Morgunblaðið - 06.08.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.08.2011, Blaðsíða 10
Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Safnið hefur fengið ljómandigóðar viðtökur. Fólk eragndofa af undrun oghrifningu. Það á ekki von á svona miklu magni því það veit að það var einn maður sem safnaði þessu. Það heldur kannski að þetta sé bara eitt stórt herbergi en svo eru þetta tveir salir og tvö her- bergi, full af dóti,“ segir Guðrún Steingrímsdóttir, safnvörður Smá- munasafnsins. Enginn þarf að vera sérfræðingur til að skemmta sér og fræðast á Smámunasafninu að sögn Guðrúnar. „Safnið er fyrir alla og allan aldur. Börn hafa mjög gaman af því að skoða það.“ Á safninu má sjá alls konar hversdagslega muni sem Sverrir Hermannsson, húsasmíðameistari á Smámunasafn kúnstugs safnara Eitt óvenjulegasta og skemmtilegasta safn landsins er til húsa í Sólgarði í Eyja- fjarðarsveit. Smámunasafn Sverris Hermannssonar húsasmíðameistara var opn- að 2003 og hefur aðsóknin aukist jafnt og þétt síðan. Á Smámunasafninu er ótal- margt að sjá, allt frá hundruðum blýantsstubba, nagla og lykla til búsáhalda, verkfæra og hurðarhúna. Allt mögulegt sem Sverrir sankaði að sér um ævina. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Safnstjórinn Guðrún Steingrímsdóttir hefur verið safnstjóri frá upphafi og finnst gaman í vinnunni. Akureyri, safnaði að sér yfir ævina. „Sverrir fæddist 1928 og hann var haldinn söfnunaráráttu frá því að hann man eftir sér. Þegar hann er búinn að læra húsasmíðar um 1950 eru menn að kasta frá sér heimasmíðuðum verkfærum eins og heflum og þvingum. Sverrir sér þetta og hugsar með sér að nú ætli hann að gerast safnari og fer að safna verkfærum. Svo eykst þetta um allan helming og hans söfnunar- árátta víkkar mikið þegar hann fer að vinna í gömlum húsum. En hann helgar sig því að gera upp gömul friðuð hús. Þá fer hann á stúfana þar sem hann veit að á að rífa hús til grunna og hirðir úr þeim til að eiga varahluti í önnur hús sem átti að gera upp. Þá fær hann mikið magn af eins og hurðarhúnum, gluggajárnum, timbri og gleri. Í svona yfirgefnum húsum er oft skil- ið eftir eitthvað sem fólk telur sig ekki hafa þörf fyrir, uppi á háalofti, niðri í kjallara og jafnvel milli þils og veggjar. Þetta hirti hann allt saman. Svo fréttir fólk af þessari söfnun hjá honum og fer að fara með dót til hans í staðinn fyrir að fara með það á haugana. Þannig vex safnið hans stig af stigi,“ segir Guðrún. Tók tíu ár í að flokka safnið Sverrir hugsaði vel um safnið sitt og hélt hlutunum til haga. „Um leið og hann kom heim úr vinnunni eða fékk hluti merkti hann þá strax og það hefur bjargað þessu algjör- lega. Því ef hann hefði ekki merkt hlutina strax hefði þetta smám sam- an runnið út í sandinn. Þegar hann hætti að vinna sem húsasmiður tók hann þrjá tíma á dag, sex daga vik- urnar í tíu ár í að flokka þetta og Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Vefsíðunni Dosfamily.com er haldið úti af ljósmyndaranum Jenny Brandt og hönnuðinum Isabelle Halling McAllister. Þær eru vinkonur og búa báðar í Svíþjóð, Isabelle í Stokkhólmi og Jenny í Ystad. Isabelle skrifar um hönnun og fjölskylduna. Hún virðist hafa mjög gaman af því að fara á flóamarkaði og að gera upp gamla hluti. Henni tekst líka vel til með það af færslunum á síðunni að dæma. Sú nýjasta fjallar um flotta kommóðu sem hún gerði upp. Jenny sér um innlitin, hún fer inn á heimili með myndavélina sína og birt- ir svo fullt af myndum á síðunni frá hverju heimili. Hún heimsækir áhuga- verð, oftast litaglöð, og falleg heimili. Það getur veitt innblástur að skoða færslurnar hennar, sérstaklega fyrir þá sem langar til að breyta til heima hjá sér. Þetta er líflegt og áhugavert blogg hjá þessum sænsku stöllum. Vefsíðan www.dosfamily.com Ljósmynd/Jenny Brandt Innlit Jenny hefur upp á líflegum heimilum í Svíþjóð. Blogg um heimili og hönnun 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2011 Ég ætla að njóta þess að vera á bæj-arhátíðinni Sumar á Selfossi í dag.Dagurinn verður ekki tekinn neitt mjög snemma en þegar ég vakna verður minn heittelskaði örugglega búinn að kaupa eitthvað gott handa mér í morgunmat,“ seg- ir Selfyssingurinn Sesselja Sumarrós Sigurð- ardóttir spurð hvað hún ætli að gera í dag. „Eftir það verður lögð lokahönd á skreyt- ingarnar utanhúss en við erum í gula hverf- inu. Klukkan tvö hefst dagskráin í bæj- argarðinum og ég ætla þangað með manni og börnum tveim til að hlusta á Karítas Hörpu vinkonu mína syngja. Svo verður fullt af öðrum skemmtiatriðum,“ segir Sesselja. Hún reynir alltaf að vera heima þegar Sum- ar á Selfossi á sér stað en annars eyðir hún sumarhelgunum oftast í útilegu. „Þetta er fyrsta helgin sem við erum heima síðan í júní, við höfum verið í útilegum allar hinar helgarnar. Ég vil bara vera í útilegu á sumr- in þótt það sé alltaf gott að koma heim líka.“ Þegar líður á daginn í dag stefnir hún á að fara í bíltúr um Selfoss og skoða skreyt- ingarnar í hinum hverfunum. „Um kvöldið verður eitthvað gómsætt sett á grillið í til- efni dagsins. Þá verður farið á sléttusöng í bæjargarðinum sem Ingó Veðurguð stjórn- ar. Hann nær alltaf að rífa upp þvílíka stemningu. Kvöldið endar á flugeldasýningu sem ég býst við að verði mjög flott. Svo verður rölt heim og pústað yfir sjónvarp- inu.“ Hvað ætlar þú að gera í dag? Verður heima um helgina Fjölskyldan Sesselja ásamt Davíð manni sínum og börn- um, Alexander og Erlu. Handverkshátíðin fer nú fram í nítjánda sinn við Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Hátíðin hófst í gær og stendur fram á mánudag. Opið er frá klukkan 12 til 19 alla dagana. Um hundrað sýnendur taka þátt í ár. Innandyra er fatnaður, fylgihlutir, keramik, list, snyrtivörur, textílvörur, skart o.fl. úr íslenskum hráefnum svo sem hrauni, ull, roði, lambskinni, hreindýraskinni og klóþangi. Á úti- svæðinu verða tískusýningar alla dagana, Norðurhundar verða með kynningu á hundategundum og Félag ungra bænda á Norðurlandi verður með uppákomur. www.handverkshatid.is Endilega … … lítið inn á Hand- verkshátíð Fatamarkaður fer fram á Óðinstorgi í dag frá kl. 11 til 16. Þetta er í þriðja sinn sem efnt er til markaðar á Óð- instorgi, sem er í miðbæ Reykjavíkur, og hefur þátttakan verið góð og mynd- ast skemmtileg stemning. Í dag verða ekki einungis föt á boð- stólum heldur einn- ig bækur, geisla- diskar, hönnunarvörur, lifandi tónlist og margt fleira. Frá klukkan 12.30 lesa ungskáld úr verkum sínum, meðal annars Ásgeir H. Ingólfsson, Kristín Svava Tómasdóttir og Jón Örn Loð- mfjörð. Markaður Frá Óðinstorgi. Fatamarkaður á Óðinstorgi Markaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.