Morgunblaðið - 24.06.2011, Page 22

Morgunblaðið - 24.06.2011, Page 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2011 Grikkland er mikið í fréttum þessa dagana vegna mjög alvarlegrar fjárhagsstöðu landsins. Það hefur fengið neyð- arlán frá ESB og Al- þjóðagjaldeyr- issjóðnum og gagnrýnendur ESB skella skuldinni á evr- una og sambandið, segja að þetta sé allt meira og minna ESB að kenna. Í þessum litla greinarstúf verður hinsvegar sýnt fram á það að svo er ekki. Grikkland gekk í Evr- ópubandalagið (eins og það hét þá) árið 1981, en landið var undir stjórn herforinga og alræðisfyrirkomulag ríkti á árunum 1967-1974. Á árunum 1946-1949 geisaði borg- arastyrjöld í Grikk- landi, þar sem tugir þúsunda létust. Landið hefur því fengið sinn skerf af alræði og hörmungum. Með inngöngu í ESB varð Grikkland hins- vegar hluti af hópi lýð- ræðisríkja Evrópu, sem er við hæfi, enda lýð- ræðið grísk uppfinning! Grikkir tóku upp evr- una sem gjaldmiðil þeg- ar sameiginlegur gjald- miðill ESB var kynntur til sögunnar um aldamótin síðustu. Nú hljóma þær raddir sem segja að Grikkir verði að yfirgefa evruna og taka upp gömlu drökmuna aftur. Það er hins- vegar talið vera næstum efnahags- legt sjálfsmorð að gera slíkt og telur einn helsti hagfræðingur Grikklands, Yannis Stournaras að slíkt beri að forðast eins og heitan eldinn. Hann telur að yfirgefi Grikkland evruna þýði það að skuldir landsmanna auk- ist stórkostlega og að flestir bankar landsins verði gjaldþrota. Þetta kom fram í viðtali í Sænska dagblaðinu hinn 22. mars síðastliðinn. En það eru fleiri „innanlands- ástæður“ fyrir vandræðum Grikkja, þ.e.a.s. sem hafa ekkert með ESB að gera; það er nánast hluti af menningu Grikkja að borga ekki skatta og talið er að allt að 70% af vissum starfs- stéttum komist upp með að borga nánast enga skatta. Skatttekjur gríska ríkisins eru því allt of lágar og sagt er að landið þurfi í raun að taka upp nýtt skattkerfi. Þá er svört at- vinnustarfsemi talin vera um einn fjórði hluti af heildarhagkerfinu. Spilling á ýmsum stöðum er einnig talin hafa alvarleg áhrif á hagkerfið. Og á spillingunni vinna Grikkir ein- ungis sjálfir, með viðeigandi stofn- unum. Almenn efnahagsleg óstjórn og sér- lega rausnarlegt lífeyriskerfi (látnir einstaklingar fengu lífeyri og lífeyr- isréttindi erfðust!) eru líka talin vera orsakavaldar. Til dæmis fjölgaði op- inberum starfsmönnum um 100.000 á stjórnarárum hægrimannsins Kostas Karamanlis frá 2004-2009 og útgjöld gríska ríkisins um 60%! Gríska ríkið er stór eigandi fyrirtækja og um- fangsmikill ríkisrekstur í landinu, hið opinbera er um 40% af þjóð- arframleiðslunni. ESB hefur hvatt Grikki til þess að einkavæða og t.d. hafa heyrst þær raddir að ESB sé að „þvinga“ Grikki til einkavæðingar. Það skondna er að þessar raddir koma helst frá aðilum sem hér á landi stóðu fyrir einni umfangsmestu einkavæðingu á Vesturlöndum hin síðari ári. Það er ekki sama Jón eða séra Jón. Einnig hefur verið nefnt að útgjöld til hernaðarmála eru mjög há í Grikk- landi eða um 4% af landsframleiðslu. Þetta hlutfall er mun lægra í flestum Evrópulöndum. Allt hér að ofan eru þættir sem ESB hefur ekkert með að gera, heldur eru ákvarðanir og að- gerðir grískra aðila, einstaklinga sem og yfirvalda. En til þess að hægt sé að nota vandræði Grikklands hér á landi í þeirri hugmyndafræðilegu baráttu sem snýr að ESB-málinu er þægilegt að skella skuldinni á ESB og gera sambandið að „skúrknum“ í þrillernum. ESB hefur hins vegar lagt til mikla fjármuni til þess að að- stoða Grikki og reyna að koma í veg fyrir fullkomið hrun í gríska hagkerf- inu, með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum fyrir grískt atvinnulíf, sem og einstaklinga. Það er jú nokkuð sem enginn vill. En hvort tekst að hindra slíkt mun tíminn leiða í ljós. Grikkland á stærstan þátt í eigin vanda, ekki ESB Eftir Gunnar Hólm- stein Ársælsson » Flest vandamál Grikkja eru þeirra eigin sköpun. ESB og evran eru ekki þeir sökudólgar sem margir vilja vera láta. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Höfundur er stjórnmálafræðingur. V i n n i n g a s k r á 8. útdráttur 23. júní 2011 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 3.000.000 kr. 6.000.000 (tvöfaldur) 2 2 4 8 6 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 2 4 6 0 6 3 1 9 3 2 4 6 7 3 4 4 8 7 5 0 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 26486 31759 35972 40007 58194 69128 28227 34660 37712 43978 63091 71894 V i n n i n g u r Kr. 15.000 Kr. 30.000 (tvöfaldur) 7 5 5 2 3 9 1 7 2 9 2 3 2 5 3 3 3 6 8 7 2 4 5 6 6 2 5 1 8 8 0 6 8 8 5 3 5 6 4 5 4 5 6 1 7 8 9 8 3 2 7 1 1 3 7 9 2 6 4 6 1 1 7 5 2 1 0 2 7 1 2 1 8 1 7 5 9 6 3 5 9 1 8 0 0 9 3 3 4 9 8 3 8 9 7 4 4 7 4 0 7 5 3 5 9 7 7 1 8 0 7 1 8 4 6 6 9 8 9 1 9 4 1 1 3 4 1 0 6 3 9 9 3 4 4 7 4 5 7 5 5 8 6 6 7 2 9 0 5 1 9 1 6 8 6 6 5 2 1 8 2 2 3 5 0 6 9 4 1 2 5 3 4 7 5 6 8 5 6 9 1 0 7 3 5 2 0 2 1 0 8 8 6 7 0 2 2 0 1 0 3 5 3 6 3 4 1 4 3 8 4 9 2 6 3 5 9 1 6 5 7 4 3 5 9 2 9 9 7 9 7 8 3 2 5 8 5 9 3 5 8 2 2 4 2 8 9 9 4 9 7 5 3 5 9 2 2 0 7 6 4 7 1 3 8 0 9 1 0 9 6 6 2 7 8 3 3 3 6 5 6 1 4 2 9 4 0 5 0 1 4 7 6 0 2 5 1 7 6 7 5 8 4 9 9 4 1 2 5 7 5 3 1 5 8 9 3 6 6 9 7 4 3 8 0 5 5 0 3 2 8 6 1 6 4 9 7 6 9 3 9 5 0 2 0 1 5 1 4 8 3 2 0 4 4 3 6 7 8 7 4 5 5 5 7 5 1 1 1 7 6 6 6 7 8 7 7 1 4 6 V i n n i n g u r Kr. 9.000 Kr. 18.000 (tvöfaldur) 1 8 9 3 4 4 1 6 9 3 6 2 6 7 0 2 3 4 8 5 8 4 9 3 6 4 6 0 8 6 1 7 0 0 0 7 5 3 9 3 7 1 1 6 9 6 2 2 7 0 1 7 3 4 8 9 1 4 9 6 7 2 6 1 6 2 3 7 0 8 2 0 3 0 4 9 7 7 7 1 7 5 6 4 2 7 2 2 8 3 5 7 3 2 4 9 7 5 0 6 1 6 9 8 7 1 4 5 1 7 8 0 9 7 8 9 1 7 6 7 1 2 7 2 6 4 3 6 3 6 0 4 9 7 9 0 6 2 0 5 6 7 1 7 4 3 1 1 7 2 1 0 0 2 9 1 7 8 5 3 2 7 5 6 5 3 7 0 9 4 4 9 8 2 1 6 2 1 4 0 7 2 1 5 2 1 6 2 0 1 0 6 9 0 1 8 3 9 7 2 7 6 0 0 3 7 7 5 2 5 0 3 3 3 6 2 3 0 1 7 3 0 6 2 1 9 0 1 1 0 8 3 4 1 8 7 5 4 2 7 9 6 9 3 7 8 6 1 5 0 6 0 8 6 2 5 8 6 7 3 1 0 7 2 1 4 3 1 0 8 7 9 1 8 7 6 0 2 8 5 9 9 3 9 0 9 4 5 0 6 2 7 6 2 6 6 3 7 3 3 0 1 2 8 0 9 1 1 0 0 8 1 8 8 0 5 2 8 7 0 1 3 9 2 0 6 5 0 8 3 3 6 2 7 3 0 7 3 3 4 7 3 3 1 0 1 1 1 2 5 1 9 0 3 4 2 8 7 3 3 4 1 2 1 3 5 1 8 1 2 6 2 8 2 6 7 3 5 4 1 3 4 2 5 1 1 7 2 6 1 9 2 9 1 2 9 0 5 9 4 1 4 5 6 5 1 9 1 7 6 2 9 5 5 7 3 6 4 9 3 6 5 0 1 1 8 1 5 2 0 1 7 1 2 9 5 7 4 4 2 2 3 7 5 1 9 3 0 6 3 1 5 7 7 4 3 1 5 3 8 3 0 1 2 4 1 5 2 0 3 4 6 3 0 3 4 5 4 2 4 5 5 5 2 5 2 5 6 3 4 0 5 7 4 6 5 2 3 9 5 2 1 2 6 0 2 2 1 1 0 0 3 0 5 1 9 4 2 7 6 3 5 3 5 3 8 6 3 6 8 6 7 4 9 0 7 4 5 4 8 1 2 7 0 3 2 1 1 9 1 3 0 5 2 3 4 2 7 6 6 5 3 6 7 2 6 4 1 7 3 7 5 0 2 3 5 0 7 3 1 3 3 3 4 2 1 7 8 5 3 0 5 8 9 4 4 0 3 5 5 3 7 1 3 6 4 3 8 8 7 5 3 5 8 5 2 7 2 1 3 7 1 8 2 1 8 1 5 3 1 1 1 0 4 4 2 7 8 5 3 8 2 0 6 4 7 9 5 7 5 4 6 8 5 2 9 4 1 3 7 4 8 2 2 0 4 5 3 1 2 1 6 4 4 2 9 5 5 5 2 7 9 6 4 8 4 5 7 6 3 4 1 5 3 6 4 1 3 7 8 7 2 2 2 0 3 3 1 9 2 2 4 4 7 1 7 5 5 3 4 0 6 5 3 1 2 7 6 5 3 7 5 3 9 2 1 4 2 8 2 2 2 2 1 6 3 2 1 3 0 4 4 9 1 3 5 5 4 0 1 6 6 3 0 9 7 6 5 8 3 5 6 6 7 1 4 4 8 2 2 2 2 2 5 3 2 1 3 1 4 5 4 5 7 5 6 7 5 1 6 6 5 8 5 7 7 6 6 7 5 8 0 0 1 4 5 0 7 2 2 3 8 5 3 2 4 6 6 4 5 7 8 1 5 6 8 7 5 6 7 3 1 2 7 7 7 6 9 6 0 2 1 1 4 5 5 4 2 3 4 5 4 3 2 8 2 7 4 6 0 6 2 5 6 9 9 2 6 7 4 1 1 7 8 0 1 1 6 0 6 3 1 4 7 0 9 2 3 7 4 4 3 2 9 8 8 4 6 1 5 1 5 7 0 5 8 6 7 5 7 2 7 8 3 6 1 6 0 8 3 1 4 7 8 9 2 3 8 7 8 3 3 3 7 7 4 6 6 5 4 5 7 6 4 7 6 7 6 2 8 7 9 1 8 8 6 4 9 7 1 5 5 0 6 2 3 9 7 6 3 3 5 1 8 4 6 7 8 1 5 8 5 9 9 6 8 7 4 6 7 9 7 6 2 6 9 4 0 1 5 8 5 7 2 4 1 1 3 3 3 6 8 9 4 7 1 6 9 5 8 9 1 7 6 8 7 7 4 7 5 9 2 1 5 9 5 1 2 4 8 7 3 3 3 9 3 7 4 7 2 0 1 5 9 3 0 7 6 8 9 2 8 7 8 6 8 1 6 3 7 5 2 5 3 7 7 3 4 2 0 4 4 7 2 6 9 5 9 4 8 6 6 9 0 9 9 8 1 9 1 1 6 7 1 8 2 5 4 2 0 3 4 3 1 4 4 7 5 4 1 5 9 6 3 4 6 9 1 5 8 8 5 3 6 1 6 7 8 2 2 5 6 3 6 3 4 3 7 1 4 9 2 2 4 6 0 2 8 3 6 9 6 9 2 8 6 0 8 1 6 8 6 6 2 6 0 8 3 3 4 7 7 0 4 9 2 6 2 6 0 5 0 3 6 9 9 1 2 Næsti útdráttur fer fram 30. júní 2011 Heimasíða á Interneti: www.das.is Á kaldastríðsárunum urðu Íslendingar þeirr- ar gæfu aðnjótandi að hafa skelegga stjórn- málaleiðtoga sem tryggðu landinu veg- legan sess á vettvangi vestrænnar samvinnu. Þeir lögðu stjórn- málaferil sinn að veði við að skipa Íslandi á bekk með öðrum lýð- ræðisríkjum. Þeir tryggðu landinu einnig aðgang að frjálsum markaði ríkja Evrópu með inngöngu í EFTA og gerð fríversl- unarsamnings við ESB. Aðildin að Evrópska efnahags- svæðinu og Schengen staðfesti enn frekar þátttöku okkar í vestrænni samvinnu. Það hefur hins vegar verulega skort á að stjórnmálaleið- togar fylgdu þessari þróun eftir. Leiðtogar í öllum hinum EFTA- ríkjunum sem stóðu að gerð EES- samningsins litu á hann sem skamm- tímasamning. Þeir stóðu allir fyrir því að lönd þeirra sæktu um aðild að Evrópusambandinu áður en samn- ingviðræðunum um EES lauk. EES- samningurinn var að þeirra mati óá- sættanlegur vegna þess að hann setti löndin skör lægra en aðildarríki ESB. Draumur embættismannsins Það er ekki gert ráð fyrir lýðræð- islega kjörnum fulltrúum íslensku þjóðarinnar í ákvarðanatöku EES. Með samningunum tóku Íslendingar á sig þær kvaðir að taka yfir stóran hluta löggjafar ESB án þess að geta haft áhrif á hana, nema að mjög svo takmörkuðu leyti, og þá nær ein- göngu hvað innleiðingu löggjafar varðar. Af stofnunum ESB hafa íslenskir embættismenn bara aðgang að nefndum framkvæmdastjórnarinnar. Þar á að taka fullt tillit til sjónarmiða þeirra. Þeir sitja eigi að síður skör lægra en fulltrúar ríkja ESB þar sem þeir síðarnefndu taka virkan þátt í allri vinnu sambandsins og hafa aðgang að starfs- mönnum frá eigin ríki innan framkvæmda- stjórnarinnar. Hinar sérstöku stofnanir EES koma nær eingöngu að mál- um eftir að Evrópusam- bandið hefur mótað og samþykkt löggjöf sem gilda mun á EES-svæðinu. EES- nefndin fellir ný lög ESB inn í EES- samninginn og er í raun af- greiðslustofnun fyrir Ísland, Noreg og Liechtenstein. EES-ráðherraráð- ið virkar ekki sem skyldi þar sem ESB-ríkin sýna ráðinu mjög svo tak- markaðan áhuga. Þingmannanefnd EES er valdalaus með öllu. Einu stofnanirnar sem eitthvað kveður að eru Eftirlitsstofnun EFTA og EFTA-dómstóllinn eins og lands- menn þekkja en þær tryggja að samningnum sé framfylgt hér á landi. Lýðræðisdraumurinn Ef Ísland gengur í Evrópusam- bandið fær það fullan aðgang að öll- um stofnunum sambandsins. Helstu stofnanir sambandsins eru fimm. Forsætisráðherra Íslands tæki sæti í leiðtogaráði ESB sem kemur iðulega saman sex sinnum á ári. Þar eru nær allar ákvarðanir teknar sam- hljóða. Forsætisráðherra Íslands hefði í krafti þessa góðan möguleika á að hafa áhrif á framtíðarstefnu sambandsins. Leiðtogar smáríkja eins og Danmerkur og Lúxemborgar hafa sannað að sú er raunin. Íslenskir ráðherrar sætu í fagráð- herraráðum ESB sem fara með lög- gjafarvaldið ásamt Evrópuþinginu. Utanríkisráðherra Íslands sæti í ráð- herraráði utanríkismála. Það leysir meðal annars úr ágreiningsmálum innan sambandsins. Fjármálaráð- herra Íslands sæti í ráðherraráði fjármála. Það er orðið eitt valda- mesta ráð í Evrópu í dag. Í ráðherra- ráði sjávarútvegsmála, eins og í öðr- um ráðum, er ætíð reynt að ná sátt um mál áður en þau eru afgreidd. Þjóðir tala sig að niðurstöðu og tekið er tillit til hagsmuna ríkja. Ísland myndi eiga sex þjóðkjörna þingmenn á Evrópuþinginu. Þing- mennirnir myndu skipa sér í hefð- bundna þingflokka, þ.e. Evrópu- þingmenn Sjálfstæðisflokksins myndu taka sæti í þingflokki hægri- manna. Evrópuþingmenn eiga góða möguleika á að láta til sín taka innan þingflokkanna og fá þá á sitt band. Þeir geta einnig haft umtalsverð áhrif á löggjöf sambandsins innan nefnda þingsins þar sem mesta vinn- an fer fram. Þetta hafa til dæmis þingmenn hægrimanna á Möltu sýnt. Evrópuþingið er í dag valdamikill löggjafaraðili og lætur í vaxandi mæli til sín taka. Innan framkvæmdastjórnar ESB myndi Ísland hafa áhrif á mótun lög- gjafar sambandsins með fram- kvæmdastjóra í æðstu stjórn hennar og með ráðningu fjölda Íslendinga í störf á hennar vegum. Auk þessa fengju Íslendingar einn af 28 dómurum í Evrópudómstólnum sem og sæti við ákvarðanatökuborðið í öllum öðrum undirstofnunum og ráðum ESB eins og í Seðlabanka Evrópu. Skipað á sama bekk EES-samningurinn hefur vissu- lega skapað mörg tækifæri. Hann ruddi brautina fyrir efnahags- framförum. Vísindasamstarf og stúd- entaskipti á vettvangi hans skipta sköpum um framþróun í landinu. Samningurinn hefur þjónað tilgangi sínum rétt eins og fríverslunarsamn- ingurinn við ESB gerði á sínum tíma og aðildin að EFTA gerir enn um sinn. EES er hins vegar táknmynd gamla tímans. Samningurinn er arf- leifð þess að hlutlausu ríkin í EFTA voru tilbúin að búa við tímabundin takmörkuð áhrif á eigin lagasetningu til að tryggja aðgengi að mörkuðum ESB. Aðild að Evrópusambandinu bætir ekki einungis lífskjör okkar allra, hún skipar okkur á bekk með öðrum þjóðum Evrópu á jafnræð- isgrundvelli. Skipað skör lægra Eftir Baldur Þórhallsson »Ef Ísland gengur íEvrópusambandið fær það fullan aðgang að öllum stofnunum sambandsins. Baldur Þórhallsson Höfundur er prófessor í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands. Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréfum til blaðsins. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið má m.a. finna undir Morgunblaðshausnum efst t.h. á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti og greinar sem sendar eru á aðra miðla eru ekki birtar. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.