Morgunblaðið - 08.07.2011, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 08.07.2011, Qupperneq 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2011 ASA-tríóið gaf fyrir skömmuút diskinn Plays the musicof Thenlonius Monk. Tríó-ið samanstendur af Agnari Má Magnússyni, sem leikur á raf- magnsorgel, Andrési Þór, sem leikur á gítar og Scott McLemore, sem spil- ar á trommur. Tríóið hefur starfað saman síðan 2005 og mest gefið sig út fyrir túlkanir á tónlist snillinga eins og Johns Coltrane, Wayne Shorter, Jimi Hendrix og fleiri. Eins og nafn disksins gefur til kynna leika þeir fé- lagar tónlist eftir einn af upphafs- mönnum bebopsins, Thelonious Monk (1917-1982). Þrátt fyrir að hafa samið fá lög í samanburði t.d. við Duke Ellington, þá nýtur Monk mik- illar hylli sem tónskáld og eru lög hans vinsæl meðal djassflytjenda. Þeir félagar í ASA-tríóinu velja ekki þekktustu lög Monks til flutnings, raunar má segja að þeir velji nokkuð þröngan ramma, þar sem 4 af 9 lög- um disksins koma af plötu Monk, Un- derground, sem kom út 1968. Það er út af fyrir sig virðingarvert hjá þeim þremenningum að falla ekki í þá gryfju að leika alla slagara Monks inn á einn disk. Upphaf og endir disksins er þó rammaður inn af tveimur fræg- ustu lögum Monks, Bemsha Swing og Straight, No Chaser. Útsetningar eru í hefðbundnum, jafnvel íhaldssömum stíl. Rafmagns- orgel og gítar gefa lögunum þó nýja áferð. Hljóðfæraleikur er allur fram- úrskarandi, smekklegur og vandvirk- ur, án mikilla átaka. Erfitt er að gera upp á milli laga, það er mikill heild- arbragur á disknum og öllum sem að honum koma til mikils sóma. Helsti galli útgáfunnar er að hún fellur að- eins of mikið að veggfóðrinu, vantar örlítinn kraft og fjölbreytni. Vert er að nefna skemmtilegt umslag utan um diskinn. Á útgáfutónleikum ASA-tríós í vor mátti heyra fleiri lög eftir Monk sem þeir völdu að hafa ekki með á diskn- um og hver veit nema það komi annar diskur með tónlist Monks í framtíð- inni. Á heimasíðu ASA-tríósins er hægt að nálgast endurgjaldslaust fín- ar tónleikaupptökur, m.a. Love Sup- reme eftir John Coltrane. Þetta eru virkilegar góðar viðbætur og auð- heyrt er af upptökunum að ASA- tríóið skipa metnaðarfullir tónlist- armenn sem mikill fengur er af fyrir íslenskt djasslíf. Falla ekki í gryfju slagara ASA – Plays the music of Thenlonius Monk bbbmn Stúdíó 12, RÚV 2011. ÖRN ÞÓRISSON TÓNLIST Monk ASA-tríóið skipa metnaðarfullir tónlistarmenn; Agnar Már Magnússon, Andrés Þór og Scott McLemore. Ljósmynd/Daniel Starrason Díana Rós A. Rivera diana@mbl.is Norski rithöfundurinn og þýðand- inn Knut Ødegård hlýtur Dobloug- bókmenntaverðlaunin ár. Sænska akademían veitir verðlaunin fyrir bæði sænskar og norskar fagurbók- menntir sem og bókmenntafræði- legar rannsóknir. Akademían velur sænska verðlaunahafann og Norska rithöfundasambandið þann norska og er verðlaunaféð 150.000 sænskar kr. Dobloug-verðlaunin heita eftir Birger Dobloug sem gaf eigur sínar til Sænsku akademíunnar árið 1938 til að stofna sjóð fyrir fagurbók- menntir og hafa verðlaunin verið veitt síðan 1951. Hefðin er opin Knut segir viðurkenningu á borð við Doubloug-verðlaunin vera afar þýðingarmikla. „Þetta eru ein af stærstu verðlaununum sem Sænska akademían veitir og meðal verð- launahafa er að finna mikilvægustu nöfn í skandinavískum skáldskap. Verðlaunin eru veitt sem við- urkenning á góðum bókmenntum og eru því um leið viðurkenning á mér sem rithöfundi.“ Knut hóf að þýða úr íslensku strax upp úr 1970 en hann hafði lært málið í menntaskóla í Noregi. Eftir heimsókn til Íslands árið 1971 ákvað hann að setja sig betur inn í bæði málið og nútímaskáldskap. Hann var um tíma meðlimur í stjórn Norska rithöfundasambands- ins og við kynningu á sambandinu í Norræna húsinu eignaðist hann vini meðal íslenskra rithöfunda og þá fór boltinn að rúlla. Síðan þá hefur Knut þýtt allt frá nútímaskáldskap til miðaldaljóða. Hann segir íslenskar og norskar bókmenntir að mörgu leyti líkar en hlesti munurinn á þeim sé að ís- lenskir rithöfundar hafi beina teng- ingu við skáldskap fyrri tíma í gegnum tungumálið sem hafi ekki breyst að ráði frá dögum Egils Skalla-Grímssonar. „Hefðin er opin, íslenskir rithöfundar geta „talað“ við forfeður sína á hátt sem engir evrópskir rithöfundar geta.“ Leitar á æskuslóðir sínar Knut gaf út sitt fyrsta ljóðasafn árið 1961, þá aðeins 21 árs gamall. Hann hefur alla tíð skrifað bæði ljóð og bækur á norsku og gefið út í Noregi. Bækur hans hafa verið þýddar á 29 tungumál og í það heila hefur hann gefið út tæpar 40 bækur. Samhliða hefur hann unnið við þýðingar úr íslensku auk ensku og þýsku. Knut segist ætíð leita á æsku- slóðir sínar í huganum þegar hann skrifar. „Ég sit í Reykjavík og sé landslagið fyrir mér eins og á sviði þar sem ég get skrifað inn í drama um líf og dauða, um hjarta mann- eskjunnar, í þessu landslagi sem er mér nálægt og fjarlægt á sama tíma. Ég gæti það líklega ekki ef ég væri „inni“ á sviðinu. Það sama gildir svo í Noregi, þar get ég skrif- að um Ísland. Fjarlægðin veiti mér yfirsýn,“ segir Knut. Fjarlægðin veitir yfirsýn  Knut Ødegård hlýtur Dobloug- bókmenntaverðlaunin Rithöfundurinn Knut Ødegård. Ljósmynd/Milan Richter Þann 17. júní síðastliðinn voru 200 ár liðin frá því að Jón Sigurðsson, sjálf- stæðishetja Íslands, var borinn í þennan heim. Af því tilefni voru veg- leg hátíðarhöld víða á þjóðhátíðar- daginn í ár og margt annað gert í til- efni fæðingarafmælisins. Meðal annars var gefin út barna- og ung- lingabókin Óskabarn: Bókin um Jón Sigurðsson. Í henni er sagt á að- gengilegan hátt frá ævi og störfum Jóns, sem var stundum kallaður óskabarn Ís- lands; sómi þess, sverð og skjöldur. Brynhildur Þórarins- dóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, tekur sögu Jóns saman. Fyrir fyrri bækur sínar hef- ur Brynhildur fengið fjölda viður- kenninga en hún hefur t.d. end- ursagt Njálu, Eglu og Laxdælu fyrir börn og unglinga. Henni bregst ekki bogalistin í þessari bók frekar en í þeim fyrri. Textinn um Jón er af- skaplega vel unninn; aðgengilegur, áhugaverður og skemmtilegur. Flestir hefðu nú haldið að saga Jóns Sigurðssonar væri of leiðinleg fyrir börn enda snýst hún mikið til um stjórnmál og löngu látinn karl sem lifði lífi sem er ansi fjarlægt börnum nútímans. Brynhildi tekst að gera sögu Jóns og sögu Íslands áhuga- verða og létta og virkilega fróðlega fyrir bæði börn og fullorðina. Bókinni er skipt upp í stutta kafla, flestir fjalla um Jón og ævi hans en inn á milli koma kaflar sem fjalla um efni sem viðkemur þeim tíma sem hann lifði á og kemur sjálfstæðisbar- áttunni við. Þá eru stuttir fróðleiks- molar á spássíunum sem koma sög- unni við og brjóta síðurnar skemmtilega upp. Bókin er mynd- skreytt með nýjum og gömlum ljós- myndum og vatnslitateikningum eft- ir Sigurjón Jóhannsson. Það lætur ekki mikið yfir teikningum Sigur- jóns og að sumu leyti á það vel við þessa sögu en að mínu mati hefði mátt vera aðeins meira líf í þeim. Manneskjurnar eru oft voðalega fer- kantaðar og skortir öll svipbrigði. Þær eru stundum eins og trékarlar. Jón á æskuárunum er líka teiknaður voðalega karlalegur, með kollvik og þungan svip, hvar er lífsgleði og æskuljómi barnsins og unglingsins? Ég er ekki að tala um að það hefði þurft „Disney“-myndir heldur bara aðeins meiri léttleika. Því þó maður geri sér í hugarlund að saga Jóns sé gömul og þung þá er hún það ekki í þessari bók, léttari myndir hefðu átt betur við þennan leikandi texta. Bókin hefði þá líka náð til enn yngri barna. Burtséð frá því þá er Óska- barn: Bókin um Jón Sigurðsson tímabær, vel gerð og góð lesning. Sagan um sóma Íslands Sagnfræði Óskabarn: Bókin um Jón Sigurðsson eftir Brynhildi Þórarinsdóttur bbbmn Sigurjón Jóhannsson myndskreytti. Mál og menning 2011. INGVELDUR GEIRSDÓTTIR BÆKUR Ljósmynd/Þjóðminjasafn Íslands Óskabarnið Jón Sigurðsson barðist fyrir sjálfstæði Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.