Morgunblaðið - 08.07.2011, Side 6
Janus Arn Guðmundsson
janus@mbl.is
„Nú liggur faglegt mat fyrir, en
enn má deila um forsendurnar sem
verkefnastjórnin gaf sér og hvaða
þætti þeir tóku fyrir við matið. Við
erum ósáttir með vinnubrögð verk-
efnastjórnarinnar við gerð þess-
arar rammaáætlunar,“ segir Guð-
mundur Valsson,
framkvæmdastjóri Suðurorku, að-
spurður um hvort hætt hafi verið
við áform Suðurorku um gerð 150
MW virkjunar í Skaftárhreppi, eft-
ir útkomu úr öðrum áfanga
rammaáætlunar. Áætlað er að sú
fjárfesting muni nema um þrjátíu
og sex milljörðum króna.
Stórir kostir raðast illa
Hann segir umhverfisáhrif af
nokkrum smærri virkjunum geti
verið meiri en af stærri virkjunar-
kostum. „Það er viðhorf okkar að
stórir kostir raðist illa í ramma-
áætlun. Í henni er ekkert tillit tek-
ið til stærðar virkjunarkostsins,
hagkvæmni og loftmengunar,“ seg-
ir hann og bætir við: „Loftmengun
frá vatnsaflsvirkjunum er hverf-
andi miðað við loftmengun frá
jarðvarmavirkjunum.“
Hann segir þá þó bjartsýna á að
stjórnmálamenn muni sjá þjóð-
hagslegan hag í nýtingu stórra
virkjunarkosta.
Búlandsvirkjun er númer 42 af
66 út frá sjónarhóli nýtingar og
númer 25 út frá sjónarhóli vernd-
unar, skv. skýrslu um rammaáætl-
un sem kom út síðastliðinn þriðju-
dag. „Ég er ósammála þessu mati
þegar ég sé náttúrperlu ekki vega
neitt eða breyta niðurstöðu eða
mati faghópanna sem unnu að
þessari rammaáætlun,“ segir hann.
Hann segir að ef bornar séu
saman einkunnir Búlandsvirkjunar
og Skaftárvirkjunar, þá
sé munurinn lítill. „Það
er miður að sjá þetta, þar
sem augljóst er að Bú-
landsvirkjun snertir ekki
Langasjó líkt og Skaft-
árvirkjun myndi gera.“
Keyptu rannsóknargögn af
Landsvirkjun
Suðurorka, sem er í eigu einka-
aðila að hálfu leyti, náði á sínum
tíma samkomulagi við stóran hluta
landeigenda í Skaftárhreppi um
vatnsréttindi, en Landsvirkjun hóf
markvissar rannsóknir á vatnafari,
aurburði og öðrum virkjanaþáttum
árið 1994. Þegar Suðurorka náði
samkomulagi um kaup á vatnsrétt-
indum við stóran hluta landeig-
enda, varð það til þess að Lands-
virkjun seldi Suðurorku
rannsóknargögn sín. Í kjölfarið
veitti Orkustofnun síðan Suður-
orku rannsóknarleyfi til tíu ára
hinn 8. júlí 2010.
Að lokum segir hann samn-
ingana við landeigendur, sem Suð-
urorka hefur gert, byggða á öðrum
grunni en samningar sem Lands-
virkjun gerir. „Samningarnir sem
við höfum gert, byggjast á greiðslu
hlutdeildar í raforkusölu og hækka
verulega þegar á samningstímann
líður.“
Ósáttur við vinnubrögð
verkefnastjórnar
Nýútgefin skýrsla um rammaáætlun gæti haft áhrif á framtíð Búlandsvirkjunar
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2011
Sprækir krakkar voru á ferð í bátsferð á kanó í
sumarblíðu á Rauðavatni í útilífsskóla Árbúa í
gær. Á fjórða tug krakka á aldrinum átta til tólf
ára taka þátt í tveggja vikna útlífsnámskeiði í
sumar þar sem þeir fá að spreyta sig í hinum
ýmsu útilífsíþróttum, leikjum og öðru undir leið-
sögn Árbúaskáta í Árbæjarhverfi. Meðal annars
eru farnar bátsferðir, kennt klifur, sig, útieldun,
stangveiði, rötun og farið í náttúruskoðun, sund,
skátaleiki og óvissuferðir. Mikil áhersla er lögð á
útivist og endar námskeiðið með einnar náttar
útilegu.
Morgunblaðið/Ómar
Sprækir krakkar spreyta sig á útilífsnámskeiði Árbúa
Meistaranemi í
jarðeðlisfræði
við Háskóla Ís-
lands fékk fyrst-
ur manna
ígræddan barka
úr gerviefni og
stofnfrumum á
Karólínska
sjúkrahúsinu í
Stokkhólmi. Maðurinn heitir And-
emariam Teklesenbet Beyene og
verður að öllum líkindum útskrif-
aður af sjúkrahúsinu í dag.
Beyene var með krabbamein í
barka og aðgerðin markar tíma-
mót, en barkinn er búinn til úr
gerviefni og stofnfrumum manns-
ins og við slíkar aðstæður þarf ekki
að bíða líffæragjafar.
Meistaranemi við HÍ
fékk ígræddan barka
Ari Edwald, for-
stjóri 365, vill
ekki upplýsa um
af hverjum krafa
á hendur Hjálmi,
aðaleigandi Birt-
íngs, var keypt,
en 365 miðlar
eignuðust 47%
hlut í Hjálmi í
janúar síðast-
liðnum þegar
kröfu á Hjálm var breytt í hlutafé.
Þetta kemur fram á vef Við-
skiptablaðsins.
Greint var frá því í gær að 365
miðlar ehf. hafi eignast um þriðj-
ungshlut í Birtíngi, stærsta útgef-
anda tímarita á Íslandi. Hlutinn á
365 ehf. í gegnum félagið Hjálm,
aðaleiganda Birtíngs. „Ég ætla ekki
að gefa það upp. Þetta er bara
krafa sem við áttum á Hjálm og ég
sé ekki ástæðu til að fjalla um það
opinberlega. Við töldum verðmæti
kröfunnar aukast með því að nýta
þennan breytirétt. Þetta er mat á
því hvernig við myndum hámarka
verðmæti kröfu sem við áttum á
þetta félag,“ sagði Ari í samtali við
Viðskiptablaðið. Einnig kemur
fram að Hreinn Loftsson vilji held-
ur ekki upplýsa um við hvern upp-
haflegi lánssamningurinn var gerð-
ur.
Upplýsa ekki um
kröfu 365 miðla
Ari
Edwald
Öll olíufélögin hækkuðu verð á elds-
neyti um sex krónur síðdegis og í
gærkvöldi. Fyrst riðu á vaðið stóru
félögin en sjálfsafgreiðslustöðv-
arnar fylgdu síðar í kjölfarið.
Hagkvæmast í gærkvöldi var að
taka bensín hjá Orkunni en þar kost-
ar lítrinn af 95 oktana bensíni 237,1
kr. og af dísilolíu 240,1. Ögn dýrara
var hjá Atlantsolíu en þar kostaði
lítri af 95 oktana bensíni 237,2 og af
dísilolíu 240,2 kr. Hver lítri af 95
oktana bensíni kostaði 237,6 hjá Olís
og N1 en 238,8 hjá Shell.
Eldsneyti hækkaði
um sex krónur í gær
Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
Þingflokkar beggja stjórnarflokkanna funduðu í
fyrrakvöld og samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins voru fyrstu drög í undirbúningi fyrir
fjárlagagerð fyrir árið 2012 á dagskránni á báð-
um fundunum. Fjárlagagerð stendur nú yfir
fyrir næsta ár og frumvarp mun liggja fyrir um
miðjan næsta ágúst.
Fjárlaganefnd hefur jafnframt fundað reglu-
lega síðustu daga og mun halda því áfram næstu
daga og vikur að sögn nefndarmanna.
„Þetta á allt saman eftir að skýrast betur en
það þarf að endurskoða þennan ramma, til
dæmis með tilliti til nýafstaðinna kjarasamn-
inga. Þeir þurfa að rúmast innan rammans þó
ekki séu fleiri þættir teknir til greina. Það þarf
að endurskoða rammann og reyna að halda í
þessa efnahagsáætlun,“ sagði viðmælandi
Morgunblaðsins úr VG í gær. „Málið er svo sem
ekki komið lengra í bili en það er ljóst að það
mun ekki verða auðveldara að koma saman fjár-
lögum fyrir árið 2012 eins og við höfðum vonað.“
Hvernig skal auka tekjur
Á fundi þingflokks Samfylkingarinnar var
farið yfir pólitískar forsendur fjárlagagerðar-
innar. Að sögn heimildarmanna var rætt um
hvaða leiðir ætti að fara að því að auka tekjur
ríkissjóðs: auka skattheimtu, boða frekari nið-
urskurð eða leita annarra leiða án þess að seilast
ofan í vasa almennings og fyrirtækja.
Á fundi ríkisstjórnarinnar í gærdag fór fjár-
málaráðherra yfir stöðu vinnu að ríkisfjármál-
um. Að sögn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur,
upplýsingafulltrúa fjármálaráðuneytis, kynnti
ráðherra einungis lauslega á fundinum að vinna
við fjárlög væri hafin.
Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Stein-
grímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, að halli á
rekstri ríkissjóðs kæmi meira fram á fyrri hluta
ársins en hinum seinni og að forsendur fjárlaga
á yfirstandandi ári, 37 milljarða króna halli,
stæðust. Nýir kjarasamningar og skuldbinding-
ar sem þeim tengjast hafa hins vegar sett strik í
reikninginn fyrir seinni hluta árs. Óreglulegur
kostnaður ríkissjóðs hefur jafnframt hlaðist upp
og óvissa er um hvort markmið um jöfnuð í rík-
isfjármálum árið 2013 náist.
„Fjárlög 2012 ekki auðveldari“
Þingflokkar beggja stjórnarflokkanna funduðu í gær um ríkisfjármálin Ljóst að endurskoða þarf
rammann vegna óreglulegs kostnaðar og kjarasamninga Ráðherra kynnti vinnu á ríkisstjórnarfundi
Fundað Fjárlaganefnd Alþingis fundar nú reglulega.
„Ég mun aldrei selja landið mitt,
þetta kippir stoðum undan at-
vinnu hér í aðalatvinnugrein
sveitunga minna, sem er bú-
skapur,“ segir Heiða Guðný Ás-
geirsdóttir, bóndi á Ljótar-
stöðum. Hún segir hvern
grastopp fullnýttan. „Ég lifi
bara á mínum sauðfjárbúskap,“
segir hún og bætir við að heilt
yfir sé frekar meiri andstaða við
verkefnið meðal heimamanna.
„Þessi fram-
kvæmd fórnar
fleiri störfum en
hún mun skapa,
það er alveg á
hreinu.“
Ekki eru allir
á því að selja
LANDEIGENDUR