Morgunblaðið - 16.05.2011, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 16.05.2011, Qupperneq 13
FRÉTTASKÝRING Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Fréttir af handtöku Dominiques Strauss- Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, og ákæru um frelsissviptingu og til- raun til nauðgunar á þernu á fertugsaldri á hótelherbergi í New York-borg um helgina eru reiðarslag fyrir sjóðinn og franska sósíalista. Og tímasetningin ákærunnar hefði ekki getað verið verri. Strauss-Kahn var handtekinn í flugvél Air France á Kennedy-flugvelli á laugardag. Hann er útilokað eftir atburði helgarinnar að hann eigi fyrir sér pólitíska framtíð. Reynist sú greining rétt gæti það styrkt stöðu sitjandi for- seta í aðdraganda kosninganna. Eins og Gi- deon Rachman, stjórnmálaskýrandi Financial Times, rökstyður þá eru aðrir hugsanlegir leið- togar Sósíalistaflokksins ekki jafn líklegir til þess að standa upp í hárinu á Sarkozy. Aðrir stjórnmálaskýrendur telja að ákæran kunni að styrkja stöðu Marine Le Pen, leiðtoga Þjóð- hreyfingarinnar. Kannanir hafa sýnt næst- mestan stuðning við hana á eftir Strauss-Kahn í embætti forseta og þar af leiðandi gæti brott- hvarf hans aukið mjög líkur á að hin umdeilda Þjóðhreyfing komist til áhrifa. Kahn er ekki síður meiriháttar áfall fyrir franska sósíalista. Fastlega hefur verið búist við því að hann myndi á næstunni hætta störf- um hjá AGS til að gefa kost á sér sem forseta- frambjóðandi sósíalista í kosningunum sem fara fram á næsta ári. Skoðanakannanir í Frakklandi hafa gefið til kynna að Strauss-Kahn myndi bera sigurorð af Nicholas Sarkozy, núverandi forseta, ef efnt væri til kosninga, en vinsældir forsetans eru í sögulegu lágmarki. Nýleg könnun sýndi að um 60% aðspurðra vilja ekki að Sarkozy gefi aftur kost á sér í kosningunum á næsta ári. Búist hafði verið við að Strauss-Kahn myndi gefa formlega kost á sér á næstunni en nánast var á leið til Evrópu þar sem til stóð að hann myndi funda með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í dag ásamt öðrum fulltrúum AGS, Evrópska seðlabankans og Evrópusambands- ins. Ræða átti málefni Grikklands á fundinum en þau eru í brennidepli á ný sökum þess að allt bendir til að neyðarlánveiting fyrir ári hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Fjárfestar á markaði telja einsýnt að greiðslufall gríska rík- isins blasi við en á sama tíma reynir AGS, Evr- ópski seðlabankinn og ESB að afstýra þeirri atburðarás. Strauss-Kahn hefur verið einn helsti bandamaður grískra stjórnvalda frá því að skuldakreppan skall á fyrir átján mánuðum. Handtaka og ákæran á hendur Strauss- Framboð Strauss-Kahns úr sögunni  Dominique Strauss-Kahn hefur notið mestra vinsælda í skoðanakönnunum í aðdraganda forseta- kosninganna í Frakklandi á næsta ári  Ákærur á hendur honum útiloka nánast pólitíska framtíð hans FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MAÍ 2011 G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 Re y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | s í m i : 5 6 8 6 8 8 0 | w w w. h e y r n a r t a e k n i . i s Pantaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 Allt frá árinu 2001 hefur Heyrnartækni boðið upp á mikið úrval vandaðra heyrnartækja frá Oticon. Í dag er útlit heyrnartækja frá Oticon þannig að þau eru nánast því ósýnileg bakvið eyrun og tæknin svo fullkomin að hún kemur notendum nær eðlilegri heyrn en nokkrun tímann fyrr. Heyrnartækni er leiðandi fyrirtæki í þjónustu við heyrnarskerta á landsbyggðinni. Auk daglegrar þjónustu í Reykjavík þá bjóðum við reglulega upp á heyrnarmælingar og heyrnartækjaþjónustu á 18 stöðum á landsbyggðinni. Bjóðum upp margar gerðir heyrnartækja í ólíkum verðflokkum. Heyrðu betur með vönduðu heyrnartæki www.heyrnart ækni . is Til átaka kom á milli ísraelskra öryggissveita og pal- estínskra mótmælenda á Gaza-ströndinni, Gólan- hæðum og á Vesturbakkanum í gær. Á annan tug mót- mælenda féll þegar öryggissveitirnar skutu á þá þegar þeir ruddust yfir sýrlensku og líbönsku landamærin. Í gær minntust Palestínumenn og stuðningsmenn þeirra um heim allan þess sem þeir kalla hörmungardaginn sem vísar til stofnunar Ísraelsríkis árið 1948. Reuters Átök á hörmungardegi Palestínu Kínversk stjórnvöld hafa bannað allan útflutning á díselolíu frá land- inu. Bannið er ótímabundið og er það sett á til að vinna gegn verð- hækkunum á díselolíu á heima- markaðnum áður en sumarið renn- ur upp, en þá er mest eftirspurn eftir dísel og öðrum orkugjöfum. Bannið minnir á útflutningshöft sem mörg ríki gripu til á sínum tíma til þess að spyrna gegn hækk- unum á hrávöru á heimamarkaði. Samkvæmt frétt Financial Times um málið skipuðu stjórnvöld í Pek- ing ríkisreknum olíufélögum að stöðva útflutning á dísel til þess að varðveita stöðugleika í þjóðfélag- inu. Borið hefur á mótmælum vegna hækkandi olíuverðs í Kína að undanförnu en þrátt fyrir að dís- elolíu- og bensínverð sé ákvarðað af stjórnvöldum er það samt sem áður í hæstu hæðum um þessar mundir. ornarnar@mbl.is Banna út- flutning á díselolíu  Kínverjar bregðast við verðhækkunum Barack Obama, forseti Banda- ríkjanna, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að ef Bandaríkjaþing samþykkti ekki að hækka lög- bundið skuldahá- mark alrík- isstjórnarinnar fyrir næsta ágúst væri hætta á algerum glundroða á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum og að bandaríska hagkerfið lenti aftur í samdrátt- arskeiði. Samkvæmt útreikningum stjórnvalda munu skuldir hins op- inbera fara í hið 14,3 þúsund millj- arða dala hámark í dag. Timothy Geithner, fjármálaráðherra, hefur sagt að hægt verði að stilla af skuldirnar næstu mánuði en hins- vegar blasi við að ríkið fari í greiðslufall ef þingið samþykki ekki að hækka skuldahámarkið. Leiðtogar meirihluta repúblikana í fulltrúadeildinni og minnihlutans í öldungadeildinni hafa neitað að samþykkja slíka hækkun nema gegn vilyrðum um víðtækan nið- urskurð í ríkisrekstrinum auk fyr- irheita um að skattar verði ekki hækkaðir. ornarnar@mbl.is Bandaríkin stefna í greiðslufall í ágúst Forsetinn Barack Obama Mike Huckabee, fyrrum ríkisstjóri Arkansas, til- kynnti um helgina að hann myndi ekki sækj- ast eftir tilnefn- ingu Repúblik- anaflokksins sem forsetaefni flokksins í kosn- ingunum á næsta ári. Margir höfðu búist við að Huckabee hefði átt raunhæfa möguleika til þess að tryggja sér tilnefninguna en hann tapaði fyrir John McCain í forvalinu árið 2008. Enn er ekki komin skýr mynd á hverjir munu taka þátt í for- vali flokksins en meðal þeirra sem tilkynnt hafa að þeir munu sækjast eftir tilnefningu eru Newt Gingrich, fyrrverandi forseti fulltrúadeildar þingsins, og öldungardeildarþing- maðurinn Ron Paul. Sarah Palin, varaforsetaefni flokksins í síðustu kosningum, hefur ekki enn gefið út hvort hún muni sækast eftir tilnefn- ingu. ornarnar@mbl.is Huckabee fer ekki í framboð Mike Huckabee  Repúblikanar fara sér hægt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.