Morgunblaðið - 16.05.2011, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 16.05.2011, Qupperneq 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MAÍ 2011 Hjördís Stefánsdóttir hjordst@hi.is Stórmerkileg frásagnarkvikmynd um inúíta, Atanarjuat: The Fast Runner, verður sýnd í Bíó Paradís á miðvikudaginn. Myndin vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2001 og lenti þremur árum síðar á topp tíu lista kvik- myndahátíðarinnar í Toronto yfir bestu kanadísku myndir allra tíma. Atanarjuat: The Fast Runner var fyrsta frásagnarkvikmyndin í fullri lengd sem unnin var af Inuktitut-inúítum, á þeirra máli og um þeirra menningu. Sögusviðið er norðurhluti Kanada einhvern tím- ann í grárri forneskju en frásögnin byggist á goðsögn sem lifað hefur meðal inúíta í gegnum aldirnar í munnlegri geymd. Sagan er epísk, um ástir, svik og hefndir í þorpinu Igloolik, eftir að illur andi hefur lagt á það bölvun í gegnum dul- arfullan töfralækni. Ráðfærðu sig við öldunga Handritshöfundurinn Paul Apak Angilirq og leikstjórinn Zacharias Kunuk ólust báðir upp við frásagn- ir af hinum fráa Atanarjuat og bróður hans. Þeir lögðu mikla vinnu í að endurskapa þær að- stæður sem forfeður þeirra bjuggu við fyrir kynni inúítanna af suð- rænni menningu. Í því skyni ráð- færðu þeir sig við Inuktitut- öldunga og lögðust yfir ritaðar heimildir breskra landkönnuða frá því snemma á 19. öld. Myndin var tekin í breiðtjaldshlutfalli á staf- rænan búnað en kanadíski töku- maðurinn Norman Cohn var nánast eini maðurinn á tökustað sem ekki er inúíti. Sagan segir af Atanarjuat (Natar Ungalaq), hæverskum ungum Á slóðir inúíta Völd Eftir að Oki myrðir höfðingjann föður sinn setur hann upp rostungstanna-hálsmenið og tekur við völdum. Raunsæi Hér sést Atanarjuat á hreindýraveiðum. Kvikmyndagerð- arfólkið lagði mikla vinnu í að end- urskapa þær aðstæður sem for- feður þeirra bjuggu við fyrir kynni inúítanna af suðrænni menningu til þess að búningar og sögusvið kvi- kyndarinnar yrði sem raunsæjust. manni sem verður ástfanginn af Atuat (Sylvia Ivalu), en hún er lof- uð Oki (Peter-Henry Arnatsiaq), undirförlum syni höfðingjans. Oki hefur horn í síðu Atanarjuat en eldri bróðir hans, kraftajötunninn Amaqjuaq (Pakkak Innukshuk) heldur verndarhendi yfir honum. Að lokum er uppgjör milli At- anarjuat og Oki óumflýjanlegt og þeir heyja blóðugua baráttu um hönd Atuat. Atanarjuat ber sigur úr býtum og kvænist ástinni sinn en hamingjan er skammvinn. Eftir að Atuat verður ófrísk, táldregur Puja (Lucy Tulugarjuk), systir Oki, Atanarjuat sem sængar hjá henni og neyðist í framhaldi til að taka hana sem sína aðra brúði en hún splundrar fjölskyldufriðinum innan frá og leggur á ráðin með bróður sínum sem hyggur á hefndir. Kvikmyndagerðarfólkið þurfti að gæða goðsögnina nákvæmari per- sónusköpun til að draga upp sem raunsæjasta mynd af samfélagi og menningarheimi Inuktitut- inúítanna, en líkt og aðrar sögur úr þessari samfélagsformgerð er kvik- myndinni ætlað að fræða og skemmta í senn. Boðskapur mynd- arinnar er meðal annars sá að sjálf- hverfir og metorðagjarnir leiðtogar, eins og höfðinginn og Oki, sonur hans, geta kallað bölvun yfir allt samfélagið ef þeir eltast meira við eigin þarfir en hagsmuni heildar- innar. Eins má komast að raun um að þeir sem standa uppi í hárinu á höfðingjum, eins og Atanarjuat gerir, geta átt á hættu að vera hraktir á flótta úr heimabúðum sín- um, einir og allslausir út í harð- neskju heimskautsins. Markar ákveðin tímamót Aðdráttarafl myndarinnar felst aðallega í trúverðugleika hins sögu- lega raunsæis en á tjaldinu birtist fullgerður menningarheimur með öllum sínum hefðum, einstökum klæðnaði og híbýlum. Stærsta áskorunin fólst í að draga upp trú- verðuga mynd af þeirri andatrú sem mótar allt líf inúíta en hún er enn fremur rammi kvikmynduðu frásagnarinnar. Keppikefli kvik- myndagerðarfólksins var að gefa áhorfendum innsýn í hvernig inúít- ar hafa í aldaraðir lifað af og dafn- að við kaldranalegar aðstæður norðurheimskautsins. Myndin markar líka ákveðin tímamót því með henni fékk frumbyggjaþjóð- flokkur tækifæri til að segja sína eigin sögu í stað þess að vera markaður staður út frá menningar- legum heimildum utanaðkomandi aðila. Áhorfendur úr röðum inúíta geta séð raunsæjar og jákvæðar ímyndir af sjálfum sér í Atanarjuat: The Fast Runner, en myndin getur einnig spornað gegn því að margra alda munnleg geymd glatist í gegndarlausri innrás tiltölulega ný- tilkomins suðræns trúboðs, mennt- unar og sjónvarpaðra menningar- áhrifa. Vítamínsprauta Óhætt er að fullyrða að goðsögn- in um hinn fótfráa Atanarjuat komi til með að lifa góðu lífi áfram en kvikmyndagerðin varð einnig víta- mínsprauta fyrir samfélagið í Igloo- lik því að hún skilaði rúmri einni og hálfri milljón dala í hagnað fyrir innfædda og stuðlaði að blómlegri áframhaldandi kvikmyndagerð Inuktitut-inúíta. Fyrir þá sem ekki komast í Bíó Paradís á miðvikudag- inn en hafa áhuga á að sjá þessa einstöku mynd má benda á að hægt er að sækja hana yfir netið hér: http://www.isuma.tv/fastr- unnertrilogy. 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið) Fim 19/5 kl. 20:00 Sun 29/5 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00 Fös 20/5 kl. 19:00 Fös 3/6 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00 Lau 28/5 kl. 19:00 Lau 4/6 kl. 20:00 Tveggja tíma hláturskast...með hléi Strýhærði Pétur (Litla sviðið) Mið 18/5 kl. 20:00 Fim 19/5 kl. 20:00 lokasýn Áhorfendur standa á sýningunni. Ekki við hæfi ungra barna. Sýningum lýkur í maí Húsmóðirin (Nýja sviðið) Þri 17/5 kl. 20:00 11.k Mið 25/5 kl. 20:00 16.k Fös 3/6 kl. 20:00 21.k Mið 18/5 kl. 20:00 12.k Lau 28/5 kl. 20:00 aukasýn Lau 4/6 kl. 20:00 22.k Fim 19/5 kl. 20:00 aukasýn Sun 29/5 kl. 20:00 17.k Þri 7/6 kl. 20:00 Fös 20/5 kl. 20:00 13.k Þri 31/5 kl. 20:00 18.k Mið 8/6 kl. 20:00 Sun 22/5 kl. 20:00 14.k Mið 1/6 kl. 20:00 19.k Fös 10/6 kl. 20:00 Þri 24/5 kl. 20:00 15.k Fim 2/6 kl. 20:00 20.k Mið 15/6 kl. 20:00 Nýr íslenskur gleðileikur eftir Vesturport. Ósóttar pantanir seldar daglega Faust (Stóra svið) Lau 21/5 kl. 20:00 Sun 5/6 kl. 20:00 Fös 27/5 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00 Örfár aukasýningar í maí og júní Opening Night - Les Slovaks (Stóra sviðið) Sun 22/5 kl. 20:00 Á Listahátíð - Harðjaxlar sem dansa eins og englar Ferðalag Fönixins (Stóra sviðið) Mán 23/5 kl. 20:00 forsýn Mið 25/5 kl. 20:00 Þri 24/5 kl. 20:00 frumsýn Mið 25/5 kl. 22:00 Á Listahátíð - Um listina að deyja og fæðast á ný Klúbburinn (Litla sviðið) Fös 3/6 kl. 20:00 frumsýn Sun 5/6 kl. 20:00 2.k Lau 4/6 kl. 20:00 Þri 7/6 kl. 20:00 3.k Á Listahátíð - Samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Klúbbsins Eldfærin (Stóra sviðið) Lau 21/5 kl. 13:00 Lau 28/5 kl. 13:00 Sun 29/5 kl. 13:00 Sögustund með öllum töfrum leikhússins NEI RÁÐHERRA! – HHHH IB, Mbl ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 551 1200 / leikhusid.is / midasala@leikhusid.is Sýningar alla sunnudaga Kappkostað var við að end- urskapa sögulegt raunsæi við gerð myndarinnar um At- anarjuat. Stærsta áskorunin fólst í að draga upp trúverðuga mynd af andatrú inúíta sem í gegnum tíðina hefur markað samfélag þeirra. Í myndinni leggur illur andi bölvun á fjöl- skyldu Atanarjuat í gegnum dul- arfullan töfralækni, en þessi bölvun rammar inn frásögnina. Atanarjuat etur því ekki einungis kappi við Oki heldur þarf hann einnig að slíta sig lausan úr viðj- um forlaganna og sannfæra töfralækninn um mátt sinn til að koma aftur á sátt í heimabyggð sinni. Samkvæmt trúarbrögðum inúíta ber þeim að fylgja ákveðnum boðum og bönnum til að koma í veg fyrir ógæfu eins og óveður, slysfarir og lélega veiði. Ef misbrestur verður í samfélaginu og andarnir styggj- ast þarf töfralæknir að skerast í leikinn til að koma aftur á sátt- um. Hann tengist öndunum, kemst að orsökum bölvana og sækir hina seku til saka. Töfra- læknirinn ákvaðar jafnframt og úthlutar viðeigandi refsingu sem getur snúist um hreinsun koppa, makaskipti deiluaðila eða í versta falli útlegð vandræða- gemsans. Hlutverk töfralækna SÖGULEGT RAUNSÆI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.