Morgunblaðið - 24.06.2011, Side 20
BAKSVIÐ
Andri Karl
andri@mbl.is
Í
slandsbanka var í gærmorg-
un synjað með úrskurði Hér-
aðsdóms Reykjaness um að
taka með beinni aðfarargerð
fellihýsi úr vörslu konu sem
gerði við bankann bílasamning til fjár-
mögnunar þess en sótti síðar um
greiðsluaðlögun. Í úrskurðinum segir
að gera verði ráð fyrir því að nauða-
samningur til greiðsluaðlögunar taki
einnig til kröfu Íslandsbanka. Farið
var yfir úrskurðinn í Íslandsbanka í
gær en ekki tekin ákvörðun um hvort
hann verði kærður.
Töluvert hefur verið fjallað um
aðgerðir fjármögnunarfyrirtækja
gegn einstaklingum í greiðsluaðlögun
en í flestum bílasamningum er ákvæði
sem kveður á um að rifta megi samn-
ingum ef leitað er eftir nauðasamn-
ingum. Hafa aðgerðirnar verið gagn-
rýndar en ekkert lát hefur verið á
þeim.
Tekur til kröfu bankans
Í umræddu máli er um að ræða
bílasamning gerðan árið 2006 upp á
rúma milljón og var hann í þremur er-
lendum gjaldmiðlum. Konan sem
samninginn gerði fékk heimild til að
leita nauðasamnings til greiðsluaðlög-
unar í febrúar á síðasta ári. Íslands-
banki lýsti til umsjónarmanns kröfu
upp á rúmar 1,4 milljónir króna. Í apr-
íl sama ár fékk konan símskeyti þar
sem henni var tilkynnt að samning-
num hefði verið rift samkvæmt heim-
ild í samningnum og þess krafist að
konan afhenti fellihýsið.
Rúmum mánuði síðar var stað-
festur nauðasamningur sem konan
gerði við kröfuhafa þess efnis að hún
fengi eftirgjöf 50% samningskrafna
sinna og greiðslufrest eftirstöðva
samningskrafna í 36 mánuði frá stað-
festingu nauðasamningsins.
Héraðsdómur segir í úrskurði
sínum, að samkvæmt samningnum
hafi Íslandsbanka verið heimilt að
rifta samningi, án fyrirvara, s.s. þar
sem konan leitaði eftir gerð nauða-
samninga. „Framhjá því verður hins
vegar ekki litið að [Íslandsbanki] hafði
áður lýst kröfu vegna nauðasamninga
[konunnar] og […] staðfesti Héraðs-
dómur Reykjaness nauðasamning á
grundvelli samningsfrumvarps.“
Þá segir að gera verði ráð fyrir að
nauðasamningur til greiðsluaðlögunar
taki til kröfu Íslandsbanka nema sýnt
sé fram á annað, og það hafi ekki verið
gert. Var kröfu Íslandsbanka því
hafnað.
Fordæmi fyrir aðra
Lögmaður konunnar er Sævar
Þór Jónsson. Hann telur að ef Hæsti-
réttur staðfesti úrskurðinn – verði
hann á annað borð kærður – geti hann
haft fordæmi fyrir einstaklinga í sömu
stöðu. „Búið er að afgreiða umtals-
verðan fjölda af greiðsluaðlögunar-
málum og fjármálafyrirtækin hafa
verið að vísa til þessarar greinar í
lánasamningi þar sem tæki eru tekin
af fólki af því að það hefur leitað
nauðasamninga. Ég myndi því segja
að í þessum tilvikum muni þetta hafa
víðtæk áhrif.“
Spurður hvort einstaklingar í
sömu sporum sem látið hafa tæki sín
af hendi til fjármálafyrirtækja eigi
rétt á þeim aftur, segir Sævar að vel
verði að fara í gegnum það. „Þetta
getur sett nauðasamninga í uppnám
því ekki má mismuna kröfuhöfum.
Þeir verða að fá jafnt upp í sínar kröf-
ur. Annar getur ekki fengið 70% á
meðan hinn fær 20%.“
Guðný Helga Herbertsdóttir,
upplýsingafulltrúi Íslandsbanka,
sagði að við fyrstu sýn virtist málið
einstakt og því væri efast um fordæm-
isgildi þess. Hins vegar væri verið að
fara yfir það innan bankans.
Morgunblaðið/Ernir
Fellihýsi Héraðsdómari sagði í úrskurði sínum að Íslandsbanki væri bund-
inn af nauðasamningum og gæti því ekki tekið fellihýsið af konunni.
Fær ekki fellihýsi frá
konu í greiðsluaðlögun
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Nánast samahvert litiðer í at-
vinnumálum hér á
landi blasir mikill
vandi við. Í Morg-
unblaðinu í gær
var fjallað um stöðu verklegra
framkvæmda og verktaka og
þar er ástandið alvarlegt svo
vægt sé til orða tekið. Verkleg-
ar framkvæmdir í samgöngu-
málum, sem hafa verið veiga-
mikill þáttur í starfsemi fjölda
verktaka, hafa nánast verið
lagðar af. Á sviði stóriðju er
líka allt í frosti þar sem rík-
isstjórnin fylgir þeirri stefnu að
hindra uppbyggingu þeirra sem
áhuga hafa en lýsa um leið vilja
til að leyfa uppbyggingu á ein-
hverju öðru. Segja má að stefnu
stjórnvalda í þessum mála-
flokki verði best lýst sem eitt-
hvað annað-stefnu, sem er
skelfilegt þegar horft er til þess
að gert er ráð fyrir að hag-
vöxtur næstu ára muni að veru-
legu leyti byggjast á slíkum
framkvæmdum. Verði eitthvað
annað-stefnunni framfylgt
áfram er ljóst að ekki þarf að
hafa áhyggjur af hagvexti á
næstu misserum og þar með
þarf ekki að velta fyrir sér
hvernig atvinnustigið mun
þróast.
Eitt hjálpar þó mælingum á
atvinnustigi, ef svo má segja, en
það er sú afleiðing af eitthvað
annað-stefnunni að þúsundir
Íslendinga hafa flutt úr landi. Í
þessum hópi er fjöldi iðn-
aðarmanna, en einnig annarra,
svo sem lækna. Um læknaskort
hefur einmitt verið fjallað í
Morgunblaðinu síðustu daga.
Læknar hafa marga kosti víða
um heim og þurfa ekki að láta
bjóða sér upp á þá
afarkosti sem rík-
isstjórnin hefur
ákveðið að setja
landsmönnum.
Hér á landi mæta
þeir nú því viðmóti
að Jóhanna Sigurðardóttir eigi
að vera hæst launuð á landinu
og þeirra sem ekki hlíta því
bíði ofurskattar. Læknar búa
líka við það að nýsköpun á sviði
heilbrigðismála í einkageir-
anum er illa tekið og fæti
brugðið fyrir hugmyndir sem
kynnu að skapa fleiri læknum
áhugaverð tækifæri.
Verktakaiðnaðurinn og heil-
brigðisgeirinn eru þannig tvö
ólík svið atvinnulífsins sem
líða hvort með sínum hætti fyr-
ir eitthvað annað-stefnu
stjórnvalda í atvinnu- og efna-
hagsmálum. Þessi svið eru að
sjálfsögðu ekki þau einu þar
sem stefna stjórnvalda eyðir
störfum í stórum stíl. Sam-
bærileg dæmi mætti nefna af
flestum greinum atvinnulífs-
ins, þar sem barist er við að
halda starfseminni gangandi
þrátt fyrir neikvætt viðhorf
ríkisstjórnarinnar.
Það ástand sem ríkir í at-
vinnumálum skrifast nær al-
farið á núverandi ríkisstjórn.
Hún hefur haft ærinn tíma til
að hleypa krafti í atvinnulífið
eða í það minnsta að hætta að
þvælast fyrir nýsköpun og at-
vinnuuppbyggingu. Vandi at-
vinnulífsins er hins vegar sá að
innan ríkisstjórnarinnar
skortir allan skilning á því
hvað þarf til að skapa verð-
mæti og hleypa krafti í at-
vinnulífið. Því miður er sá
vandi þess eðlis að lítil von er
til að hann leysist í bráð.
Ríkisstjórnin er á
móti öllum hug-
myndum um
atvinnusköpun}
Eitthvað annað-stefnan
í atvinnumálum
Lengi hefurverið þekkt
að íslenskir emb-
ættismenn, stund-
um með vilhalla
vildarmenn úr
fræðasamfélaginu með sér,
fara með sérsjónarmið sín til
alþjóðlegra stofnana og þaðan
koma þau óbreytt og stimpluð
eru þau túlkuð sem mikil tíð-
indi. Ótal dæmi eru úr ís-
lenskri dægurumræðu þessu
til staðfestingar. Þegar veiði-
leyfagjaldsumræðan stóð sem
hæst komu reglubundnar yfir-
lýsingar frá alþjóðlegum
stofnunum um það gæluverk-
efni krata. Nú síðast var
pantað álit um stórkostlega
hækkun virðisaukaskatts á
matvæli. Steingrímur J.
treystir sér ekki til að bæta
þeim svikum ofan
á öll hin án utan-
stefnu. Bæta á
verst setta fólkinu
ofurskattlagningu
á nauðsynjar með
„tilfærslum“ til að það verði
ekki verr sett. Ljósvakamiðl-
arnir leiðitömu voru til þjón-
ustu reiðubúnir og gleyptu
áróðurinn hráan. Yrðu þýð-
ingarmestu nauðsynjar hækk-
aðar í topp með skattlagningu
myndu allir græða alveg rosa-
lega fyrir vikið. Þess var ekki
getið að mun einfaldara er við
fjárlagagerð að draga úr „til-
færslum“ en að breyta skatt-
kerfinu. Því miður er fjarri
því að treysta megi ASÍ í máli
eins og þessu enda voru mót-
bárur talsmanns samtakanna
aðeins til málamynda.
Sérviskan að heim-
an kemur heim aftur
eftir stuttan stans}
Gamlar aðferðir
E
in af mínum uppáhaldstilvitnunum
kemur frá vísindaskáldsagnahöf-
undinum Robert Heinlein. Laus-
lega þýdd hljómar hún eitthvað á
þessa leið: „Í gegnum mann-
kynssöguna hefur hið venjulega ástand mann-
kynsins einkennst af sárri fátækt. Framfarir
sem leyfa fólki að bæta úr þessu ástandi – hér
og þar, öðru hverju – eru afrakstur vinnu af-
skaplega lítils minnihluta, sem er gjarnan fyrir-
litinn og oft fordæmdur af öllu rétthugsandi
fólki, sem nær alltaf setur sig upp á móti þess-
um minnihluta. Í hvert skipti sem þessum
örsmáa minnihluta er bannað að skapa eða
hann (eins og stundum gerist) er rekinn út úr
samfélaginu, sekkur fólk aftur niður í hina öm-
urlegu fátækt. Þetta ferli er kallað „óheppni“.“
Skýringarnar á þessari andúð hinna rétt-
hugsandi á raunverulegum skapandi stéttum eru eflaust
margvíslegar og flóknar. Í sumum tilvikum byggjast þær
á hatri og í öðrum á öfund. Þá má aldrei vanmeta inn-
byggða íhaldssemi fólks. Ef dagurinn í dag er ekki ná-
kvæmlega eins og gærdagurinn eru margir tilbúnir að for-
dæma þá sem bera ábyrgð á breytingunum, þótt þær séu
almennt til hins betra.
Við sjáum mörg dæmi um þetta á Íslandi í dag. Hver sá
sem hefur verið nógu iðjusamur eða snjall til að skapa sér
og sínum meiri auð en hinum rétthugsandi þykir eðlilegt
er fordæmdur, skattlagður og í sumum tilvikum sparkað
úr líkamsræktarstöðvum eða skemmtistöðum. Eina fólkið
sem virðist hafa siðferðilega heimild til að vera
með yfir milljón krónur í mánaðarlaun er opin-
berir starfsmenn – enda eru þeir riddarar rétt-
lætisins í hugum hinna rétthugsandi.
Sá fámenni hópur sem hatur rétthugsunar-
innar beinist að þessa dagana eru þeir sem
hafa atvinnu sína af sjávarútvegi. Hinir rétt-
hugsandi eru staðráðnir í að kalla yfir landið
enn meiri „óheppni“ en þeir hafa nú þegar gert
með skattastefnu sinni og munu ekki verða
ánægðir fyrr en ein af örfáum arðbærum at-
vinnugreinum þjóðarinnar verður komin á
ríkisstyrktan vonarvöl.
Í þessu sambandi var gaman að sjá stjórnar-
liða í sjávarútvegsnefnd taka Barack Obama
sér til fyrirmyndar um daginn. Deilt hefur ver-
ið á Bandaríkjaforseta fyrir að leita ekki sam-
þykktar þingsins fyrir stríðinu í Líbíu, en lög-
um samkvæmt á hann að gera það innan 60 daga frá
upphafi átaka. Lögfræðingar um allt stjórnkerfið sögðu
honum að slík skylda væri fyrir hendi, en Obama gafst
ekki upp fyrr en hann fann lögfræðing sem var tilbúinn að
rökstyðja að stríðið í Líbíu væri ekki stríð og því væri
ónauðsynlegt að tala við þingið.
Hagfræðiskýrslan, sem sjávarútvegsnefnd lét vinna
vegna kvótafrumvarpsins, var stjórnarliðum ekki að skapi
því rökstuðningur hennar gekk gegn þeirra markmiðum. Í
stað þess að taka rökum ætlar meirihlutinn að láta gera
nýja hagfræðiskýrslu og mun eflaust láta gera slíkar
skýrslur þangað til við verðum nógu „óheppin“.
Bjarni
Ólafsson
Pistill
Fyrirsjáanleg óheppni
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Einstaklingar sem njóta
greiðsluskjóls mega ekki
greiða af lánum sínum. En af
hverju mega þeir greiða?
Greiða má allt sem tengist nauð-
synlegum daglegum rekstri
heimilisins og bíls, s.s. fast-
eignagjöld, hússjóð, tryggingar
vegna fasteignar og bíls, hita,
rafmagn og síma.
Hvers vegna reyna fjármögn-
unarfyrirtækin að taka til sín
tæki þegar einstaklingur er í
greiðsluskjóli?
Í flestum bílasamningum er
ákvæði sem heimilar fyrirtækj-
unum að rifta samningi ef skuld-
ari óskar eftir greiðslustöðvun,
leitar eftir gerð nauðasamnings
eða eftirgjöf skulda að öðru leyti.
Hver er skilningur UMS á
þessum aðgerðum?
Á vefsvæði UMS segir að kröfu-
höfum sé óheimilt að krefjast
eða taka við greiðslum meðan
viðkomandi skuldari nýtur
greiðsluskjóls. Þá sé þeim
óheimilt að gjaldfella skuldir,
framkvæma kyrrsetningu, krefj-
ast löggeymslu í eigum umsækj-
anda eða fá eigur umsækjanda
seldar nauðungarsölu.
Spurt&svarað