Morgunblaðið - 06.08.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.08.2011, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2011 ✝ Kristín Hall-dórsdóttir fædd- ist í Ólafsvík 6. maí 1938. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 25. júlí 2011. Foreldrar hennar voru Halldór Frið- geir Jónsson frá Arnarstapa, f. 1904, d. 1973, og Matt- hildur Ragnheiður Kristjáns- dóttir frá Ólafsvík, f. 1903, d. 1962. Systkini Kristínar eru: Laufey, f. 1923, d. 1925, Jón Steinn, f. 1926, Kristmundur, f. 1928, d. 1997, Pálína, f. 1930, d. 2009, Leifur Steinar, f. 1934, d. 2011, Edda Sigurveig, f. 1942, d. 2008, Bára, f. 1943, d. 2008, Bylgja, f. 1943, og Víkingur, f. 1947. Eftirlifandi eiginmaður Krist- ínar er Per Sören Jörgensen, f. 11. apríl 1932. Þau gengu í hjónaband 23. júlí 1966. Dóttir þeirra er Bjarney Jörgensen, f. 1. mars 1966, eiginmaður hennar er Jón Þór Lúðvíksson, f. 11. júní 1963. Börn þeirra eru: Gígja, f. 2 febrúar 1988, unnusti hennar er Jón Björn Vil- hjálmsson, f. 6. apríl 1987, Janus, f. 28. júlí 1989, og Hilma, f. 14. febr- úar 1993. Kristín lauk hefðbundinni skólagöngu í Ólafs- vík. Að því námi loknu fór hún í málaskóla á Eng- landi. Kristín starf- aði mestan hluta ævi sinnar við skrifstofustörf, meðal annars í Kaupfélaginu Dagsbrún, Hrað- frystihúsi Ólafsvíkur og Stakk- holti. Síðustu árin vann hún í Fiskiðjunni Bylgju og undi hag sínum vel þar. Kristín hafði gam- an af að ferðast og voru þær ófá- ar ferðirnar sem hún fór utan. Kvenfélag Ólafsvíkur var helsti vettvangur hennar í félagslífi, auk þess sem hún starfaði með Leikfélagi Ólafsvíkur. Kristín hlúði vel að fjölskyldu sinni, og ekki má gleyma garðinum við Vallholt 2, en þar naut hún sín vel. Kristín verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju í dag, 6. ágúst 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Elsku mamma, mín besta vin- kona. Nú er komið að leiðarlokum, en þó heldur fyrr en ég gerði ráð fyr- ir. Þú varst stór hluti af lífi mínu, þar sem ég var þitt einkabarn og átti þig því alein. Þú varst stoð mín og stytta og til þín gat ég allt- af leitað, hvort sem var til að gleðjast yfir einhverju eða gráta. Ég mun sakna þess að heyra fótatak þitt hér á tröppum Enn- ishlíðar, en hingað varstu vön að koma í heimsókn, svo að segja daglega. Kíkja í smá spjall og kaffisopa. Fjölskyldan var þér mjög hugleikin og þú barst hag ættingja og vina fyrir brjósti. Þú hugsaðir nú vel um hann Jón Þór minn og enn þann dag í dag minn- ist hann á fyrstu matarboðin þín. Þér fannst vissara að hafa mar- gréttað, ef tilvonandi tengdasonur væri nú matvandur. Sólargeisl- arnir þínir þau Gígja, Janus og Hilma dýrkuðu þig, hún Stína amma var best. Þú dekraðir vel við þau og óhætt er að segja að þau hafi fengið allt sem hugurinn girntist hjá þér. Þú fylgdist vel með þeim, bæði í leik og starfi, gladdist yfir velgengni þeirra og sigrum og hjálpaðir þegar eitt- hvað bjátaði á. Þú varst dugnaðarforkur, vannst enn fullan vinnudag, fannst það alveg ótækt að sitja bara heima og gera ekki neitt, eins og þú sagðir. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú vel og varst snögg að öllu. Þú varst mikil útivistarmanneskja og göngugarpur, og þeir eru ófáir göngutúrarnir sem þú hefur farið í. Margar góðar stundir áttir þú í garðinum ykkar pabba. Snemma á vorin varstu komin þangað út, rótandi í moldinni og allt greri í höndunum á þér, hvort sem það voru blóm, tré eða runnar. Þið pabbi voruð mjög samrýnd og máttuð vart hvort af öðru sjá. Þú varst ekki bara eiginkona hans, heldur einnig besti vinur. Ég veit að pabbi á góðar minn- ingar, en missir hans er líka afar mikill. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem) Elsku pabbi, megi guð gefa þér styrk til að takast á við sorgina og vinarmissinn. Takk fyrir allt elsku mamma. Minning þín er ljós í lífi okkar. Þín dóttir og fjölskylda, Bjarney, Jón Þór, Gígja, Janus og Hilma. Það er erfitt að hugsa til þess að Stína hans pabba sé farin svo allt of fljótt eins hraust og full af orku og hún var. Fyrstu alvöru- kynni okkar Stínu voru þegar ég fór vestur til Ólafsvíkur 1972, þá þrettán ára, í mína fyrstu sumar- dvöl af mörgum til pabba og Stínu að vinna í fiski. Eftir á að hyggja hefur það ekki verið auðvelt að taka á móti unglingsstelpu sem hún þekkti lítið en Stína var ein- stök og tókst henni vel að ná döm- unni til vinskapar og margt lærði ég af henni. Hún var einlæg, góð- ur leiðbeinandi, sérstaklega sam- viskusöm og dugnaðarforkur til verka svo gustaði af henni, því verð ég henni ævinlega þakklát fyrir það hversu góð hún var og hafa átt þátt í því að koma mér til manns, eins og sagt er. Elsku Stína, þótt samveru- stundunum hafi fækkað síðustu árin var samband okkar alltaf ánægjulegt og fann ég ávallt fyrir væntumþykju þinni í minn garð. Blessuð sé minning þín. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku pabbi, Bjarney, Jón Þór, Gígja, Janus og Hilma, megi góð- ur Guð styrkja ykkur í sorginni. Þuríður (Þurý). Mín ástkæra systir, Kristín Halldórsdóttir, hefur kvatt þenn- an heim og mun hún skilja eftir sig djúp spor. Í dag mun ég þó ekki aðeins kveðja systur mína, því hún Kristín var mér meira en systir, það var hún sem tók mig að sér eftir að móðir okkar lést. Stína, eins og hún var ávallt kölluð, var kjarnakona, henni er erfitt að lýsa í nokkrum orðum. En það sem fyrst kemur upp í hugann þegar ég hugsa til hennar er dugn- aður, styrkur, vinnusemi, um- hyggja og kærleikur. Vinnusemin leyndi sér ekki hjá henni Stínu, ef hún var ekki í vinnunni var hún að hugsa um garðinn sinn sem hún lagði mikinn metnað í enda var hann ávallt fallegur og snyrtileg- ur. Hún hugsaði vel um þá sem stóðu henni næst og ef eitthvað kom upp á var hún ávallt tilbúin að rétta fram hjálparhönd. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er verr. Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Ég kveð systur mína í dag með söknuði en umfram allt fullt af góðum og fallegum minningum um yndislega konu. Ég og fjöl- skylda mín viljum að lokum votta aðstandendum samúð okkar og við vitum að minning um góða konu mun lifa. Víkingur Halldórsson, Sólbrún Guðbjörnsdóttir og börn. Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín (Úr Spámanninum, Kahlil Gibran) Þegar fjölskyldumeðlimur og kær vinur er kvaddur koma upp í hugann margar góðar minningar sem eru gulli betri. Þegar ég talaði síðast við Stínu svilkonu mína og Per mág minn laugardaginn 23. júlí áttu þau 45 ára hjúskaparafmæli. Hvernig átti mér að koma til hugar að það yrði mitt síðasta samtal við Stínu? Hún lést aðfaranótt 25. júlí. Per og fjöl- skyldan komu til okkar hjóna þá um kvöldið. Þegar þau voru farin settist ég við stofugluggann og horfði á vesturhimininn yfir Snæ- fellsnesinu, þar sem heimahagar Stínu voru alla tíð. Hvílík litadýrð; gylltir, rauðbleikir og eldrauðir lit- ir. Og ég sagði við Bent: „Ætli þarna sé eilífðin og sál Stínu þar núna?“ Það var alltaf mjög náið sam- band milli þeirra fjölskyldu og okkar. Mörg sumur vorum við með þeim í Fróðárhúsinu í góðu yfirlæti í nokkra daga í einu, við veiðar í ánni og ósnum og fleiru skemmtilegu, og þetta dásamlega útsýni yfir Breiðafjörðinn. Þaðan eigum við ógleymanlegar minn- ingar. Einnig hittumst við alltaf við merkisatburði í fjölskyldunni. Það var mikill gleðigjafi fyrir Stínu og Per að einkadóttir þeirra og hennar maður búa í Ólafsvík. Barnabörnin þrjú, sem þau elsk- uðu og dáðu, fengu ómældan skammt af umhyggju þeirra. Þur- íði stjúpdóttur sinni reyndist Stína alltaf vel, einnig Alfreð Bjarna, sem við þökkum henni af alhug. Elsku Per, Bjarney og fjöl- skylda. Um leið og við Bent og fjölskylda okkar þökkum Stínu samfylgdina vottum við ykkur innilega samúð og biðjum Guð að styrkja ykkur við fráfall ástríkrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu – sem öllum vildi gott gera. Guðrún Kr. Jörgensen. Þegar mér barst sú harmafregn að hún Stína frænka væri látin var eins og eldingu slægi niður í huga minn. Ég á erfitt með að trúa því að hún sé farin. En það var alveg eftir henni að drífa þetta bara af en þannig var hún. Stína var mér afar kær alveg frá barnæsku og fram á þennan dag. Hún reyndist mér mjög vel og var mér afar góð í uppvexti og alla tíð. Við áttum margar góðar stundir saman og þrátt fyrir að ég flyttist ung til Þýskalands hafði það engin áhrif á samband okkar. Alltaf þegar ég kom heim var ég ekki búin að vera lengi heima þeg- ar ég skrapp yfir til Stínu frænku. Stína var trygglynd manneskja og stóð eins og klettur við hliðina á þeim sem henni þótti vænt um án þess þó að flíka tilfinningum sín- um. Á milli okkar var djúp vinátta og væntumþykja sem ég veit að ég á eftir að sakna. Eftir að Stína gifti sig bjó hún á ská á móti foreldrum mínum við Grundarbrautina. Það kom sér oft vel, eins og þegar móðir mín veikt- ist en þá var hún henni og okkur systkinunum mjög mikil og ómet- anleg hjálp. Fyrir það verð ég henni eilíflega þakklát. Elsku Per, Bjarney og fjöl- skylda. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið Guð að gefa ykkur kraft í þessari miklu sorg. Sigrún Sigurðardóttir. Í dag er til moldar borin Krist- ín Halldórsdóttir eða Stína frænka. Hún var mikilvægur hlekkur í stórfjölskyldu Stakk- holtsfólks. Hún var sú sem leit til með öðrum og veitti stuðning þar sem á þurfti að halda. Var ávallt boðin og búin að hjálpa og vinna þau verk sem þurfti að fram- kvæma. Dauða hennar bar snögg- lega að og er fráfall hennar mikill harmur fyrir fjölskyldu hennar. Það einkenndi líka Stínu frænku að hún var snögg að öllu, harð- dugleg og hraust. Kenndi sér aldrei meins nema daginn sem hún fékk óvænt fyrir hjartað og var dáin skömmu síðar. Við systkinin minnumst hennar sem sterkrar og alvörugefinnar konu sem var annt um fjölskyldu sína og heimahagana. Hún var natin og gerði allt vel sem hún tók sér fyrir hendur. Heimili hennar og Pers ber af í Ólafsvík fyrir smekkvísi og snyrtimennsku og garðurinn sá fallegasti. Hún var alin upp í Stakkholti í Ólafsvík í stórum systkinahópi og var snemma gefið hlutverk við að hjálpa móður sinni með yngri börnin og heimilisstörfin. Þar mótaðist ábyrgðartilfinning henn- ar sem fylgdi henni alla tíð og við ættingjar hennar fengum að njóta. Okkar kærustu minningar um Stínu frænku eru úr Dalakofanum þar sem þrjár fjölskyldur veiddu saman við Miðá í Dölum um ára- bil. Þar vorum við sem ein stór fjölskylda í litlum kofa sem var án rafmagns og hita. Krakkarnir voru 8-10 talsins og í nógu að snú- ast fyrir mæður okkar. Stína frænka átti bara eitt barn, hana Bjarneyju, sem var alltaf til fyrirmyndar, en hún sinnti okkur öllum jöfnum hönd- um á við mæður okkar. Bakaði brauð og kökur til vikuvistar, setti plástur á putta, losaði spúna úr lopapeysum, færði blaut börn í þurr föt og passaði uppá að allir væri bestu vinir samhliða því að vera ávallt með tuskuna á lofti. Þau Per áttu á þessum árum forláta Bronco-jeppa, brúnan 8 cylindra, með hvítum leðursætum og sjálfskiptan sem þekktist varla þá. Það var hápunktur veiðiferð- arinnar hjá okkur krökkunum að fá að sitja í hjá Per og fara nokkra hringi um túnin. Þau hjónin áttu þátt í því að móta okkar bestu æskuminningar. Stína og Per voru mjög sam- rýnd hjón og einkenndist sam- bandi þeirra af virðingu og vin- áttu. Þau fylgdust að í sínum áhugamálum og voru yfirleitt bæði nefnd í sömu andrá. Elsku Per, nú er komið að hinstu kveðju. Við vottum þér, dætrum þínum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Stína frænka á sinn sess í hjörtum okk- ar allra. Úlfhildur, Matthildur, Þorgrímur og Steingrímur. Kristín Halldórsdóttir ✝Eiginmaður minn, BIRGIR ÞORGILSSON fv. ferðamálastjóri, er látinn. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ragnheiður S. Gröndal. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN JÓNSDÓTTIR, lést í Svíþjóð 25. júlí. Kristján Arinbjarnarson, Inger Persson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, ELÍN JÓNSDÓTTIR frá Nýjabæ á Seltjarnarnesi, til heimilis að Lindarbraut 31, sem lést sunnudaginn 31. júlí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. ágúst kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Fyrir hönd aðstandenda, Almar Gestsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR J. FRIÐRIKSSON iðnrekandi, Skúlagötu 10, Reykjavík. andaðist á Landakotsspítala miðvikudaginn 3. ágúst. Sálumessa og útför hans fer fram 11. ágúst kl. 15.00 í Kristskirkju, Landakoti. Elín M. Kaaber, Friðrik Gunnar Gunnarsson, María Helgadóttir, Einar Lúðvík Gunnarsson, Kristín Sigurðsson, Ragnar Jóhannes Gunnarsson, María Ingibergsdóttir, Haukur Jón Gunnarsson, Oddný María Gunnarsdóttir, Gunnar Pétur Gunnarsson, Isabella Frank, Eiríkur Knútur Gunnarsson, Inger S. Steinsson, börn og barnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar og afi, MAGNÚS BERGMANN KARLSSON vélstjóri, síðast til heimilis að Hlévangi, Faxabraut 13, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 3. ágúst. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 16. ágúst kl 13.00. Skúli Þór Magnússon, Magnús Bergmann Magnússon, María Magnúsdóttir, og afabörnin, Helga Heiðdís, Hilmar Rafn, Hinrik Örn og Hlynur Almar. ✝ Okkar ástkæri, HILMAR ÞÓRIR ÓLAFSSON, lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 26. júlí síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, kærleika og vinarhug. Öllu því góða fólki sem kom að hjúkrun hans og umönnun sendum við okkar bestukveðjur og þakkir. Í minningu Hilmars hefur verið opnaður styrktarsjóður fyrir dóttur hans: 0301-13-701578 kt: 030196-4149. Fyrir hönd ástvina, Nina Ásdís Hilmarsdóttir Peutzer, Hrefna Hjálmarsdóttir, Bergþóra Eggertsdóttir, Ólafur Friðrik Baldursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.