Morgunblaðið - 06.08.2011, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.08.2011, Blaðsíða 40
LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 218. DAGUR ÁRSINS 2011 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Fjórtán ára stúlka skilin eftir 2. Lést af slysförum 3. Sló jafnöldru sína með hamri 4. Asa starfsmanns um að kenna  Framleiðendur um 900 mynda hafa sótt um að fá sýningu á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík sem verður haldin í lok september en að- eins fáar þeirra munu komast að. Morgunblaðið/Árni Sæberg Metaðsókn á kvik- myndahátíðina RIFF  Listamennirnir Snorri Ásmunds- son, Páll Haukur Björnsson og Kol- beinn Hugi Hösk- uldsson verða með hljóðverk og innsetningar við alla þrjá inngang- ana á Hlemmi í dag. „Á Hlemmi er mannlífið meira stórborgarlegt. Þar er minni þörf til að brosa, það eru týpur þar sem eru frjálsari,“ segir Snorri. »34 Innsetningar á orku- stöðinni Hlemmi  Benedikt Reynisson (Benson is Fantastic) sem áður sá um út- varpsþáttinn Karate og hefur víða verið plötusnúður mun spila tónlist eftir dj-dagskrá sinni á Bakkusi í kvöld frá klukkan 23:30. Tónlistin verður allt frá Whitney Houston út í Slayers, Paul Sim- on og Gus Gus. Benson lýsir því sem „indy diskó“. Benson is Fantastic á Bakkusi í kvöld FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 5-10 m/s og skýjað með köflum, en þurrt að kalla. Hiti víða 12 til 20 stig, hlýjast V-lands, en mun svalara úti við N- og A-ströndina. Á sunnudag og mánudag Norðan 8-10 m/s með A-ströndinni, en annars hægari norð- læg eða breytileg átt. Skýjað N- og A-lands og þokuloft úti við sjóinn, en annars víða létt- skýjað. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á SV-landi. Á þriðjudag Hægviðri og víða léttskýjað, en sums staðar þokuloft úti við sjóinn. Hlauparinn Kári Steinn Karlsson úr Breiðabliki stendur nú á krossgötum á sínum ferli. Hann er fluttur heim eftir að hafa lokið námi í verkfræði í hinum kunna Berkeley-háskóla í Kali- forníu í Bandaríkjunum. Kári hefur jafnframt tekið þá ákvörðun að segja skilið við millivegalengdirnar og ætl- ar að snúa sér að maraþonhlaupum og stefnir á ÓL í London. »3 Hlaupandi verkfræð- ingur á krossgötum Bjarni Þór Viðarsson, sem hefur gegnt fyrirliðastöð- unni hjá íslenska U21 árs landsliðinu í knattspyrnu undanfarin ár og verið leik- maður belgíska úrvalsdeild- arliðsins Mechelen, fer und- ir hnífinn á mánudaginn. Ekki er allt með felldu í öðru hné hans. Bjarni Þór segist reikna með að verða frá keppni í allt að hálft ár af þessum sökum. »1 Bjarni Þór frá í allt að hálft ár „Það er ekki amalegt að vera orðinn atvinnumaður á skíðum tæplega sex- tán ára gamall,“ sagði Jakob Helgi Bjarnason sem fékk á dögunum kær- kominn stuðning til þess að leggja alpagreinarnar fyrir sig af alvöru. Jakob, sem er einungis á sextánda ári, skrif- aði á dögunum undir atvinnu- mannasamning við Atomic. »4 Sextán ára atvinnumað- ur á skíðum Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is „Þetta safn hefur verið að þróast á undanförnum áratugum. Þetta eru orðnir um tveir áratugir. Upphaf- lega var fyrsti eigandinn að því Hálf- dan Helgason og síðan núverandi formaður Landssambands íslenzkra frímerkjasafnara, Sigurður R. Pét- ursson. Síðan hef ég núna átt þetta í nokkur ár og við höfum allir bætt í safnið,“ segir Sigtryggur R. Eyþórs- son, frímerkjasafnari með meira. Safn hans af íslenskum bréfspjöld- um frá árunum 1879 til 1920 hlaut gullverðlaun auk heiðursverðlauna á Alþjóðlegu frímerkjasýningunni í Japan sem fram fór um síðustu helgi. Safnið hefur verið sýnt á fleiri sýn- ingum á undanförnum árum, bæði hér heima og víða erlendis, og ítrek- að hlotið gullverðlaun fyrir, til að mynda á Norrænu frímerkjasýning- unni sem fram fór í Finnlandi í apríl á þessu ári. Póstkort þess tíma Bréfspjöldin sem eru í safni Sig- tryggs þjónuðu hliðstæðum tilgangi og póstkort þjóna í dag. Þau voru notuð við ýmis tækifæri til þess að koma stuttum skilaboðum frá sér og voru töluvert mikið notuð á sínum tíma. Sem dæmi um fjölbreytta notkun bréfspjaldanna nefnir Sig- tryggur spjald sem er að finna í safn- inu sem sent var frá Borðeyri við Hrútafjörð á sínum tíma í þeim til- gangi að minna skuldunaut á að greiða skuld sína við þann sem sendi spjaldið. Alþjóðlega frímerkjasýningin er árlegur viðburður og fór á síðasta ári fram í London og þar á undan í Kína. „Það er mikil barátta hjá þessum stórþjóðum að fá að halda þessar sýningar,“ segir Sigtryggur og bætir við að til þess að fá aðgang að svona sýningum þurfi söfn fyrst að hafa verið sýnd í heimalöndum sínum og hafa náð góðum árangri þar og í til- felli norrænna safna á sýningum á Norðurlöndunum. Gull á alþjóðlegri sýningu  Safn íslenskra bréfspjalda frá árunum 1879 til 1920 í eigu Sigtryggs R. Eyþórs- sonar fékk á dögunum gullverðlaun á Alþjóðlegu frímerkjasýningunni í Japan Safnari Sigtryggur R. Eyþórsson, eigandi bréfspjaldasafnsins. „Ég vil hvetja fólk til að mæta í yf- irhöfnum fyrir þriðja þáttinn, sem er undir berum himni að kvöldi til,“ segir Jóhann Smári Sævarsson, leikstjóri og einn aðalsöngvara í óp- erunni Tosca, sem færð verður upp í Keflavíkurkirkju 12. og 14. ágúst. Unnið var að leikmyndinni utan dyra í gærmorgun og er undirbún- ingur kominn vel á veg, eins og sést á ljósmyndum í Sunnudagsmogg- anum í dag. „Það passaði bara að setja upp Toscu og það var tilvalið að setja hana upp í kirkjunni í Keflavík, því það er safnaðarheimili við hliðina á henni og garður á milli. Fyrsti þátt- ur óperunnar gerist í kirkju, annar þáttur í íbúð lögreglustjórans, sem við höfum í safnaðarheimilinu, og þriðji þátturinn er aftaka undir berum himni.“ Morgunblaðið/Kristinn Í yfirhöfn- unum á óperuna Óperan Tosca verður færð upp í Keflavíkurkirkju næstu helgi og þriðji þáttur undir berum himni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.