera með hegð- unarvandamál þegar þau ná fimm ára aldri en börn sem eru ekki höfð á brjósti og fá tilbúna mjólk. Þetta er niðurstaða rannsóknar breskra vís- indamanna sem voru birtar síðasta þriðjudag í blaðinu Archives of Di- sease in Childhood. Í rannsókninni, sem Reuters segir frá, voru notaðar styrkleika- og veikleikaspurningar sem foreldrar svöruðu um börnin sín. Kom í ljós að minna var um hegð- unarvandamál hjá börnum sem voru á brjósti í að minnsta kosti fjóra mán- uði. Maria Quigley hjá háskólanum í Ox- ford, sem leiddi rannsóknina, sagði að niðurstöðurnar sönnuðu enn frekar ávinninginn af brjóstagjöf. „Mæður sem vilja gefa börnum sín- um brjóst eiga að fá allan þann stuðn- ing sem þær þurfa. Margar konur eiga erfitt með að gefa brjóst eins lengi og þær annars vildu og margar fá ekki þann stuðning sem gæti skipt máli,“ sagði Quigley. Sumir kostir brjóstagjafar eru þeg- ar vel þekktir, t.d. að börn sem gefið er brjóst fá síður sýkingar og mæður sem gefa brjóst eru í minni hættu á að fá brjóstakrabbamein. Einnig hefur verið haldið fram að við brjóstagjöf sé mikið af heilsu- og þroskatengdum Börn Reuters Á brjósti Ný rannsókn sýnir betri hegðun brjóstabarna við fimm ára aldur. Brjóstabörn hegða sér betur Hafin er sameiginleg póstatkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Eflingar-stétt- arfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis við Samtök atvinnulífsins fyrir störf á almennum vinnumarkaði. Atkvæðisrétt eiga allir félagsmenn í ofangreindum félögum sem vinna eftir þessum samningi og greiddu félagsgjöld til einhvers þessara félaga í mars/ apríl 2011. Kjörgögn og kynningarefni hefur verið sent út samkvæmt kjörskrá. Fái einnhver sem telur sig eiga atkvæðisrétt ekki send kjörgögn, getur viðko- mandi snúið sér til skrifstofu síns stéttarfélags, og fengið sig færðan á kjörskrá og greitt atkvæði, enda leggi viðkomandi fram launaseðil sem sanni afdregin félagsgjöld í mars/apríl 2011. Tekið er við kjörskrárkærum samkvæmt framansögðu til kl. 15.00 þriðjudaginn 24. maí en þá lýkur atkvæðagreiðslu um samninginn. Athugið. Til þess að tryggt sé að atkvæðið berist kjörstjórn fyrir lok tímafrests þá er nauðsynlegt að póstleggja svarumslagið í síðasta lagi föstudaginn 20. maí. En þeir sem það vilja geta skilað svarumslaginu á skrifstofu félaganna til kl. 15.00 þriðjudaginn 24. maí. Reykjavík, 10. maí 2011. Kjörstjórn Flóabandalagsins Efling-stéttarfélag Verkalýðsfélagið Hlíf Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Nýr kjarasamningur á almennum vinnumarkaði – Póstatkvæðagreiðsla er hafin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.