Morgunblaðið - 06.08.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.08.2011, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2011 FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Áætlað er að nær 30.000 börn undir fimm ára aldri hafi dáið í hungurs- neyð af völdum þurrka í sunnan- verðri Sómalíu síðustu þrjá mánuði, að sögn bandarískra yfirvalda. Áður höfðu embættismenn Sam- einuðu þjóðanna sagt að tugir þús- unda manna hefðu dáið af völdum langvarandi þurrka í Austur-Afríku- löndunum Sómalíu, Eþíópíu, Keníu, Úganda og Djíbútí. Sameinuðu þjóð- irnar áætla að 640.000 börn í Sómalíu séu alvarlega vannærð og óttast er því að tala látinna ungbarna hækki á næstu vikum. Nancy Lindborg, embættismaður bandarísku hjálparstofnunarinnar USAID, sagði á fundi með banda- rískri þingnefnd í Washington á mið- vikudaginn var að kannanir banda- rískra yfirvalda bentu til þess að yfir 29.000 börn undir fimm ára aldri hefðu dáið í sunnanverðri Sómalíu einni síðustu þrjá mánuði, að sögn fréttaveitunnar AP. Lýst hefur verið yfir hungursneyð á fimm svæðum í sunnanverðri Sóm- alíu, meðal annars í höfuðborginni Mogadishu. Næsta regntímabil í Sómalíu hefst ekki fyrr en í október og veðurfræðingar hafa spáð því að úrkoman verði þá helmingi minni en meðalúrkoman á þessum tíma. Búist er við að neyðarástandi verði lýst yf- ir á fleiri svæðum í Sómalíu á næstu sex vikum og ástandið versni út allt þetta ár. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) áætlar að 12,4 milljónir manna í Afríkulönd- unum fimm þurfi á tafarlausri neyðaraðstoð að halda vegna mat- vælaskorts. Þar af er talið að 3,2 milljónir manna í Sómalíu þurfi mat- vælaaðstoð, rúmur þriðjungur af öll- um íbúum landsins, en áætlað er að þeir séu um 9,3 milljónir. Nær 1,3 milljónir barna eru á meðal þeirra Sómala sem þurfa matvælaaðstoð. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna óttast að rúm hálf milljón barna deyi af völdum þurrkanna í Afríkulöndunum. Talið er að alls séu um 2,3 milljónir barna vannærð í Austur-Afríkulöndunum fimm. Þurfa að skilja sveltandi smábörn eftir Gaim Kebreab, fulltrúi hjálparstofnunar norsku þjóðkirkjunnar, hefur kann- að ástandið í suðvestan- verðri Sómalíu þar sem ástandið er verst. „Ég sá fólk sem hafði misst allt. Við ókum í gegnum bæi sem voru mannlausir, það eina sem lá eftir voru hræ geita og kúa,“ hefur fréttavefur norska ríkisútvarpsins eftir Kebreab. Sveltandi fólk hefur streymt í flóttamannabúðir Sameinuðu þjóðanna í Keníu og margir deyja á leiðinni. „Fréttir af börnum sem deyja á leiðinni frá Sómalíu eða þeg- ar þau koma í flóttamannabúðirnar eru skelfilega algengar,“ segir í yfir- lýsingu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Ferðin frá Sómalíu til Keníu getur tekið vikur og jafnvel mánuði og al- gengt er að konur þurfi að fara einar með börnunum vegna þess að karl- mennirnir komast ekki með þeim. Hermt er að dæmi séu um að konur hafi þurft að skilja yngstu börnin eft- ir. „Við höfum frétt að sum börn hafi verið skilin eftir til að mæður þeirra gætu bjargað eldri börnunum,“ hef- ur fréttaveitan AFP eftir Ivy Ndungu, fulltrúa Barnaheilla í Keníu. „Þetta hefur skelfileg sálræn áhrif á konurnar sem koma hingað.“ Að sögn embættismanna Samein- uðu þjóðanna hefur hjálparstarfið gengið of hægt í Sómalíu vegna fjár- skorts, vandamála við að koma mat- vælunum á þurrkasvæðin, auk þess sem stór svæði séu á valdi hreyfing- ar íslamista, Al Shahab, sem hafi hindrað hjálparstarf stofnana á borð við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóð- anna. Starfsmenn UNICEF, Al- þjóðaráðs Rauða krossins og fleiri stofnana hafa þó fengið að starfa á svæðunum. Talið að um 30.000 börn hafi dáið Reuters Hungur Sómölsk kona heldur á vannærðu barni í sunnanverðri Sómalíu þar sem hungursneyðin er alvarlegust.  Áætlað er að 640.000 börn í Sómalíu séu alvarlega vannærð og óttast er að tala látinna hækki á næstu vikum  Horfur á að hungursneyð verði lýst yfir á fleiri svæðum og ástandið versni á næstu mánuðum Börn í neyð » Þurrkarnir í Sómalíu eru þeir mestu í landinu í sex áratugi. » Óttast er að rúm hálf milljón barna deyi af völdum þurrk- anna í Austur-Afríku. » Talið er að um það bil 2,3 milljónir barna þjáist af van- næringu í fimm löndum í Austur-Afríku. » Dæmi eru um að mæður þurfi að skilja yngstu börn sín eftir þegar þær flýja heimkynni sín vegna þurrkanna. Stór svæði í sunnanverðri Sómalíu eru á valdi uppreisnarhreyfingar íslamista, Al Shahab, og liðsmenn hennar eru sagðir hafa stöðvað marga karlmenn, sem reyndu að flýja til Keníu, og neytt þá til að ganga til liðs við hreyf- inguna. Eiginkonur karlmannanna hafa því þurft að fara einar með börn sín og hermt er að mörgum þeirra sé nauðgað á leiðinni frá Sómalíu til Keníu. Konur og börn eru um 80% þeirra sem komast í stærstu flóttamannabúðirnar í Keníu. Flestir karlmannanna sem koma þangað eru aldraðir, að sögn fréttaveitunnar AFP. „Þeir náðu mér og börðu mig,“ hefur AFP eftir tvítugum flótta- manni, Nor Ibrahim, sem varð fyrir þremur árásum áður en hann komst til Keníu. „Þeir sögðust ætla að gera mig að hermanni og ef ég neitaði myndu þeir drepa mig.“ Mörgum konum nauðgað UPPREISNARMENN SAGÐIR STÖÐVA FLÓTTAMENN Bandarískir geimvísindamenn hafa fundið vísbendingar um að vatn renni niður brattar hlíðar á Mars og verði það staðfest er þetta í fyrsta skipti sem vatn í fljótandi formi finnst á reikistjörnunni, að sögn geimferðastofnunar Bandaríkjanna, NASA. Áður hafði aðeins fundist vatnsís á reikistjörnunni. Á myndum, sem teknar voru með myndavél könnunarfars NASA, sjást dökkar rákir, sem líkjast lækj- um, og vísindamenn NASA segja að besta útskýringin á þessum rákum sé sú að brimsalt vatn renni niður hlíðarnar. „Ef staðfest verður að þetta sé saltvatn höfum við fengið bestu vísbendinguna til þessa um hvar leita eigi að lífi á Mars,“ hefur The Washington Post eftir stjörnu- fræðingnum Alfred McEwan. Rannsókn á myndunum leiddi í ljós að rákirnar breytast eftir árstíð- unum. Vísindamennirnir segja að aðstæðurnar á svæðunum þar sem rákirnar sjást kunni að vera svip- aðar og í sífreranum í Síberíu þar sem líf þrífst. Þeir leggja þó áherslu á að niðurstöður þeirra byggist á lík- um en ekki sönnunum. bogi@mbl.is VATN Á MARS? Heimild: NASA Mynd: NASA/JPL-Caltech/Arizona-háskóli GEIMFARIÐ MARS RECONAISSANCE ORBITER (MRO) Stærð manns til samanburðar MERKI UM RENNANDI VATN Í NEWTON-GÍGNUM Myndir sem teknar voru á löngu tímabili með myndavélinni HiRISE leiddu í ljós að rákirnar eru árstíðabundnar Litrófsmælirinn CRISM Kortlagningarmyndavél Veðurfarsmyndavél Ratsjá sem skyggnist undir yfirborð reikistjörnunnar 0,5 til 5mbreiðar rennslisrákir sjást víða í bröttum hlíðum Öflug rannsóknamynda- vél, HiRISE RANNSÓKNARTÆKI GEIMFARSINS Hæð: 6,5 m | Breidd: 13,6 m | Þvermál: 3 m 180. lengdarbaugur MiðbaugurHorowitz- gígur Terra Sirenum Terra Cimmeria Merki um rennslið sáust í Newton-gíg, Horowitz, Terra Cimmeria, Terra Sirenumog fleiri stöðum Skotið á loft: 12. ágúst 2005 Á braut um Mars: Frá 10. mars 2006 Vísindarannsóknirnar hófust í nóvember 2006 Rennandi vatn á Mars?  Besta vísbend- ingin til þessa um hvar leita eigi að lífi á plánetunni Sænska ríkisstjórnin hyggst leggja fram áætlun um að berjast gegn öfgahópum eftir fjöldamorðin í Noregi 22. júlí. Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, Beat- rice Ask, dómsmálaráðherra og Birgitte Ohlsson, ráðherra Evrópu- mála, skýrðu frá þessu í grein í dag- blaðinu Dagens Nyheter í gær. Í greininni segja þau að Svíþjóð þurfi slíka áætlun til að hindra samskonar árásir og gerðar voru í Noregi. Þrenns konar jaðarhópar eru hættulegastir að mati ráð- herranna; hægriöfgamenn, vinstri- öfgamenn og íslamistar. „Ferli þeirra einstaklinga sem beita ofbeldi til að ná pólitískum markmiðum er oft að mörgu leyti svipað, burt séð frá pólitískum eða trúarlegum öfgaskoðunum þeirra,“ segja ráðherrarnir og hvetja meðal annars til aukins samstarfs milli lögreglu, skóla, félagsmálastofnana og almennings í baráttunni gegn öfgahópum. Reuters Útför 32 af þeim 77 sem biðu bana í árásunum í Noregi voru bornir til graf- ar í gær. Jens Stoltenberg forsætisráðherra er hér við eina útförina. Boða áætlun gegn öfgahópum í Svíþjóð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.