Morgunblaðið - 06.08.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.08.2011, Blaðsíða 14
Atvinnuleysi 9% 8% 7% 6% 5% 4% 3% 2% 1% 0% 2010 Hér er lagt til grundvallar að atvinnuleysi verði 0,6-0,8%minna í haust en á haustmánuðum í fyrra, skv. spá Friðriks Friðrikssonar, hagfræðings hjá Vinnumálastofnun. Þá er reiknað með að atvinnuleysi verði 0,9%minna í júlí, ágúst og september en í fyrra. Byggir það á því handahófskennda vali að atvinnuleysi var 0,9%minna í júní en í samamánuði í fyrra. Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv DesJan Feb Mar Apr Maí 2011 Heimild: Hagstofa Íslands. 7,6 7,5 7,3 7,1 7,5 7,7 8,0 8,5 8,6 8,6 8,1 7,4 6,7 6,6 6,4 6,2 6,7 -6,9 6,9 -7,1 7,2 -7,4 % Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Yfirleitt dregur úr atvinnuleysi yfir sumar- mánuðina, en svo eykst það aftur með haust- inu, meðal annars vegna árstíðarsveiflu. Gera má ráð fyrir því að atvinnuleysi verði um 0,6%- 0,8% minna í haust en haustið 2010,“ segir Friðrik Friðriksson, hagfræðingur hjá Vinnu- málastofnun, spurður um horfur í atvinnumál- um á landinu með haustinu. Meðaltalið á milli 7% og 8% í ár „Gera má ráð fyrir því að atvinnuleysið verði nálægt 7,5% að meðaltali í ár og því 0,6 pró- sentustigum minna en síðasta ár. Síðustu 12 mánuði frá júlí í fyrra og fram í júní í ár var meðalfjöldi atvinnulausra um 12.700 eða að meðaltali 7,8%,“ segir Friðrik. Má í þessu samhengi rifja upp þau ummæli Gissurar Péturssonar, forstjóra Vinnumála- stofnunar, frá því í vor að ekki hafi sést jafn mikið atvinnuleysi á Íslandi og í jafn langan tíma síðan í kjölfar kreppunnar miklu 1929. Straumur til og frá landinu Hagstofa Íslands tekur saman tölur yfir bú- ferlaflutninga til og frá Íslandi. Nýjustu tölur eru frá miðjum júlí en í þeim kemur fram að 840 íslenskir ríkisborgarar fluttust frá landinu á fyrsta ársfjórðungi en 980 á öðrum ársfjórð- ungi. Gera þetta samanlagt 1.820 manns. Á sama tímabili fluttust 380 erlendir ríkisborg- arar burt frá landinu á fyrsta landsfjórðungi og 800 á öðrum ársfjórðungi, alls 1.180 manns. Saman gera hóparnir því 3.000 manns. Athygli vekur að 640 og 620 erlendir ríkis- borgarar fluttust til landsins á fyrsta og öðrum ársfjórðungi, alls 1.260 manns, og 570 og 620 ísl. ríkisborgarar til landsins sömu ársfjórð- unga og því 2.450 í báðum hópum samanlagt. Flytja því enn fleiri frá landinu en til þess. Á annan tug þúsunda verða án vinnu  Lítillega dregur úr atvinnuleysi með haustinu  3.000 fluttust frá landinu fyrstu sex mánuðina 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2011 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ástandið þyrfti að vera miklu betra. Atvinnuleysið þyrfti að ganga miklu hraðar niður. Mér sýnist ekkert vera í sjónmáli sem kemur í veg fyrir að atvinnuleysi aukist aftur með haust- inu. Það alvarlegasta í þessu er að þegar fjárfestingar í atvinnulífinu komast ekki á fullan skrið erum við ekki að ná atvinnuleysinu nógu mikið niður. Vandinn er ekki aðeins bund- inn við þetta ár. Hann nær til næsta árs,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, um horfur í atvinnumál- um. Beðið eftir upptakti – Eruð þið þegar farnir að hafa áhyggjur af árinu 2012? „Ef hagvöxtur á að vera meiri á næsta ári þarf að verða upptaktur í efnahagslífinu í lok ársins. Það má segja að þetta ár sé nánast tapað hvað hagvaxtarmöguleika snertir.“ – Nú er nýbúið að undirrita kjara- samninga. Þetta er varla í takt við þær væntingar sem þið höfðuð? „Við byggðum kjarasamningana á væntingum um að hagvöxtur yrði 4 til 5% á ári. Við gerðum svo sem ekki ráð fyrir slíkum hagvexti í ár en hins vegar á því næsta og þarnæsta.“ – Þú átt þá við að það sé ekki verið að stefna á þessa braut 2012? „Nei. Við erum ekki komin inn á þá braut enn þá. Það er í sjálfu sér lítið sem við getum gert annað en að þrýsta á að eitthvað fari að gerast.“ Árni Jóhannsson, forstöðumaður mannvirkjasviðs hjá Samtökum iðn- aðarins, tekur í svipaðan streng. „Haustið verður hrímkalt. Það er ekkert í gangi,“ segir Árni. –Hvernig er útlitið miðað við væntingar ykkar fyrr á árinu þegar skrifað var undir kjarasamninga? „Stjórnvöld hafa ekki gert eitt eða neitt í því sem þau ætluðu að gera. Það er ekkert í gangi hjá okkur og það er einmitt kyrrstaðan sem ein- kennir þetta ár. Við horfum nú fram á enn einn biðleikinn.“ Þorir ekki að horfa til 2012 – Horfið þið til þess að árið 2012 verði rólegt ár í framkvæmdum? „Ég þori ekki að horfa svo langt. Þetta er „dejà vu“, svo maður megi sletta, frá árinu 2010. Þetta er endurtekning á því sama.“ Orri Hauksson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins, segir erf- iðar aðstæður á erlendum mörkuð- um bæta gráu ofan á svart. „Ég sé fáar ástæður til að ætla að horfurnar séu góðar til skamms tíma. Það sem er að gerast í heims- hagkerfinu og á okkar helstu mörk- uðum, í Evrópu sérstaklega, gefur ekki tilefni til bjartsýni. Svo erum við sjálf heldur betur að stíga á eigin skóreimar. Í fyrsta lagi reikna ég með að fjárfesting í sjávarútvegi verði áfram mjög lítil og það kemur aftur niður á ýmsum iðngreinum. Í öðru lagi misstum við af þessu ári líka hvað stórar vegafram- kvæmdir snertir og svo eru það vandræðin í fangelsismálum,“ segir Orri og nefnir einnig „klúður“ með útboð á olíuleit á Drekasvæðinu og seinagang vegna skurðstofa í Reykjanesbæ máli sínu til stuðnings. „Og þótt niðurstaða gerðardóms varðandi Helguvík verði þannig að verkefnið geti farið aftur af stað með haustinu mun líða langur tími þar til það skilar sér í atvinnusköpun. Þannig að það er fátt í spilunum sem segir okkur að nokkuð gerist haustið 2011 né lengi árs 2012.“ – Rætt er um að við þurfum 4-5% hagvöxt til að ná niður atvinnu- leysinu. Stefnir í slíkan vöxt 2012? „Það væri kraftaverk. Ég sé ekki hvaðan slíkur vöxtur ætti að koma.“ – Má af þessu skilja að þú reiknir með 7-8% atvinnuleysi á næsta ári? „Já. Ég sé engar forsendur til ann- ars. Mældar atvinnuleysistölur segja reyndar ekki alla söguna. Margir eru ýmist dottnir af skrá eða hafa farið í skóla. Hver rétta talan er veit ég ekki nákvæmlega en hin raunveru- lega atvinnusköpun verður ekki næg til að ná atvinnuleysinu niður.“ Umsvifin áttu að aukast Halldór Grönvold, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Alþýðusambands Ís- lands, segir horfurnar ekki góðar. „Þær eru auðvitað ekki ásættan- legar. Forsendur kjarasamninga voru að umsvif yrðu aukin í atvinnu- lífinu, ekki síst með auknum fjárfest- ingum, bæði opinberum og í einka- geiranum. Það sem veldur okkur áhyggjum er að umsvif í hagkerfinu eru ekki að aukast með þeim hætti sem við gerðum okkur vonir um við gerð kjarasamninganna í vor. Fjár- festingar standa á sér og svo kemur til vandræðagangur stjórnvalda í verkefnum sem að þeim snúa, svo sem varðandi byggingu nýs fangelsis og vegaframkvæmdir,“ segir Hall- dór og nefnir í framhaldinu átakið „Nám er vinnandi vegur“ í samstarfi ríkis og aðila vinnumarkaðarins. Með því hafi tekist að tryggja að á annað þúsund manns geti aukið við menntun sína. Hins vegar hafi stjórnvöld ekki gert nóg til að stuðla að starfsmenntun í greinum þar sem jafnvel er skortur á starfskröftum. „Stefnir í hrímkalt haust“  Forystumenn í atvinnulífinu búast við að atvinnuleysi verði áfram mikið  Framkvæmdastjórar SA og SI óttast þróunina á næsta ári  Aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ átelur vanefndir ríkisstjórnarinnar Óvissan dokar við Unnið að framkvæmdum á Laugavegi. Forystumenn í atvinnulífinu segja mikla óvissu á vinnumarkaðnum. Morgunblaðið/Ómar „Það er erfitt að átta sig á því. Það er mikil óvissa í spilunum. Ég held að tilfinningin sé al- mennt sú,“ segir Davíð Lúðvíks- son, forstöðumaður stefnumót- unar og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins, aðspurður um horfurnar í hugverkageir- anum næsta haust. Minnkar eftirspurnin? „Það er fyrst og fremst eftir- spurnarhliðin. Hún er mjög óviss á innanlandsmarkaði. Svo horfa þeir sem eru í útflutningi með vissum kvíða á það sem er að gerast, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Það er viss hætta á að þróunin þar hafi áhrif á eftir- spurnina. Einnig má nefna geira þar sem kreppan vinnur frekar með fyrirtækjunum heldur en hitt. Nefna má undantekningar á borð við orkusviðið og leikjaiðn- aðinn.“ – Það hefur ríkt mikil bjartsýni í hugverkageiranum. Hvað veldur því að menn eru varkárari núna? „Við getum tekið leikjaiðnaðinn sem dæmi. Hann hefur not- ið góðs af því að fólk leitar í ódýrari afþrey- ingu í krepp- unni, auk þess að hafa hag af hagstæðara gengi. Almennt séð fara fjárráð fólks minnkandi í kreppu, þar með talið til afþreyingar. Fólk gæti jafnvel þurft að spara við sig ódýra afþreyingu. Nauðsynjar verða að ganga fyrir.“ Beðið eftir nýjum tölum Sem fyrr segir ríkti bjartsýni í fyrra um möguleika hugverkaiðn- aðarins og kom fram í umfjöllun Morgunblaðsins í júní það ár að samanlögð greinin stefndi í að fara fram úr matvælaiðnaði, að sjávarútvegi og landbúnaði með- töldum, hvað snertir verðmæti útfluttra afurða frá Íslandi. Er beðið nýrra talna frá Hagstofu Íslands um útflutninginn í ár. Mikil óvissa í spilunum STAÐAN Í HUGVERKAGEIRANUM Davíð Lúðvíksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.