Morgunblaðið - 08.07.2011, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.07.2011, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 8. J Ú L Í 2 0 1 1  Stofnað 1913  158. tölublað  99. árgangur  PYLSUSALI OG TRÚBADOR MEÐ NÝJA PLÖTU RAGNHEIÐUR UNDIRBÝR SIG FYRIR ÓL HRÆDDUM BÖRNUM Í NAIROBI REFSAÐ FYRIR AÐ GRÁTA FLYTUR ÚT Í HAUST ÍÞRÓTTIR HJÁLPARSTARF Í KENÍA 10SKÚLI MENNSKI 39 Morgunblaðið/Ernir Lent Flugvélar munu enn um sinn fara að flugstöð vestan megin á Vatnsmýrarvelli.  Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgar- stjórn, segir ljóst að ríkisvald og borgaryfirvöld skilji drög að sam- komulagi um endurbætur á flug- stöð Reykjavíkurflugvallar ólíkum skilningi. Það megi ráða af orðum Ögmundar Jónassonar innanríkis- ráðherra, sem segir flugvöllinn eiga að vera áfram í Vatnsmýri. Borgarstjóri þurfi að túlka sinn skilning á þessu. Sóley Tómasdóttir, borgar- fulltrúi VG, kveðst sátt við aðal- efni draganna, þ.e. að hætt sé við samgöngumiðstöð í Vatnsmýri og að tímabundnar endurbætur á flugstöðvarbyggingunni verði ekki að aukakostnaði fyrir borgina þegar flugvöllurinn hverfur á braut. »4 Skilningur ríkis og borgar á samnings- drögum ólíkur Raforkumál » Skerðanleg orka hefur lengi verið seld til fyrirtækja á mun betri kjörum en hefð- bundin forgangsorka. » Orkusölufyrirtæki óttast að strangari skilmálar um kaup á slíkri orku muni þre- falda orkukostnað lítilla fyrir- tækja. Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Landsvirkjun hefur sagt upp öllum sölusamningum um skerðanlega orku frá og með áramótum. Orku- sölufyrirtækjunum hafa verið kynntir nýir skilmálar og nýtt verð og þeim eftirlátið að gera viðskipta- vinum grein fyrir hvað sé í farvatn- inu. Magnús Bjarnason, fram- kvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar Landsvirkjunar, segir að til standi að markaðsvæða skerðanlegu orkuna og færa orku- söluna til nútímans. Andri Teitsson, framkvæmdastjóri orkusölufyrir- tækisins Fallorku á Akureyri, segir flest benda til þess að skerðanleg orka muni hækka um allt að 50%. Þá geri nýir skilmálar kröfu um lág- marksorkukaup sem bitni mjög á litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Flestir kaupendur orkunnar séu fyr- irtæki á landsbyggðinni s.s. fisk- vinnslufyrirtæki, iðnaðarfyrirtæki og mjólkursamlög. „Menn eru slegnir yfir þessari miklu hækkun. Það getur varla verið vilji stjórnvalda að hrekja menn aft- ur út í notkun á olíu. Sumir eru ný- lega búnir að fjárfesta í búnaði með það fyrir augum að kaupa ótrygga orku næstu 10 eða 20 árin. Það koll- varpar þeirra áætlunum.“ Þá segir Andri að Landsvirkjun hyggist setja sérstakt lágmark á orkukaupin. „Margir notendur munu lenda neð- an við það lágmark og verða því að kaupa forgangsorku í stað skerð- anlegrar orku. Þeir munu upplifa þreföldun á heildarkostnaði við framleiðslu, flutning og dreifingu.“ MHafa sagt upp öllum »4 Slegnir yfir mikilli hækkun  Landsvirkjun hefur sagt upp sölusamningum um skerðanlega orku  Liður í markaðsvæðingu raforkukerfisins  Bitnar á litlum og meðalstórum fyrirtækjum Halldór Armand Ásgeirsson Önundur Páll Ragnarsson Þingflokkar Samfylkingar og Vinstri grænna funduðu, hvor í sínu lagi, í fyrrakvöld um fjárlagagerð og ríkis- búskapinn. Á fundi Samfylkingar var rætt um pólitískar forsendur fjárlaganna og þá helst hvaða leiðir væru færar til þess að auka tekjur ríkissjóðs. Heimildarmenn VG sögðu við Morgunblaðið að ljóst væri að end- urskoða þyrfti rammann, ekki síst með tilliti til kjarasamninga sem ný- lega voru staðfestir. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kynnti jafnframt vinnu við fjárlagagerð á fundi ríkisstjórnarinnar í gærdag. Sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins á Íslandi, Franek Rozwa- dowski, vill ekki tjá sig um það hvort líklegt sé að áætlanir um afkomu ríkissjóðs muni standast, né heldur um það hvort hann telji að markmið um hallalausan ríkisrekstur muni nást árið 2013 eins og stefnt er að. Hann tekur undir orð fjármála- ráðherra í Morgunblaðinu í gær og kveðst ekki hafa neinu við þau að bæta. Steingrímur J. Sigfússon sagði þar að hallarekstur legðist þyngra á fyrri hluta ársins en þann seinni, meðal annars vegna stuðningsað- gerða við efnahagslífið og fleiri at- riða. Einskiptiskostnaður væri þung- ur í skauti en skipti ekki aðalmáli í heildarmyndinni. Fastir liðir á fjár- lögum, hagvaxtar- og atvinnuleysis- horfur skiptu mun meira máli. Að- spurður segir Rozwadowski of snemmt að tjá sig nokkuð um það hvort einskiptiskostnaður verði svo mikill á árinu að það eigi að valda áhyggjum. »6 Fundað um fjárlagagerð  Stjórnarliðar segja augljóst að endurskoða verði rammann Ekki er langt í dans, söng og tónlist hjá íbúum Grundar eins og hér má sjá. Fjörið leynir sér ekki hjá viðstöddum. Þessi ágæti herramaður leikur með glöðum brag á harmónikkuna og dömurnar stíga léttan dans við fjöruga tóna. Það er þá aldeilis ekki slæmt fyrir þá sem halda sig til hlés og horfa á, því sólin gælir við allt og alla og ýmsir búnir að setja upp sólgleraugun og komnir í sumarbúninginn. Dansinn dunar við lifandi tónlist á Grund Morgunblaðið/Eggert  Þeir sem ekki hafa enn skellt sér gegnum Héð- insfjarðargöng geta ekið hring- veginn um Tröllaskaga um helgina. Göngin loka hringnum, sem er 249 kíló- metrar að lengd og býður upp á marga skemmtilega viðkomustaði. Fyrir þá sem ætla á Suðurland er Þjórsárdalur t.d. fjölbreytt og fög- ur gróðurvin með fossavali og áhugaverðum sögustöðum. »12 Tröllaskagahringur er nýja helgarferðin Háifoss í Þjórsárdal ber nafn með rentu  Suðurorka áformar að fjárfesta fyrir um þrjátíu og sex milljarða króna í Skaftárhreppi með bygg- ingu Búlandsvirkjunar. Guð- mundur Valsson, framkvæmda- stjóri Suðurorku, er ósáttur við vinnubrögð verkefnastjórnar í sam- bandi við nýútgefna skýrslu um rammaáætlun. Hann segir umhverfisáhrif af nokkrum smærri virkjunum geta verið meiri en af stærri virkjunar- kostum. „Það er viðhorf okkar að stórir kostir raðist illa í ramma- áætlun. Í henni er ekkert tillit tekið til stærðar virkjunarkostsins, hag- kvæmni og loftmengunar,“ segir hann. »6 Fyrirhuguð áform um virkjun í hættu  „Kúabóndi fékk fjögur tonn af hveitikorni og spurði hvort ég gæti notað það. Ég svaraði því til að fyrst hann væri svo vitlaus að reyna þessa ræktun væri ég ekki of góður til að prófa að baka úr því,“ segir Róbert Ótt- arsson sem rekur Sauðárkróks- bakarí, þriðja elsta bakarí lands- ins. Róbert sem leggur áherslu á handverkið í bakaríinu hefur að undanförnu gert tilraunir með skagfirskt korn í brauð. Hann segir að fólk kunni að meta af- urðirnar. Kornið sé minna unnið en það innflutta og fari brauðin vel í fólk. »8 Bakar brauð úr skagfirsku korni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.