Morgunblaðið - 06.08.2011, Síða 23

Morgunblaðið - 06.08.2011, Síða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2011 Beðið Það fer sjaldan á milli mála þegar börnum leiðist. Þetta barn beið eftir að halda áfram göngu sinni um Laugaveginn með föður sínum og settist þreytt á hækjur sér við hlið hans. Árni Sæberg Undirrituð skrifaði grein um stofnun SpKef sparisjóðs í Við- skiptablaðið hinn 4. ágúst sl. Í greininni var bent á að ríkið hafði ekki lagaheimild til að stofna nýjan sparisjóð í apríl 2010 og því skorti sparisjóðinn starfsleyfi sem fjármálafyr- irtæki auk þess sem fjallað var um mögulegar afleiðingar þess. Í Morgunblaðinu hinn 5. ágúst sl. er skortur á lagaheimild staðfestur af hálfu Gunnars Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME). Hinsvegar segir Gunnar að spari- sjóðurinn hafi verið stofnaður með lögjöfnun frá ákvæði „neyðarlaganna“ svo kölluðu. Beiting „neyðarlaganna“ til að stofna spari- sjóð með lögjöfnun fæst hins vegar ekki staðist. Hvað er lögjöfnun? Lögjöfnun er fólgin í því að settri laga- reglu er beitt um ólögákveðið tilfelli, þ.e. til- felli sem engar reglur gilda um, en tilfellið er talið svara efnislega til þeirra tilfella sem rúmast innan viðkomandi lagareglu. Með því er í reynd búin til ný regla. Til að heimilt sé að beita lögjöfnum þurfa ýmis skilyrði að vera fyrir hendi, s.s. að ekki gildi önnur skráð eða óskráð regla um tilfellið. Þannig verður lögjöfnun t.d. ekki notuð til að víkja annarri lagareglu til hliðar, auk þess sem tilfellið sem kemur til skoðunar að beita lög- jöfnun um má ekki hafa verið haft í huga þegar viðkomandi lög voru sett. Ákvæði um sparisjóði í lögum Í lögum um fjármálafyrirtæki eru ákvæði um stofnun sparisjóðs, sem í sjálfu sér úti- loka röksemdina um lögjöfnun. Jafnframt var sérstaklega haft í huga þegar „neyð- arlögin“ voru sett í október 2008 að spari- sjóðirnir líkt og viðskiptabankarnir gætu lent í fjárhagserfiðleikum. Í ljósi þess var sett sérstakt ákvæði um sparisjóði í 2. gr. „neyðarlaganna“. Það ákvæði veitti hins veg- ar ekki heimild til að búa til nýjan sparisjóð á grundvelli laganna heldur var farin sú leið að heimila að ríkisvaldið tæki allt að 20% eignarhlut í þegar starfandi sparisjóðum. Eignarnám og ríkisframlög ekki gerð með lögjöfnun Þegar eignir Sparisjóðsins í Keflavík voru fluttar til (nýja) SpKef sparisjóðs var um eignarnám að ræða. Um slíka íþyngjandi að- gerð gagnvart eignarréttindum eru ákvæði í stjórnarskrá. Ljóst er að slík aðgerð verður ekki framkvæmd á grundvelli lögjöfnunar. Jafnframt er rétt að benda á það að lögjöfn- un er ekki fullnægjandi heimild til fjárútláta af hálfu ríkisins, en þau fólust óhjákvæmi- lega í stofnun (nýja) SpKef sparisjóðs. Þessu til viðbótar má benda á, að engin nauðsyn stóð til þess að eignir Sparisjóðsins í Kefla- vík yrðu fluttar til annars sparisjóðs, sbr. t.d. fordæmi varðandi flutning eigna Byrs sparisjóðs til Byrs hf. Einnig var mögulegt fyrir FME á grundvelli ákvæði VI til bráða- birgða í lögum um fjármálafyr- irtæki að flytja eignirnar í ann- an starfandi sparisjóð. Vandann bar ekki brátt að Til viðbótar má benda á það að vanda Sparisjóðsins í Kefla- vík bar ekki brátt að í apríl 2010. Sparisjóðurinn hafði verið undir sérstöku eftirliti FME skv. 86. gr. lag- anna um fjármálafyrirtæki um tæplega eins árs skeið þar sem hann uppfyllti ekki kröfur um lágmarks eigið fé. Hann gat eingöngu starfað vegna þess mats FME að möguleiki væri á að sparisjóðnum tækist að lagfæra eiginfjárstöðuna. Þannig höfðu menn nægan tíma til að breyta lögunum ef vilji var til þess að búa til frávik frá almennum reglum um stofnun sparisjóða. Til viðbótar átti skv. „neyðarlögunum“ að vera búið að endur- skoða þau fyrir þann tíma sem SpKef spari- sjóður var stofnaður. „Höfundur“ neyðarlaganna Gunnar Andersen vísar sérstaklega til þess að möguleiki á stofnun SpKef spari- sjóðs á árinu 2010 með lögjöfnun hafi verið skoðaður af „höfundi neyðarlaganna“. Al- mennt skal á það bent að afstaða „höfundar laga“ skiptir litlu máli þar sem Alþingi setur lög og ákveður endanlegt efnisinnihald og orðalag þeirra, en ekki sá eða þeir ein- staklingar sem skrifa lagatillögur. Jafnframt skal Gunnari sérstaklega bent á að ef hægt er að tala um einhvern einn aðila sem „höf- und neyðarlaganna“ þá var það Guðbjörg Bjarnadóttir fyrrverandi sviðsstjóri FME sem lést langt fyrir aldur fram í mars 2009. Guðbjörg vann drög að frumvarpi vorið 2006, að beiðni þáverandi forstjóra FME, í kjölfar skýrslu svonefnds samráðshóps um fjármálastöðuleika. Þau frumvarpsdrög voru grunnur „neyðarlaganna“, en nokkrir ein- staklingar komu að lokafrágangi endanlegs frumvarps. Niðurlag Í ljósi alls framangreinds og þess sem segir í grein minni í Viðskiptablaðinu verður að telja að SpKef sparisjóður hafi verið stofnaður án heimildar og lögjöfnun hafi ekki verið tæk. Eftir Árnýju J. Guðmundsdóttur »… verður að telja að SpKef sparisjóður hafi verið stofnaður án heimildar og lög- jöfnun hafi ekki verið tæk. Árný J. Guðmundsdóttir Höfundur er lögfræðingur hjá Rökstólum lög- fræðistofu. SpKef án lagagrunns – lögjöfnun ekki tæk Þótt samgöngur Íslands við umheiminn hafi tekið miklum framförum skipar lega landsins því við jaðar viðskipta, hvort sem litið er til Evrópu eða meginlands Ameríku. Íslendingar munu leit- ast við að draga enn frekar úr áhrifum þessarar náttúrulegu einangrunar, en jafnframt er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir að hún markar okkur örlög, bæði til ills og góðs. Svo vill til að við höfum viða- miklar heimildir um frumgerð íslensks sam- félags. Íslendingar völdu sér hér búsetu, að því er virðist, í ákveðnum tilgangi. Þeir virðast hafa leitað hér eftir griðastað, þar sem þeir gætu lifað í friði fyrir konungsvaldi og léns- skipulagi, sem á tímum landnáms ruddi sér til rúms í Noregi, eftir að hafa breiðst yfir alla Vestur-Evrópu. Þær sögur sem Íslendingar sögðu sjálfir um tilurð þjóðveldisins tala sínu máli með skýrari hætti en algengt er um slíkar frásagnir. Eflaust er hægt að efast um heim- ildagildi slíkra frásagna, einkum þar sem höf- undar þeirra – þekktir sem óþekktir – geta ekki lengur varið fræðimannsheiður sinn. Á sama tíma og konungsvaldi, með valda- samþjöppun og lénsskipulagi, var komið á um nánast alla Evrópu nema í Sviss og hér á landi voru Íslendingar önnum kafnir við að móta samfélag, sem var annars kyns. Fram- kvæmdavald var óverulegt. Stofnanir sam- félagsins voru annars vegar löggjafarsam- kunda og hins vegar dómskerfi, með þremur dómsstigum. Ef marka má þessa lýsingu er stofnun þjóðveldisins „geóstrategískur“ gjörn- ingur, þ.e. ákvörðun byggð á landfræðilegum, stjórnmálalegum og menningarlegum for- sendum. Íslendingar fóru einnig ótroðnar leiðir, þeg- ar ritlist barst hingað með kristinni trú. Þeir skráðu sinn fróðleik á móðurmálinu en ekki á latínu svo heitið gat. Ísland varð því snemma miðstöð bókmennta á því máli sem kallað var dönsk tunga til forna og var sameiginlegt mál Norðurlandaþjóða fram á 13. öld. Af þessum sökum mörkuðu Íslendingar sér sérstöðu í stjórnmálum og bókmenntum frá upphafi Íslandsbyggðar. Þegar þjóðin var við það að endurheimta sjálfstæði sitt var það henni eðlilegt að stofna sinn eigin háskóla. Það var liður í sjálfstæðisbaráttu hennar. Lög- fræði, læknisfræði, heimspeki og guðfræði flokkuðust undir þann grundvöll, sem talinn var Íslendingum nauðsynlegur til að stíga sín fyrstu spor sem sjálfstæð þjóð. Menningarleg sérstaða Íslendinga er arfleifð, sem flestum ætti að geta verið styrkur að og engum stend- ur ógn af. Það er athyglisvert, að í skýrslu Evrópu- sambandsins um stöðu aðildarviðræðna við Ís- land er menningarleg sérstaða Íslendinga að nokkru leyti viðurkennd. Tekið er fram að Ís- lendingar skilgreini sig ekki sem hluta af meg- instraumum evrópskrar sögu. Íslendingar byggðu upp velferð sína á skömmum tíma. Fátt er útlendingum óskilj- anlegra en sú staðreynd að um aldamótin 1900 var nánast engin grunnþjónusta til í landinu. Norðmenn, sem þá voru meðal fátækustu þjóða Evr- ópu, áttu varanleg hús, hafnir, vegi og járnbrautir. Af slíkum undirstöðum framfara og þróun- ar áttu Íslendingar nánast ekki neitt. Á þessum augljósa skorti á grunngerð var þó ein undantekn- ing. Hún var ekki minni háttar. Íslendingar voru læsir og skrif- andi. Og trúaðir á framtíðina. Eru til margar og merkilegar heimildir um framfarasinnað hugarfar Íslendinga, löngu áður en efnahagur þeirra og tíðarfar landsins fór að batna. Íslendingar sóttu ekki fjárhagsstyrki til annarra þjóða til að byggja upp sitt samfélag, ef undan er skilin Marshall-aðstoðin. Það sem mestu máli skiptir þó, í tengslum við umsókn um Evrópusambandið, er að íslenskt velferð- arsamfélag eins og það er í dag er ekki byggt upp með aðstoð sjóða ESB. Hvorki Samræm- ingarsjóður (Cohesion Fund) né Grunngerð- arsjóður (Structural Fund) hafa komið hér við sögu. Við höfum notið góðs af vísindasamstarfi við rammaáætlun ESB, en á þeim vettvangi eru umsóknir metnar eftir vísindalegum gæð- um og mikilvægi. Íslendingar hafa sótt fé í þá sjóði vegna verðleika og hafa því lagt ESB til það sem þarf til samstarfs á jafnrétt- isgrundvelli. Meginforsendur velgengni þjóðarinnar á 20. öld og fram til dagsins í dag eru tengdar skyn- samlegri nýtingu náttúruauðlinda, mikilli trú á gildi menntunar og vísinda og góðum tengslum við þjóðir austan og vestan Atlantshafsins, sem hafa ræktað með sér sambærileg gildi og Íslendingar hafa í hávegum. Þar sem þjóðin hefur haslað sér völl, við landfræðilega ein- angrun og fjarri mörkuðum, á hún mikið undir því að þróast í sem bestum tengslum við um- heiminn, við aðrar þjóðir og við skyld jafnt sem framandi menningarsamfélög. Aldrei hef- ur vegur Íslendinga verið meiri né menning þeirra rismeiri en þegar samskipti þeirra við aðrar þjóðir hafa verið sem sterkust. Miðað við þessar forsendur er það farsælast fyrir Íslendinga að halda sem flestum leiðum opnum í samskiptum sínum við umheiminn. Við eigum hagsmuna að gæta í þeirri þróun sem átt hefur sér stað innan Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar, þar sem lögð hefur verið áhersla á aukið frelsi í viðskiptum. Það gengur hins vegar gegn hefðbundnum hags- munum Íslands að leita sér skjóls innan tol- lamúra Evrópusambandsins. Það þarf því að færa óvenju sterk rök fyrir því að hagsmunir Íslands liggi í því að leiða sjálfstæði þjóð- arinnar inn á lendur ESB. Eftir Tómas Inga Olrich » Aldrei hefur vegur Íslend- inga verið meiri né menn- ing þeirra rismeiri en þegar samskipti þeirra við aðrar þjóðir hafa verið sem sterkust. Tómas Ingi Olrich Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Sérstaða Íslands

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.