Morgunblaðið - 24.06.2011, Síða 16

Morgunblaðið - 24.06.2011, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2011 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Unglingarnir sem taka þátt í nám- skeiðum Útivistarskóla Lands- bjargar á Gufuskálum læra eitt- hvað nýtt á hverjum degi og reyna á þolmörk líkama og hugar. Flest koma vegna áhuga á útivist og björgunarstörfum og víst er að áhuginn eflist. Þá eignast þátttak- endur nýja vini, jafnvel úr fjar- lægum landshlutum. „Það er verst að ekki skuli fleiri af vinunum hafa komið. Þeir vildu ekki missa daga úr vinnunni. Það er leiðinlegt því ekki gefast mörg svona tækifæri,“ segir Björn Egg- ertsson frá Þernunesi í Fjarða- byggð. Hann tekur þátt í starfi unglingadeildar björgunarsveitar- innar í Neskaupstað en þar stundar hann nám við Verkmenntaskólann. Þátttakendur í öðru af þremur grunnnámskeiðum Útivistarskólans voru úr þremur unglingadeildum, af Kjalarnesi og Akranesi, auk Neskaupstaðar. Námskeiðin eru einnig opin ófélagsbundnum ung- lingum, á aldrinum 14 til 18 ára. „Ég hef verið í unglingadeild og finnst það gaman og við ákváðum að fara saman nokkrar vinkonur til að prófa,“ segir Kristín Ósk Björnsdótir á Akranesi. „Mér fannst þessi námskeið spennandi og langaði að fara á eitt. Ég safnaði saman nokkrum vinum mínum úr björgunarsveitinni,“ segir Ragnar Ásgeirsson af Kjalarnesi. Á námskeiðinu er blandað saman fræðslu og leik. Farið er yfir grunnatriði ferðamennsku en einn- ig ýmis atriði sem björgunarsveit- arfólk þarf að kunna skil á, eins og til dæmis bjargsig, klifur, fyrstu hjálp og siglingu björgunarbáta. Flest ungmennin hafa kynnst þessum störfum að einhverju leyti áður en fá æfingu á námskeiðinu og nýjar áskoranir. Öll reikna þau með því að nýta þekkinguna þegar þau ganga upp í björgunarsveitina í sinni heimabyggð. Þau bæta því við að námskeiðið sé skemmtilegt og stundum erfitt að sofna á kvöldin vegna þess hversu mikið fjör sé í hópnum. Sýktur af bakteríunni Fimm leiðbeinendur eru á nám- skeiðunum sem 20 til 25 sækja. Framhaldsnámskeið eru seinna í sumar, í Þórsmörk, og er vel bókað á þau. „Vonandi verður þetta til að smita þau af björgunarsveitarbakt- eríunni,“ segir Einar Eysteinsson leiðbeinandi. Hann starfar jafn- framt sem leiðbeinandi í leitar- tækni við Björgunarskóla Lands- bjargar. „Eldri frændur mínir sýktu mig af bakteríunni og ég reyni að sýkja yngri skyldmenni. Starf í björgunarsveit undirbýr fólk fyrir lífið. Maður lærir að takast á við óvæntar aðstæður. Auk þess er þetta góður félagsskapur,“ segir Einar. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Kapphlaup við klukkuna Hlaup á drumbi er liður í að fá þátttakendur til að venjast öryggisbúnaði og treysta honum. Tíminn er mikilvægur en þeir sem fara of geyst og grípa í línuna fá refsistig. Áskoranir á hverjum degi Þyngdarlögmálinu storkað Björn Eggertsson gengur niður lóðréttan vegg, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Á sjó Krakkarnir fengu siglingu með björgunarbát Lífsbjargar á Rifi. Upprennandi Björn Eggertsson, Ragnar Ásgeirsson og Kristín Ósk Björnsdóttir nutu lífsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.