Morgunblaðið - 24.06.2011, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2011
Hækkanir á heimsmarkaðsverði hrávöru, auk lág-
vaxtastefnu helstu seðlabanka heims undanfarin ár,
eru farnar að koma fram í verðbólgu víða um heim. Í
gær birtu indversk yfirvöld tölur sem sýndu að vísi-
tala matvælaverðs hefur hækkað um tæp tíu prósent
á ársgrundvelli í síðustu mælingu. Verðbólga mælist
einnig há í Kína. Opinberar mælingar sýna árs-
verðbólgu rétt undir 6% í Kína og rétt eins og í Ind-
landi hefur hún verið viðvarandi undanfarin ár. Hins
vegar telja margir sérfræðingar að mælingar kín-
verskra stjórnvalda, ásamt víðtækum verðlags-
höftum, leiði til þess að verðbólgan sé vanmetin stór-
kostlega í opinberum mælingum. Sumir
sérfræðingar hafa reiknað út að raunveruleg verð-
bólga í Kína sé á bilinu 15-20% á ársgrundvelli um
þessar mundir.
Þungar byrðar verðbólgunnar
á herðum fólks um heim allan
Reuters
Hvítlaukur Verkamenn afferma hvítlauk á grænmetismarkaði í indversku borginni Ahmedabad.
STUTTAR FRÉTTIR ...
● Eigendur Town & City Pub Company
Limited, sem meðal annars rekur veit-
ingahúsakeðjurnar Yates og Slug and
Lettuce, hafa samþykkt samruna Town
& City við Stonegate Pub Company
Limited. Við fjárhagslega endur-
skipulagningu í júlí 2009 urðu Kaup-
þing og Commerzbank ráðandi hlut-
hafar í Town & City. Í tilkynningu frá
skilanefnd Kaupþings kemur fram að
rekstur T&C hefur gengið vel þrátt fyrir
erfiðar markaðsaðstæður. Stonegate
var stofnað af evrópska fjárfestinga-
félaginu TDR Capital. Sameinað félag
mun kallast Stonegate Pub Company
Limited og verður TDR Capital aðaleig-
andi félagsins. Kaupþing og Commerz-
bank munu vera minnihlutaeigendur og
á meðal lánardrottna sameinaðs félags.
Eftir samrunann verður Stonegate
stærsta einkarekna veitingahúsakeðja
Bretlands.
Kaupþing kemur að
pöbbasameiningu
● Aflaverðmæti ís-
lenskra skipa nam
37,4 milljörðum
króna á fyrstu
þremur mánuðum
ársins 2011 sam-
anborið við 36,4
milljarða á sama
tímabili 2010. Afla-
verðmæti hefur
því aukist um einn milljarð eða 2,8% á
milli ára, samkvæmt Hagstofunni.
Aflaverðmæti botnfisks var í lok
mars orðið 23,3 milljarðar og dróst
saman um 15,4% frá sama tíma í fyrra.
Verðmæti þorskafla var um 13,8 millj-
arðar og dróst saman um 9,6% frá
fyrra ári. Aflaverðmæti ýsu nam tæpum
3,4 milljörðum og dróst saman um
28,7%, en verðmæti karfaaflans nam
2,8 milljörðum, sem er 27,6% sam-
dráttur frá fyrstu þremur mánuðum
ársins 2010. Verðmæti ufsaaflans dróst
saman um 14,9% milli ára, í 1,2 millj-
arða króna.
Aflaverðmæti íslenskra
skipa jókst lítillega
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orku-
veitu Reykjavíkur, vill að OR fari
aftur til upprunans, þegar veit-
urnar voru vel reknar og fóru ekki
um víðan völl, eins og hann orðaði
það á ársfundi OR. Veiturnar hafi
á þeim tíma vitað til hvers var ætl-
ast af þeim og fóru varlega með fé
almennings. Hann sagði að OR
ætti við ákveðinn ímyndarvanda að
etja og að svo virtist sem hún
hefði undanfarin ár ekki alveg vit-
að hvert hlutverk hennar væri.
Bjarni sagði OR vera veitufyrir-
tæki og að grunnstarfsemi hennar
væri að afla vatns og rafmagns og
veita því til almennings. Orkuveit-
an sé því ekki fjárfestingarfélag í
verkefnum erlendis, ekki háskóli
og ekki valdastofnun. Sagði hann
að höfuðstöðvar Orkuveitunnar að
Bæjarhálsi 1 „andi frá sér völdum“
og gætu allt eins verið húsnæði
ráðherranefndarinnar í Brussel.
Þessu tengt, en einnig sem hluti
af hagræðingarðgerðum í rekstri
fyrirtækisins, stendur til að selja
ýmsar eignir OR og sagði Bjarni
að allar eignir, sem ekki væru
tekjumyndandi og væru ekki hluti
af grunnstarfsemi fyrirtækisins,
væru í raun til sölu. Þar á meðal
eru höfuðstöðvarnar sjálfar, Perl-
an og ýmsar aðrar fasteignir í eigu
OR.
Þá á að spara 15 milljarða króna
á næstu fimm árum með því að
draga mjög úr fjárfestingu,
þar á meðal viðhaldi. Sagði
hann að þetta gæti haft nei-
kvæð áhrif á veitukerfin, en
bilunum yrði alltaf sinnt.
Sagði hann að þessar aðgerð-
ir ættu að koma OR í
gegnum þann fjárhags-
vanda sem fyrirtækið er
í nú ef ekki komi til
frekari utanaðkom-
andi áföll.
Orkuveitan aftur til uppruna
Forstjóri OR segir fyrirtækið hafa fjarlægst grunnstarfsemi sína á síðustu árum
og eiga við ímyndarvanda að stríða OR eigi að einbeita sér að veitustarfsemi
Seðlabankar að-
ildarríkja evru-
svæðisins eru í
viðræðum við
banka og önnur
fjármálafyrir-
tæki um að þau
endurfjármagni
þau grísku ríkis-
skuldabréf sem
eru í þeirra eigu
þegar þau falla í
gjalddaga. Samkvæmt frétt Reu-
ters myndu bankar samkvæmt
þessu kaupa ný fimm ára ríkis-
skuldabréf sem myndu bera 5,8%
fasta vexti, en það eru sömu vextir
og lán björgunarsjóðs ESB bera
Af þessu er ljóst að um umtals-
verða niðurgreiðslu á vöxtum er
að ræða. Markaðsvextir á grískum
ríkisskuldabréfum til fimm ára eru
nú um 20% og skuldatrygg-
ingaálagið ríflega 2.000 punktar.
Álagið endurspeglar væntingar
markaðarins um að það séu yfir-
gnæfandi líkur á því að gríska rík-
ið lendi í greiðslufalli á næstu
fimm árum.
Mikil spenna er í
Grikklandi.
Rætt um
vaxtanið-
urgreiðslu
Bankar fjármagni
gríska ríkið að hluta
!"# $% " &'( )* '$*
++,-./
+.,-+0
++.-.+
11-203
1+-2.+
+0-34+
+50-44
+-/54,
+.5-33
+4/-43
++4-+1
+.,-41
++3-+4
11-+//
1+-+/5
+.-2+/
+5.-2/
+-//20
+./-,/
+4,-+,
112-5,01
++4-/
+.4-20
++3-,+
11-123
1+-12,
+.-240
+5.-/1
+-///3
+.,-23
+4,-4+
Hafin er úttekt á sögu og rekstri
Orkuveitunnar og á þriggja
manna óháð rannsóknarnefnd
meðal annars að rannsaka
ástæður þess að OR er í jafn al-
varlegum fjárhagsvanda og
raun ber vitni. Kom þetta fram í
máli Jóns Gnarr borgarstjóra á
ársfundi OR í gær. Mark-
miðið er að læra hvað
vel var gert og hvað ber
að forðast. Niðurstöður
eiga að liggja fyrir í
mars 2012.
Læra af
mistökunum
RANNSÓKNARNEFND OR
Jón Gnarr
borgarstjóri.
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Ívar Páll Jónsson
ivarpall@mbl.is
Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi í
gær að ekki væri hægt að höfða
skaðabótamál gegn samheitalyfja-
fyrirtækjum fyrir ríkjadómstólum
vestra, vegna þess að ekki væri var-
að við aukaverkunum á umbúðum.
Samkvæmt frétt Reuters voru fimm
dómarar af níu á því að dæma bæri
samheitalyfjafyrirtækjunum Actavis
og Teva í vil og sneru þar með við
dómi áfrýjunardómstóls í málinu.
Claudio Albrecht, forstjóri Acta-
vis, fagnar dómnum. „Hann er mikil-
vægt skref í átt að bættri neytenda-
vernd og áframhaldandi aðgengi
almennings að samheitalyfjum á við-
ráðanlegu verði,“ segir hann í yfir-
lýsingu.
Samheitalyfjafyrirtæki framleiða
lyf sem eru eins og frumheitalyfja-
fyrirtæki settu upphaflega á mark-
að. Samkvæmt reglum bandaríska
lyfjaeftirlitsins, FDA, er þeim skylt
að setja sömu merkingar á lyfjaum-
búðir og frumheitalyfjafyrirtækin
setja. Meirihluti dómsins var á þeirri
skoðun að þær reglur kæmu í veg
fyrir að hægt væri að höfða skaða-
bótamál gegn samheitalyfjafyrir-
tækjunum fyrir ríkjadómstólum
vegna skorts á merkingum.
Kona að nafni Julie Demahy höfð-
aði mál gegn Actavis og hélt því fram
að fyrirtækið hefði átt að vara við
hættunni á því að hún fengi tauga-
sjúkdóm af notkun lyfs gegn brjóst-
sviða, ógleði og uppköstum. Önnur
kona höfðaði sambærilegt mál gegn
þremur öðrum fyrirtækjum. Banda-
rísk stjórnvöld lýstu yfir stuðningi
við konurnar og héldu því fram að
fyrirtækin hefðu getað sóst eftir því
að fá að breyta merkingunum.
Hæstiréttur Bandaríkjanna
dæmir Actavis og Teva í vil
Ekki má höfða mál í einstökum ríkjum Bandaríkjanna vegna ónægra viðvarana
Morgunblaðið/Sigurgeir S
Actavis Dómurinn felur það í sér að samheitalyfjaframleiðendur þurfa að-
eins að birta sömu upplýsingar um lyf sín og frumframleiðendur.