Morgunblaðið - 21.06.2011, Qupperneq 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2011
✝ Björn Guð-mundsson
fæddist á Húsavík
27. júlí 1919. Hann
lést í Hlíð á Ak-
ureyri 13. júní
2011.
Foreldrar
Björns voru Guð-
mundur Björns-
son, f. í Grenivík,
Grímsey, 14. júlí
1886, d. 2. febrúar
1969, og Guðbjörg Sigurgeirs-
dóttir, f. í Höfða á Langanesi
3. júní 1892, d. 6. október
1978. Albróðir Björns var Sig-
urgeir Guðmundsson, f. 20.
júní 1916, d. 3. október 1979.
Systkini sammæðra voru El-
ínóra Hólm Samúelsdóttir, f.
26. október 1911, d. 13. júní
2011, Sigmundur Pétur Jó-
hannsson, f. 2. október 1921,
d. 15. október 1949, Jóhann
Helgi Jóhannsson, f. 2. októ-
ber 1923, d. 3. september
1973, Hólmsteinn Jóhannsson,
f. 15. mars 1928, Friðrós Stef-
anía Jóhannsdóttir, f. 18.
ágúst 1930, Ólafur Randver
Jóhannsson, f. 16. janúar 1932,
d. 16. október 2004.
Haustið 1949 hóf Björn sam-
búð með Guðmundu Margréti
rúnu Einarsdóttur, f. 30. jan-
úar 1939, Hjálmar Húnfjörð
Einarsson, f. 3. nóvember
1943.
Björn var fyrstu árin hjá
foreldrum sínum á Húsavík,
þau slitu samvistir þegar
hann var tveggja ára og flutti
þá móðir hans til Grímseyjar
með Sigurgeir með sér en
Björn fór í fóstur á Tjörnesi.
Níu ára fór hann til systranna
Fanneyjar og Kristínar sem
bjuggu í Hringveri á Tjörnesi
ásamt móður sinni, þar var
hann fram yfir fermingu. Árið
1943 flutti hann til Eyja-
fjarðar og fór að vinna þar
ýmis störf til sjávar og sveita.
Var vinnumaður á Botni í
Eyjafjarðarsveit í nokkur ár,
fór síðan á sjóinn um nokkurn
tíma. Vann síðast hjá Slát-
urhúsi KEA sem verkstjóri í
gæruvinnslu. Þegar tími gafst
til frá öðrum verkum hafði
Björn mikla ánægju af að
bólstra húsgögn og lagði
mikla alúð í snúrusaum og
hnappa með fallegu hand-
bragði.
Útför Björns fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 21.
júní 2011, og hefst athöfnin
kl. 13.30.
Kristjánsdóttur
frá Blönduósi, f. 3.
september 1915, d.
10. janúar 1994.
Foreldrar hennar
voru Kristján Júl-
íusson, f. 20. mars
1892, d. 28. janúar
1986 og Margrét
Guðrún Guð-
mundsdóttir, f. 12.
ágúst 1897, d. 8.
desember 1974.
Börn þeirra eru Sigurbjörg
Guðný, f. 3. janúar 1951, gift
Guðbrandi Jóhannssyni, f. 23.
maí 1949, d. 20. ágúst 2005,
Ólöf Gunnlaug, 21. janúar
1952, maki Eyþór Sævar Jó-
hannsson, f. 27. mars 1944,
Pálmi Helgi, f. 10. mars 1953,
kvæntur Hjördísi Sigurbjörgu
Hauksdóttur, f. 5. janúar 1952,
Magga Kristín, f. 12. febrúar
1956, gift Birni Snæbjörnsyni,
f. 29. janúar 1953, Birna Aðal-
björg, f. 6. janúar 1957, gift
Helga Helgasyni, f. 23. sept-
ember 1948, Guðmundur, f. 24.
október 1959, kvæntur Rósu
Knútsdóttur, f. 20. júní 1959.
Barnabörnin eru 22 og barna-
barnabörnin eru 43. Fyrir átti
Guðmunda, Jón Einarsson, f.
29. júlí 1936, Guðlaugu Krist-
Í dag kveð ég tengdapabba
minn, hann Björn Guðmundsson,
eða Bjössa eins og hann var ávallt
kallaður. Þegar ég kom inn í fjöl-
skylduna þá tók maður eftir hin-
um mikla hlýleika sem frá Bjössa
kom. Það var ekki hávaðinn og
lætin þó að eitthvað gengi á held-
ur voru öll mál leyst í rólegheit-
unum og ekki var málrómurinn
svo hár en maður þurfti oft að
hvá til að heyra hvað hann sagði.
Bjössi þurfti allt sitt líf að berj-
ast fyrir sínu, hann átti erfiða
æsku þurfti snemma að vinna
mikið og það gerði hann alla sína
ævi. Ekki var sérhlífninni fyrir að
fara og oft finnst mér að ýmsir
sem nutu hans þjónustu hefðu
mátt launa honum betur en gert
var. Bjössi hugsaði fyrst og
fremst að halda sjó og að hans
fjölskylda gæti haft í sig og á, það
tókst með mikilli vinnu og ekki
var svefninn alltaf langur því það
þurfti að nota tímann vel í sólar-
hringnum til að láta hlutina
ganga upp. Hann hafði sjaldan
tíma til að lyfta sér upp, fara í
ferðalög til að sjá landið það var
ekki mikill peningur til svoleiðis
hluta. Lífshlaup hans byggðist á
erfiði, erfiðleikum og útsjónar-
semi þess sem þarf að skipu-
leggja hlutina til að allt gangi
upp. En hagur þeirra sem minnst
hafa var honum hugleikinn og í
umræðunni var mjög gott fyrir
mig að heyra hans skoðanir og oft
brýningu í mínu starfi. Það sem
Bjössi bar mest fyrir brjósti var
fjölskyldan og ekki síst börnin og
ég tala ekki um barnabörnin en
fyrir þau hafði hann alltaf tíma til
að spjalla og leika sér enda var
hann alltaf aufúsugestur og veitti
mikla gleði þó að hægt færi.
Hann hafði þó áhugamál þótt
ekki væri mikill tími. Hann hafði
gaman af því að safna bókum,
gömlum húsgögnum og hlutum
og honum fannst ekkert dýrmæt-
ara en það sem var mjög gamalt.
Reyndar fannst okkur sumum að
þetta væri oft bara drasl en í hans
augun var þetta gersemi sem yrði
svakalega fínt þegar búið væri að
gera þetta upp. Bækur og tímarit
voru honum dýrmæt og það var
með ólíkindum hvað hann var vel
lesinn í því sem hann átti miðað
við þann tíma sem hann hafði til
að sinna þessu.
Oft ræddum við Bjössi lands-
og bæjarmálin og voru það oft
mjög góðar umræður en það var í
einu skiptin sem mér fannst hann
skipta skapi því að honum fannst
ávallt að það væri verið að keyra
þetta þjóðfélag í öfuga átt. Það
væri verið að fórna þeim sem ver
væru settir fyrir þá sem betur
mega sín. Hann var sannur
vinstrimaður og í raun mjög rót-
tækur í sínum skoðunum en ekki
var hann mikið að sækja fundi
eða koma sínum skoðunum á
framfæri. Hann þáði aldrei að ég
keyrði hann á kjörstað því í bíl
með framsóknarmanni færi hann
ekki á kjörstað þó að ég keyrði
tengdamömmu meðan hún var á
lífi. Nei, Bjössi gekk bara á sínum
eigin fótum.
En minningin um þreyttan
verkamann sem allt sitt líf þurfti
að strita við mismunandi aðbúnað
og atlæti mun ekki gleymast í
minningu þeirra sem kynntust
honum.
Ég vil að lokum þakka þér fyr-
ir góða leiðbeiningu og hvatningu
í gegnum tíðina því að það sem þú
sagðir var af raunverulegri
reynslu og því fylgdi hlýhugur og
festa.
Björn Snæbjörnsson.
Ljósið flæðir enn um ásýnd þína:
yfir þínum luktu hvörmum skína
sólir þær er sálu þinni frá
sínum geislum stráðu veginn á.
Myrkur dauðans megnar ekki að
hylja
mannlund þína, tryggð og fórnarvilja
– eftir því sem hryggðin harðar slær
hjarta þitt er brjóstum okkar nær.
Innstu sveiflur óskastunda þinna
ennþá má í húsi þínu finna –
þangað mun hann sækja sálarró
sá er lengst af fegurð þeirra bjó.
Börnin sem þú blessun vafðir þinni
búa þér nú stað í vitund sinni:
alla sína ævi geyma þar
auðlegðina sem þeim gefin var.
Þú ert áfram líf af okkar lífi:
líkt og morgunblær um hugann svífi
ilmi og svölun andar minning hver
– athvarfið var stórt og bjart hjá þér.
Allir sem þér unnu þakkir gjalda.
Ástúð þinni handan blárra tjalda
opið standi ódauðleikans svið.
Andinn mikli gefi þér sinn frið.
(Jóhannes úr Kötlum)
Guð geymi þig elsku afi.
Unnur, Guðbjörg,
Snæbjörn og fjölskyldur.
Þegar við systurnar vorum litl-
ar stelpur var allt eitthvað svo
einfalt og öruggt, alveg eins og
bernskan á að vera. Við alltaf svo
kátar, sætar og fínar, elskuðum
dúkkur og dúkkuvagna og trúð-
um því að allt væri hægt að lækna
með rjómaís eða einum kossi á
ennið. Á þessum árum voru afi og
amma til staðar, litli afi og stóra
amma eins og þau voru alltaf köll-
uð af okkur systkinunum og
þannig héldum við að það yrði
alltaf. En svo liðu árin og amma
lést árið 1994 og við fyrir löngu
búnar að gera okkur grein fyrir
því að það væri ekki hægt að
lækna allt með kossi eða rjómaís.
Við vissum að sú stund kæmi að
afi myndi kveðja okkur líka alveg
eins og amma. Hins vegar vissum
við ekki að við ættum eftir að
njóta þeirra forréttinda að fá að
hafa afa hjá okkur öll þessi ár.
Hann á 92. aldursári og við komn-
ar yfir fertugt og afi því búinn að
vera fastur punktur í tilveru okk-
ar öll þessi ár. Fyrir það erum við
þakklátar.
Afi var jarðbundinn maður,
samviskusamur og ósérhlífinn.
Hann var sérstaklega barngóður
og þó svo afi hafi ekki verið mikið
fyrir mannamót og verið fámáll í
fjölmenni átti tveggja manna tal
mjög vel við hann. Oftar en ekki
snérist umræðan um húsgögn og
þá oft þau sem hann hafði verið
að bólstra eða gera upp eða þá að
verið var að ræða um bækur. Afi
var nefnilega mjög laghentur og
dundaði sér við bólstrun og að
gera við húsgögn og eigum við og
börnin okkar muni eftir afa sem
skipa sérstakan sess í hjörtum
okkar.
Afi var líka mikill safnari, m.a.
mikill bókasafnari og átti hann
mörg þúsund bækur og þegar við
heimsóttum hann í Múlasíðuna
þá sýndi hann okkur iðulega
bækur sem honum hafði áskotn-
ast og þá mátti sjá glitta í blik í
augum hans.
Þó svo afi hafi verið orðinn
gamall og lúinn og við höfum al-
veg gert okkur grein fyrir því að
það styttist í kveðjustund þá er
það samt einhvern veginn þannig
að þegar stundin rennur upp þá
kemur einhver tómleikatilfinn-
ing, maður er einhvern veginn
aldrei tilbúinn. En við yljum okk-
ur við minningarnar um litla afa
sem nú hefur hitt stóru ömmu og
við kveðjum þig með kvæði eftir
Davíð Stefánsson sem okkur
finnst eiga svo vel við á þessari
stundu.
Nú fækkar þeim óðum, sem
fremstir stóðu,
sem festu rætur í íslenskri jörð,
veggi og vörður hlóðu
og vegi ruddu um hraun og skörð,
börðust til þrautar með hnefa og
hnúum
og höfðu sér ungir það takmark
sett:
að bjargast af sínum búum
og breyta í öllu rétt.
(Davíð Stefánsson)
Hvíl í friði, elsku afi.
Gréta Björk og Ingibjörg.
Elsku langafi, takk fyrir allar
stundirnar sem við áttum saman.
Ó, Jesús, bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ, breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
Mér gott barn gef að vera
og góðan ávöxt bera,
en forðast allt hið illa,
svo ei mér nái’ að spilla.
Það ætíð sé mín iðja
að elska þig og biðja,
þín lífsins orð að læra
og lofgjörð þér að færa.
(Páll Jónsson.)
Ástarkveðjur,
Lena María, Linda Margrét,
Eyþór Daði og Egill Þór.
Björn Guðmundsson
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Ástkær dóttir mín og systir okkar,
SIGRÍÐUR SIGTRYGGSDÓTTIR,
Vesturbrún 17,
andaðist á heimili sínu miðvikudaginn
15. júní.
Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 22. júní kl. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Þroskahjálp.
Elín Sigurðardóttir,
Sigurlaug Anna Sigtryggsdóttir,
Erla Sigtryggsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður og
afa,
KRISTJÁNS FRIÐRIKS KRISTINSSONAR,
sem lést á nýrnadeild Landspítalans
fimmtudaginn 2. júní.
Starfsfólki skilunardeildar Landspítalans og starfsfólki deildar
13E eru færðar sérstakar kveðjur og þakklæti fyrir einstaka
umönnun og kærleiksríka framkomu.
Guð blessi ykkur öll.
María Lúðvíksdóttir,
Sigríður Rósa Kristjánsdóttir, Jónas Pétursson,
Örvar Þór Kristjánsson
og barnabörn.
✝
Elskulegur sonur minn, bróðir minn, mágur
og frændi,
BRAGI KRISTJÁNSSON,
Sólvallagötu 9,
Keflavík,
lést á Sjúkrahúsinu í Keflavík föstudaginn
17. júní.
Útförin fer fram í kyrrþey.
Guðbjörg Þórhallsdóttir,
Baldur Kristjánsson, Svala Björgvinsdóttir,
Sigríður Baldursdóttir,
Sif Baldursdóttir.
✝
Móðir mín og systir,
HAFDÍS GUÐRÚN HAFSTEINSDÓTTIR,
varð bráðkvödd á heimili sínu sunnudaginn
12. júní.
Jarðarför fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 23. júní kl. 15.00.
Esther Ír Steinarsdóttir,
Ingvar Hafsteinsson,
Ásbjörn Kristinsson.
✝
Systir okkar og mágkona,
INGIBJÖRG VALGEIRSDÓTTIR
FERRENTINO,
f. 29.06.1925,
Altamonte Spring,
Flórída,
Bandaríkjunum,
lést í heimabæ sínum fimmtudaginn 16. júní.
Jarðsett verður í New York.
Sigríður Þóra Valgeirsdóttir,
Guðrún J. Valgeirsdóttir,
Auður Gunnarsdóttir.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma, systir og mágkona,
INGIBJÖRG JÓNASDÓTTIR,
sem lést mánudaginn 13. júní, verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 23. júní kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarkort Land-
spítala, s. 543 1000.
Anna Þóra Björnsdóttir, Gylfi Björnsson,
Sigríður Ólafsdóttir, Árni Rafnsson,
Svava Hjaltadóttir,
Guðný Jónasdóttir, Jónas Haraldsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
BJARNI STEINGRÍMUR SIGURÐSSON,
Skúlabraut 16,
Blönduósi,
andaðist á heimili sínu miðvikudaginn
15. júní.
Jarðarförin fer fram í kyrrþey.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og systir,
JÓHANNA LILJA GUÐNADÓTTIR,
Hólmgarði 44,
Reykjavík,
andaðist á heimili dóttur sinnar og tengda-
sonar fimmtudaginn 12. maí.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og
vinarhug.
Guðfinna Kjartansdóttir, Dagbjartur Þór Sigurbrandsson,
Stefán Þór Kjartansson, Elísa Júlía Sigursteinsdóttir,
Jón Guðnason,
Margrét Guðnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.