Morgunblaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2011
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Fyrsta íslenska hrollvekjan var
frumsýnd fyrir tveimur árum,
Reykjavík Whale Watching
Massacre (RWWM), og hefur nú
ferðast víða um heim. Myndin
fjallar um túrista í hvalaskoð-
unarferð sem lenda í vandræðum á
hafi úti. Vélarbilun verður í bátn-
um og til aðstoðar koma hval-
veiðimenn. Þar mætast þeir, hvala-
friðunarmenn og hvaladráparar.
Hvalveiðimennirnir taka til við að
drepa friðarsinnana og hefjast nú
splatter-lætin. Þessari mynd um
slátrun túrista var slátrað af ís-
lenskum gagnrýnendum. Þórarinn
Þórarinsson kallaði hana þvælda
moðsuðu og Bergsteinn Sigurðsson
lýsti henni sem mynd sem veit ekki
hvað hún vill vera. Þórarinn gaf
henni eina og hálfa stjörnu, Berg-
steinn gaf henni tvær stjörnur og
Sæbjörn hjá Morgunblaðinu gaf
henni tvær og hálfa.
Myndin var frumsýnd í Japan á
dögunum og var henni mjög vel
tekið. Gagnrýnendur lofuðu hana
og aðsókn er þokkalega góð. Hin
mikla athygli sem hún fékk í Japan
er að hluta til skýrð með vinsæld-
um japönsku leikkonunnar Nae
sem leikur stórt hlutverk í mynd-
inni en hrósið sem leikstjórinn og
framleiðendurnir fá er ekki ein-
göngu hægt að skýra með því.
Í samtali við Morgunblaðið frá
Japan sagði annar framleiðend-
anna, Ingvar Þórðarson, að Jap-
anir skildu myndina, þeir föttuðu
húmorinn í myndinni.
Fyrir skömmu birtist ítarleg
grein í tímaritinu Ritið eftir Guðna
Elísson, prófessor í bókmennta-
fræði við Háskóla Íslands, sem
fjallar um RWWM og viðtökur
myndarinnar. Í greininni fjallar
hann almennt um sambærilegar
kjötmyndir og viðtökur á þeim í
gegnum tíðina. Hann segir við-
tökur gagnrýnenda á RWWM hafa
komið á óvart og ekki síst það
samhengi sem gagnrýnendur settu
myndina í og það sé spurning
hvort þær túlkunarleiðir sem þar
má merkja séu í öllum tilvikum
réttmætar. Hann segir að stór
hluti nautnarinnar við að horfa á
svona hryllingsmyndir felist í því
að persónurnar, jafnt fórnarlömb
sem morðingi, séu suðþekkjanlegar
staðalmyndir þar sem
endurtekningaráráttan sé mikil.
„Slægjan krefst beinnar þátttöku
áhorfandans, sem sýnir írónískan
skilning sinn á greininni með því
að fagna klisjum jafn innilega og
frumlegum augnablikum,“ skrifar
Guðni. Í greininni gagnrýnir hann
gagnrýnendur myndarinnar, eig-
inlega slátrar þeim sem slátruðu
slægjunni. Hann vitnar í grein Ás-
geirs H. Ingólfssonar sem skrifaði
um hinar slæmu viðtökur og telur
hann vera nær eðlilegri meðhöndl-
un á myndinni þegar Ásgeir skrif-
ar: „Réttara sé að skoða hroll-
vekjur sem húmorískt leikhús
fáránleikans sem sýni okkur mann-
skepnuna í sínu hlálegasta ljósi …“
Guðni segir þó að viðbrögð gagn-
rýnenda megi að hluta til skýra
vegna rangrar kynningar aðstand-
enda myndarinnar. Þannig hafi við-
tal við leikstjóra myndarinnar, Júl-
íus Kemp, fyrir frumsýninguna
gefið í skyn að þeir væru að fjar-
lægjast hrollvekjuna og að um ein-
hverskonar listaverk væri að ræða
en Júlíus sagði meðal annars í
þessu viðtali: „Við ákváðum því að
gera mjög vandaða mynd eftir
góðu handriti og finnst ekki við
hæfi að tengja okkur við þessa teg-
und mynda, splattera og B-
myndir.“ Ef horft er til þessara
orða leikstjórans sýnir Guðni gagn-
rýnendunum skilning, en að öðru
leyti virðist hann telja þá á algjör-
um villigötum enda sé um fyndna
og góða splatter-mynd að ræða.
Hrollurinn meiri í Japan en á Íslandi
Íslensk hrollvekja gengur vel í Jap-
an Íslenskir gagnrýnendur gagn-
rýndir af prófessor Splatter-myndin
sem vildi verða listaverk
Uppstillt Leikstjórinn Júlíus Kemp og framleiðandinn Ingvar Þórðarson ásamt hinni frægu japönsku leikkonu Nae.
Hrollvekjuhúmor „Japanir skilja myndina, þeir fatta húmorinn í myndinni,“ sagði Ingvar Þórðarson.
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Í kvöld mun Ólöf Arnalds halda
sól-stöðutónleika á Café Flóru, í
grasa-garðinum í Laugardal, kl.
22:00, en húsið verður opnað hálf-
tíma fyrr. Aðgangseyrir er 2000
krónur og hefur Ólöf Arnalds
útbúið sérstaka dag-skrá fyrir tón-
leikana en að hennar sögn er uppi-
staðan lög eftir hana, „en svo ætla
ég að velja einhver lög eftir aðra
sem fólk þekkir og tengjast sumr-
inu og sólinni, jafnvel fá fólk til að
syngja saman,“ segir Ólöf í samtali
við Morgunblaðið. Aðspurð hvern-
ig það hafi komið til að hún haldi
þessa tónleika segir hún að Páll
Óskar hafi verið með svona tón-
leika á sumarsólstöðum í mörg ár
en í ár hafi hann ekki getað haldið
þá. „Þá hafði Marissa sem rekur
kaffihúsið samband við mig og bað
mig að taka þetta að sér. Mér
fannst það mjög gaman því ég held
mikið uppá þennan stað. Það er
svo spennandi að vera með tón-
leika í þessum fallega garðskála
seint um kvöld þegar allt er orðið
svona bjart.“
Næsta plata
Þar sem tónlist Ólafar er svo
innileg og lágstemmd á maður erf-
itt með að ímynda sér hana spila í
stórum hljómleikahöllum en finnst
hún einmitt henta á svona litlum,
kósý stöðum. Hún segist samt hafa
hitað upp fyrir aðra á stórum tón-
leikum og er ekki á því að það
henti eitthvað betur, „það er bara
öðruvísi, en ekkert endilega betra
eða verra,“ segir Ólöf.
Aðspurð hvernig gangi með
næstu plötu segist hún ætla að
taka hana upp í september. „Ég er
búin að semja lögin fyrir hana en
er ennþá að bræða með mér hvaða
hljóm ég vil ná fram. Einsog ég
vinn þetta þá hef ég lögin sem
mest í kollinum á mér og þegar ég
er búin að ganga með þau í langan
tíma þá fer ég að prófa þau við gít-
arinn og þessháttar. Þetta er sem-
sagt allt á frumstigi nema að lögin
eru til. Mér finnst samt sennilegt
að hljómurinn verði unninn með
söng og gítar sem kjarnann. En
mig langar til að fara í rannsókn-
arvinnu með röddina. Svo verður
hún öll á ensku, það er öðruvísi en
síðast,“ segir Ólöf.
Sólstöðutónleikar Ólafar Arnalds
Búin að semja lögin fyrir næstu plötu sem verður tekin
upp í september Á eftir að ákveða hljóminn á næstu plötu
Ljósmynd/Vera Pálsdóttir
Sólstöðutónleikar Ólöf Arnalds, sem var valin tónhöfundur ársins í fyrra
fyrir plötuna sína Inn undir skinni, verður með tónleika í kvöld.