Morgunblaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 11
Fátækt Svona var umhorfs í fátækrahverfunum í Nairobi sem hjúkrunarfræðinemanir þurftu að heimsækja. ar við fórum í heimavitjanir var hætta á að ráðist yrði á okkur og við rænd- ar. Því vorum við alltaf með 4-6 ör- yggisverði með okkur. Fátækra- hverfin eru mjög þéttbýl og þar er í rauninni allt troðið af fólki og krökk- um sem hlaupa á eftir manni og kalla „how are you“ og mzungu! (hvítur maður). Það er mjög skítugt þarna – fólk gerir bara þarfir sínar á milli húsa í skurði. Stundum var allt fljót- andi í skólpi og lyktin óbærileg. Okk- ur var sagt að um 80% kynlífs sem fer fram í fátækrahverfunum sé án sam- þykkis kvennanna. Það eru lang- flestir (ég myndi segja mjög margir) HIV-smitaðir þarna, en margir vilja ekki viðurkenna það og fá því ekki viðeigandi meðferð. Ríkisstjórnin í Kenýa er farin að gefa lyf við HIV, en það nýtist fólki ekki ef það er í afneit- un, það er því miður mjög algengt,“ segir Unnur Ágústa. Vitni að hrikalegum atvikum Stelpurnar urðu oft vitni að hrikalegum atvikum sem þær helst vildu gleyma. ,,Það var ein 16 ára stelpa sem kom inn á heilsugæsluna. Hún hafði eignast barn og það var ekki vitað hvort frændi hennar eða bróðir væri faðirinn, en henni hafði verið nauðgað af þeim báðum. Hún gat ekki snúið aftur heim því ættbálk- urinn hennar hefði drepið barnið ef hún hefði komið með það á heima- slóðir. Hún var því í marga daga á heilsugæslunni og starfsmenn voru lengi að reyna að finna úrræði fyrir hana þannig að stúlkan og barnið gætu verið saman. Á endanum þurfti hún að gefa barnið frá sér og það var rosalega erfitt fyrir hana og hún grét mikið,“ segir Unnur. Á heilsugæslunum er mikið ver- ið að sprauta fólk við malaríu og taugaveiki og voru börn stór hluti þess hóps. Það verður seint sagt að börn séu miklir aðdáendur fólks í hvítum sloppum og ef hvíti slopp- urinn er með sprautu meðferðis margfaldast hræðslan. ,,Þegar þau sáu okkur í hvítu sloppunum vera að fara að sprauta, vissu þau að þetta yrði vont og fóru mörg hver að gráta. Börnin voru þá oftar en ekki slegin utan undir fyrir að gráta,“ segir Unn- ur. Stelpurnar fóru út um miðjan maí og störfuðu við hjálparstörf í rúmar 3 vikur. Þær héldu úti blogg- síðunni http://hjukrunikenya.blogg- ar.is/ og þar er að finna fleiri merki- legar sögur úr ferðinni. „Við erum mjög ánægðar með tímann okkar þarna og lærðum alveg fáránlega mikið á þessu. Ég held að við eigum allar eftir að fara aftur út í hjálpar- starf, og þá vonandi í ennþá lengri tíma til þess að geta gert ennþá meira gagn,“ segir Unnur Ágústa að lokum. Sé áhugi á því að komast út í hjálparstarf á vegum Provide Int- ernational-stofnunarinnar, er hægt að hafa samband við hana á heimasíð- unni provideinternational.net. Lítill Unnur Ágústa hitti þennan litla strák þegar hún var í heimavitjun. Eins og sjá má þá var hann ekki í neinum buxum. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2011 Ég man sérstaklega veleftir því þegar ég varníu ára. Ég veit ekkihvort fólk man almennt eftir þeim aldri en það var svo æv- intýralegur tími hjá mér að ég man óendanlega mörg atvik, tilfinningar og uppgötvanir. Á þessum aldri er engin skýr lína á milli ævintýra og raunveruleika. Maður er nógu ung- ur til þess að leyfa ímyndunarafl- inu að ná völdum yfir manni og ekki nógu gamall til þess að láta umhverfið takmarka þá möguleika sem eru fyrir hendi. Bakvið öll horn leynist eitthvert stórkostlegt ævintýri og óendanlega spennandi atburðarrás. Allt sem verður á vegi manns hefur sögu að geyma, frá rifsberjarunna til gamals trés sem varð fyrir eldingu og hefur tekið á sig skrímslaform. Maður trúir því að gull sé að finna undir vatna- gróðri í köldum skógarlæk og að norn búi í gamla húsinu hinum megin við götuna. Á þessum aldri bjó ég á fjarlægum slóðum þar sem sumrin voru steikjandi heit og þurr, frelsið var ljúft og tíminn óendanlegur. Ævintýri dagsins gat falist í að bjarga litlum flækings- kettlingum yfir í að hlaupa frá risastórum loðnum krabba á ströndinni vegna þess hann var raunverulega stórhættuleg kónguló. Litla skottan mín var ein- mitt að verða níu ára nýlega og það er gaman að fylgjast með því að hún er að upp- lifa heiminn með þessum hætti, nema að mér finnst hún auðvitað vera yngri en ég, þegar ég var níu ára. Þá fór ég að hugsa um hvort umhverfið sem börnin leika sér í sé nógu spennandi. Getur ímynd- unaraflið blómstrað eins mikið þegar þau eru fyrir framan tölvuna, sjónvarp- ið … eða ein- faldlega inni? Miklu meiri líkur eru á því að finna ævintýri úti. Að vera sem mest úti í fjölbreyttu um- hverfi og frjáls eins og fuglinn, úti í náttúrunni þar sem börn skapa sinn eigin heim. Ég er alla vega þakklát í dag fyrir að hafa fengið það frelsi á þessum tíma því að þetta eru skemmtilegustu minn- ingar sem ég hef úr barnæsku. Annað sem á það til að kalla sér- staklega góðar minningar fram og aðeins góðar minningar er góð lykt. Lykt af góðum mat. Ef ég finn lykt af kanil rifjast upp fyrir mér fólk sem mér þótti vænt um, veislur og gamlir vinir. Ef ég finn lykt af sjávarseltu og sítrónu rifj- ast upp fyrir mér margar af- skekktar strendur og mér finnst ég heyra í öldunum. Lykt kallar fram minningar og bara góðar minn- ingar. Þetta segir manni að lykt- arskyn spilar stórt hlutverk í heila- búinu nálægt langtímaminninu og segir manni líka að góðan mat eigi alltaf að borða. Lyktin mun varð- veita minningar okkar betur í framtíðinni. Þess vegna hugsa ég mikið þessa stundina um að elda góðan mat, svo að krílin mín finni góða lykt og muni betur allar góðu stundirnar þeg- ar þau eru orð- in fullorðin og farin að keppa við tímann eins og við hinir full- orðnu höfum svo svaka- lega mikla til- hneigingu til að gera. »Ævintýri dagsins gatfalist í að bjarga litlum flækingskettlingum yfir í að hlaupa frá risastór- um loðnum krabba á ströndinni vegna þess hann var raunveru- lega stórhættuleg kónguló. Heimur Maríu María Elísabet Pallé mep@mbl.is - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is ...þú leitar og finnur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.