Morgunblaðið - 16.05.2011, Side 14

Morgunblaðið - 16.05.2011, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MAÍ 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Tíminn virðistað sumuleyti standa í stað hjá núver- andi ríkisstjórn en á margan hátt virðist klukkan hreinlega ganga til baka. Með því að festa höftin í sessi er ríkisstjórnin til að mynda komin um hálfa öld til baka í tíma og nú vill hún fara á þriðja áratug aftur í tímann með lögfestingu stórhættu- legra frumvarpa um sjávar- útvegsmál. Við vinnslu þeirra tilteknu mála hefur tímaásinn líka snú- ist í höndunum á ríkisstjórn- inni. Þegar áform eru uppi um viðamiklar breytingar fara flestir þá leið að skoða fyrir- fram hvaða mögulegu afleið- ingar breytingarnar gætu haft. Ríkisstjórnin fer hins vegar þá óvenjulegu leið að leggja fram frumvörp um að kollvarpa lögum um undir- stöðuatvinnuveg þjóðarinnar en leita eftirá til sérfræðinga um mat á afleiðingunum. Þessi vinnubrögð verða þeim mun alvarlegri þegar lit- ið er til þess að á undanförnum misserum hafa ítrekað verið settar fram aðvaranir, jafnt frá fræðimönnum, sérfræð- ingum, fjármálastofnunum og greininni sjálfri, um að breyt- ingar á borð við þær sem rík- isstjórnin vill ná fram muni valda bæði sjávarútvegi og tengdum greinum miklu tjóni. Bent hefur verið á að umtals- verður hluti fyrirtækja í sjáv- arútvegi færi í þrot næðu slík- ar breytingar fram að ganga og ekki þarf að hafa mörg orð um afleiðingarnar fyrir byggðirnar umhverfis landið, íbúa þeirra og starfsmenn fyr- irtækjanna. Eins gefur augaleið að fjár- málastofnanir landsins munu lenda í miklum vanda nái þetta fram að ganga. Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu á laugardag kemur fram að stærstu bankar landsins standa frammi fyrir því að geta tapað hundruðum milljarða króna takist ríkisstjórninni ætlunarverk sitt. Í þeim tölum eru ekki talin fyrirtæki sem veita sjávarútveginum þjón- ustu og verða því óhjákvæmi- lega fyrir áhrifum af erfið- leikum í sjávarútvegi. Ekki er heldur litið til óbeinna áhrifa á atvinnulífið í heild sinni, en risavaxið áfall í sjávarútvegi mundi hafa áhrif um allt at- vinnulífið og þar með yrði höggið á bankana mun meira en tölur um lán til sjávar- útvegsins gefa til kynna. Ríkisstjórnin sýnir mikið ábyrgðarleysi með því að ætla að ana út í svo viðamiklar breytingar án þess að hafa fengið álit sérfræðinga eða hlustað á þá sem hafa rann- sakað greinina og þekkja vel til. Á Íslandi er mikil þekking á sjávarútvegi, á rekstri út- gerðarfyrirtækja og á því hver eru helstu einkenni góðra fisk- veiðistjórnarkerfa. Þessi þekking hefur safnast upp á löngum tíma innan greinar- innar, hjá fræðimönnum og víðar. Liður í fortíðarþrá rík- isstjórnarinnar er að nýta ekki þá þekkingu sem safnast hefur upp á liðnum árum og snúa til baka til þess tíma sem útgerðarmenn þurftu að eyða meiri tíma í að biðja um gott veður í ráðuneytum en í að reka sjávarútveginn á hag- kvæman hátt. Þetta mun auka verulega völd ráðherra, sem núverandi ríkisstjórn telur já- kvætt. Fullyrða má að flestir aðrir telji mikilvægara að hér sé hægt að reka heilbrigðan sjávarútveg. Ríkisstjórnin horfir framhjá þeirri þekk- ingu sem byggst hefur upp í kringum sjávarútveginn} Fortíðarþrá ríkisstjórnarinnar Nú eru uppihugmyndir hjá meirihlut- anum í Reykjavík að loka ekki að- eins Austurstræti fyrir bíla- umferð heldur einnig hluta Laugavegar. Í liðinni viku ræddi Morgunblaðið við Sveinbjörgu Hermannsdóttur í tilefni af 100 ára afmæli hennar. Hún kom meðal ann- ars inn á lokun Austurstrætis og sagði þetta: „Það á aldrei að loka Austurstræti fyrir bíl- um. Þá er búið að eyðileggja borg- ina. Það kemur ekki til mála. Ég er algerlega á móti því. Ef ég fer á Kaffi París verður að keyra mig þangað því ég get ekki gengið neitt.“ Stundum vill gleymast við umræður um lokun gatna fyr- ir bílaumferð að í bílunum er fólk. Það gleymist líka að fyr- ir sumt fólk eru hjólreiðar eða langar göngur ekki möguleiki. Fyrir suma eru bílarnir ómissandi}Lokun miðborgarinnar Þ rátt fyrir blíðskaparveður í sum- arbyrjun og vel heppnað tónlistar- hús, þá leggst það á sálina á fólki að atvinnuleysi er viðvarandi, fólks- flóttinn stöðugur og lífskjörum hrakar. Þegar fuglinn syngur í móanum er erfitt að tala á þessum nótum, en á tímum þrenginga ríð- ur á að stjórnvöld marki stefnu inn í framtíðina, sem fólk getur fylkt sér um og gefur von. Þess vegna er auglýst eftir framtíðarsýn hjá þeirri ríkisstjórn sem nú situr á valdastólum. Ekki vantar fortíðarsýnina. Eins frumlegt og það er, þá hafa Samfylkingin og Vinstri grænir náð prýðilega vel saman um að kenna Sjálfstæð- isflokknum um allt sem aflaga fer á Íslandi fyrir og eftir bankahrunið á Íslandi og raunar í gjör- vallri Evrópu. Þessi árátta gengur svo langt, að búið er að strika út setu Samfylkingarinnar í ríkisstjórninni í aðdraganda hrunsins. Sú seta er horfin eins og zetan forðum og aðeins talað um „ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins“. Þess vegna valdi Sam- fylkingin þá leið að draga ekki sína ráðherra fyrir Lands- dóm og strika yfir niðurstöður rannsóknarskýrslu Alþingis. Það verður bara einn kærður. Jóhanna Sigurðardóttir hefur setið í ríkisstjórn frá árinu 2007 og slær því föstu í nýlegu viðtali að hún fari ekki fet. Óhætt er að taka undir það með henni, að okkur þokar lítið áleiðis. Rótin að stefnuleysi ríkisstjórnarinnar er sú, að stjórn- arflokkarnir eru ekki sammála um hvert förinni er heitið. Það var markmið í sjálfu sér að mynda vinstri stjórn, það hefur náðst og því er örugg- ast að rugga ekki bátnum. Ekkert skrítið við það, því allt sem nefnt er sundrar, fremur en sameinar. Samfylkingin tal- ar um ESB sem einu lausnina á vanda þjóð- arinnar, en Vinstri grænir eru á öndverðri skoð- un og fullvissa kjósendur sína um að þeir vilji einmitt ekki ganga í ESB. Nokkrir þingmenn eru raunar hlaupnir úr flokknum í faðm fjall- konunnar. Og ekki ná stjórnarflokkarnir saman um að nýta auðlindirnar. Á meðan ráðherrar Samfylk- ingar taka skóflustungur að stóriðju, skilyrða þingmenn Vinstri grænna stuðning sinn við rík- isstjórnina því að ekki verði virkjað. Ofan á þetta bætist aðförin að sjávarútveg- inum, kannski af því að ríkisstjórnin telur til vinsælda fallið að taka slag við LÍÚ. Það á að fórna útgerðinni, sama þó það leiði til algjörrar stöðnunar í grunnatvinnuvegi þjóð- arinnar, og endurúthluta kvótanum eftir pólitískri henti- stefnu. Helstu fyrirtæki þjóðarinnar flytja höfuðstöðvar sínar úr landi og lokað er fyrir erlenda fjárfestingu, um leið og skattaumhverfinu og rekstrarforsendum fyrirtækja er breytt í tvöhundruðasta skipti. „You ain’t seen nothing yet!“ En tökum upp léttara hjal! Það er blíðskaparveður í sumarbyrjun, fuglinn syngur í móanum og tónlistarhúsið er vel heppnað. pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Fuglinn syngur STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is S kattlagning launa jókst umtalsvert á seinasta ári í 22 af 34 aðildarlöndum OECD, samkvæmt nýrri úttekt OECD sem birt var í seinustu viku. Ísland er í hópi þeirra landa þar sem skattbyrðin fór vaxandi og í umfjöllun OECD segir að vegna breytinga á tekjuskatts- kerfinu á Íslandi hafi heildarskatt- byrðin þyngst hér umtalsvert og hlutfallslega meira en í nokkru öðru ríki innan OECD á milli áranna 2009 og 2010. Þetta eigi við um alla tekjuhópa og fjölskyldugerðir sem samanburð- urinn nær til. Ísland er þó engu að síður enn töluvert undir meðaltali heildarskattlagningar á laun og launakostnað vinnuveitenda í aðild- arríkjum OECD. Hlutfallið af heild- arlaunakostnaði hér er 31,3% og er- um við í 23. sæti. En bilið fer ört minnkandi. Í útreikningum OECD er ekki ein- göngu litið til álagðra tekjuskatta launafólks, heldur er reiknuð sam- anlögð álagning skatta á atvinnu- tekjur og launatengd gjöld atvinnu- rekenda og launþega. Þar er fyrst og fremst um að ræða framlög til al- mannatrygginga, lífeyrisiðgjöld og tryggingagjald svo dæmi séu nefnd. Fundinn er mismunurinn á skatt- greiðslum og launatengdum gjöldum til hins opinbera og þeim ráðstöf- unartekjum sem launamaðurinn fær í vasann eftir skatta. Hlutfall þess- arar álagningar af heildar- launakostnaði vinnuveitandans er nefnd skattfleygur (e. tax wedge). Fleygurinn sýnir hversu hátt hlutfall skattar og launatengdu gjöld eru af greiddum launum. Í umfjöllun New York Times um skýrslu OECD segir að heildarskatt- byrðin í meirihluta aðildarríkja OECD í fyrra hafi aukist í fyrsta skipti frá því stofnunin hóf þessa út- reikninga, sem stafi fyrst og fremst af aðhaldsaðgerðum í ríkisfjár- málum. Er sérstaklega bent á Hol- land, Spán og Ísland sem dæmi um lönd þar sem skattfleygurinn stækk- aði mest. Varað er sterklega við því að aukin skattlagning launa dragi úr vinnuframboði, auki atvinnuleysi og dragi úr líkum á vexti til lengri tíma litið. Tímaritið The Economist vekur athygli á því að á sama tíma og skatt- fleygurinn verður fyrirferðarmeiri í ríkjum OECD hafi raunlaun dregist saman í 15 aðildarlöndum. Hvetur OECD ríki til að leggja meiri áherslu á óbeina skatta s.s. virðisaukaskatt en að auka álögur á launagreiðslur. Skattfleygurinn á meðallaun hér á landi hefur mælst lítill samanborið við önnur aðildarríki OECD allan umliðinn áratug en hann hefur víkk- að jafnt og þétt á meðallaun. Í fyrra var skattfleygurinn 12 prósentustig- um undir meðaltali innan OECD. Á árunum fram að hruni var ástæðan fyrst og fremst sú að raunlaun fóru hækkandi ár frá ári. Fyrir rúmum áratug greiddi ein- stætt foreldri á Íslandi, sem þénaði 2/3 af meðallaunum, enga skatta heldur fékk meiri endurgreiðslur og bætur en nam álögðum sköttum og gjöldum. Í fyrra hafði þetta snúist við. Vöxturinn nam 5,6 prósentustig- um á milli áranna 2009 og 2010 og var skattfleygurinn kominn upp í 9,5% á seinasta ári. Í skýrslu OECD segir að hjá þessum tekjuhópi hafi skattfleygurinn hækkað um 14 pró- sentustig á ellefu árum. Þetta er mesta aukningin samanborið við aðra tekjuhópa sem OECD beinir sjónum að. Í samanburði OECD kemur einnig fram að í tekjuhópi hjóna með tvö börn þar sem aðeins annað var úti- vinnandi og með 2/3% af með- allaunum, jókst skattbyrðin um fimm prósentustig og fór skattfleygurinn í 12,7% af launakostnaði. Skattbyrði launa jókst mest á Íslandi Morgunblaðið/Eggert Hækkuðu í fyrra Skattar og launagjöld hækkuðu sem hlutfall af launakostn- aði 2010. Á næsta ári hækkar persónuafsláttur og tryggingjagjald lækkar. Skattfleygurinn svonefndi, þ.e. samanlagðir skattar og launa- tengd gjöld sem hlutfall af launakostnaði starfsmanna, var á Íslandi í fyrra 26,7% hjá fjöl- skyldu með 2 börn þar sem önn- ur fyrirvinnan var með með- allaun en hin 67% af meðallaunum, skv. útreikn- ingum OECD. Skattbyrðin hafði aukist um rúm sex prósentustig frá árinu 2000. Heildarskatt- greiðslurnar voru þó nokkuð undir meðaltali (29,8%) OECD- ríkja. Skattfleygur einhleyps launþega sem þénaði 67% af meðallaunum í fyrra var 25,2%, jókst um rúm 5 prósentustig. Breiðari skattfleygur SAMANBURÐUR OECD Skattar fara vaxandi á atvinnutekjur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.