Morgunblaðið - 08.07.2011, Síða 29

Morgunblaðið - 08.07.2011, Síða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2011 sá sami og viljinn til að láta gott af sér leiða í þágu þeirra sem áttu undir högg að sækja í þjóðfélag- inu. Hvíl þú í friði, kæri vinur. Fjölskyldu Arnórs sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Grétar Pétur Geirsson, formaður Sjálfsbjargar landssambands. Árið 1974 var fyrsta íþrótta- félag fatlaðra á Íslandi (ÍFR) stofnað að tilstuðlan Arnórs Pét- urssonar og Sigurðar Magnús- sonar. Arnór var kjörinn fyrsti formaður félagsins. Gegndi hann því embætti til ársins 1986 og aft- ur árin 1987-1988. Árið 1988 tók hann að sér formennsku í bygg- ingarnefnd íþróttahúss ÍFR. Íþróttahúsið var síðan tekið í notkun árið 1990. Með tilkomu íþróttahússins varð bylting í öllu íþróttastarfi fatlaðra íþrótta- manna á Íslandi. Arnór var for- maður hússtjórnar ÍFR og gegndi hann því embætti allt til síðasta dags. Arnór var einnig formaður byggingarnefndar við- byggingar Íþróttahúss ÍFR. Við- byggingin var tekin í notkun 2009. Arnór sat í getraunanefnd ÍFR og vann ötullega að því að byggja upp öflugt getraunastarf innan félagsins. Arnór var mikill áhugamaður um getraunir og enska boltann. Árið 1997 sæmdi forseti Ís- lands, hr. Ólafur Ragnar Gríms- son, Arnór heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf að íþróttamálum fatlaðra. Á 25 ára afmæli ÍFR árið 1999 var Arnóri afhent fyrsta heiðursmerki ÍFR en árið 1990 hafði hann fengið gullmerki félagsins. Gullmerki ÍF hlaut Arnór árið 1986. Árið 1989 fékk Arnór afhent gullmerki ÍSÍ og árið 2003 gullmerki ÍBR fyrir störf sín að íþróttamálum fatlaðra. Arnór setti á sínum yngri ár- um fjölmörg Íslandsmet í lyfting- um og keppti fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikum fatlaðra í Arn- heim í Hollandi árið 1980. Það var í fyrsta skiptið sem fatlaðir ís- lenskir íþróttamenn tóku þátt í Ólympíuleikum. Íþróttasaga fatlaðra verður ávallt samofin því mikla starfi sem Arnór vann fyrir fatlaða íþróttamenn. Arnór var frum- herji og mikill baráttumaður sem allt íþróttastarf fatlaðra nýtur nú góðs af. Þess mikla starfs sem Arnór vann fyrir ÍFR verður minnst um ókomna tíð. Saga ÍFR er að stórum hluta saga Arnórs Péturssonar. Félagið hefur nú misst einn af máttarstólpum sínum. Arnór skilur eftir sig öflugt félag sem áfram mun þjóna fötluðum íþróttamönnum. Störf hans munu lifa með félagsmönnum ÍFR. Fyrir hönd Íþróttafélags fatl- aðra í Reykjavík sendi ég fjöl- skyldu Arnórs og ættingjum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Þórður Ólafsson, framkvæmdastjóri ÍFR. Á undanförnum misserum hafa 5 af frumkvöðlum íþrótta- starfs fatlaðra hér á landi látist. Í dag kveðjum við Arnór Péturs- son, en ég held að ekki sé á neinn hallað þó ég segi að hann ásamt Sigurði Magnússyni og Júlíusi Arnarssyni hafi verið fremstir í flokki jafningja í þessu brautryðj- andastarfi. Ég kynntist Arnóri árið 1979 þegar ég var ráðinn sem þjálfari hjá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík. Arnór var þá for- maður félagsins auk þess að vera afreksmaður í lyftingum. Góð vinátta tókst strax með okkur og unnum við mjög náið saman í rúmlega 10 ár og bar aldrei skugga á samstarf okkar, þrátt fyrir nánast dagleg samskipti all- an þennan tíma. Eftir að ég hætti afskiptum af íþróttastarfi fatl- aðra urðu samskiptin stopulli og síðustu árin hafa þau nær ein- göngu verið í formi jólakorta á aðventunni. Arnór var íþróttamaður af guðs náð og baráttumaður fram í fingurgóma. Áður en hann slas- aðist stundaði hann fimleika og knattspyrnu og hefði örugglega getað náð langt í báðum greinum. Auk þess að vera formaður Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík og afreksmaður í íþróttum sinnti hann baráttu- og réttindamálum fatlaðra af miklum krafti og var virkur þátttakandi í Kiwanis- hreyfingunni og stjórnmálum. Þá var hann mikill áhugamaður um íslenska og enska knattspyrnu og um langt árabil var hann fasta- gestur á leikjum Skagamanna vítt og breitt um landið. Metnaður Arnórs átti sér lítil takmörk og hann vann marga stóra sigra á ævinni bæði sem íþróttamaður og einnig sem fé- lagsmálamaður. Hann gafst aldr- ei upp og var afar fylginn sér til þess að ná settum markmiðum. Þau voru ófá skiptin sem hann hafi samband við mig þegar hon- um fannst hlutirnir ekki ganga nógu hratt fyrir sig og spurði mig hvort ég þekkti ekki einhvern sem gæti haft áhrif á framgang málsins sem hann var að vinna að. Eftir afrekum Arnórs var tekið og hlaut hann margvíslegar við- urkenningar fyrir störf sín. Hann hlaut m.a. gullmerki ÍBR og árið 2007 sæmdi forseti Íslands hann heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. En þessi mikli metn- aður tók einnig sinn toll. Hann hugsaði ekki nógu vel um heils- una og margsinnis þurfti hann að leggjast á spítala og taka sér hvíld vegna of mikils álags á lík- amann. En hann kom alltaf tvíefldur til baka. Fyrir nýútskrifaðan íþrótta- kennara var það ómetanleg reynsla að kynnast Arnóri og íþróttastarfi fatlaðra. Þetta var algjörlega nýr heimur fyrir mig og ég fullyrði að árin sem ég starfaði að þessum málaflokki hafi mótað mig mikið og afstöðu mína til ýmissa hluta. Um leið og ég sendi fjölskyldu Arnórs inni- legar samúðarkveðjur þakka ég honum samfylgdina og vináttuna. Hvíl í friði, félagi. Markús. Arnór Pétursson hóf störf hjá Tryggingastofnun ríkisins haust- ið 1974 og starfaði hjá okkur óslitið upp frá því. Hann skilur eftir sig skarð sem seint verður fyllt. Arnór var sérfræðingur í lífeyristryggingum og þekking hans á þeim málum var mikil, ekki einvörðungu frá hlið opin- bera starfsmannsins sem vinnur með regluverkið við að ákvarða réttindin, heldur þekkti hann líka af eigin raun og vina sinna að- stæður þeirra sem þurfa að reiða sig á tryggingarnar. Slík þekking og reynsla er ómetanleg í starf- semi Tryggingastofnunar. Arnór hafði ríka réttlætiskennd og bar- áttuþrekið var honum í blóð bor- ið. Hann sýndi ungur tilþrif með Skagamönnum í fótbolta og hann var einnig sókndjarfur og ósér- hlífinn sjómaður. Segja má að þessir eðliseiginleikar hans, sókndirfskan og ósérhlífnin hafi umfram annað einkennt hann. Lífsreynslan og aldurinn gaf honum svo það sem margan skortir – yfirvegunina og æðru- leysið. Arnór vann oft langan vinnudag og skilaði vel öllum verkum sem honum voru falin. Hann sinnti starfi sínu af trú- mennsku. Fjarvistir voru fáar. Það þurfti jafnvel að gæta þess að hann nýtti orlofsrétt sinn. Vakinn og sofinn lét hann sig varða réttindi viðskiptavina stofnunarinnar. Hann kunni að hlusta og setja sig í annarra spor – og hann var góður leiðbeinandi. Flestir fóru sáttir af hans fundi þó svo að þeir væru e.t.v. ekki ánægðir með þær lausnir sem í boði voru, en það var þá ekki við stofnunina að sakast. Þeir sem höfðu notið leiðsagnar hans leit- uðu til hans aftur. Arnór hafði miklar skoðanir á samfélagsmálum, en trúr sjálfum sér lét hann ekki þar við sitja heldur barðist hann fyrir úrbót- um. Hann lagði áherslu á íþrótta- mál fatlaðra og skoraði þar mörg glæsileg mörk. Fyrir hans til- stuðlan var t.d. Íþróttafélag fatl- aðra í Reykjavík stofnað og hann var formaður byggingarnefndar íþróttahúss félagsins og síðar for- maður húsnefndar þess. Arnór Pétursson var fastur fyrir og fylginn sér, sumum þótti hann jafnvel óttalegur þverhaus – og hann gat sjálfur tekið undir það. En hann nýtti ekki þessa krafta sína sjálfum sér til framdráttar, hann var nægjusamur og í raun illa áttaður á því að gera sjálfum sér gott. Fór ekki alltaf vel með sig, harkaði af sér og gekk nærri sér með mikilli vinnu. Hann lagði lítið upp úr útlitinu en „stelpurn- ar“ á Réttindasviði TR gættu þess að hann færi í klippingu af og til. Á þessu sáum við reyndar nokkra breytingu upp á síðkastið. Eftir erfið veikindi á síðasta ári kom hann svolítið breyttur til vinnu aftur. Ekki að hann hefði tapað áttum og misst neistann, heldur tók hann með nýjum hætti utan um lífið. Baráttumaðurinn leyfði sér e.t.v. að njóta þess bet- ur en oft áður. Við söknum góðs félaga og samstarfsmanns og vottum dótt- ur hans, barnabörnum og öðrum aðstandendum samúð okkar. Það verða gulir blómvendir í Trygg- ingastofnun í dag, Skagamannin- um Arnóri Péturssyni til heiðurs. Blessuð sé minning hans. F.h. samstarfsfólks hjá Trygg- ingastofnun, Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri. Kveðja frá Íþróttasambandi fatlaðra Fallinn er frá einn af frum- kvöðlum íþrótta fatlaðra á Ís- landi, Arnór Pétursson, en stór skörð hafa verið höggvin í raðir frumkvöðla íþrótta fatlaðra á undanförnum mánuðum, en fjórir frumkvöðlar hafa kvatt á stuttum tíma. Það er gríðarlegur sjónar- sviptir og missir að manni eins og Arnóri, manni sem hefur verið í forystu íþrótta fatlaðra frá upp- hafi á Íslandi. Arnór var mikill baráttumaður fyrir málefnum fatlaðra og var vakinn og sofinn yfir þeirra velferð, en hann var bundinn við hjólastól frá 23 ára aldri af völdum bílslyss. Arnór sá fljótt nauðsyn þess að fatlaðir einstaklingar iðkuðu íþróttir og var hann fenginn í undirbúningsnefnd ÍSÍ að stofn- un íþrótta fyrir fatlaða og var hann kosinn fyrsti formaður Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík (ÍFR) við stofnun þess 1974 og gegndi því starfi um árabil. Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) var stofnað 1979 og vann hann ötul- lega að stofnun sambandsins. Arnór gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir ÍF og var meðal annars fyrsti formaður Ólympíu- mótsnefndar ÍF 1984 og sat í nefndinni allt til dauðadags. Arnór var ötull keppandi um árabil en aðalgrein hans var lyft- ingar og vann hann til fjölmargra verðlauna. Hann tók þátt í Ól- ympíumóti fatlaðra sem fram fór í Arnhem í Hollandi 1980, því fyrsta sem fatlaðir íslenskir íþróttamenn tóku þátt í. Hann átti sér þann draum að byggt yrði íþróttahús þar sem þarfir fatlaðra væru í fyrirrúmi og vann mikið og fórnfúst starf við að láta þann draum rætast. Í viðtali við Arnór í Hvata, tímariti Íþróttasambands fatlaðra, árið 2006, sagði hann: „Ef ég leyfi mér að vera stoltur af einhverju sem ég hef unnið að íþróttamálum fatlaðra þá er það íþróttahúsið,“ en hann var formaður bygging- arnefndar hússins. Segja má að tilkoma íþróttahúss ÍFR í Hátúni hafi valdið straumhvörfum í íþróttaiðkun fatlaðra og á sér enga hliðstæðu í heiminum að tal- ið er. Arnór sinnti mörgum trúnað- arstörfum enda mikill félags- málamaður. Hann hlaut heiðurs- merki ÍFR, gullmerki ÍF, gullmerki ÍBR, heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu ásamt fjölmörgum öðrum viðurkenning- um. Arnór var mikill áhugamaður um íþróttir frá unga aldri og þá sérstaklega knattspyrnu, enda Skagamaður sem ávallt studdi sína menn, ÍA, enda sagði hann einnig í framangreindu viðtali „að fótboltafíknin væri baktería sem engin lyf væru til við. Ef svo ólíklega vildi til að þau yrðu fundin upp myndi ég ekki taka þau!“ Það er lán allra íþrótta fatlaðra að Arnór var framsýnn og ekki bara fótboltaáhugamað- ur, því íþróttagreinarnar sem fatlaðir íþróttamenn stunda eru fjölmargar. Að leiðarlokum vil ég, fyrir hönd Íþróttasambands fatlaðra, þakka Arnóri Péturssyni ára- langa samfylgd og hans óeigin- gjarna og fórnfúsa starf í þágu fatlaðra íþróttamanna og sendi fjölskyldu hans hugheilar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Arnórs Péturssonar. Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður ÍF. Vaskur baráttumaður er að velli hniginn, vakandi fyrir öllu sem til hagsbóta gæti verið þeim er höllum fæti standa í samfélag- inu af einhverjum ástæðum, sam- hjálparsinni af beztu gerð. „Þú þarft að kynnast þessum unga manni,“ sagði Þorbjörn vinur minn Magnússon við mig fyrir margt löngu, „Þetta er drengur góður með djarfar hugsjónir.“ Þessi ungi maður var Arnór Pét- ursson, sem þá hafði gerzt hjóla- stólnum handgenginn eftir alvar- legt slys, en átti eldmóð og baráttuvilja ásamt ríkri réttlæt- iskennd, enda vissi ég að orðum Þorbjörns mátti treysta, mótuð- um af glöggskyggni hans á menn og málefni. Við Arnór áttum samleið um langan veg á stjórnmálavett- vangi, sem og á öðrum félags- málasviðum, þar sem hæst bar jafnréttismál hvers konar. Hann var óþreytandi að benda mér á það sem betur mætti fara í mál- efnum fatlaðra, svo og þjóðfélags- málum í víðastri merkingu. Hann lagði sig allan fram, bjartsýnn og óragur. Íþróttastarfsemi fatlaðra átti í honum þann eldhuga sem hóf þær íþróttir til þess vegs og þeirrar virðingar sem verðugt er. Hann átti sem forystumaður þar og í Sjálfsbjörg afbragðssögu sem svo ótalmargir minnast með hlýju þakklæti í dag. Í störfum sínum hjá Trygg- ingastofnun lagði hann sig fram um að rétta hlut skjólstæðing- anna sem mögulegt var. Af þeim störfum á ég marga mæta sögu í farteski mínu, jafnréttið samofið réttlætinu voru einkunnarorð allrar hans baráttu. Það var eng- in moðsuða í máli Arnórs, það var kveðið fast að orði og engin hálf- velgja í frammi höfð. Hann átti sannarlega háleitar hugsjónir og fylgdi þeim fram sem fremst hann mátti. Ég kveð Arnór þakk- látum huga og sendi einlægar samúðarkveðjur til dóttur hans, móður og annars hans fólks. Far vel félagi. Helgi Seljan. Góði félagi, þetta eru nokkur þakklætisorð fyrir aðstoð í lífinu, þegar veik- leikar mínir urðu mér til það mik- ils trafala að veggurinn framund- an var svartur. Þú dróst mig að landi, hjálpaðir mér og komst mér í samband. Kæri vin, þú varst ekki mjög stór vexti en í hugsun okkar sem til þekktum þá varstu heljar- menni, en gættir ekki nóg að heilsu þinni við að hjálpa öðrum. Fornafn slíkra er hetja. Öllum að- standendum votta ég dýpstu samúð. Svavar Guðni Svavarsson. ✝ Sigrún varfædd 26. des- ember 1951. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 23. júní 2011. Sigrún var yngsta barn hjónanna Sigurðar Halldórs Ein- arssonar frá Hafn- arfirði, f. 22.9. 1925, d. 18.7. 1986, og Sigurbjargar Haraldínu Valdimarsdóttur frá Fáskrúðs- firði, f. 21.7. 1925, d. 23.9. 1989. Bræður Sigrúnar eru: Ólafur Einar, f. 2.1. 1947, Guðmar, f. 16.9. 1949, og Halldór, f. 11.10. 1950. Sigrún ólst upp í Hafnarfirði, fyrst að Linnetsstíg 12 (nú Smyrlahraun 6) og síðan að Bröttukinn 23. Sigrún eignaðist fjögur börn. Sandra Ásgeirsdóttir, f. 17.6. 1971, Ólöf Helga Björnsdóttir, f. 14.4. 1975, Sig- urður Harald Ólafs- son, f. 25.8.1978, d. 11.9. 1987, og Jó- hanna Ýr Ólafs- dóttir, f. 22.7. 1982. Sigrún á átta barnabörn og eitt langömmubarn. Eftirlifandi sambýlismaður Sigrúnar er Kaj Leo Johann- esen, f. 21.11. 1947. Börn hans og stjúpbörn Sigrúnar eru Hall- dóra S. Johannesen, f. 28.11. 1983, Ásmundur Ove Johann- esen, f. 28.11. 1985, og Elí Jón Johannesen, f. 6.1. 1987. Sigrún á fjögur stjúpbarnabörn. Útför Sigrúnar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elsku Sigrún mín, nú ertu farin frá okkur, við sem eftir sitjum munum sakna þín mikið. En nú ertu orðin frjáls eins og fuglinn fljúgandi. Þú varst alltaf okkar stoð og stytta í gegnum súrt og sætt. Þú gekkst börnunum mínum í móðurstað og reyndist þeim alltaf vel, þau gátu leitað til þín ef eitt- hvað bjátaði á. Í gegnum árin varst þú minn besti vinur og gerðum við margt skemmtilegt saman í þau 18 ár sem við nutum samvista og varst þú sú besta og einlægasta kona sem ég hef kynnst. Þín verður sárt saknað. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson) Þinn Kaj og börn. Elsku „mamma“ Sigrún. Nú þegar þú ert farin get ég ekki hugsað til þess að heyra ekki í þér aftur. Að fá engin ráð hjá þér, hvernig ég eigi að gera, búa til sósu eða baka jógúrtkökur. Ég hugga mig við það að vita til þess að þú ert komin á betri stað, þú ert frjáls undan þjáningum lík- amans. Þú ert orðin að engli. Elsku Sigrún, þú skiptir mig svo miklu máli. Þegar ég var barn og eitthvað kom fyrir t.d. í skól- anum kom ég hlaupandi heim og beint í fangið þitt og kallaði „mamma, mamma, veistu hvað…“ Ég veit að við áttum ekki alltaf bestu stundirnar oft á tíðum, en er það ekki þannig hjá mæðgum? Þú stóðst með mér og hjálpaðir mér þegar ég þurfti á því að halda. Þú veittir mér styrk til að taka á vandamálum mínum. Þú kenndir mér að standa á eigin fótum og sjá um mig sjálf. Þú varst alltaf að koma á óvart. Eins og með óvæntu lautarferð- ina. Þegar ég varð fullorðin varstu ein af mínum bestu vinkonum. Ég gat leitað til þín með allt og alltaf fékk ég góð ráð hjá þér. Alltaf þegar ég ætlaði bara rétt að kíkja inn og segja hæ varð það að nokkurra tíma stoppi, því við gátum talað saman um allt og ekk- ert. Ég mun halda áfram að tala við þig þó svo ég fái kannski ekki svar til baka. Ég veit að þú munt heyra til mín. Þú verður ávallt í huga mér og hjarta. Sofðu rótt elsku Sigrún. Megi Guð geyma þig. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. – Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur – síðar. (Jóhannes úr Kötlum) Þín Halldóra Kæra frænka mín, nú er bar- átta þín á enda og ég sakna nú þegar að fá ekki að heyra glaða hláturinn þinn oftar og skemmti- legu símtalanna frá þér. Ég veit að nú ertu komin til ástvinanna sem þú saknaðir og bið Guð að blessa ástvinina sem eru hér og sakna þín og vita svo vel að nú ert þú sátt. Megi Guð styrkja Kaj og dætur þínar og barnabörnin öll sem voru þér svo kær. Í margra huga er minning skær, og mynd í hjarta geymd. Stöðugt okkur stendur nær, stund sem ekki er gleymd. Nú komið er að kveðjustund, klökkvi hjartað sker, nú gengin ertu Guðs á fund, sem góður líknar þér. (Kristján Runólfsson) Ragnhildur Guðmundsdóttir. Nú kom sú stund sem Sigrún mín þráði, og það var hvíldin. Þessi elska var orðin svo þreytt á sinni heilsu. Það er margt sem fer um huga minn, góðar minningar, Reykjavíkurferðir, vinkonutal svo eitthvað sé nefnt af svo mörgu góðu. Og næturnar sem hún bað mig um að vera hjá sér til stuðn- ings, þegar Kaj var að vinna. Af ómetanlegum óskum hennar að ég myndi syngja fyrir sig til að geta sofnað. Ég má ekki vera það eig- ingjörn að óska henni þessa lífs sem hún lifði, eftir heilsutap, bara til að hafa hana lengur. Elsku Sigrún mín, takk fyrir að hafa verið til staðar fyrir mig. Njóttu þess að eiga góðar stundir með Sigga þínum. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu nótt sem dag. Megi guð styrkja Kaj og alla þína í sorginni. Þín vinkona, Guðrún A. Hafþórsdóttir. Sigrún Sigurðardóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efn- isliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.