Morgunblaðið - 06.08.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.08.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2011 BAKSVIÐ Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við erum búnir að vera að vinna núna í þrjú ár og byrjuðum með fögur markmið,“ segir Gísli Gíslason, stjórnarformaður fyrirtækisins Nort- hern Lights Energy (NLE) spurður um gang mála í rafbílavæðingu ís- lenska bílaflotans. Hann ásamt sam- starfsmönnum hefur ferðast víðsveg- ar um heim til að kynna sér rafbílavæðingu og nýjustu tækni í rafbílum. „Eftir ár vorum við búnir að sjá hvað þyrfti að gera og hvernig hægt væri að rafbílavæða landið,“ segir Gísli og bætir við að hann sé sannfærður um að Ísland sé eitt besta land í heimi til að takast á við slíkt verkefni. Gísli segir þær orkuauðlindir sem Íslendingar búa yfir til rafmagns- framleiðslu stuðla að frjósömum jarð- vegi fyrir notkun rafmagnsbíla hér á landi. „Orkan er ein sú ódýrasta í heimi og kerfið sem fyrir er er mjög gott,“ segir hann og vísar til 230 volta rafmagnskerfis sem finnst á Íslandi og bendir á að ein túrbína Kára- hnjúkavirkjunar gæti séð öllum ís- lenska bílaflotanum fyrir rafmagni. Engir tollar eða vörugjöld Fyrirtækið NLE hefur að undan- förnu unnið markvisst að því að tryggja sér nægt framboð af bílum frá hinum ýmsu bílaframleiðendum í heiminum. Gísli segir rafmagnsbíla hafa verið dýra í upphafi en á skömm- um tíma hefur framleiðsla bílanna orðið ódýrari en áður og slíkt leiðir af sér lægra verð á bílunum. „Það eru engir tollar eða vörugjöld í dag á raf- bílum á Íslandi,“ segir Gísli og bætir við að nágrannalönd okkar hafi mörg hver tekið stærra skref en Íslending- ar varðandi verð- og tolllagningu á rafmagnsbílum. Bendir hann á að Noregur hefur t.a.m. lagt af virðis- aukaskatt á slíkum bílum til að stuðla að aukinni sölu rafmagnsbíla þar í landi. Hér á landi hefur enn engin ákvörðun verið tekin um hvort fara eigi svipaða leið í verð- og tolllagn- ingu á rafmagnsbílum líkt og gert var í Noregi. „Stjórnvöld eru búin að vera að vinna í þessu máli hérna og við er- um búin að bíða eftir niðurstöðu í því síðustu tvö ár, að ákvörðun verði tek- in um að fella niður eða endurgreiða virðisaukaskattinn,“ segir Gísli. Hann segir iðnaðarráðuneytið hafa sett af stað klasasamstarf um orkuskipti sem nefnist Græna orkan og er ætlað að auka hlut visthæfra innlendra orkugjafa í samgöngum. „Það byrjaði fyrir rúmlega ári síðan en í raun og veru hefur lítið gerst.“ Samkvæmt upplýsingum er fengust frá iðnaðar- ráðuneyti mun vinna klasasamstarfs- ins verða eitt af forgangsverkefnum ráðuneytisins næsta vetur. Stefnan tekin á ný mið Gísli segir starfsemi NLE hafa treyst á að stjórnvöld tækju ákvörðun um hvort virðisaukaskatturinn yrði tekinn af rafmagnsbílum, líkt og í Noregi, eða ekki. Lagt var upp með að ákvörðun þess efnis yrði tekin fyr- ir sumarmánuði þessa árs en slíkt hefur þó ekki verið gert. „Síðan kom það í ljós að samþykkt var þingsálykt- unartillaga á næst síðasta degi þings- ins um að iðnaðarráðherra fengi vald til að stýra þessum breytingum,“ seg- ir Gísli og bætir við að fyrirséð sé að engin niðurstaða muni fást í málinu fyrr en undir lok árs eða á næsta ári. Þessi töf á ákvarðanatöku hefur stuðlað að því að stjórnendur NLE horfa á markaði erlendis. „Við töluð- um við okkar birgja um að við mynd- um ekki byrja að flytja inn [bíla] til Ís- lands fyrr en eftir áramót út af þessu.“ NLE er nú að vinna að stofnun fyr- irtækis í Noregi og segir Gísli Norð- menn taka þeim sem hetjum. Þeir eitt hundrað rafmagnsbílar sem uppruna- lega áttu að fara til Íslands voru að sögn allir sendir til Noregs. Norðmenn hafa sýnt rafmagnsbíl- um mikinn áhuga að undanförnu og er almenningur í Noregi vel meðvit- aður um vistvæna orkunýtingu. „Það eru um fjögur þúsund rafbílar í Nor- egi í dag og um þrjú þúsund hleðslu- staurar hafa verið settir upp,“ segir Gísli. Að sama skapi eru ellefu raf- magnsbílar á Íslandi, sem flestir eru að mati Gísla með úreltri tækni. Gísli segir 800 rafbíla af Mitsubishi MiEV gerð hafa selst upp á þremur mán- uðum í Noregi. Noregur fer fram úr Íslandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Hagkvæmur og vistvænn ferðamáti framtíðarinnar Gísli Gíslason, stjórnarformaður NLE, segir rafbíla í dag hafa breyst hratt að undanförnu. Að sögn er sú tíð liðin er rafbílar stungu í stúf og er nú unnt að breyta hefðbundnum bensínbílum í vistvæna og öfluga rafbíla. „Við stefnum að því í öllum okkar aðgerðum að geta boðið upp á rafbíla á svipuðu verði og bensínbílar eru seldir á,“ segir Gísli og bendir á að slíkt sé unnt að gera með stærri pöntunum og auknu samstarfi milli landa. Að auki segir Gísli nauðsyn- legt að hvetja einnig stjórnvöld til dáða í þeim efnum og að ryðja úr vegi hindrunum til að auka sölu til almennings.  Gríðarleg eftirspurn er eftir rafmagnsbílum í Noregi  Um fjögur þúsund rafmagnsbílar eru á göt- um Noregs en á sama tíma eru ellefu á Íslandi  4.380 krónur kostaði að aka rafjeppa 2.150 kílómetra Bið eftir ákvörðun » Rafjeppi Gísla Gíslasonar kostar um 10 milljónir en verði virðisaukaskatturinn felldur niður mun sá bíll kosta um 8 milljónir. » Þar til ákvörðun er tekin um hvort fella skuli niður VSK treystir NLE sér vart til að selja rafmagnsbíla til almennings hér á landi. » Norsk stjórnvöld vilja 200.000 rafbíla á götur Nor- egs fyrir árið 2020. Sú bifreið sem Gísli Gíslason, stjórnarformaður NLE, ekur í dag er rafjeppabifreið af Chevrolet gerð. „Ég er búinn að vera á honum í tvo mánuði, aldrei þurft að fara á bens- ínstöð,“ segir Gísli. Á þeim tveim mánuðum hefur hann ekið 2.150 kílómetra og greitt 4.380 krónur fyrir rafmagn á rafjeppann. Segir hann ljóst að um mikla kjarabót væri að ræða fyrir fjölskyldur í landinu ef unnt væri að nýta rafbíla hér á landi í stað bensínbifreiða sem þurfa á innfluttri olíu að halda. Rafjeppinn er framleiddur í Bandaríkjunum og hin hefðbundna bensínvél tekin úr honum ásamt gírkassa. Í staðinn er svo settur raf- búnaður og ekur rafjeppinn um eitt hundrað kílómetra á hleðslunni. Hleðslutíminn er um sex klukku- stundir og bendir Gísli á að nái raf- bílar almennilegri fótfestu hér á landi verði unnt að stytta hleðslu- tímann verulega með hraðhleðslu- tækni. Verið er að setja upp slíkt hleðslukerfi í Noregi um þessar mundir og tekur það ökumenn þá einungis um tíu mínútur að hlaða bifreiðar sínar. Sparneytin jeppabifreið CHEVROLET EQUINOX RAFJEPPI BAKSVIÐ Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Heimir Már Pétursson, upplýsinga- fulltrúi Iceland Express, segir aug- ljóst að þjónustufyrirtæki þess, Bill- und Airport Handling, hafi gert mistök þegar 14 ára gamalli stúlku var vísað frá þegar hún hugðist ganga um borð í flugvél flugfélagsins frá Billund til Íslands. Þó að flugþjónustufyrirtæki taki að sér störf fyrir hönd flugfélaga eins og innritun á flugvelli eru það flugfélögin sjálf sem bera ábyrgð gagnvart farþegum þegar eitthvað kemur upp á með flugferðir þeirra eins og ef þeim er aflýst eða yfirbók- að er í flugvél þeirra. Var stúlkan ein á ferð en hafði fengið aðstoð við að finna brottfar- arhlið. Þar var svo franskur maður sem búsettur er á Íslandi sem einnig var vísað frá sem var henni innan handar í framhaldinu. Voru þau send til Kaupmannahafnar þaðan sem þau flugu til Íslands. Tók ferðalag stúlkunnar hartnær sólarhring en hún hafði enga peninga með sér enda ekki viðbúin svo langri ferð. Að flýta sér í sumarfrí Evrópskar reglur kveða á um að þegar yfirbókað er í vélar, sem ekki er óalgengt að gerist, beri flugrek- anda að leita eftir sjálfboðaliðum sem tilbúnir eru til að láta eftir sæti sitt gegn bótum. Í þessu tilfelli var það ekki gert og segir Heimir Már að starfsmaður þjónustufyrirtækisins hafi einfald- lega meinað síðustu tveimur farþeg- unum um að fara um borð, stúlkunni og franska manninum. „Við komumst svo að því að starfs- maðurinn var á leið í sumarfrí dag- inn eftir og lá greinilega svona á að hann nennti ekki að vinna vinnuna sína. Við höfum kvartað við þjón- ustuaðilann yfir þessari framkomu sem er í algerri andstöðu við starfs- reglur Iceland Express,“ segir Heimir Már. Áhöfnin ber ekki ábyrgð Þetta sé ófyrirgefanleg hegðun og Iceland Express þurfi að íhuga hvort það haldi áfram viðskiptum við félag sem hagar sér með þessum hætti. Stúlkan og fjölskylda hennar hafa þegar fengið bætur fyrir óþægindin í formi þriggja flugmiða hjá Iceland Express. „Okkur þykir mjög leiðin- legt að þetta hafi komið fyrir að 14 ára stúlka lendi á þessum vergangi. Hún er komin til síns heima og skað- aðist ekki. Það er gott og við erum ánægð með það,“ segir Heimir Már. Áhöfnin um borð í vélinni beri enga ábyrgð á því þegar ólögráða einstaklingur sé skilinn eftir á flug- vellinum, það sé aðeins flugþjón- ustuaðilinn. „Flugmennirnir og áhöfnin hugsa um öryggi um borð. Hún skiptir sér ekki af innrituninni né hverjir komast í gegnum öryggis- eftirlitið eða annað slíkt,“ segir hann. Vísa á Iceland Express Henrik Munkstaard, yfirmaður farþegaþjónustu á flugvellinum á Billund, segist í samtali við Morg- unblaðið ekkert geta tjáð sig um málið. Fyrirtækið starfi fyrir hönd Iceland Express og það sé þess að svara fyrir uppákomuna sem hann kunni ekki frekari skil á. Það sé á endanum Iceland Express sem laga- lega séð beri ábyrgðina. Skella skuldinni á þjónustuaðila  Iceland Express ber lagalega ábyrgð gagnvart farþegum á endanum Morgunblaðið/Þorkell Flugfarþegar Evrópskar reglur kveða á um að auglýsa þurfi eftir sjálf- boðaliðum meðal farþega til að verða eftir þegar flugvélar eru yfirbókaðar. Það er ósanngjarnt af Iceland Express að vísa ábyrgð á því að 14 ára stúlku hafi verið vísað frá í Billund á starfsmann þjónustuaðila. Þetta sé ekki einsdæmi. Þetta segir Kolbrún Ævarsdóttir, móðir 14 ára drengs sem vísað var frá ásamt fimm öðrum þeg- ar vél frá Billund til Íslands var yfirbókuð þremur dögum eftir uppákomuna með stúlkuna. Ekki var auglýst eftir sjálf- boðaliðum til að verða eftir heldur var fólkinu vísað frá við innritunarborðið. Segir Kolbrún að starfsmenn á vellinum hafi verið allir af vilja gerðir en ekki hafi náðst í Iceland Express. Málið er ekki einsdæmi FLEIRUM VÍSAÐ FRÁ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.