Morgunblaðið - 16.05.2011, Blaðsíða 32
Mikilvægur
árangur Birgis
„Þetta er búið að vera rosalega
skemmtileg ferð. Við erum búnir að
vera saman strákarnir í fimmtán
daga og svo eru konurnar búnar að
vera með okkur síðustu fimm, sex
daga,“ segir Evróvisjónfarinn Matt-
hías Matthíasson, sem lofar bæði
verðurfarið og Düsseldorf og það
sem hún hefur upp á að bjóða.
Vinir Sjonna, sem höfnuðu í 20.
sæti, kveðjast ekki í síðasta sinn
þegar þeir koma til landsins að úr-
slitakeppninni lokinni. „Þetta fyrsta
verkefni er búið en við erum alveg
harðákveðnir í því að gera eitthvað
meira saman, þessi hópur. Við er-
um búnir að ná svo vel saman í
gegnum súrt og sætt, sem hefur
gert okkur að þéttum og góðum
vinum.“
Þegar Morgunblaðið náði tali af
Matta var hann að fara að stíga upp
í rútu sem átti að flytja hópinn út á
flugvöll. „Við erum að fara snemma
því við erum með svo mikið af dóti.
Svo stoppum við í Kaupmannahöfn
í tvo tíma og reynum að fá okkur
steik þar,“ segir hann en áætlaður
lendingartími í Keflavík var korter
fyrir miðnætti í gærkvöldi. »8
Reuters
Félagar Vignir og Matti á sviðinu glæsilega í lokakeppninni í Düsseldorf.
Ekki síðasta
samstarf hópsins
MÁNUDAGUR 16. MAÍ 136. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Pippa hitti forríkan gamlan …
2. Er þessi kjóll ekki allt of …
3. Heilsaði Evrópu með …
4. Norðmenn voru í 17. sæti
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Eva Gabrielsson, ekkja Stiegs Lars-
son, segist hafa breytt lífi sínu eftir
að Larsson dó til að byggja sjálfa sig
upp á ný. „Ég fer ekki á suma staði af
því að þeir tengdust lífi okkar saman
og hann er ekki lengur þar.“ »26
Morgunblaðið/Eggert
„Ég mun halda
áfram að vera reið“
Bókaverðlaun
barnanna voru af-
hent í aðalsafni
Borgarbókasafns
Reykjavíkur í gær.
Safnið verðlaunar
árlega tvær bækur
sem börn á aldr-
inum 6-12 ára hafa
valið, aðra frumsamda og hina þýdda.
Í ár urðu fyrir valinu Ertu guð afi? eft-
ir Þorgrím Þráinsson og Dagbók
Kidda klaufa eftir Jeff Kinney í þýð-
ingu Helga Jónssonar.
Þorgrímur hlaut
bókaverðlaun barna
Í tilefni af sjötugsafmæli tónlistar-
mannsins Bob Dylan ætlar Rás 2 að
halda Dylan-koverlagakeppni. Alls
bárust tæplega 100 útgáfur af Dylan-
lögum og átti dóm-
nefndin erfitt með
að velja aðeins 10
lög úr bunkanum,
eins og upp-
haflega var áætl-
að, og þess
vegna munu
14 lög keppa
til úrslita.
Dylan-koverlaga-
keppni á Rás 2
Á þriðjudag Austan 8-13 m/s og skúrir, en 13-15 og rigning syðst.
Hiti 3 til 10 stig, hlýjast SV-til.
Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag Líklega ákveðin norð-
austanátt með rigningu og jafnvel slyddu fyrir norðan, en þurrviðri
SV-lands. Svalt í veðri, einkum fyrir norðan.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 5-10 V-til og skúrir í flestum lands-
hlutum, en slydduél á Vestfjörðum. Hiti 2 til 11 stig, hlýjast SA-til.
VEÐUR
„Það væri draumur að
geta tekið við bikarnum
fyrir framan að minnsta
kosti 35 þúsund
manns,“ segir Arn-
ór Atlason, fyr-
irliði danska
handknattleiks-
liðsins AG sem
leikur annan úr-
slitaleik um
danska meist-
aratitilinn
næsta laug-
ardag í Par-
ken í Kaup-
mannahöfn að
viðstöddum met-
fjölda áhorfenda
á handboltaleik í
heiminum. AG
stendur vel að
vígi eftir tveggja
marka sigur á úti-
velli í fyrsta leikn-
um. »2
Væri draumur að taka
við bikarnum í Parken
Fram situr áfram á botni úrvals-
deildar karla, Pepsi-deildinni, að lok-
inni fjórðu umferð sem hófst í gær.
Þá tapaði Fram stórt fyrir Stjörnunni,
5:2, á Laugardalsvelli. Þá tapaði Valur
öðrum leik sínum í röð, að þessu
sinni fyrir Fylki, 2:1. Íslandsmeistarar
Breiðabliks og ÍBV skildu jöfn á Há-
steinsvelli, 1:1, þriðja leikinn í röð í
deildinni. »3,4,5
Fram steinlá og Valur
tapaði öðrum leik í röð
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Fjöldi hundaeigenda notaði tækifærið í gær, á björtum sunnudegi, til að
viðra hundana sína. Leið þeirra lá meðfram Tjörninni og var ekki annað að
sjá en að hundarnir, sem voru af öllum stærðum og gerðum, nytu þess að
skoða sig um í miðbæ Reykjavíkur.
Morgunblaðið/Ernir
Viðruðu ferfætlingana á fallegum sunnudegi
„Þetta var mjög mikilvægt. Nú von-
umst við til að komast á mót á Ma-
deira sem er blanda af Evrópu- og
Áskorendamótaröð. Hann hefur spil-
að þar áður, það ætti að hjálpa hon-
um,“ segir Andrés Jón Dav-
íðsson, þjálfari kylfingsins
Birgis Leifs Hafþórs-
sonar sem hafnaði í
þriðja sæti á Áskor-
endamóti í golfi á Ítalíu í
gær og hlaut að launum um
1,6 millj.kr. »1