Morgunblaðið - 24.06.2011, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 24.06.2011, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2011 Á morgun, laugardag, verður hin árlega Jónsmessuhátíð haldin á Eyrarbakka. Dagurinn byrjar með viðburðum fyrir fjölskylduna, m.a. barnadagskrá Skoppu og Skrítlu, kassaklifri, þrautabraut og ratleik. Jafnframt bjóða heiðurskonur þeim yngri eitthvað gott í munn. Sama dag verður svo hægt að fara í Laugabúð sem verður opnuð eftir endurbætur, taka þátt í kýló, láta Sibbu spá fyrir sér eða skreppa á tónleika í Gónhól eða Merkigili. Þá bjóða Byggðasafn Árnesinga og Sjóminjasafnið upp á frían aðgang. Kvöldið hefst svo með hópsöng í Húsinu, hinu fornfræga kaup- mannshúsi. Hápunktur gleðinnar verður svo Jónsmessubrennan í fjörunni þar sem Bakkabandið leið- ir söng. Nánari dagskrá er birt á www.eyrarbakki.is. Fjör Hápunktur Jónsmessuhátíðarinnar á Eyrarbakka er brennan í fjörunni. Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka Veiðar á ýsu, ufsa og gullkarfa við Ísland eru nú komnar í form- legt vottunarferli samkvæmt kröfum og leiðbeiningum Mat- væla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Um- sækjendur um vottunina eru hagsmunaaðilar í veiðum og vinnslu; Samtök fiskvinnslunnar, Landssamband íslenskra útvegs- manna og Landssamband smá- bátaeigenda, sem hafa sameinast um vottunarverkefnið undir merkjum Iceland Responsible Fis- heries í félaginu Ábyrgar fisk- veiðar ses. Um er að ræða veiðar innan ís- lenskrar fiskveiðilögsögu. Um- sóknin er studd af öllum hags- munaaðilum og mun vottunin, ef fæst, ná yfir öll veiðarfæri og veiðisvæði innan lögsögunnar. Vottunin mun nýtast öllum ís- lenskum sjávar- útvegsfyrirtækjum, sem og öðr- um aðilum í virðiskeðjunni við sölu á afurðum úr ýsu, ufsa og gullkarfa á öllum mörkuðum. Vottunin byggist á ströngustu kröfum sem ákveðnar hafa verið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Helstu kröfurnar um vottunina eru m.a. að komið sé í veg fyrir ofveiði og að framkvæmd og lög- mæti veiðanna sé fylgt eftir af öflugum eftirlitsstofnunum. Það er Global Trust á Írlandi sem tekur út veiðarnar og hefur teymi sérfræðinga til að vinna að vottuninni. Framvinda vott- unarferlisins mun verða kynnt á vefsíðunni www.ResponsibleF- isheries.is. Vilja fá vottun á veiðum á ýsu, ufsa og gullkarfa Í gær var Evrópuvefur Vísindavefs- ins opnaður. Stofnað var til vefsins með þjónustusamningi milli Alþing- is og Vísindavefsins. Tilgangur Evrópuvefsins verður að veita hlut- lægar, málefnalegar og trúverð- ugar upplýsingar um Evrópusam- bandið og Evrópumál. Á vefnum verður hægt að spyrja spurninga um allt sem viðkemur Evrópusam- bandinu og Evrópumálum. Starfs- menn vefsins munu svara spurn- ingum ýmist sjálfir eða leita til fræðimanna á viðkomandi sviði. Evrópuvefur Janus Arn Guðmundsson janus@mbl.is Flugmenn hjá Icelandair hafa verið í brennidepli að undanförnu vegna yfirstandandi kjaradeilu. Sam- kvæmt launataxta flugmanna fara launin og aðrar launagreiðslur frá því að vera um 600.000 kr. upp í 1.450.000 kr. á mánuði. Ef ekki nást samningar fyrir klukkan 14 í dag mun ótímabundið yfirvinnubann taka gildi. Launataxtar flugmanna Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru laun flugmanna hjá Icelandair langt yfir meðallaunum í landinu og dæmi eru um að laun flugstjóra séu sambærleg launum forstjóra og fari langt yfir laun for- sætisráðherra. Byrjendalaun flugmanns hjá fé- laginu, eru um 500.000 krónur. Ofan á það bætast svo við önnur laun, yf- irvinna og aðrar greiðslur, og skv. útreikningum má gera ráð fyrir því að þau nemi um 100.000 krónum. Þá eru dagpeningar enn óreikn- aðir, en þar má gera ráð fyrir um 150.000 kr. til viðbótar. Samtals gerir þetta um 750.000 krónur, en hafa ber í huga að dagpeningar eru ekki skilgreindir sem laun, heldur eiga þeir að duga fyrir útlögðum kostnaði. Ef skoðuð eru laun flugmanns með 10 ára starfsaldur eru grunn- laun skv. launataxta um 650.000 krónur. Algengt er að önnur laun séu um 150.000 kr. að jafnaði og dagpeningar um 200.000 krónur. Í heildina gerir þetta um eina milljón til útborgunar. Eftir 25 ára starf hjá félaginu getur flugstjóri verið með um 1.150.000 kr. í mánaðarlaun skv. taxta, önnur laun um 300.000 kr., of- an á það bætast svo dagpeningar sem eru um 250.000 krónur. Sam- tals gerir þetta um 1.700.000 krón- ur. Til samburðar má geta þess að laun Jóhönnu Sigurðardóttur for- sætisráðherra eru um 1.100.000 kr. Langt yfir meðallaunum  Flugmenn eru með frá 600.000 kr. og upp í 1.450.000 kr. á mánuði  Grunnlaun eftir tíu ára starf 650.000 kr. og til viðbótar eru önnur laun að jafnaði um 150.000 kr. Laun flugmanna » Byrjendalaun 500.000 kr., ofan á það 100.000 kr. + dag- peningar 150.000 kr. = 750.000 krónur » 10 ára starfsaldur. Laun 650.000 kr., ofan á það 150.000 kr. + dagpeningar 200.000 kr. = 1.000.000 kr. » Laun flugstjóra eftir 25 ár 1.150.000 kr., ofan á það 300.000 kr. + dagpeningar 250.000 kr. = 1.700.000 kr. Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Reykjavíkurborg hefur frestað gildistöku nýrra reglna um sorp- hirðu þar til í ágúst. Ástæðan er óvissa um hvernig eigi að haga gjald- töku í þeim tilvikum þegar sorptunn- ur standa lengra en 15 metra frá götu. Reykjavíkurborg er skylt að sækja heimilisúrgang á hvert heimili innan borgarmarkanna. Borgarbúar eiga því ekki að þurfa að sækja sér- staklega um losun sorpíláta sem standa lengra en 15 metra frá sorp- bíl. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari borgarlögmanns við fyr- irspurn Mörtu Guðjónsdóttur, vara- borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um nýjar verklagsreglur í sorphirðu- málum borgarinnar. Spurning Mörtu sneri að því hvort fyrirkomulag um að innheimta hærra gjald fyrir að sækja sorpílát utan 15 metra fjarlægðar frá sorpbíl bryti gegn jafnræðisreglu stjórn- sýslulaga. Í svari sínu telur borgar- lögmaður svo ekki vera. Hins vegar gerir borgarlögmaður athugasemdir við ákvörðun þjón- ustugjaldins. Nýju reglurnar gera ráð fyrir að íbúar greiði 4.800 kr. fyr- ir þjónustuna en dregið er í efa að sú tala uppfylli kröfur sem gera verði um rökstuðning fyrir þjónustugjaldi. Þá telur borgarlögmaður óeðlilegt að borgarbúar þurfi að sækja sér- staklega um þjónustu sem sé lögboð- in. „Það eru vankantar á þessum verklagsreglum og það hefur verið mikill vandræðagangur í kringum þetta mál. Gildistöku reglnanna hef- ur verið frestað nokkrum sinnum,“ segir Marta Guðjónsdóttir. Reglurn- ar séu illa ígrundaðar og óvíst sé hvaða hagræðing náist. Marta segist ítekað hafa beðið um kostnaðartölur við breytingarnar. Hvað kosti til dæmis að mæla vegalengdina að öll- um sorptunnum í Reykjavík. Engin svör hafi þó borist þess efnis. Marta spurði einnig hvort hægt væri að gera deiliskipulag afturvirkt í ljósi þess að víða sé gert ráð fyrir sorptunnum lengra en 15 metra frá götu í deiliskipulagi. Borgarlögmað- ur segir að í deiliskipulagi felist ótímabundin heimild, því sé ekki hægt að líta svo á að deiliskipulag geti verið afturvirkt. Óeðlilegt að sækja þurfi sér- staklega um lögboðna þjónustu  Gildistöku skrefareglunnar frestað í kjölfar fyrirspurnar varaborgarfulltrúa Sorp Nýju reglurnar gera ráð fyrir að íbúar greiði 4.800 kr. fyrir þjónust- una en dregið er í efa að sú tala uppfylli skilyrði þjónustugjalda. Heldur hefur sumarið verið seint á ferðinni þetta árið og margir orðnir langeygir eftir glampandi sól og hlýrri golu. Sunnlendingar tóku því heldur betur fagn- andi í vikunni þegar sunna brosti sínu breiðasta og blærinn ljúfi lék við kinnar. Borgarbúar flykktust á yl- ströndina í Nauthólsvík, fækkuðu fötum og nutu þess að baða sig í sjónum, spóka sig í flæðarmálinu, byggja sandkastala, hitta mann og annan og gæða sér á nesti í kærkominni strandferð. Ungur drengur fór í loftköst- um þar sem hann kunni sér ekki læti í blíðunni. Morgunblaðið/Eggert Sprett úr spori í Nauthólsvíkinni „Íslendingar hafa ekki efni á öðru fyrir- komulagi fisk- veiða en því sem stuðlar að hámörkun ávinnings af fiskistofnum. Þetta er for- senda sem þarf meira vægi í umræðu um breytt fiskveiðistjórn- unarkerfi.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í áliti Viðskipta- ráðs Íslands. Þar segir ennfremur: „Þó er ljóst að fiskveiðistjórnunarkerfið er ekki gallalaust. Eins og í öllum kerfum er nauðsynlegt að huga stöðugt að endurbótum sem geta leitt til frekari hagkvæmni. Fyrir- ætlanir um byltingu kerfisins eru hins vegar ábyrgðarlausar, sér- staklega þegar ekki liggur fyrir að eftir breytingar verði fiskveiði- stjórnunarkerfið í það minnsta jafn hagkvæmt og það sem breyta skal.“ Ábyrgðar- laus áform um byltingu kerfisins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.