Morgunblaðið - 06.08.2011, Síða 28

Morgunblaðið - 06.08.2011, Síða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2011 ✝ Íris Sigurbjörgfæddist á Burst- afelli í Vest- mannaeyjum 25. september 1933. Hún lést á Sjúkra- húsi Vestmannaeyja 26. júlí 2011. For- eldrar hennar voru Aðalheiður Árna- dóttir frá Burstafelli í Vestmannaeyjum, f. 7.1. 1913, d. 20.10. 1987, og Sigurður Sigurjónsson frá Vopnafirði, f. 20.4. 1908, d. 16.7. 1979. Þau áttu saman þrjú börn, Árna, f. 1930, d. 1938, Kára Birgi, f. 1931, og Írisi. Þau slitu samvistir. Hálfsystkini Írisar, samfeðra, eru Jón Rúnar, f. 1941, d. 1998, Sigrún Birgitta, f. 1946, Eðvald, f. 1951, Vignir, f. 1954, og Díana, f. 1956. Síðar giftist Að- alheiður Ágústi Bjarnasyni frá Svalbarða í Vestmannaeyjum, f. 18.8. 1910, d. 3.1. 1983. Fyrir átti Ágúst Hörð, f. 1932, d. 2008. Hinn 16.5. 1959 giftist Íris Haf- seini Ágústssyni frá Varmahlíð í Vestmannaeyjum, f. 1.11. 1929. Foreldrar Hafsteins voru Ágúst Jónsson frá Varmahlíð, f. 5.8. 1891, d. 1.12. 1969, og Pálína Ei- ríksdóttir frá Kraga í Oddahverfi á Rangárvöllum, f. 10.4. 1895, d. 13.1. 1983. Börn Írisar og Haf- steins eru: 1) Aðalheiður, f. 15.1. 1959, gift Sigurði Inga Ólafssyni, nýju, f. 16.11. 1990. 6) Árni, f. 5.5. 1973. Fyrir átti Hafsteinn: 1) Söru, f. 4.6. 1952, gift Þórólfi Guðnasyni. f. 28.10. 1953. Börn þeirra: a. Hafsteinn, f. 19.5. 1977, í sambúð með Marteini Arnari Ol- sen Heimissyni, f. 27.7. 1982, b. Svavar, f. 5.6. 1986, í sambúð með Tinnu Sverrisdóttur, f. 8.3. 1988. 2) Svövu, f. 26.8. 1953, gift Ólafi H. Sigurjónssyni, f. 30.5. 1950. Börn þeirra: a. Anna, f. 28.10. 1971, gift Haraldi Hannessyni, f. 2.10. 1968, og eiga þau Baldur, f. 14.6. 1997, Hannes, f. 3.2. 2003, og Ólaf Má, f. 8.6. 2007. b. Andri, f. 18.12. 1982, í sambúð með Charlottu Sigrid á Kosini, f. 13.7. 1986, og eiga þau Sigurstein, f. 30.4. 2006. Íris fæddist á Burstafelli í Vestmannaeyjum og ólst þar upp og gekk þar í skóla. Vann á sín- um yngri árum við ýmis versl- unar- og þjónustustörf í Eyjum og í Reykjavík. Íris vann mestan sinn starfsaldur, eða um 30 ár, hjá Ísfélagi Vestmannaeyja og gegndi þar ýmsum trún- aðarstöfum, m.a. sem trún- aðarmaður starfsfólks. Íris og Hafsteinn héldu sitt heimili í Vestmannaeyjum alla tíð að undanskildu rúmlega einu ári þegar þau bjuggu í Reykjavík vegna eldgossins á Heimaey 1973. Íris var mjög félagslynd og lét mikið að sér kveða á því sviði. Hún söng í mörg ár með Samkór Vestmannaeyja og var virkur fé- lagi í Oddfellowstúkunni Vil- borgu. Útför Írisar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 6. ágúst 2011, kl. 14. f. 23.2. 1956. Börn þeirra: a. Íris, f. 19.5. 1981, í sambúð með Gunnari Þór Guðbjörnssyni, f. 18.5. 1981, og eiga þau Aðalheiði Krist- ínu, f. 28.6. 2007, og Guðbjörn Inga, f. 27.1. 2011. b. Sara, f. 4.11. 1988. c. Ólafur, f. 9.2. 1992. 2) Ágústa, f. 1.12. 1959, gift Ástþóri Jónssyni, f. 26.8. 1957. Börn þeirra: a. Sigríður Helga, f. 4.12. 1982, gift Hilmari Jóni Stefánssyni, f. 17.12. 1981, og eiga þau Ágúst Bjarna, f. 16.1. 2009. Fyrir átti Sigríður Helga Ágústu Aris, f. 4.7. 2004. b. Haf- dís, f. 14.7. 1986, í sambúð með Jónasi Þóri Gunnarssyni, f. 12.8. 1983, og eiga þau Oddnýju Báru, f. 18.1. 2011. Fyrir átti Hafdís Ást- þór, f. 7.3. 2008. c. Arna Hlín, f. 24.12. 1993. Fyrir átti Ástþór Ástu Steinunni, f. 21.12. 1976, í sambúð með Guðjóni Jóhannesi Kristjánssyni, f. 9.7. 1968. 3) Lára, f. 8.3. 1961, gift Einari Birgissyni, f. 9.8. 1957. Börn þeirra: a. Hlyn- ur, f. 31.1. 1985. b. Herdís, f. 10.1. 1991. 4) Hafdís, f. 1.10. 1963, d. 10.10. 1963. 5) Örn, f. 2.4. 1965, kvæntur Sólveigu Jónsdóttur, f. 19.9. 1964. Börn þeirra: a. Jóhann Haukur, f. 12.4. 1998. b. Orri Már, f. 18.7. 2000. Fyrir átti Örn Guð- Þeir vita það sem til þekkja að það er ekki sjálfgefið að börnum lyndi við nýja maka foreldra sinna eftir skilnað. Við systurnar kynnt- umst Írisi fyrir rúmlega 50 árum þegar hún giftist föður okkar. Hún og pabbi eignuðust sex börn, en við systur urðum strax sjálfsagður hluti af lífi hennar. Hið sama átti líka við um okkar nánustu, eins og eftirfarandi frá- sögn vitnar um. Við vorum sam- ankomin í þjóðhátíðartjaldi pabba og Írisar; börn þeirra, móðursyst- ir okkar og bróðir okkar móður- megin. Einhver sem var gestkom- andi í tjaldinu vildi vita deili á þessum barnaskara. Svar Írisar var: „Ég á þau öll.“ Viðmót Írisar í okkar garð var óbreytt þegar við vorum komin á fullorðinsár. Hún var einstaklega gestrisin, sem sást best eftir gosið á Heimaey. Þau höfðu misst húsið sitt og bjuggu í fimmtíu fermetra bráðabirgðahúsnæði með fimm börn en samt var alltaf pláss fyrir okkur þegar við komum til Eyja. Ef bregða á upp mynd af Írisi í stuttu máli sjáum við fyrir okkur konu sem var há, ljóshærð og gædd mikilli reisn, enda var hún mjög ákveðin og fylgin sér. Hún var vel lesin, músíkölsk og vel að sér um málefni líðandi stundar. Þrátt fyrir langvarandi veikindi geislaði ætíð af henni lífsgleðin og áhugi á högum sinna nánustu. Þegar erfiðara varð fyrir hana að ferðast seinni árin varð það sið- ur hjá okkur systkinunum að mæta með tölvuna og fara í máli og myndum yfir ferðirnar og naut hún þess að ferðast í gegnum okk- ur. Sá andi sem við systur ólumst upp við hjá móður okkar og móð- urforeldrum og síðan viðhorf Ír- isar til okkar er til eftirbreytni. Margir sem slíta samvistir og eiga börn gætu lært af því og allra er gróðinn. Við og fjölskyldur okkar minn- umst hennar með söknuði og miklu þakklæti. Sara og Svava (Ögga). Ég hitti stjúptengdamóður mína, hana Írisi, fyrst sumarið 1970 í Ísfélaginu í Vestmannaeyj- um. Ég var þá nýbyrjaður að slá mér upp með núverandi eiginkonu minni en Íris var þá gift eftirlif- andi eiginmanni sínum og mínum núverandi tengdaföður, Happa frá Varmahlíð. Einn sumardag mætti ljóshærð, hávaxin og tignarleg kona á vinnusvæði mitt í Ísfélag- inu ásamt tveimur öðrum konum. Þær pískruðu saman, bentu á mig og flissuðu eitthvað óskiljanlegt. Ég, óharðnaður unglingurinn, fór hins vegar hjá mér, varð óöruggur og hélt jafnvel að ég væri með ein- hvern útlitsgalla. Síðar komst ég að því, að þetta var hún Íris að berja mig, kærasta stjúpdóttur sinnar, augum. Allt frá þessum degi hef ég dáðst að Írisi vegna eiginleika hennar. Hún var mikil áhuga- manneskja um tónlist, einkum djass, og víðlesin í bókmenntum. Hún var kærleiksrík og full af réttlæti en var að sama skapi ákveðin og stjórnsöm á köflum. Besti vitnisburðurinn um mann- kosti Írisar er þó hversu mikið börn hennar og barnabörn sóttu til hennar, hversu áhugasöm hún var um daglegt líf allra sinna fjöl- skyldumeðlima og hversu einlægt hún leit á stjúpdætur sínar og þeirra fjölskyldur sem hluta af sinni fjölskyldu. Erfiðri og langri sjúkdóms- göngu Írisar er nú lokið og ég minnist hennar með miklu þakk- læti. Minningin um góða og heil- steypta manneskju mun lifa um ókomna framtíð. Þórólfur Guðnason. Mig langar til að skrifa örfá orð til þess að minnast ömmu minnar. Amma í Eyjum, eins og ég kallaði hana, verður alltaf í miklu uppá- haldi hjá mér, hvort sem var í lif- anda lífi eða eins og nú er orðið, í minningunni. Á stundum sem þessari hrannast upp minningar en erfitt reynist að koma þeim nið- ur á blað. Að sofa inni á gólfi í Hrauntúninu þar sem amma og afi bjuggu var svo þægilegt þegar ég fór þangað í heimsókn sem barn. Að ganga með ömmu yfir hraunið á leið í heimsókn til Öllu frænku. Síðar að fara með henni að keyra um eyjuna eftir að amma ákvað að taka bílpróf, þá komin yfir sextugt. Að sitja í Sólhlíðinni og spjalla um allt milli himins og jarðar. Að hringja í ömmu þegar ég var staddur uppi í Leifsstöð á leið til útlanda var venja, heyra svo aftur í henni eftir að heim var komið og segja ferðasöguna. Að vera með ömmu á ættarmóti og syngja og hjálpa henni að fylgjast með hvert við værum komin í söngbókinni. Standa úti í glugga heima í Hrafn- hólum og hlaupa út á bílaplan þeg- ar bíllinn renndi í hlað og hjálpa ömmu að bera upp „bjútíboxið“. Að sitja með ömmu í aftursætinu á bílnum okkar í einu fríinu og læra Eyjalögin. Allt eru þetta yndisleg- ar minningar sem aldrei gleymast. Elsku amma, takk fyrir allt, að hafa átt ömmu eins og þig eru for- réttindi. Hlynur Einarsson. Það er ótrúlega skrítið að setja niður á blað minningar um þig amma, þó að ég viti betur hefur mér alltaf fundist þú eiga að fylgja mér. Ég var fyrsta barnabarnið þitt og alnafna, ég var ótrúlega stolt af því enda ekki oft sem al- nöfnur koma í beinan kvenlegg. Í Hrauntúninu þar sem þið afi áttuð heima þegar ég var lítil var oft mikið fjör og skemmtilegast var að fá að fara í bíltúr á hvítu Lödunni, standa á milli sætanna og fá fugla- fóður, en það var „nammi“ sem var geymt í hanskahólfinu og allir vissu af. Svo þegar árin liðu varð sam- band okkar eins og gott vinkon- usamband. Ótrúlega fannst mér gaman að hringja í þig eftir að ég fluttist til Reykjavíkur og spjalla um allt milli himins og jarðar og þegar ég kom í heimsókn til Eyja var förinni fyrst heitið í Sólhlíðina þar sem beið heitt á könnunni og kóngabrjóstsykur með. Þegar við lögðum í ferðalagið upp á land aft- ur var hefð fyrir því að hringja í þig um leið og komið var í Þorlákshöfn og svo aftur þegar við vorum kom- in heim í íbúð, þú vildir alltaf vera þess fullviss að við kæmumst heil á leiðarenda. Ég er svo glöð að Alla fékk að kynnast þér og þú henni og einnig að þú fékkst að sjá og halda á Guð- birni Inga áður en þú kvaddir. Ég mun alltaf sjá til þess að þau viti hver amma í Sólhlíð var og segja þeim ótal sögur um þig, enda af nægu að taka. Ég er svo þakklát fyrir að hafa verið mikið í Eyjum þessa síðustu mánuði og getað heimsótt þig. Mig langar að enda þessa grein á fallegum texta úr þjóðhátíðarlagi sem ég veit að þú hélst mikið upp á, sem er vel við hæfi því þú naust þín hvergi betur en syngjandi í góðra vina hópi. Hvíl í friði elsku amma, ég mun ávallt sakna þín svakalega mikið. Það kvöldar við bergið og blær fer um strönd. það brimar í hjarta og hlý er mín hönd. Hljóðlát fer nóttin um hlíðar og grund og helgar okkar fund. (Árni Johnsen) Þín Íris. Hver ekur eins og ljón með aðra hönd á stýri, Bjössi á mjólkurbílnum, Bjössi á mjólkurbílnum. Hver stígur bensínið í botn í fyrsta gíri, Bjössi á mjólkurbílnum, hann Bjössi kvennagull Bjössi á mjólkurbílnum ásamt Barnabrag og fleiri slögurum er aðeins brot af því sem þú kenndir okkur frændsystkinunum. Þú sett- ist niður með okkur þegar við vor- um lítil og kenndir okkur þau frá grunni. Þú varst alltaf til staðar þegar við þurftum á þér að halda og betur til. Minning þín mun lifa sterk í hjörtum okkar það sem eft- ir er. Þú áttir stóran þátt í uppeldi okkar allra og eins og sannri ömmu sæmir giltu allt aðrar reglur heima hjá þér en hjá mömmu og pabba. Til dæmis mátti maður vaka miklu lengur, maður fékk alltaf að fara ofan í skúffu og fá sér nammi og kex þó svo að það væri ekki nammidagur og svo fékk mað- ur kokteilsósu með fiskinum sem fékk mann þá til að borða hann með bestu lyst. Þú fylgdist alltaf vel með öllu sem við tókum okkur fyrir hendur með miklum áhuga og það var allt- af ótrúlega gaman að koma í heim- sókn til þín, sitja inni í stofu og ræða allt það sem okkur datt í hug. Þú fylgdist einstaklega vel með strákamálunum okkar og oftar en ekki var það fyrsta spurningin sem sumar okkar fengu, hvort við vær- um nú ekki komnar með kærasta. Þú varst mikil áhugamanneskja um þjóðhátíð og eiginlega alla skemmtun yfir höfuð. Þegar þú varst hætt að koma sjálf inn í dal Íris Sigurbjörg Sigurðardóttir HINSTA KVEÐJA Hún amma Íris var ein- stök kona, hennar verður sárt saknað. Við þökkum fyrir ástúð alla, indæl minning lifir kær. Nú mátt þú vina höfði halla, við herrans brjóst er hvíldin vær. Í sölum himins sólin skín við sendum kveðju upp til þín. (HJ) Hvíldu í friði yndislega amma Íris. Við elskum þig. Hafdís og Arna Hlín Ástþórsdætur. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 • Mikið úrval • Yfir 40 ára reynsla • Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir ✝ Eiginmaður minn, faðir og fósturfaðir, KRISTINN S. DANÍELSSON vélvirki, Klettagötu 2, Hafnarfirði, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði miðvikudaginn 3. ágúst. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 12. ágúst kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans eru beðnir um að láta líknarfélög njóta þess. Áslaug Hafsteinsdóttir, Steingrímur Kristinsson, Aðalsteinn Jörgensen. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT HANNESDÓTTIR frá Núpstað, Langarholtsvegi 15, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ miðvikudaginn 3. ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. ágúst kl. 13.00. Jón Valur Samúelsson, Lovísa Gunnarsdóttir, Elsa Samúelsdóttir, Margrét Samúelsdóttir, Sveinn Sveinbjörnsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Elskulegur sonur okkar, bróðir og barnabarn, TRYGGVI HEIÐAR HAUKSSON, Vorsabæ 4, Reykjavík, lést föstudaginn 22. júlí síðastliðinn. Útförin hefur þegar farið fram frá Árbæjarkirkju. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug. Þeim sem vildu minnast hans er bent á ADHD samtökin eða Umhyggju, félag til styrktar langveikum börnum. Hildur Sveinsdóttir, Haukur Eggertsson, Steinunn Jóna Hauksdóttir, Heiða Tryggvadóttir, Sigurjóna Jónsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HLÍF S. SIGURJÓNSDÓTTIR, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 8. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Einnig viljum við þakka öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall hennar. Margrét I. Hafsteinsdóttir, Vilhelm Einarsson, Sigurður K. Hafsteinsson, Skúli Þór Hafsteinsson, Ana Jarilys Tejeda, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, HALLVEIG EINARSDÓTTIR, sem lést laugardaginn 30. júlí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. ágúst kl. 13.00. Einar Örn Lárusson, Lárus Guðberg Lárusson, Sigríður Þyri Friðgeirsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 8284 / 551 3485 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.