Morgunblaðið - 06.08.2011, Side 6

Morgunblaðið - 06.08.2011, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2011    Ég á iPhone og ákvað að fá mér þannig síma því hann bauð upp á meira en hinir snjallsímarnir á mark- aðinum. Ég nota símann minn aðallega til þess að fara á netið í honum, skoða Facebook og tölvupóstinn minn og auð- vitað hringja og senda skila- boð. Annars er ég nær alveg hættur að skoða tölvupóstinn í tölvunni. Ég er með tölvu- leikja-, ljósmynda- og IMdB- „apps“ í símanum meðal annars. Svo tek ég símann með mér í fríið og upp í sumarbústað en þá þarf helst að vera gott netsam- band til að hann nýtist. Atli Bjarnason nemi    Ég ákvað að fá mér svona síma aðallega út af því að það er hægt að skoða tölvupóstinn og netið í símanum og ég nota hann einmitt mest til þess að hringja og skoða tölvupóstinn. „Apps“ sem ég nota mest eru þau þar sem ég get skoðað veð- urspána og upplýsingar um flug. Helsti gallinn við svona snjallsíma er sá að ég er alltaf að nota hann, hvort sem ég er á ferða- lagi eða heima. Ég mæli samt með að fólk fái sér snjallsíma, þeir eru svo hentugir. Atle Bjerkli verkefnastjóri Texti: Lára Hilmarsdóttir Ljósmyndir: Sigurgeir Sigurðsson Fólk á förnum vegi Getur síminn þinn vísað þér veginn og bundið fyrir þig bindishnút? Víðast hvar erlendis sést fólk strjúka fingrum þvers og kruss eftir snertiskjám snjallsíma sinna, fletta upp kortum af næsta áfangastað, pikka inn skilaboð, drepa tímann í tölvuleikjum og fjöldamargt annað. Hérlendis virðist sem snjallsímar hafi ekki enn orðið jafnvinsælir og erlendis en þó sjást æ fleiri slíkir símar í höndum yngri kynslóðanna. Blaðamaður brá sér í bæinn og spurði fólk á förnum vegi hvers vegna það hefði ákveðið að fá sér snjallsíma og hvort og hvernig hann nýttist.    Þetta er svo sniðugt þegar maður fer til út- landa, þá er hægt að leita að upplýsingum og slíkt á fríu þráðlausu neti á hótelinu í staðinn fyrir að þurfa að fara á netkaffi. Ég nota eiginlega ekkert svona „apps“ í símanum mínum en ég sótti mér ýmislegt skemmtilegt, leiki og fleira eins og „sound-hound“ sem er mjög sniðugt. Með því getur maður leitað að lög- um. Svo nota ég líka minn- ismiða í símanum mikið. Símareikningurinn hefur ekki hækkað neitt síðan ég fékk mér snjallsíma. Dögg Guðmundsdóttir afgreiðsludama    Ég nota símann minn mest til þess að hringja og senda skilaboð, sem sagt ekkert frekar en gamla símann minn. „Apps“ sem ég er með og nota eru tölvu- póstur, Facebook og „run- keeper“ sem er forrit fyrir hlaupara. Ég held að snjall- símar séu frekar slæmir en góðir því það er ekkert endi- lega gott að vera sífellt tengdur við netið. Ég myndi samt fá mér aftur snjall- síma næst því ég er orðin háð því að vera með snjall- síma. Þeir eru líka mjög hentugir á ferðalögum er- lendis. Sigurbjörg Birgisdóttir framkvæmdastjóri    Ég nota snjallsímann minn, iPhone, mest til þess að fara á netið, skoða tölvupóstinn minn og Facebook. Ég er með u.þ.b. sex síður af „apps“ en þær sem ég nota mest eru Facebook og ýmislegt annað eins og „app“ sem leiðbeinir manni við að binda bindis- hnút. Þegar maður er erlend- is er svo hægt að athuga hvar merkilegir staðir og góð veit- ingahús eru. Ég gæti lifað án snjallsíma en það væri ekki eins skemmtilegt líf. Það er svo langt síðan ég var án snjallsíma að ég man varla hvernig það var í gamla daga. Jakob Einar Jakobsson rekstrarstjóri    Ég á svartan LG-snjallsíma, sem mér finnst mjög flottur, en ég fékk hann í gjöf frá mömmu og pabba. Ég nota símann mest til þess að hringja, senda skilaboð og taka myndir, en stundum fer ég á netið til að skoða Facebook. Ég er ekki ennþá búin að setja nein „apps“ inn á símann minn en það er samt hægt. Það eru rosalega margir í skólanum með svona snjallsíma og við erum oft að skiptast á tón- list í gegnum símana okkar í skólanum en það er bannað að vera með þá uppi í tím- um. Sara Bryndís Þórsdóttir nemi Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Stjórnarþingmenn vinna hörðum höndum að því að reyna að ná sam- komulagi um fjárlagaramma næsta árs. Stefnt er að því að niðurstaða geti legið fyrir snemma í næstu viku. Gert er ráð fyrir að fjárlaga- hópur, sem myndaður er af þremur þingmönnum úr hvorum flokki, fundi allan mánudaginn. Á mánu- dagskvöldið verður svo haldinn sameiginlegur vinnufundur þing- flokka ríkisstjórnarinnar, þar sem reynt verður að leiða þessa vinnu við fjárlagafrumvarp næsta árs til lykta. Ekki gert ráð fyrir skatta- hækkunum á almenning Í framhaldi af því hefst fjárlaga- nefnd handa við útfærslu og skipt- ingu einstakra útgjaldaliða en tím- inn er naumur því fjárlaga- frumvarpið þarf að liggja fyrir til- búið til prentunar 22. ágúst. „Við erum að reyna að setja sam- an meginlínur og stefnu sem við get- um öll sætt okkur við. Við stefnum að því að ljúka því á mánudag eða þriðjudag í næstu viku,“ segir Oddný G. Harðardóttir, formaður fjárlaganefndar. Hún segir að menn haldi sig við langtímaáætlun ríkis- stjórnarinnar sem sett var 2009 og gerir ráð fyrir jöfnuði árið 2013. Menn muni hvika eins lítið frá henni og hægt er. Þuríður Backman, þingflokksfor- maður Vg sem sæti á í fjárlaga- nefnd, segir greinilegt að áætlunin hafi riðlast. Þuríður segir að ákveðnar staðreyndir liggi fyrir m.a. um óvænt útgjöld á þessu ári, sem geri fjárlagavinnuna fyrir næsta ár erfiðari. Stærstu útgjaldaliðirnir sem setja strik í reikninginn að sögn Þuríðar eru aukin útgjöld vegna kjarasamn- inga, aukin fjárframlög vegna fjár- þarfar Íbúðalánasjóðs og kostnaður vegna yfirtökunnar á Sparisjóði Keflavíkur. Nýlega kom fram í Morgunblaðinu að eigið fé SpKef væri metið neikvætt um nálægt 30 milljarða og gæti þurft 38 milljarða framlag frá ríkinu til að fullnægja kröfum FME um eiginfjárhlutfall. Þá eru ótalin líkleg áhrif af verð- hruni undanfarinna daga í kauphöll- um um allan heim á fjárlagagerðina, sem getur átt eftir að leiða til stór- aukinna vaxtagjalda ríkissjóðs. Fram hefur komið að átök hafa verið um hvort ganga eigi lengra í hækkun skatta eða krefjast meiri niðurskurðar. ,,Það er ekkert hægt að komast hjá því að það verði ein- hver blanda af þessu en það er ekki gert ráð fyrir skattahækkun á al- menning. Við höfum gert kjara- samninga þar sem gefin eru fyrir- heit um að það verði ekki gert,“ segir Oddný. Hún kannast ekki við að ágreiningur sé á milli stjórnar- flokkanna um leiðir en skoðanir þingmanna séu skiptar þvert á flokka. Þetta er augljóslega snúið, því sérhver þingmaður hefur neitunar- vald þar sem ríkisstjórnin er aðeins með eins þingmanns meirihluta. Blönduð leið skatta og niðurskurðar  Fjárþörf Íbúðalánasjóðs, kostnaður vegna SpKef og aukin launaútgjöld setja strik í reikninginn við fjárlagagerðina  Enn gert ráð fyrir jöfnuði árið 2013 Morgunblaðið/Golli Lokasprettur Fjárlagafrumvarpið á að vera tilbúið í prentun 22. ágúst. Við fjárlaga- vinnuna er leitað leiða til að afla aukinna tekna og er stefnt að átaki gegn svartri at- vinnu- starfsemi og skattundanskotum til að auka skatttekjur ríkissjóðs. Þuríður Backman segir að ef rétt reyn- ist að svarti markaðurinn blómstri þá sé möguleiki á að ná meiri árangri við innheimtu álagðra skatta með hertu eft- irliti í stað þess að hækka skatta. Átak gegn skattsvikum AUKA SKATTTEKJURNAR Þuríður Backman Kosið verður á milli sr. Sigrúnar Óskarsdóttur og sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar í síðari umferð í vígslu- biskupskjöri í Skálholti. Kosningu til embættisins lauk fimmtudaginn 28. júlí síðastliðinn og atkvæði voru talin í gær. Mjög mjótt var á munum og þurfti að beita hlutkesti til að skera úr um hverjir kæmust í aðra umferð. Á kjörskrá eru 149 og greidd voru 146 atkvæði. Kjörsókn var því 98 prósent. Alls voru fjórir í kjöri. Sr. Sigrún Óskarsdóttir hlaut flest at- kvæði í kosningunni, eða 39 talsins. Sr. Kristján Valur Ingólfsson hlaut 37 atkvæði, sr. Agnes M. Sigurð- ardóttir einnig 37 og sr. Jón Dalbú Hróbjartsson rak lestina með 33 at- kvæði. Úrslit fyrir ágústlok Reglur kveða á um að kosið sé á ný á milli þeirra tveggja er flest at- kvæði hlutu í kosningu. Þar sem Agnes M. Sigurðardóttir og Kristján Valur Ingólfsson hlutu jafnmörg at- kvæði þurfti að varpa hlutkesti til þess að skera úr um hvort þeirra færi áfram í aðra umferð. Niður- staða þess varð sú að Kristján Valur Ingólfsson tekur þátt í seinni umferð kosningarinnar ásamt Sigrúnu Ósk- arsdóttur. Önnur umferð kosningarinnar fer fram strax að afloknum kærufresti, sem er 12. ágúst næstkomandi. Skilafrestur atkvæða rennur út 26. ágúst. Gert er ráð fyrir að talning at- kvæða úr annarri umferð fari fram laugardaginn 3. september 2011. Vígslubiskupskosning fór raunar fram fyrr á árinu, en var í kjölfarið ógilt þar sem atkvæði sem bárust eftir skilafrest höfðu verið talin með. Kjörstjórn þjóðkirkjunnar sagði af sér vegna málsins og ákveðið var að kosið yrði á ný. einarorn@mbl.is Sigrún Óskarsdóttir Kristján Valur Ingólfsson Komst áfram á hlutkesti Sigrún eða Kristján næsti vígslubiskup

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.