Morgunblaðið - 16.05.2011, Síða 11

Morgunblaðið - 16.05.2011, Síða 11
áfram með hugmyndina í maganum. Þegar ég hóf síðan nám í umhverfis- og auðlindafræði smellpassaði þetta sem lokaverkefni þar. Ég tek aðeins breiðari vinkil á þetta núna og er með tvo leiðbeinendur, þá Sigurð Gylfa Magnússon sagnfræðing og Róbert Haraldsson heimspeking. Ég hlakka því til að fá þeirra sýn á þetta,“ segir Björk. Grænt umhverfi léttir lund „Móðir mín, sem er mikill rækt- andi, flutti til Reykjavíkur árið 1953 og hún lýsir borginni þannig að hér hafi verið mjög lítið af trjám og lóð- irnar ófrágengnar. Tré voru þá helst í gamla bænum. Þannig að það hefur orðið gífurleg þróun á síðustu ára- tugum og nú er t.d. hæsta tré borg- arinnar yfir 20 m hátt. Mér finnst líka spennandi hvað tré gera fyrir fólk á Íslandi. Það hafa verið gerðar margar rannsóknir erlendis á áhrif- um trjáa á fólk og umhverfi. Þær hafa sýnt að fólk sem er með grænt umhverfi í kringum vinnustaðinn er almennt ánægðara í vinnunni og tekur færri veikindadaga. Tré draga líka úr mengun t.d. með því að jafna kolefni og draga mjög úr svif- ryksmengun. Hér eru þau líka mik- ilvæg við að draga úr hljóðmengun. Rannsókn sem gerð var í Chi- cago sýndi fram á að tré spara borg- inni 2,3 milljarða dollara á ári með því að draga úr mengun og þar spara þau orkukostnað fólks líka. Á sumrin mynda þau skjól fyrir sólinni þannig að fólk þarf að kæla minna og á móti draga þau úr vindi á vet- urna þannig að fólk þarf að hita minna. Hér eru þau ómetanleg því þau mynda skjól gegn vindinum. Fólk hugsar held ég ekki mikið út í tré almennt en ef ég myndi segja þér að ímynda þér Reykjavík án alls trjágróðurs þá myndir þú gera þér grein fyrir því hvað þau eru mik- ilvæg,“ segir Björk. Tréð Halldóra Elsta tré í Reykjavík er silf- urreynirinn í gamla kirkjugarðinum í Aðalstrætinu sem nú er torg. Reynirinn kom til landsins árið 1883 með Schierbeck landlækni sem var stofnandi Garðyrkjufélagsins. Hann plantaði trénu 1884 og það er elsta lífveran í borginni. Einnig eru göm- ul tré í Hressógarðinum sem Árni Thorsteinsson plantaði og eru þau á svipuðum aldri. „Í byrjun 20. aldar var fólk far- ið að gera sér grein fyrir þeim heilsufarslegu áhrifum sem gróður hefur. Árið 1916 gaf Guðmundur Hannesson út bók þessu tengda og hann vildi hafa garð við hvert hús. Fólk fór að uppgötva að þetta væri mikilvægt. Elsta lífvera í heimi er einmitt tré, tæplega 4.800 ára gömul broddfura. Svo þetta eru ótrúleg fyrirbæri. Það er líka merkilegt að fólk tengist trjám tilfinningalegum böndum. Sumir hafa t.d. plantað tré við barnsfæðingu. Ég er núna á höttunum eftir slíkum sögum frá fólki. Ein vinkona mín bjó á Holts- götu og þangað kom fólk sem var löngu flutt í burtu og heimsótti tré í garðinum hennar. Þá frétti ég af silfurreyni í garði við Háteigsveg sem heitir Halldóra. Hann er nefnd- ur eftir Halldóru Bjarnadóttur sem var mikil hannyrða- og baráttukona á Blönduósi. Á tímabili var hún elsta kona landsins og varð 108 ára göm- ul. Þetta tré gaf hún vinkonu sinni sem nefndi það eftir henni. Þannig að ég ætla ekki eingöngu að fjalla um hæstu og sjaldgæfustu trén heldur líka þau sem krakkarnir í hverfinu muna eftir að hafa klifrað í og annað þvíumlíkt,“ segir Björk. Eplatré í garðinum Hún segist halda að Íslend- ingar kunni ekki við það þegar tré séu felld eins og dæmi frá Þingvöll- um sýna. Það segi líka dálítið mikið um Íslendinga hvaða tré þeir velji sér. Því væri gaman að skoða yrkin sem verið er að rækta á rækt- unarstöðum og sjá þannig hvaða eig- inleikum Íslendingar sækjast helst eftir. „Mín tilfinning er sú að Íslend- ingar sækist til að mynda eftir bein- vöxnu birki með hvítum stofni. Sums staðar vill fólk frekar skúlptúra, nornahesli sem er mjög kræklótt. Einna vinsælust núna eru samt held ég ávaxtatrén. Hér hefur myndast mikið skjól og það hefur líka hlýnað þannig að nú er vel hægt að rækta hér ávexti,“ segir Björk. Garðyrkjufélag Íslands er nú nýbúið að stofna til tilraunaverk- efnis í samstarfi við Landbún- aðarháskólann á Hvanneyri. Þar taka um 160 manns þátt í að rækta ávaxtatré. „Í garðinum hjá mömmu er tré sem hún plantaði. Það er ekki nema fimm ára en hefur borið epli á hverju einasta ári. Fyrir tveimur ár- um bar það 70 epli um haustið sem ég nýtti í eplabökur og slíkt sem var meiriháttar. Þar eru líka kirsu- berjatré sem bera ávöxt á hverju sumri. Fólk er farið að rækta plöntur hérna sem engum hefði dottið í hug að væri hægt að rækta. Hvað þá að bæru ávöxt. Áður fyrr hefur fólk frekar hugsað með sér að það þýddi ekkert að planta hér trjám en það er ótrúlegt hvað þetta viðhorf hefur breyst á nokkrum ára- tugum. Áður fyrr eins og mamma lýsti því voru lóðirnar kannski ófrá- gengnar í mörg ár en nú finnst manni fólk duglegt við að stinga nið- ur trjám mjög fljótlega. Þannig las ég í Skógræktarritinu í grein eftir Guðjón Friðriksson að ef húsin væru tekin burt úr Reykjavík væri borgin líklegast stærsti skógur landsins,“ segir Björk. Fyrir þá sem eiga einhverjar gagnlegar upplýs- ingar handa Björk má hafa samband í gegnum Facebook-síðuna „Merk tré í Reykjavík“. Epli Norskt eplatré af tegundinni Haugmann sem stendur óvarið í garðinum hennar Bjarkar í Foss- voginum. Það er um 5 ára gamalt og hefur mest gefið af sér 70 epli á ári. Það er líka merkilegt að fólk tengist trjám til- finningalegum böndum ávinningi eins og færri hegð- unarvandamálum og lægra stig offitu. Yfir 9.500 mæður tóku þátt Þessi rannsókn frá háskólunum í Oxford, Essex, York og London náði yfir allt Bretland og rannsakaði börn fædd árin 2000-2001. Yfir 9.500 mæður og börn með hvítan þjóðernis bakgrunn tóku þátt í könnuninni. Hvort móðirin hafði brjóstfætt barnið eða ekki og hvað lengi var bor- ið saman við útkomuna úr styrkleika- og veikleikaspurningunum til að bera kennsl á börn með möguleg hegð- unarvandamál. Möguleg hegðunarvandamál voru sjaldgæfari hjá börnum sem voru á brjósti í að minnsta kosti fjóra mán- uði, eða aðeins 6%, á meðan hegð- unarvandamál voru hjá 16% barna sem voru ekki á brjósti. Sömu nið- urstöður fengust þegar þættir eins og þjóðfélagsstaða og fjölskyldumynstur voru teknir inn í. „Við erum ekki að tala um óviðráð- anleg fimm ára börn. Þetta gæti verið óvenjulegur kvíði, eirðarleysi, fé- lagsleg vanhæfni þegar kemur að öðr- um börnum eða leik í hóp,“ sagði Quigley. Ein ástæðan fyrir þessum muni gæti verið sú að brjóstamjólk inni- heldur mikið magn af nauðsynlegum fjölómettuðum fitusýrum, vaxt- arþáttum og hormónum sem eru mik- ilvæg heilanum og þróun taugakerf- isins. Niðurstöðurnar er einnig hægt að skýra með þeirri staðreynd að brjóstagjöf leiðir til meiri samskipta milli móður og barns og með því læra þau frekar ásættanlega hegðun. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MAÍ 2011 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Jón Þórarinn sonur minn er kveikjan að þessum bókarskrifum. Hann er svo fróðleiksfús og alltaf að spyrja pabba sinn spurninga sem sá gamli getur stundum ekki svarað,“ segir Guð- mundur Sverrir Þór hagfræðingur sem nýlega sendi frá sér barnabókina Sjandri og úfurinn. Þar segir frá Sjandra sem er fjögurra ára forvitinn strákur sem vill vita hvað þetta er sem hang- ir í kokinu á honum. „Strákurinn minn var sem sagt að horfa upp í munninn á sér og benti á úfinn og spurði mig hvað þetta væri og til hvers þessi tota væri. Ég gat svarað því að þetta héti úfur en ég gat ekki svarað til hvers hann væri, en tel ég mig þó nokkuð fróðan. Ég fór því að grafast fyrir um þetta fyrirbæri og þá flaug það að mér að sennilega væru fjölmargir foreldrar í sömu stöðu og ég, að geta ekki svarað börnum sínum til hvers við mann- eskjurnar erum með úf í kokinu. Í framhaldi af því datt mér í hug að það gæti verið sniðugt að skrifa þetta niður og búa til einhverja sögu í kringum það. Svo einn daginn þeg- ar mér leiddist í vinnunni árið 2007, þá skrifaði ég söguna. En þar sem ég fann engan teiknara þá gerði ég ekkert meira með þessa sögu fyrr en núna í haust, fjórum árum síðar, en þá datt mér í hug að hringja í Andrés Andr- ésson, fyrrum vinnu- félaga minn og teikn- ara. Hann vildi endilega prófa og á einum mánuði kláraði hann allar mynd- irnar við söguna og þá fór boltinn að rúlla.“ Fleiri bækur um Sjandra á leiðinni Guðmundur Sverrir er búinn að skrifa aðra bók um Sjandra, en hún heitir Sjandri fær hiksta. „Andrés teiknari hefur þegar fengið handritið í hendur og er að teikna myndir við söguna. Þær munu hiklaust verða fleiri bækurnar um Sjandra, ef áhugi er fyrir að gefa þær út og ef fólk kaupir þær. Ég er þegar búinn að ákveða að einhver bókanna um Sjandra fjalli um skák því hún er mitt helsta áhugamál. Í þeirri bók lærir Sjandri manngang- inn. Mér finnst ótrúlega gaman að skrifa sögur um Sjandra og að standa í þessu öllu saman og gæti vel hugsað mér að lifa af þessu ef hægt er,“ segir Guðmundur Sverrir sem býr í Svíþjóð um þessar mundir þar sem hann er í doktorsnámi í hag- fræði. Hann kann fjarska vel við sig í Svíþjóð og sama er að segja um son- inn. „Hann biður um baunasúpu og pönnukökur í hádegismat og sænsk- ar kjötbollur, þá er hann lukkulegur. Svo verð ég að treysta því að hann haldi áfram að spyrja spurninga svo ég geti skrifað fleiri bækur.“ Börn og bókmenntir Feðgar Guðmundur Þór með syni sínum Jóni Þórarni. Sjandri vill vita til hvers úfurinn er Nú er sá tími sem flestir setja niður kartöflur. Það er fátt betra en að taka upp sínar eigin kartöflur í lok sumars, sjóða þær splunkunýjar og borða með bestu lyst. Auk þess sem það sparar peninga og eykur ánægju að rækta sitt eigið græn- meti. Flestir Íslendingar eru með garð við hús sín og það er lítið mál að drífa sig út og stinga upp beð í garðinum, jafnvel afmarka lítinn kartöflugarð. Þegar það er komið er næst að bera áburð í jarðveginn í beðinu, redda útsæði og setja niður. Þá er bara að bíða eftir uppskerunni sem verður örugglega vel þess virði. Endilega … … setjið niður kartöflur Morgunblaðið/Golli Nammi Nýjar íslenskar kartöflur. *Bremsuklossar að framan í Audi A3 með vinnu. Eru bremsurnar í lagi? 22.400* Laugavegi 170 -174 • 590 5000 • hekla.is • hekla@hekla.is • Þjónustuverkstæði um land alltTímapantanir í síma 590 5000 og á ej@hekla.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.