Morgunblaðið - 24.06.2011, Side 32

Morgunblaðið - 24.06.2011, Side 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2011 ...pólskir ljósmyndar- ar unnu með íslensk- um rithöfundum og blaða- mönnum 33 » Komin er út ljóðabókin Höfuð drekans á vatninu eftir skáldið Guðbrand Sig- laugsson og er þetta 11. ljóðabók hans. Guðbrandur segist ekki hafa samið ljóðin með bókina í huga heldur séu þau frá mismunandi tímabilum. Elstu ljóðin eru frá því um 1988 en flest eru samin á síðastliðnum áratug. Hann segir bókina þó ekki vera yfirlitsverk og hafa aðeins tvö til þrjú ljóð birst í fyrri bókum hans. Það er því greinilegt að Guðbrandur er iðinn við að yrkja. „Já, já, alltaf þegar tíminn og andinn gefa ástæðu til,“ segir hann. Hann segist taka mest á veðri, tímanum og hafinu í ljóðum sínum og skipt- ir hann bókinni upp í þrjá kafla. „Í fyrsta kaflanum tekst ég á við árið í gegn, byrja þarna á vetri og enda á síðhausti, svo ég fer veðurfarslega í gegnum tímann. Miðhelmingurinn fjallar um tímann sem slíkan og í lokin er það haf- ið, það tengist líka óhjákvæmilega tímanum.“ Spurður að því hvort tíminn sé þá þema bókarinnar játar Guðbrandur því. „Jú, eiginlega. Svona þegar ég hugsa til þess sjálfur.“ Bókin er hátt í hundrað síður og má því segja að hún sé nokkuð löng af ljóðabók að vera. Af hverju eru ekki allar ljóðabókar svona langar? „Sennilega er pappírinn svona dýr,“ segir Guðbrandur og hlær. diana@mbl.is Veður, tími og haf  11. ljóðabók Guðbrands Siglaugssonar Morgunblaðið/Ernir Tími Guðbrandur Siglaugsson yrkir þegar tíminn og andinn gefa ástæðu til. Um næstu helgi lýkur yfirlitssýn- ingu á verkum Kristínar Gunnlaugs- dóttur á Listasafninu á Akureyri. Sýningunni, sem hefur yfirskriftina Inní rós og er meðal best sóttu sýn- inga Listasafnsins, lýkur á sunnu- dag kl. 17:00, en á laugardag kl. 15:00 verður Kristín með leiðsögn um sýninguna og fjallar um verk sín. Inní rós er fyrsta yfirlitssýning sem haldin hefur verið á verkum Kristín- ar en skammt er síðan hún lagði olíumálverkið á hilluna og tók að sauma út á striga. Kristín útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1987 og hélt svo í framhaldsnám til Ítalíu, lærði m.a. íkonagerð í Róm og stundaði nám í Ríkisakademíunni í Flórens árin 1988-1993. Kristín hef- ur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í mörgum sýningum, hér heima og erlendis. Hún hefur hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar og hlotið nokkrum sinnum lista- mannalaun frá menntamálaráðu- neytinu, síðast árið 2009. Hún hefur var bæjarlistamaður Akureyrar 1996-1997 og bæjarlistamaður Sel- tjarnarness 2008, en hún býr nú og starfar á Seltjarnarnesi. Morgunblaðið/Skapti Yfirlit Sýningu á verkum Kristínar Gunnlaugsdóttur lýkur um helgina. Sýningu lýkur á Inní rós Leiðsögn Kristínar um Inní rós Hulda Hlín opnar sýningu á verkum sínum í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á laug- ardag. Verkin á sýningunni einkennast af sterkum lita- samsetningum og eru stór í sniðum; sjá má verkin á www.huldahlin.com. Sýningin stendur til 10. júlí. Hulda Hlín Magnúsdóttir nam málaralist við Listaaka- demíu Ítalíu (Accademia di Belle Arti) í Florens, Bologna, Feneyjum og Róm og lauk auk þess meistaraprófi í listfræði frá Bo- logna-háskóla. Hún hefur tekið þátt í samsýn- ingum í Róm og haldið einkasýningar hérlendis. Myndlist Hulda Hlín sýnir í Ráðhúsinu Hulda Hlín Á laugardag kl. 15:00 verða haldnir fjórðu tónleikarnir í sumartónleikaröð veitinga- hússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu. Fram kemur Dixie-band Matta sax. Hljóm- sveitina skipa Matthías V. Baldursson á klarinett, Jó- hannes Þorleiksson á trompet, Eyþór Kolbeins á básúnu, Þor- gils Björgvinsson á banjó, Öss- ur Geirsson á túbu og Jón Ósk- ar Jónsson á trommur. Þá kemur söngkonan Áslaug Helga Hálfdánardóttir einnig fram með hljómsveitinni. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúartorginu. Aðgangur er ókeypis. Tónlist Dixieland hljóm- ar á Jómfrúnni Matthías V. Baldursson Bergljót Rist leiðsögumaður og hestakona fjallar um lit- brigði íslenska hestsins á Kjar- valsstöðum sunnudaginn 26. júní kl. 15:00. Viðburðurinn tengist sýningunni Jór! – Hest- ar í íslenskri myndlist, sem þar stendur. Einnig verður farið um sýninguna og verkin skoð- uð. Á sýningunni Jór! er varp- að ljósi á hvernig hesturinn hefur birst íslenskum lista- mönnum í eina öld í aðal- og aukahlutverki í lands- lagsmálverkum, mannamyndum eða sem tákn- mynd. Viðburðurinn er skipulagður í samvinnu við Landssamband hestamannafélaga. Myndlist Skoðuð litbrigði íslenska hestsins Bergljót Rist Díana Rós A. Rivera diana@mbl.is Sýning Árna Páls Jóhannssonar og Finnboga Péturssonar, Góðir Íslend- ingar, verður opnuð í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, á morgun. „Við erum eiginlega bara að fara að sýna góða Íslendinga,“ segir Finnbogi um sýninguna. Hann segir Árna Pál vera með ættartölur fólks sem hann stillir upp með myndum af sauðfé sem hann tók. Hann raðar því saman uppi á vegg auk þess sem hann verður með rekaviðardrumba sem hann hefur unnið og mætti kalla einskonar fjölskylduportrett. Leitaði hljóðsins í sjónvarpinu Finnbogi sýnir í öðrum sýningar- sal verk samsett úr eftirlitsmynda- vélum og hátölurum sem raðað er saman í stóran hring í salnum. Hann segir svokallað eftirlitsrofabox skipta milli myndavélanna eftir ákveðnu mynstri en áhorfandi fær bæði að sjá myndina og heyra hana í hátölurunum því Finnbogi tengir hana við hljóðblandara. „Þú heyrir ekki beint truflun held- ur tón sem breytist eftir því hversu ljósstyrkurinn í myndinni er mikill sem aftur fer eftir því hversu margir áhorfendur eru í salnum. Þetta er í rauninni eins og í gamla daga þegar verið var að horfa á sjónvarp sem var þá ekkert sérstaklega gott. Það var alltaf ákveðið hljóð sem kom undir textanum. Það er nákvæmlega það hljóð sem ég hef verið að leita að og er að nota,“ segir Finnbogi. Ilmur af lyngi og gjallarhorn Hann segir þá Árna Pál hafa unnið að sýningunni lengi og í rauninni sé margra áratuga vinnu að ljúka núna. Ákvörðunin um að halda saman sýn- ingu var svo tekin fyrir tveimur ár- um, fyrir það var ekki vettvangur fyrir því að þeir ynnu saman að sýn- ingu að sögn Finnboga. Spurður að því hvort Íslendingar séu góðir og sýningin hafi þess vegna fengið titilinn Góðir Íslendingar játar Finnbogi því. „Íslendingar eru góðir inn við beinið og ekki bara þeir held- ur er fólk almennt gott. Íslendingar eru auðvitað bestir,“ segir hann. Finnbogi segist líka sakna ávarps- ins, „góðir Íslendingar“, sem hann ólst upp við og segist tengja það við bónda með gjallarhorn sem hefur ræðu sína á þessum orðum. „Nú heyrir þú ávarpið varla lengur, það er á undanhaldi að ávarpa samlanda sína og samtíðarmenn sem góða. Það er alltaf sagt „kæru landsmenn“. Góðir Íslendingar er svona aðeins út úr borginni og pínulítil lykt af lyngi. Það og nálægðin við þjóðhátíðardag- inn sem gerir það svo alveg innan skekkjumarka og innan radíuss að hafa ávarpið góðir Íslendingar,“ seg- ir Finnbogi að lokum. Aðeins út úr borginni og pínulítil lykt af lyngi  Árni Páll Jóhannsson og Finnbogi Pétursson opna sýninguna Góðir Íslend- ingar í Gerðarsafni  Íslendingar eru góðir inn við beinið, segir Finnbogi Morgunblaðið/Ernir Lynglykt Finnbogi Pétursson og Árni Páll Jóhannesson opna sýninguna Góðir Íslendingar í Listasafni Kópavogs, Gerðasafni, á morgun. „Við erum eiginlega bara að fara að sýna góða Íslendinga,“ segir Finnbogi um sýninguna. Rakel Steinars- dóttir sýnir ljós- myndalengjur í matsal og sól- skála Skálholts- skóla í Biskups- tungum. Myndirnar eiga rætur í því er Rakel hugðist stunda kartöflu- rækt, varð sér út um útsæði í fimm kílóa poka og lét það spíra. Engum sögum fer af upp- skerunni, en Rakel tók myndir af spíruðum kartöflum sem hún nýtti í myndlengjurnar sem nú hanga uppi í Skálholti. Myndirnar eru af 132 gullauga kartöflum sem fengu að spíra í tvö ár og voru síðan ljós- myndaðar með dökkum bakgrunni á svartri glerplötu. Rakel Steinarsdóttir er fædd 1965 og lauk námi úr Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands 1990. Hún stundaði framhaldsnám við École supérieure des arts décoratifs de Strasbourg í Frakklandi og í Edinburgh College of Art í Skotlandi þar sem hún lauk meistaragráðu 2003. Hún lauk einn- ig diploma frá LHÍ í kennslufræði 2009. Þetta er fjórða einkasýning Rakelar og stendur í allt sumar. Spíraðar kartöflur Rakel Steinarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.