Morgunblaðið - 08.07.2011, Síða 10
Fjólublá Litur sem fer henni vel.
Falleg Hvítur kjóll frá Erdem og
rauður hattur. Góð samsetning.
Róbert B. Róbertsson
robert@mbl.is
Þetta er eitthvað sem okkurhefur allar langað til aðgera í langan tíma. Hjúkr-unarfræðin tengist þessu
auðvitað á allan hátt, þ.e. að annast
fólk, hjálpa því og veita rétta með-
ferð,“ segir Unnur Ágústa Guð-
mundsdóttir, ein átta hjúkr-
unarfræðinema sem héldu til Kenýa í
hjálparstarf. Stelpurnar sóttu um að
komast í ferðina hjá Provide Int-
ernational og fengu jákvætt svar.
Provide International er stofnun
sem hefur það markmið að gefa
lækna- og hjúkrunarfræðinemum
tækifæri til að vinna við hjálparstörf í
Kenýa. „Við vorum í 3 vikur í hjálp-
arstarfinu. Í hreinskilni sagt er það
ekki nægilega langur tími til þess að
gera almennilegt gagn. Við vorum
rétt að komast inn í hlutina og skilja
hvernig allt gengur fyrir sig þegar
tíminn okkar var búinn. Samtökin
sem við unnum fyrir fara með umsjón
með heilsugæslum í fátækrahverf-
unum í Nairobi. Við vorum til dæmis
að vinna í Mathare, Korogocho og
Kayole. Við vorum átta sem fórum í
þessa ferð og því var okkur oftast
skipt niður á nokkrar heilsugæslur og
þar fengumst við við mismunandi
hluti á hverjum degi,“ segir Unnur
Ágústa.
Skelfilegur aðbúnaður
Stelpurnar tóku meðal annars
nokkrar vaktir á Pumwani, sem er
stærsti fæðingarspítali í Afríku sunn-
an Sahara-eyðimerkurinnar. Á Pu-
mawani fara á bilinu 50-60 fæðingar
fram daglega. Unnur segir að hún
muni seint kvarta undan íslenska
heilbrigðiskerfinu eftir að hafa séð
aðbúnaðinn í Kenýa. „Aðbúnaður er
langt frá því að vera góður og lágu
konurnar naktar í rytjulegum rúmum
með engin sængurföt. Það er ekkert
sem skilur rúmin að þannig að kon-
urnar liggja við hliðina á ókunnugum
konum sem eru í sömu aðstöðu og
þær. Konurnar fá ekki neinar deyf-
ingar eða verkjalyf og ef það eru mik-
il læti í þeim þegar þær fá hríðir, eru
þær slegnar utan undir eða á lærin.
Ef það voru erfiðleikar hjá barninu að
komast út og það þurfti að klippa
konurnar var það gert með bitlausum
skærum og voru öskrin í samræmi
við það. Við fengum allar að taka á
móti barni og gekk það vel hjá okkur
öllum, en þessi lífsreynsla á eftir að
sitja í okkur lengi,“ segir Unnur og
bætir við að margar kvennana hafi
verið HIV-smitaðar. Í Kenýa búa um
39 milljónir manna og um 7% þeirra
eru smitaðir af HIV-veirunni eða um
2,5 milljónir og 150.000 manns deyja
þar árlega úr sjúkdómum tengdum
alnæmi.
Fátækrahverfin
Stelpurnar unnu reglulega á
heilsugæslustöðvunum í Nairobi og
fengu stundum það verkefni að fara í
fátækrahverfin í heimavitjanir. „Þeg-
Fóru með öryggis-
verði í heimavitjanir
Hjúkrunarfræðineminn Unnur Ágústa Guðmundsdóttir fór í maí ásamt
sjö öðrum skólasystrum sínum til Nairobi í Kenía til að taka þátt í hjálp-
arstarfi á vegum Provide International í þrjár vikur.
Á biðstofunni Unnur Ágústa fyrstu vikuna í Korogocho.
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2011
Yara er bloggari og blaðamaður frá
Amsterdam í Hollandi. Hún heldur úti
tískublogginu This chick’s got style á
slóðinni: www.thischicksgotstyle.-
blogspot.com. Virðist bloggið hafa
verið til síðan í ársbyrjun 2009. Yara
skrifar einnig fyrir Elle-tísku-
tímaritið, er lærlingur þar og er lík-
lega vel að því starfi komin miðað við
bloggið hennar.
Yara er 22 ára. Hún er 163 cm á
hæð, í tvíburamerkinu auk þess að
vera tvíburi. Hún hefur mjög flottan
fatastíl, er kvenleg, nokkuð hefð-
bundin en nær samt að halda sínum
sérkennum.
Bloggið er vel skrifað og það er
ljóst að Yara er vel með á nótunum
þegar að tísku kemur. Færslurnar eru
fjölbreyttar og flottar myndir fylgja.
Yara er líka á Twitter og virðist eiga
sér marga fylgjendur þar, allstaðar
að úr heiminum.
Vefsíðan www.thischicksgotstyle.blogspot.com
Ljósmynd/Yara
Stelpustíll Yara fjallar um nýja rauða kjólinn sinn í nýrri færslu.
Þessi stelpa hefur stíl
Þeir sem ætla ekki að drífa sig út úr
bænum strax eftir vinnu í dag geta
skellt sér á tvenna tónleika í miðbæ
höfuðborgarinnar.
Hljómsveitin Rökkurró heldur síð-
degistónleika í verslun 12 tóna við
Skólavörðustíg kl. 17.30. Á tónleik-
unum kynnir hljómsveitin nýjar út-
gáfur af lögum sínum.
Í kvöld verða svo hljómsveitirnar
Orphic Oxtra, Valdimar og Of Mon-
sters and Men með tónleika á Fak-
torý. Húsið er opnað kl. 22 og tónleik-
arnir hefjast kl. 23. Aðgangseyrir er
1000 kr. og ágóðinn rennur í upptöku
á annarri plötu Orphic Oxtra.
Endilega …
… skellið ykkur
á tónleika
Morgunblaðið/hag
Rökkurró Með síðdegistónleika.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Hertogahjónin af Cambridge ljúka
níu daga heimsókn sinni til Kan-
ada í dag. Kanadaferðin er fyrsta
opinbera heimsókn þeirra eftir
brúðkaupið. Elísabet drottning,
amma Vilhjálms prins, er þjóð-
höfðingi Kanada.
Það var mikil pressa á Kate að
mæta með almennilegan fataskáp
til Kanada og virðist henni oftast
hafa tekist vel til eins og sjá má af
meðfylgjandi myndum sem eru all-
ar teknar á opinberum athöfnum í
heimsókninni. Má ætla að blátt og
hvítt séu uppáhaldslitirnir hennar
og þröngir kjólar í hnésídd verði
einkennisklæðnaður hinnar verð-
andi drottningar. ingveldur@mbl.is
Tíska
Klæðnaður
Kate í Kanada
Í Kanada Hnésíður blúndu-
kjóll sem fer henni vel.
Sumarleg Kate heilsar fólki í
viðeigandi ljósum kjól.
Hertogaynja Flott í blárri
dragt og blúndublússu.
Kate Í Alexander McQueen prjó-
nakjól. Vantar þrýstnari vöxt. Reuters
Einfaldur
Grár Catherine
Walker kjóll.