Morgunblaðið - 06.08.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.08.2011, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2011 ● Kreditkortavelta heimila jókst um 8,5 prósent á tímabilinu janúar til júní í ár miðað við sama tímabil í fyrra. Debet- kortavelta jókst um 4,8 prósent á sama tíma. Raunhækkun á innlendri greiðslukortaveltu nam 3,8 prósentum á tímabilinu. Greiðslukortavelta Íslendinga erlend- is jókst um 23,3 prósent en erlend greiðslukortavelta hérlendis jókst um 13,3 prósent á fyrri helmingi ársins miðað við sömu mánuði í fyrra. Greiðslukortavelta eykst milli ára Morgunblaðið/ÞÖK Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Evrópski seðlabankinn reyndi í gær að slá á áhyggjur fjárfesta eftir miklar lækkanir á hlutabréfamörkuðum á fimmtudag með því að lýsa því yfir að hann gæti farið að kaupa spænsk og ítölsk ríkisskuldabréf. Á fimmtu- dag hafði bankinn aðeins sagst ætla að kaupa portúgölsk og írsk ríkisskuldabréf og olli það vonbrigðum meðal fjárfesta. Þrátt fyrir yfirlýsinguna í gær fór svo að stærstu hlutabréfavísitölur álfunnar lækk- uðu töluvert. Fram eftir degi leit út fyrir að lækkunin yrði óveruleg eða jafnvel að ein- staka vísitölur myndu hækka, en á síðustu klukkutímunum tóku vísitölur dýfu niður á við. Segir í frétt Financial Times að ástæðan fyrir áframhaldandi lækkunum á hlutabréfa- mörkuðum séu áhyggjur fjárfesta af hag- vexti í heiminum. Þá er skuldavandi Evr- ópuríkja ofarlega í huga margra, en þeim ríkjum fer fjölgandi sem virðast eiga í alvar- legum erfiðleikum með skuldir sínar. Hækkanir ársins þurrkaðar út Breska FTSI hlutabréfavísitalan lækkaði um 2,7 prósent í gær og hefur lækkað um ein 11,1 prósent á árinu. Langstærstur hluti þessarar lækkunar varð í liðinni viku, en þá lækkaði vísitalan um 9,8 prósent. Sambæri- lega sögu er að segja af frönsku CAC vísitöl- unni, sem hefur lækkað um 13,8 prósent á árinu, þar af 10,7 prósent í vikunni. Ástæður fyrir lækkunarhrinunni í vikunni eru margar, en ein sú mikilvægasta snýr að Ítalíu. Ítalskir ráðamenn leituðu á náðir Evr- ópusambandsins og í kjölfarið fór ávöxtunar- krafa á ítölsk ríkisskuldabréf yfir kröfuna á sambærilegum spænskum bréfum í fyrsta sinn í rúmt ár. Því hærri sem ávöxtunar- krafan er því lægra er verðið á bréfunum og því hærri er fjármögnunarkostnaður við- komandi ríkja. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, átti nokkurra klukkutíma neyðarfund með fjármálaráðherranum Giulio Tremonti, þar sem þeir ákváðu að flýta umbótum í ítalska hagkerfinu. Hingað til hafa viðbrögð Berlus- conis við minnkandi trausti fjárfesta á ítalska hagkerfinu aðallega falist í því að saka spákaupmenn og utanaðkomandi þætti um hvernig farið hefur. Meðal þess sem sagt er vera í umbóta- pakkanum er nýtt ákvæði í stjórnarskrá rík- isins sem kveður á um að ríkissjóð megi ekki reka með halla og ótilgreindar umbætur á velferðarkerfinu. Þá er rætt um að lækka laun kjörinna fulltrúa og skera niður framlög til stjórnmálaflokka. Tillögurnar skotnar niður Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, José Manuel Barroso, lagði til að neyðarsjóður ESB yrði stækkaður um 440 milljarða evra, m.a. vegna vanda Ítalíu, en sú hugmynd hefur verið skotin niður af þýskum stjórnvöldum. Efnahagsráðherra Þýska- lands, Philipp Rösler, gagnrýndi tímasetn- ingu tillögunnar. Skuldavandinn í Evrópu er nú farinn að hafa bein áhrif á afkomu evrópskra fjármála- fyrirtækja. Tap breska bankans Royal Bank of Scotland nam 1,4 milljörðum punda, 265 milljörðum króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Skýrist það meðal annars af því að bankinn færði niður eign sína í grískum rík- isskuldabréfum. Hagnaður RBS á fyrri hluta ársins í fyrra nam 9 milljónum punda. Evrópskir markaðir í frjálsu falli Reuters Ítalía Þrátt fyrir allt var Berlusconi kokhraustur þegar hann mætti á blaðamannafund í gær.  Enn héldu evrópsk hlutabréf áfram að lækka í gær  Hækkanir ársins þurrkaðar út  Ítalía lofar bót og betrun í ríkisfjármálum  Ávöxtunarkrafa á ítölsk skuldabréf hærri en á spænskum bréfum ● Alls var 85 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu 29. júlí til og með 4. ágúst. Þar af voru 68 samningar um eignir í fjölbýli, 15 samningar um sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 2.326 milljónir króna og meðalupphæð á samning 27,4 milljónir króna. Kemur þetta fram á vef Þjóðskrárinnar. Engum samningi var þinglýst á Suð- urnesjum, þremur á Akureyri og einum samningi var þinglýst á Árborgarsvæð- inu. Hús Um 85 fasteignir seldust í vikunni. Alls 85 kaupsamningum þinglýst ● Árni Tómasson, formaður slitastjórnar Glitnis, segir að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Stapa lífeyrissjóðs gegn Straumi-Burðarás fjárfestinga- banka geti ýtt undir að fleiri kröfuhafar höfði mál gegn föllnu bönkunum. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg-fréttastofunnar. Í versta falli getur sú niðurstaða tafið vinnu við nauðasamningsferli. „Þetta er eitt af því sem við þurfum að skoða vel og meta hver áhrifin verða ef nið- urstaðan verður staðfest í Hæstarétti. Þetta getur leitt til þess að nauðasamn- ingar, ef til þeirra kemur, verða flóknari og jafnvel tímafrekari,“ sagði Árni í viðtali við Viðskiptablaðið í vikunni. Niðurstaðan ýtir undir fleiri kröfur ● Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,17 prósent í gær og endaði í 208,62 stigum. Verðtryggði hluti vísi- tölunnar lækkaði um 0,03 prósent, en sá óverðtryggði hækkaði um 0,67 pró- sent. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 0,12 prósent vegna 2,22 prósenta hækkunar á Icelandair. Vísitölur hækka Stjórn og stjórn- endur danska skartgripafram- leiðandans Pan- dora hefðu strax eftir fyrsta árs- fjórðung þessa árs getað upplýst um að útlit væri fyrir mikinn samdrátt á helstu mörkuðum fyr- irtækisins. Danska blaðið Børsen segir frá því að sænski Handelsbanken gagnrýni nú Pandora fyrir villandi og of litla upplýsingagjöf til mark- aðsaðila. Upplýsingarnar sem um ræðir eru að strax á fyrsta fjórðungi var ljóst að sala til verslana í Bretlandi og Þýskalandi var farin að minnka. Í stað þess að greina frá þessari þróun í ársfjórðungsuppgjöri sínu hélt Pandora fast við bjartsýnar afkomuspár, sem komu svo í haus- inn á fyrirtækinu þremur mán- uðum síðar þegar ekki var lengur hægt að leyna því í hvert stefndi. Þegar Pandora birti uppgjör fyr- ir annan ársfjórðung og leiðrétta afkomuspá hrundi hlutabréfaverð fyrirtækisins og nam lækkunin rúmum 65 prósentum á einum degi. Gengi bréfa Pandora hækkaði reyndar um rúm sjö prósent í gær, en Børsen greindi frá því að stjórn- endur og aðrir innherjar fyrirtæk- isins hefðu verið að kaupa hluta- bréf undanfarna daga, einkum eftir hrunið í byrjun vikunnar. Stjórnarmaðurinn Erik D. Jen- sen keypti á miðvikudag hlutabréf í fyrirtækinu fyrir rúmar 430.000 krónur danskar, andvirði um 9,5 milljóna íslenskra króna. Þá keypti Christian Frigast, forstjóri verð- bréfasjóðsins Axcel, bréf fyrir um milljón danskar krónur, en Axcel er stór hluthafi í Pandora. Að lok- um keypti fyrirtæki tengt öðrum stjórnarmanni Pandora bréf fyrir rúma milljón danskra króna. Pandora leyndi upp- lýsingum Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Ekki er hægt að láta eins og það sé ekki stóralvarlegt mál ef rétt reyn- ist að ekki hafi verið staðið að yf- irtöku Fjármálaeftirlits á SpKef með lagalega réttum hætti, að sögn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. „Getur það verið að FME ætli að láta það hanga í lausu lofti hvort nauðsynlegar lagaheimildir hafi verið fyrir yfirtökunni á SpKef? Það getur ekki verið að menn telji það ásættanlegt að uppi sé vafi um slík mál,“ segir Bjarni. „Þetta er enn eitt atriðið varð- andi aðkomu þessarar ríkisstjórnar að endurreisn fjármálakerfisins sem verður að rannsaka og skýra fyrir þjóðinni,“ segir Bjarni. „Ég hef kallað eftir því að fjár- málaráðherra geri opinberar upp- lýsingar um þann ágreining sem kominn er upp milli ríkis og Lands- banka um virði eigna SpKef. Það er sjálfsagt að fólk viti í hverju sá ágreiningur felst.“ Vísar Bjarni þar til frétta af nýju mati Landsbank- ans á eignum SpKef, en það gefur til kynna að mun meira fé þurfi frá ríkinu til að sparisjóðurinn standist eiginfjárkröfur FME. „Þetta kallar á tafarlausa skoðun. Ekki bara þessa tiltekna máls, heldur líka almennt um inngrip þessarar ríkisstjórnar í fjármála- fyrirtæki. Mér sýnist vera í upp- siglingu töluverður skellur fyrir ríkissjóð vegna þess að menn hafa ítrekað misreiknað efnahagsreikn- inga. Hver hefðu viðbrögðin orðið ef Íslandsbanki hefði farið á haus- inn nokkrum mánuðum eftir að hann var stofnaður haustið 2008, svo dæmi sé nefnt? Maður spyr sig líka hvort ástæðan fyrir lægra eignamati sé einfaldlega sú að svo illa hafi verið haldið á málum að eignirnar hafi rýrnað af þeim sök- um,“ segir Bjarni. Kallar á tafar- lausa rannsókn  Bjarni Benediktsson vill upplýsingar um eignir SpKef og ástæður rýrnunar Morgunblaðið/Árni Sæberg SpKef Bjarni vill skýringar á ágreiningi vegna mats á eignum SpKef.                                           !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +00-10 ++.-0+ 22-3+. 2+-31/ +.-.1 +,3-/. +-4.,2 +04-,5 +14-32 ++1-3. +0/-+4 ++0-+1 22-30+ 2+-+5+ +.-0+2 +,+-5/ +-4./, +0,-30 +14-40 223-0202 ++1-5, +0/-1 ++0-,+ 22-+4, 2+-+/5 +.-014 +,+-0+ +-4050 +0,-15 +14-/4 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.