Morgunblaðið - 08.07.2011, Síða 31

Morgunblaðið - 08.07.2011, Síða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2011 ✝ Sigurður fædd-ist 28. maí 1929 á Ærlæk Öxarfirði í Norður- Þingeyjarsýslu. Hann lést 30. júní 2011 á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut. For- eldrar hans voru Sigrún Antonsdótt- ir ráðskona, fædd á Ferjubakka í Öx- arfirði þann 29. mars 1906, hún lést á Húsavík 31. júlí 1979, og Jón Indriði Ólason vinnumaður, fæddur á Húsavík 28. ágúst 1904, d. 5. febrúar 1985. Sigurður kvæntist þann 27.9. 1960, kvæntur Ólafíu Ragnarsdóttur, f. 6.9. 1961, börn þeirra eru Katrín, f. 10.4. 1987, Guðjón, f. 1.12. 1988, og Sigrún f. 3.4. 1991. Vignir, f. 4.11. 1965, kvæntur Eyrúnu Valsdóttur, f. 5.3. 1967, börn þeirra eru Ragnheiður, f. 31.7. 1990 og Margrét, f. 5.6. 1997. Svavar, f. 17.3. 1967, kvæntur Silviu Hromadko, f. 30.10. 1956, sonur þeirra er Joel Marcelino, f. 10.12. 1990. Sigurður var búfræðingur frá Hólaskóla 1947. Hann vann sem bifreiðastjóri í 10 ár hjá Bifröst og Steindóri. Þá vann hann sem kokkur og vélagæslumaður hjá Magnúsi Grímssyni skipstjóra í 2 ár. Í 40 ár vann hann sem vinnuvélastjóri hjá Vita- og hafnamálastofnun (síðar Sigl- ingastofnun). Útför Sigurðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 8. júlí 2011, og hefst athöfnin kl. 15. 30.10. 1954 Katrínu Björgvinsdóttur, f. 18.8. 1932. Hún er dóttir hjónanna Magnúsar Björg- vins Magnússonar, f. 9. júlí 1909, d. 14. desember 1958, og Jóhönnu Sigríðar Jónsdóttur, f. 11. desember 1906, d. 15. nóvember 1981. Sigurður og Katrín eignuðust fjóra syni: Jóhann Rúnar, f. 6.10. 1956, kvæntur Aðalbjörgu Jónsdóttur, sonur hans Indriði, f. 2.4. 1982, móðir Indriða er Jóna Kristmanns- dóttir, f. 14.12. 1955. Björgvin, f. Það er margt sem fer í gegnum hugann nú þegar Siggi er allur. Máltækið „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ á svo sannarlega vel við nú. Þær ótal stundir sem við áttum saman síð- ustu 26 ár eru ómetanlegar og erfitt að sætta sig við að fá ekki að njóta nærveru hans framar. En lífið heldur áfram og hann verður með okkur í anda. Siggi var einstakt eðalmenni, hafði ótrúlega góða nærveru, var ætíð glaður og kátur og gat auð- veldlega komið manni til að hlæja. Athafnasemi, heiðarleiki og greiðvikni voru aðaleinkenni hans og hann mátti hvergi aumt sjá. Erfitt átti hann með að þola að- gerðaleysi og átti það bæði við um hann sjálfan og aðra. Fordóma- leysi hans var algert og hann gerði aldrei óraunhæfar kröfur til annarra, þótt hann gerði kröfur til sín. Þrátt fyrir ýmsa krank- leika kvartaði hann aldrei, hark- aði ætíð af sér og því var erfitt nú í veikindunum að átta sig á því að hugsanlega væri komið að loka- sprettinum. Siggi var mikill gleði- maður og mannblendinn með ein- dæmum. Ættartengsl voru honum hugleikin og notaði hann hvert tækifæri sem hann gat til að spjalla við alla um þann mála- flokk, þá jafnt kunnuga sem ókunnuga. Það var sama hvort hann var að kaupa í matinn, jafn- vel bograndi yfir frystikistunni í matvörubúðinni, eða á mannfögn- uðum, hann fann alltaf einhvern sem hann gat tekið tali. Það eru forréttindi að hafa fengið að ala upp tvær dætur sem áttu jafn greiðan aðgang að afa sínum og raun var en hann var alltaf tilbúinn að sinna þeim og veita alla þá hugsanlegu athygli sem til var. Það var ætíð fyrsta ósk þeirra að fá að vera hjá afa og ömmu á Þórsgötu ef þær þurftu að fara í pössun. Ég á honum svo margt að þakka og það var svo margt í hans fari sem ég get tileinkað mér. Ég þakka allar þær góðu stundir sem ég fékk að njóta með honum og hugsa til hans með ævarandi hlý- hug. Hvíl í friði. Eyrún Valsdóttir. Öll heimsins fögru orð lýsa honum afa. Hjartabetri mann er erfitt að finna. Hann elskaði okk- ur öll svo mikið og sýndi það í verkum og framkomu. Afi var alltaf brosandi og hress fram á seinasta dag, þótt verkirnir væru honum óbærilegir gat hann gert grín að aðstæðunum og hlegið. Svo elskaði hann ömmu svo mikið og eitt af því síðasta sem hann sagði við mig var að hann væri fegin að amma væri í góðum höndum og að eitthver væri að sjá um hana. Frá því ég man fyrst eftir mér varst þú alltaf hjá mér. Komst reglulega í heimsókn og við systk- inin til þín og ömmu. Ég hef alltaf sótt mikið í að koma í heimsókn. Það var alltaf svo skemmtilegt og á kvöldin kúrðum við í sófanum, ég, þú og amma og horfðum á sjónvarpið. Svo má ekki gleyma veiðiferðunum í Króknum. Mínar bestu minningar eru að standa á bakkanum á Krókatjörn meðan þú og pabbi dróguð fiskana í land og svo eldaði amma þá um kvöld- ið. Svo eru ógleymanlegar stund- irnar þegar þú komst til mín í klippingu. Það var alltaf erfiðara að klippa hægri hliðina en þá vinstri. Þú sagðir að það væri út af því að þú svæfir alltaf á hægri hliðinni og værir of gamall til að breyta því úr þessu. Þú hefur gert svo mikið fyrir mig og okkur öll. Það er svo erfitt að kveðja þig, afi minn. Ég get ekki alveg séð fjölskylduna án þín. Ég er svo fegin að hafa náð að heimsækja þig á spítalann áður en þú fórst og sjá hamingjuna í augunum þínum þegar ég hallaði mér að þér og hvíslaði til þín nokkrum orðum. Núna ertu kominn á betri stað þar sem ég veit að þú bíður eftir mér og tekur á móti mér með opn- um örmum og brosi þegar sá tími kemur. Þú munt alltaf eiga stóran stað í hjarta mínu og þín verður alltaf minnst sem besta afa sem nokkur getur hugsað sér. Ég elska þig. Hvíldu í friði. Katrín (Kata litla). Elsku afi okkar systra var allt- af svo kátur og góður. Í hvert ein- asta sinn frá því að við munum eftir okkur var hann alltaf svo glaður að sjá okkur og honum fannst alltaf gaman að fá okkur í heimsókn á Þórsgötuna þar sem hann og amma Kata bjuggu. Það var alltaf svo mikill húmor og gleði á heimilinu þeirra, þar sem þau hlógu hvort að öðru svo kær- leikurinn á milli þeirra geislaði af þeim og lét okkur líða vel. Það sem einkenndi afa var hversu skemmtilegur hann var og góður við okkur. Þegar við hugsum til baka um barnæskuna okkar þá spilar afi Siggi þar stórt hlutverk. Við eigum fallegar og skemmti- legar minningar um afa þar sem við fórum saman í Kolaportið, spiluðum við hvert annað, fórum að veiða saman uppi í sveit eða bara áttum góðar stundir í kósý- heitum á Þórsgötunni. Afi var líka alltaf svo áhugasamur um það sem við vorum að gera í lífinu hverja stundina, um áhugamál okkar, ferðalög og skólann. Okkur hlýnar um hjartarætur þegar við hugsum til afa Sigga og allra góðu minninganna sem við eigum með honum. Betri og hlýrri afa er ekki hægt að ímynda sér og við kveðjum hann með miklum söknuði en um leið þakklæti fyrir að hafa átt svona góðan vin og afa. Ragnheiður og Margrét. Í dag er til moldar borinn mág- ur okkar og góður vinur, Sigurður Anton Jónsson. Rúmlega tvítugur að aldri kvæntist hann elstu systur okkar, Katrínu Björgvinsdóttur, og er vart hægt að hugsa sér samhent- ari hjón en þau Siggi og Kata voru alla tíð. Hjúskapur þeirra í sex áratugi einkenndist af ástríki og eindrægni sem engum gat dulist og mótaði heimili þeirra og upp- eldi sonanna fjögurra sem áttu gott og náið samband við pabba sinn. Siggi var af þingeyskum ætt- um og fór fjölskyldan oft á þær slóðir til að rækta tengslin við vini og ættingja. Slík ferðalög gátu reynst erfið á árum áður þegar vegir voru ómalbikaðir og öku- tækin misjöfn að gæðum, en það lét Siggi ekki aftra sér; það lýsir honum vel. Við sem tengdumst Sigga fjölskylduböndum kynnt- umst líka fljótt einstakri ræktar- semi hans, hann hafði mikinn áhuga á fólki og fylgdist jafnan vel með í stórfjölskyldunni. Þá var Siggi einstaklega góðviljaður og hjálpsamur og spillti ekki fyrir að hann var auk þess laghentur og kunni vel þá list að finna ein- faldar lausnir á vandamálum sem oft virtust illleysanleg við fyrstu sýn. Í áranna rás urðu samveru- stundirnar með Kötu og Sigga margar og ber hvergi skugga á þær fjölmörgu minningar sem við systurnar eigum. Að leiðarlokum veitir það okkur styrk að hugsa um það hlýja og glaðlega viðmót sem alltaf var aðalsmerki þessa góða drengs. Elsku Kata og fjölskylda, við biðjum góðan guð að blessa ykkur og styrkja og kveðjum Sigga með mikilli eftirsjá og þakklæti. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Kristín, Dóra, Björg og Valgerður (mágkonur). Sigurður Anton Jónsson –– Meira fyrir lesendur Minningarorð og kveðjur samferðamanna eru dýrmætur virðingarvottur sem eftirlifandi ástvinum gefst nú kostur á að búa veglega umgjörð til varðveislu um ókomin ár. Minningar er innbundin bók sem hefur að geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst hafa um hinn látna í Morgunblaðinu eða á mbl.is. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 til dagsins í dag. Bókina, eitt eintak eða fleiri, má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar. Bókin er síðan send í pósti. Nánari upplýsingar í síma 569-1100. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.