Morgunblaðið - 06.08.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.08.2011, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2011 ✝ Margrét Sig-urbjörg Sigurð- ardóttir, Hólmi, Mýrum, Hornafirði, fæddist á Seyð- isfirði 12. apríl 1930. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu á Höfn 31. júlí 2011. Foreldrar henn- ar voru Ingunn Bjarnadóttir tón- skáld, f. 1905, d. 1972, og Sig- urður Kristmar Eiríksson verka- maður, f. 1893, d. 1970. Systkini hennar eru: bróðir, samfeðra: Viggó Ferdinand Sigurðsson, f. 1915, d. 1975. Albróðir: Bjarni Eiríkur Sigurðsson, f. 1935. Systkini önnur, sammæðra: Anna Sigríður Hróðmarsdóttir, f. 1942, Þórhallur Hróðmarsson, f. 1942, Óttar Hrafn Hróðmars- son, f. 1944 og Hallgrímur Hróð- marsson, f. 1948. Eftirlifandi eiginmaður Mar- grétar er Guðjón Sigurður Ara- son frá Borg á Mýrum, Horna- firði, f. 11. maí 1921. Foreldrar hans voru Ari Sigurðsson og Sig- ríður Gísladóttir Borg. Börn og síðari manni hennar, Hróð- mari Sigurðssyni, kennara frá Reyðará í Lóni, f. 1912, d. 1957. Árið 1946 flutti Margrét og unn- usti hennar, Guðjón, til Hvera- gerðis ásamt móður hennar og fósturföður. Þar voru þau stutt- an tíma en fluttu síðan að Borg á Mýrum og bjuggu þar í sambýli við foreldra hans. Vorið 1952 fluttu þau að Hólmi á Mýrum og byggðu upp jörðina, sem staðið hafði í eyði í um fjögur ár. Þar bjuggu þau allan sinn búskap. Margrét var húsmóðir í Hólmi. Hún gekk í öll störf sem þurfti jafnt úti sem inni. Í Hólmi var blandaður búskapur auk garð- ræktar. Margrét var organisti í Brunnhólskirkju um árabil og stjórnaði kirkjukórnum. Hún var hannyrðakona mikil og hannaði og prjónaði alls konar flíkur. Hún var í Félagi eldri borgara og söng með kór aldraðra á Höfn meðan heilsan leyfði. Síðasta æviárið dvaldi Margrét á Hjúkr- unarheimilinu á Höfn. Útför Margrétar verður gerð frá Brunnhólskirkju á Mýrum, Hornafirði, í dag, 6. ágúst, og hefst athöfnin kl.14. Margrétar og Guð- jóns eru: 1) Ari Sig- urður, f. 1948, maki Auðbjörg Þor- steinsdóttir, þeirra dætur: Heiður, f. 1971, Friðný, f. 1974, og Ingibjörg, f. 1977. 2) Ingunn Hróðný, f. 1951, maki Hilmar Hró- arsson, hennar dæt- ur frá fyrra hjóna- bandi: Þórveig Benediktsdóttir, f. 1969, og Margrét Benedikts- dóttir, f. 1971. 3) Magnús Guð- jónsson, maki Guðrún Guð- mundsdóttir, þeirra börn: Guðjón Örn, f. 1984, Birna Jódís, f. 1987, og Arndís Ósk, f. 2000. 4) Sigursveinn Guðjónsson. f. 1967. sonur hans: Þorlákur Bjarki. f. 1991. Barnabarnabörn Mar- grétar og Guðjóns eru mörg. Margrét bjó með foreldrum sínum á Seyðisfirði fyrstu sjö ár- in en þá flutti hún með móður sinni og bróður, Bjarna Eiríki, að Hólabrekku á Mýrum, Horna- firði, þegar foreldrarnir slitu samvistum. Hún ólst upp í Kylju- holti á Mýrum hjá móður sinni Elsku amma mín. Ég man að sem lítill stráklingur læddist ég til þín á hverjum morgni til að heilsa upp á þig og afa í næsta húsi. Best þótti mér þegar þú spurðir mig hvort ég væri búinn að fá mér eitthvað að borða og bauðst mér upp á vatnskakó og ristað brauð. Síðan tókstu fram Tinna, Sval og Val eða Múmínálf- ana og last upp úr þessum bók- um fyrir mig. Þegar ég var farinn að læra að lesa réttirðu mér svo bækurnar um Alfinn álfakóng og dverginn Rauðgrana. Þegar ég lít til baka til uppvaxtarára minna má með sanni segja að yndislegri æsku getur barn vart hugsað sér. Alltaf stóðu dyr þín- ar opnar og til þín og afa gat ég leitað á hverjum degi, hvort sem var í leit að fróðleik eða afþrey- ingu. Að horfa á þig prjóna var eins og að horfa á listamann við vinnu sína, því mikil var vandvirknin. Mikið hafði ég nú líka gaman af að hlusta á þig spila á orgelið þitt, því feilnóta var aldrei slegin. Þú varst alltaf ákveðin kona, trú þinni sannfæringu. Þú skildir aldrei við hálfkláruð verk og elskaðir það mest af öllu að geta hjálpað þínum nánustu, hvort sem það var við leik eða störf. Léttlynd varstu og barngóð með eindæmum, enda var ég öfund- aður af því að eiga svona frábæra ömmu. Það er staðreynd að eng- inn gat bakað jafngóðar kleinur og þú elsku amma. Ég vil þakka þér fyrir þau fjöl- mörgu ár sem ég átti með þér, þau eru mér ógleymanleg. Þrátt fyrir að finna fyrir tómleika í hjartanu get ég glaðst yfir að vita það að nú ertu komin á betri stað. Þú munt alltaf verða dýrkuð og dáð af mér. Blessuð sé minning þín. Guðjón Örn Magnússon. Elsku amma mín. Mér finnst svo óraunverulegt að kveðja þig. Þú varðst nefnilega aldrei gömul, þú varðst bara veik. Þú varst svo ung í anda, með svo bjarta rödd og smitandi hlátur. Við brölluðum ýmislegt sam- an, enda varstu jafn uppátækja- söm og ég. Þú vildir líka alltaf allt fyrir mig gera. Hvort sem það var að prjóna alla heimavinn- una mína í handmennt, byggja hús úr pullunum úr sófanum, eða gefa mér eitthvað gott að borða. Ég sakna þess að spila „Í Hlíð- arendakoti“ á orgelið og að hlusta á þig syngja með. Við vor- um alltaf jafn ánægðar með þessa tónleika okkar, jafnvel þó að enginn hlýddi á nema kött- urinn. Ég sakna þess líka að fá símtöl frá þér um miðjan vinnu- dag og tala við þig um ekki neitt. Það einkenndi þig að þú vildir alltaf fylgjast með öllum sem þér þótti vænt um og sjá til þess að þeir hefðu það gott. Helst vild- irðu að þeir hefðu það betra en þú sjálf. Ég er þakklát fyrir að hafa al- ist upp við að hafa þig hjá mér á hverjum degi, enda eru ekki allir svo heppnir að eiga eina ömmu „heima hjá sér“. Ég minnist þín sem léttlyndrar og hjartahlýrrar, en um leið mjög ákveðinnar konu. Ég kveð þig með þakklæti og miklum söknuði. Ég mun allt- af geyma þig í hjarta mínu. Þín Birna Jódís. Elsku Gréta mín, nú þegar þú ert farin minnist ég svo margra góðra stunda með þér, allt frá því ég var lítil stúlka í sveit hjá ykk- ur Guðjóni. Fyrst sumarið á Borg þegar ég var níu ára, þar bjugguð þið með foreldrum Guð- jóns og systkinum. Þá var oft glatt á hjalla og farið í leiki á kvöldin sem mér krakkanum þótti ekki amalegt. Þar kynntist ég líka vinnubrögðum sem voru að hverfa, eins og að þurrka tað á túni til að nota sem eldivið, dreifa lúru á klappir, snúa henni og þurrka til að njóta seinna með smjöri sem hleyptri lúru. Dæla vatni í fjósinu, skilja mjólkina í mjólkurhúsinu, reka úr túninu og sækja kýrnar. Tveimur árum seinna fluttuð þið í Hólm þrátt fyrir að enn ætti eftir að ljúka byggingu íbúðar- hússins. Byrjað var að byggja húsið um sumarið og ég held að flestallir karlmenn í sveitinni hafi komið til að hjálpa þegar steypt var. Við sváfum í tjaldi og það var eldað og borðað í gömlum kofa. Hitað vatn á hlóðum fyrir þvottinn sem var þveginn á bretti á hlaðinu og skolað úr í ánni. Það sumar var mikið ævintýri fyrir mig en seinna skildi ég hversu mikinn dugnað og seiglu þið sýnduð við þessar aðstæður. Ég man ekki eftir nema góðu veðri þessi þrjú sumur sem ég dvaldi hjá ykkur Guðjóni. Við krakkarnir tókum þátt í bæði leik og starfi og ógleymanlegt er þegar öll sveitin fór saman til berja á Borgartrukknum inn í Haukafell. Oft settist þú upp á eldhúsbekk á kvöldin með gítar- inn og það var spilað og sungið. Í minningunni eru þessi sumur eintóm sæla. Þegar ég bjó með börnunum mínum á Framnesveginum send- ir þú okkur kartöflur og rófur á hverju hausti og alltaf heim- areykt hangikjöt á jólunum. Oft var þröngt í búi og hjálpsemi þín var ómetanleg. Þú komst oft suður til lækn- inga því heilsuleysið þjakaði þig alla tíð og dvaldir oft hjá mér. Þá var lokið við allt hálfklárað úr prjónakörfunni minni og alltaf spurt: „Þarftu ekki að láta prjóna eitthvað fyrir þig?“ Margar hlýj- ar peysurnar á ég frá þér, sem eiga eftir að hlýja mér árin sem ég á eftir. Elsku Gréta, þessi seinustu ár hafa verið erfið hjá þér og það er mikil synd því þú varst alltaf svo glöð og bjartsýn. Í þeim ófáu sjúkrahúslegum sem þú þurftir að þola varstu mikill gleðigjafi og eignaðist marga vini sem héldu tryggð við þig. Kærar þakkir, elsku systir mín, fyrir allt. Kær- ar þakkir líka til þín Guðjón sem hefur staðið eins og klettur við hlið Grétu alla tíð og ekki síst núna í þessum síðustu erfiðu veikindum. Anna S. Hróðmarsdóttir. Margrét Sigurbjörg Sigurðardóttir var það alltaf partur af prógramm- inu að koma í heimsókn til þín dag- inn eftir og lýsa öllu því sem gerst hafði kvöldið áður og þá var oft mikið hlegið. Spurningar eins og „hver söng mest?“, „hver var síð- astur úr dalnum?“, „voru systurn- ar ekki í stuði?“ og „var ekki örugglega blandaður Irish?“ brunnu helst á vörum þér. Fleiri minningar koma upp þeg- ar við hugsum til þín. Eins og hvernig myndavélin var alltaf rifin upp við hvert tækifæri og þá settu allir upp sparibrosið, en þegar myndirnar komu úr framköllun var ekki oft auðséð hverjir voru á myndinni, því oftar en ekki var ljósakrónan í aðalhlutverki. Þú gerðir fjölskylduna að því sem hún er í dag. Takk fyrir allt það sem þú gafst okkur, þú spilaðir stórt hlutverk í lífi okkar allra og við munum minnast þín með bros á vör, þú varst alltaf svo hlý og góð. Þú hefur þerrað mörg tár og kallað fram endalaus bros. Við söknum þín. Frænkurnar, Herdís, Guðný og Sara. Núna er elsku amma mín látin. Ég sit hér og minnist hennar með mikilli virðingu og þakklæti. Amma mín var alltaf glæsileg- ust kvenna, jafnvel þegar hún var orðin veik. Hún gekk alltaf um eins og drottning, bein í baki með höf- uðið hátt, maður varð einhvern veginn aldrei var við veikindin. Amma var alltaf vel tilhöfð og heimili hennar alltaf fallegt og vel hugað að öllu. Ég á svo margar góðar minn- ingar um hana ömmu. Minnisstæð- ast er lífsgleðin og lífskrafturinn sem hún bjó yfir. Það var alltaf líf og fjör í kringum ömmu. Henni þótti langskemmtilegast að safna öllum börnunum og barnabörnun- um sínum saman, syngja saman og hafa gaman. Hún kenndi okkur skemmtileg lög og söng með okk- ur, það skapaði ríka sönghefð í okkar fjölskyldu. Söngur er mitt líf og yndi og amma hvatti mig alltaf áfram og lét mig vita hversu stolt hún var af mér, ég er henni óend- anlega þakklát. Það verður skrítið að fara ekki með upptökur eða fréttir af því hvernig gekk að syngja hér og þar til hennar í fram- tíðinni. Amma og myndavélin voru mestu mátar, minnist þess þegar hún sneri henni vitlaust og fékk flassið beint inn í augað, við gátum mikið hlegið að því. Myndavélin fór aldrei langt frá ömmu og hún var alltaf svo dugleg að taka myndir. Ég sé hana fyrir mér brosandi og trekkjandi upp myndavélina, það var algeng sjón. Það er ómetanlegt að sitja heima hjá ömmu og afa og fletta í gegnum öll myndaalbúmin, til eru myndir af öllum tilefnum. Síðasta myndin af okkur saman var á brúðkaupsdaginn minn þeg- ar við Hilmar komum upp á spítala til þín eftir athöfnina, með ljós- myndarann í eftirdragi til að fá myndir af okkur saman, því ekki mátti vanta ömmu á þessum merka degi. Elsku amma mín, ég mun alltaf minnast þín með bros á vör, því gleði, hlátur og bros var það sem þú gafst. Ég veit að þú ert á góðum stað núna þar sem þér var tekið fagnandi og með opnum örmum. Söknuðurinn og sorgin hellist yfir mig, en ég veit að þú verður alltaf hjá mér og lifir í hjarta mínu. Hvernig er hægt að þakka, það sem verður aldrei nægjanlega þakkað. Hvers vegna að kveðja, þann sem aldrei fer. Við grátum af sorg og söknuði en í rauninni ertu alltaf hér. Höndin sem leiddi mig í æsku mun gæta mín áfram minn veg. Ég veit þó að víddin sé önnur er nærveran nálægt mér. Og sólin hún lýsir lífið eins og sólin sem lýsti frá þér. (Sigga Dúa) Hvíl í friði elsku amma mín. Þín Sigríður. • Hlýlegt og gott viðmót á Grand hótel. • Fjölbreyttar veitingar lagaðar á staðnum. • Næg bílastæði og gott aðgengi. Grand erfidrykkjur Grand hótel Reykjavík, Sigtúni 38, sími 514 8000. erfidrykkjur@grand.is grand.is ✝ Okkar innilegustu þakkir viljum við færa öllum þeim fjölmörgu sem stóðu þétt við bakið á okkur og gáfu okkur styrk og stuðning við hræðilegt fráfall okkar elskuðu, BERGÞÓRU BACHMANN, Basel, Swiss, áður Grundarhúsum 30, Reykjavík. Fjölskylda, vinir og vinnufélagar hjálp ykkar hefur verið okkur ómetanleg, að ógleymdum öllum þeim sem hafa rétt okkur hjálparhönd við að koma Tecklu aftur til Íslands. Æðri máttarvöld blessi ykkur öll. Eyrún Þóra Baldursdóttir Bachmann, Ingi Steinn Bachmann, Guðríður Jónsdóttir Bachmann, Ástrós Jónsdóttir Bachmann, Sóley Rut Jónsdóttir Bachmann. ✝ Við sendum alúðarþakkir öllum þeim sem heiðruðu minningu ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU G. GUÐBRANDSDÓTTUR, og sýndu okkur samúð, hlýhug og vinarþel við andlát hennar og útför. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunarheimilisins Skógar- bæjar fyrir kærleika og frábæra umönnun síðustu æviár hennar. Sigurður Þorkelsson, Þorkell Sigurðsson, Sigríður Ólafsdóttir, Guðbrandur Sigurðsson, Ásdís Þórbjarnardóttir, Árni Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir hlýhug og vináttu við fráfall og jarðarför elskulegrar móður, tengda- móður, ömmu, langömmu og langalang- ömmu, MÖRTU HANNESDÓTTUR, Sólvallagötu 60, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hjúkrunarheimilinu Grund fyrir góða umönnun hennar og hlýjan hug. F.h. aðstandenda, Margrét Jónsdóttir, Árni Ingólfsson, Gunnar Jónsson, Kristín Kristinsdóttir, Lárus Jónsson, Sonja Egilsdóttir, Ágúst Jónsson, Ingibjörg Benediktsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Ari Guðmundsson. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug, stuðning og aðstoð vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa, bróður og mágs, BJÖRNS STEFÁNSSONAR, Hlíðarbyggð 29, Garðabæ. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki deilda 12G og 12E á Landspítalanum við Hringbraut og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir einstaka umönnun og hlýju. Hrefna Jónsdóttir, Ragnheiður Kristín Björnsdóttir, Elís Kjartansson, Berglind S. Björnsdóttir, Stefán Þór Björnsson, Elfa Dögg Finnbogadóttir, Jón Ingi Björnsson, Hugrún Valtýsdóttir, Hrafnhildur Stefánsdóttir Cummings, Páll M. Stefánsson, Jóhanna Hauksdóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför elskulegrar móður minnar, tengda- móður og ömmu, ÖLDU ANDRÉSDÓTTUR, Hæðargarði 29, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á deild A6, Landspítala í Fossvogi, fyrir frábæra umönnun. Auður Þórarinsdóttir, Bjarni Jóhannesson, Þórarinn Árni Bjarnason, Bryndís Bjarnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.