Morgunblaðið - 08.07.2011, Page 35

Morgunblaðið - 08.07.2011, Page 35
DAGBÓK 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand EKKI BORÐA ÞESSAR SMÁKÖKUR ÞÆR ERU ÆTLAÐAR GESTUM VILTU AÐ ÉG FARI ÚT OG BANKI? MATURINN ER TILBÚINN! ÉG VIL EKKI MAT ÞÁ STÆKKARÐU EKKI NEITT STÆKKA EKKI? ÉG HÉLT AÐ MAÐUR STÆKKAÐI BARA VIÐ AÐ EIGA AFMÆLI ÉG ÆTLA AÐ GERA EINS OG HEILBRIGÐIS- RÁÐUNEYTIÐ RÁÐLEGGUR OG SYNGJA „HANN Á AFMÆLI Í DAG” Á MEÐAN ÉG ÞVÆ Á MÉR HENDURNAR HANN Á AFMÆLI Í DAG, HANN Á AFMÆLI Í DAG... HÆTTU! ÞÚ MÁTT EKKI SYNGJA ÞETTA LAG, VIÐ EIGUM HÖFUNDAR- RÉTTINN AÐ „HANN Á AFMÆLI Í DAG” HVERNIG ER ER ÞAÐ HÆGT? ÞAÐ ER ÁLÍKA KJÁNA- LEGT OG AÐ EIGA RÉTTINN AÐ „GUÐ HJÁLPI ÞÉR”... VIÐ EIGUM RÉTTINN AÐ ÞVÍ LÍKA OG RÉTTINN AÐ „AFSAKIД ...OG UTANLANDSFERÐIN FER TIL... JOHNSONFJÖLSKYLDUNNAR! HÚRRA! ÞÁ ÞAÐ NÆST DRÖGUM VIÐ UM HVER FÆR ÓKEYPIS KÖKU- SKREYTINGAR- NÁMSKEIÐ FRÁ SÓLAR- LANDAFERÐ OG YFIR Í KÖKUR... ...OG ÞAÐ ER ARDINFJÖLSKYLDAN! VÁ ÉG GET KANNSKI EKKI HITT ÞIG MEÐ ÞÍNA OFURKRAFTA... EN EF ÞÚ SLEPPIR MÉR EKKI ÞÁ LÆT ÉG VAÐA Á ÞENNAN BÍL! ÉG HELD NÚ SÍÐUR KALLINN! EINS GOTT AÐ ÉG ER MEÐ EINA TIL VARA! FYRR MÁ NÚ VERA AÐ MENN ERU GRÁIR FYRIR JÁRNUM HRÓLFUR, ÞAÐ ER MÆTTUR RÁÐGJAFI FRÁ TRYGGINGAFÉLAGINU HVAÐ VILL HANN? HVAÐ HELDUR ÞÚ?! HANN RÁÐLEGGUR OKKUR AÐ GEFA ÞEIM MEIRI PENINGA Með ennistopp niður á nasir Eini sinni þótti sjálfsagt að „raka af“ hestum á vorin, að klippa ennistopp, fax og tagl. Ekki var betur séð en hestarnir væru nokkuð ánægðir með sig á eftir, fengu að heyra að þeir væru fal- legir, hrósið skilja allir. Þegar Morgunblaðinu er flett 4. júlí sl. blasir við sorgleg sjón. Þar er mynd af hestinum Gára frá Auðholtshjáleigu ásamt eigendum sínum. Þetta er sjálfsagt fal- legur hestur, en ennistoppurinn nær niður á nasir og faxið eftir því, þannig að fegurð hans er falin. En þetta er misþyrming á hestum, að láta ennistoppinn byrgja þeim sýn. Hvar eru þeir sem eiga að gæta velferðar búsmalans, þetta virðist vera einhver heimskuleg tíska, er betra að hestarnir séu hálfblindir í keppni? Á næst að binda fyrir augun á knapanum? Unnur. Upplýsingar við Borgarvirki Kvartað var undan því í Velvakanda 7. júlí sl. að engar upplýsingar væru fyrir ferðamenn um minjar og sögu við Borg- arvirki í V-Húnavatns- sýslu. Fornleifavernd ríkisins hefur umsjón með fornleifum landsins og sér til þess að upplýs- ingaskilti séu sett við minjar eða veitir leyfi fyrir slíkum skiltum. Eins og fram kemur á heimasíðu Fornleifaverndar ríkisins: www.forn- leifavernd.is var verið að endurnýja skilti sem hefur verið í Borgarvirki og var nýja skiltið, sem unnið var í samvinnu og með styrk frá Vegagerðinni, sett upp nýlega við minjarnar. Kristín Huld Sigurðardóttir forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins. Ást er… … að vera veðurteppt heima, saman. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Mötuneytið verður op- ið yfir sumartímann. Hægt er að fá heitan mat í hádeginu virka daga á vægu verði. Panta þarf mat með dags fyrirvara. Félagsheimilið Gjábakki | Félagsvist kl. 20.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Ganga kl. 10, handavinnustofan opin, hádeg- ismatur kl. 11.40, kaffi og heimabakað. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Jónshús opið kl. 9.30-16. Félagsstarf eldri bæjarbúa, Seltjarn- arnesi | Molasopi og spjall í Króknum kl. 10.30 og spilað kl. 13.30. Jóga fellur niður til 19. júlí. Púttvöllur. Hraunbær 105 | Kaffi og blöð liggja frammi, púttvöllur er opinn alla daga, Helga fótafræðingur: sími 698-4938. Bónusbíll á þriðjud. kl. 12.15. Hár- greiðslustofan verður opnuð 18. júlí, tímap. í síma 894-6856. Hraunsel | Leikfimi í Bjarkarhúsi kl. 11.30, brids kl. 12.30, sumarlokun í Hraunseli 11. júlí - 8. ágúst. Hvassaleiti 56-58 | Opið kl. 8-16. Böðun fyrir hádegi, hádegisverður. Far- ið verður í Laugardalsgarðinn kl. 13.30 og í kaffi í Kaffi Flóru. Fótaaðgerðir og hársnyrting. Vitatorg, félagsmiðstöð | Bingó fellur niður í dag. Í Vísnahorninu í gær var Oddinokkrum lýst sem var sípissandi og fékk læknis- greininguna „bráðmiga“ hjá Hjálmari Freysteinssyni. Helgi Zimsen taldi nokkur hlunnindi felast í eiginleika þessum, enda grænkaði vel undan svona lög- uðu: Oddur sem botnleysisbrunnur bununum gerðist af kunnur. Á vorin hann lengi vökvaði engi, en veturlangt tappaði á tunnur. Ágúst Marinósson taldi sig sjá í gegnum þennan kvilla: Um Hjálmar flest er fróðleikssjór, þó feilar hér hans vissa. Oddur drakk sem alki bjór og alltaf var að pissa. En Davíð Hjálmar Haraldsson taldi bráðmiga líklegra, enda skylt flóðmiga, og skilgreindi fyr- irbærið nánar: Vesalings Oddur var alltaf með kvef og undirvagn fúinn af raka, skyrhvítur búkur og skarlatsrautt nef af skorti á þvagstillivaka. Steingrímur Arason orti á sín- um tíma: Mér hefur lífið löngum kennt að líða þrá og missa. Koppurinn minn er kominn í tvennt. Hvar á ég nú að pissa? Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Enn af Oddi bráðmiga Sumarsólstöðugátan fól í sér fer- skeytlu í reitum 1-88. Mjög góð þátttaka var í þessari vinsælu krossgátu og bárust hátt í 150 lausnir. Í gær var dregið úr rétt- um lausnum. Vinningshafinn er Ingibjörg Þorgilsdóttir, Stóra- gerði 2, Hvolsvelli. Hún hlýtur í verðlaun hina glæsilegu bók Ragnars Axelssonar ljósmynd- ara (RAX), Veiðimenn norðurs- ins. Rétt lausn Sumarsólstöðugát- unnar 2011 er svohljóðandi: Í sólmánuði rekkar ríða, roðaglóðin hjörtun baðar. Í heyönnum þeir hamast víða, hrein er fegurð tvímánaðar. St.P.H. Sumarsólstöðugátan 2011

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.