Morgunblaðið - 16.05.2011, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.05.2011, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MAÍ 2011 Krummi Á meðan Íslendingar sátu sem límdir yfir Evróvisjón á laugardagskvöld notaði þessi krummi tækifærið til að stela hettumávseggi í Siglufirði, einmitt þegar útsendingin stóð sem hæst. Sigurður Ægisson Róm | Mat- arskortur er sjaldnast ástæðan fyrir því að fólk sveltur. Í heim- inum er meira en nóg framleitt af mat til að fæða alla jarðarbúa. Vandinn er að þeim fer fjölgandi, sem ein- faldlega hafa ekki efni á að kaupa þann mat, sem þeir þurfa. Jafn- vel fyrir mat- vælahækkanirnar að undanförnu leið einn milljarður manna hungur að staðaldri og tveir milljarðar til viðbótar þjáðust af vannæringu. Um þrír milljarðar manna búa því ekki við matvælaöryggi, eða næst- um helmingur jarðarbúa. Verð á matvælum í heiminum hefur ekki verið hærra frá því að Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) fór að fylgjast með því árið 1990. Að mati Alþjóðabankans hafa verðhækk- anirnar á mat undanfarið hrakið 44 milljónir manna til viðbótar í fá- tækt. Hin hraða hækkun á helstu grunnfæðu, maís, hveiti, sojabaun- um og hrísgrjónum, ásamt öðrum nauðsynjavörum á borð við mat- arolíu, hefur haft hrikalegar afleið- ingar á fátækum heimilum um all- an heim. En lífskjör næstum allra hafa versnað. Varkárni millistétt- arinnar í matarinn- kaupum hefur aukist og þeir sem eru við fá- tæktarmörk eru að missa fótanna og falla undir þau fremur en að halda sér yfir þeim. Ekki þarf að koma á óvart að hinir fátæku og illa stöddu þjást meira en áður. Matvælaframleiðsla jókst verulega í sókn- inni eftir matvæla- öryggi og grænu bylt- ingunni frá sjöunda áratugnum og fram á þann níunda, að miklu leyti fyrir tilkomu op- inbers og alþjóðlegs stuðnings, sem ekki var í ábataskyni. En landbún- aðarsérfræðingar hafa varað við hættunni af því að farið var að slá slöku við í viðleitninni við að efla matvælaframleiðslu eftir níunda áratuginn. Dregið hefur úr vexti matarforð- ans, en eftirspurnin hefur haldið áfram að aukast, ekki aðeins vegna fjölgunar jarðarbúa heldur einnig af ástæðum á borð við aukna notkun uppskeru í dýrafóður. Umtals- verður samdráttur í opinberri þró- unarhjálp til landbúnaðar í þróun- arlöndum eykur síðan á vandann. Aðstoð til lanbúnaðar féll um rúm- an helming á aldarfjórðungnum eft- ir 1980. Alþjóðabankinn skar niður lán til landbúnaðar úr 7,7 millj- örðum Bandaríkjadollara í 2,2 millj- arða á árunum 1980 til 2004. Þar sem þessi niðurskurður hef- ur haldið áfram hefur dregið úr rannsóknum og þróun, sem þarf til að bæta uppskeru, í allri jarðyrkju í öllum þróunarlöndunum. Á sama tíma verja landbúnaðarfyrirtæki í einkageiranum mun meira í rann- sóknir en allar opinberar landbún- aðarrannsóknarstofnanir sam- anlagt. Ríkisstjórnir þróunarlanda hættu líka að niðurgreiða bændur eða skipta sér af markaðssetningu matar, geymslu, flutningi eða út- vegun fjármagns og grófu þar með undan matarframleiðslu í þróun- arlöndum. Alþjóðabankinn og Heims- viðskiptastofnunin halda því enn fram að frekara afnám hafta í landbúnaðarviðskiptum sé besta lausnin þegar horft er fram á veg- inn. Síðan á níunda áratug liðinnar aldar hefur verið þrýst á rík- isstjórnir að ýta undir útflutning til að ná í erlendan gjaldeyri og flytja inn mat. Fyrir vikið hafa mörg fátæk ríki treyst á heims- markaðinn til að kaupa ódýr hrís- grjón og hveiti í stað þess að rækta það sjálf. Sum lönd og svæði, sem áður voru sjálfum sér næg í mat, flytja hann nú inn í miklu magni. Þetta knýr upp mat- arverð og veldur jafnvel enn meira uppnámi hjá þá þeim fátækustu. Aðrir þættir eiga þátt í matar- kreppunni. Loftslagsbreytingar vegna útblásturs gróðurhúsa- lofttegunda ýta undir vatnsforð- avandamál, hraða uppblæstri og valda flóðum og valda því að erf- iðara er að sjá fyrir veður og hættan á ofsaveðri hefur aukist. Eyðing skóga, þrýstingur vegna fólksfjölgunar, þéttbýlisvæðing, jarðeyðing, ofveiði og áhrif er- lendra áhrifa á markaðssetningu, fjármagn, framleiðslu og jafnvel búskap eiga einnig þátt. Hækkanir á olíuverði hafa einn- ig áhrif á matarverð. Í landbúnaði eru olía og gas notuð til að knýja vélar og flytja vöruna og til að framleiða hin ýmsu efni í áburð og skordýraeitur. Þess utan er farið að rækta korn í lífrænt eldsneyti, sem þýðir minna framboð fyrir neyslu manna. Rík lönd hafa veitt rausn- arlegar niðurgreiðslur og annan hvata til aukinnar framleiðslu líf- ræns eldsneytis. Fátækari lönd hafa hvatt til framleiðslu lífræns eldsneytis, en gengið mun skemmra í markaðsskekjandi hvatningu til bænda. Vitaskuld er sumt lífrænt elds- neyti mun hagkvæmara og skil- virkara í orkunýtingu en annað og áhrif á verð eru misjöfn eftir hrá- efni (til dæmis hafa ekki orðið miklar verðhækkanir á sykri). Um- ræðan um lífrænt eldsneyti má því ekki snúast um allt eða ekkert eins og hingað til. Spákaupmennska og hömstrun hafa einnig leitt til toppa í mat- arverði. Aukning í verðbréfum, einföldun netviðskipta og aðrar breytingar á fjármálamörkuðum á undanförnum árum hafa ýtt undir spákaupmennsku í fjárfestingum, sérstaklega í framvirkum kaupum og kaupréttarviðskiptum. Eftir því sem fjármálakreppan ágerðist og breiddist út seint 2007 fóru spákaupmenn að fjárfesta í vörum og sig dollarans gagnvart öðrum gjaldmiðlum leiddi einnig til slíkra fjárfestinga. Þetta gæti reyndar skýrt nýlegar hækkanir á matarverði betur en undirliggjandi þættir, sem hafa áhrif á hægfara hækkanir til lengri tíma. Ef sú er reyndin er vandinn, sem nú blasir við fjölda fólks um allan heim, vegna fæðuöryggis, ekki matarskorts. En fyrir þann, sem nú sveltur eða er vannærður vegna hækkandi matarverðs, gildir einu um þann greinarmun. Eftir Jomo Kwame Sundaram » Verð á matvælum í heiminum hefur ekki verið hærra frá því að Matvæla- og land- búnaðarstofnun Sam- einuðu þjóðanna (FAO) fór að fylgjast með því árið 1990. Jomo Kwame Sundaram. Höfundur er aðstoðarfram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í málefnum almennrar efna- hagsþróunar. ©Project Syndicate, 2011, www.proj- ect-syndicate.org Óttinn við matarskort vaknar á ný

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.