Morgunblaðið - 06.08.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.08.2011, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2011 Þann 19. ágúst kemur út glæsilegt sérblað um skóla og námskeið sem mun fylgja Morgunblaðinu þann dag MEÐAL EFNIS: Endurmenntun. Símenntun. Iðnnám. Tómstundarnámskeið. Tölvunám. Háskólanám. Framhaldsskólanám. Tónlistarnám. Skólavörur. Skólatölvur. Ásamt full af spennandi efni. –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 15. ágúst NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 Í blaðinu verður fjallað um þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir þá sem stefna á frekara nám í haust. Skólar & námskeið SÉRBLAÐ Skólar & námske ið Á árunum fyrir hrun má segja að ekki hafi verið gætt hófs við gerð fjárlaga og fjárhagsáætl- ana. 2005-2008 jukust út- gjöld ríkisins um 85%, sem gerði það að verk- um að verðbólga og þar með stýrivextir hækk- uðu upp úr öllu valdi. Það má svo sem velta sér upp úr því hvað mætti hafa farið betur fyrir hrun, en einnig er mikilvægt að taka á þeim málum sem þjóðin er nú að kljást við. Árlega er íslenska ríkið að greiða rúma 70 milljarða í vexti til erlenda kröfuhafa, milljarða sem vissulega væri betur varið í aðra út- gjaldaliði, skattalækkanir eða helst það að minnka fjárlagahallann. Sérstaklega er mikilvægt að horfa á þessa tölu í samhengi við þá staðreynd að íslenska hagkerfinu er að blæða út. Ríkisstjórnin hefur reynt að sannfæra íbúa þessa lands um að aðstæður séu að batna vegna þess að bæði þjónustu- og vöruskiptajöfnuður Íslands séu já- kvæðir. Ekki ætlar undirritaður að halda því fram að stjórnvöld séu að fara með lygar, en vissulega er um að ræða hálfsannindi. Greiðslujöfnuður Íslands við útlönd stendur samkvæmt seinustu tölum Seðlabanka Íslands í -120 milljörðum króna, enda verður einnig að taka þátttatekjur með í reikninginn. Hagkerfið er því að minnka. Það er augljóst að vaxtagreiðslur ís- lenska ríkisins og fyrirtækja í eigu þess eru talsvert hlutfall þeirrar upp- hæðar sem fer úr landi, einnig verður að taka með í reikninginn skuldir sveitarfélaga og fyrirtækja þeirra. Það er þess vegna áhættu- samt fyrir stjórn- málamenn landsins að telja landsmönnum trú um það að keynsískar hugmyndir, um að fjár- festingar ríkisins skapi störf og leysi þar með vandamál Íslendinga, virki. Sífellt leggjast þyngri byrðar á herðar skattgreiðenda, bæði í þeim tilgangi að „skapa“ störf og að borga vaxtakostnað rík- isins af þeim lánum er notuð voru til þess að „skapa“ störfin. Það kemur að þeim degi er lánsfé ríkisins og annarra opinberra aðila verður á þrotum. Fyrst þá munu stjórnmálamenn landsins þurfa að taka ákvarðanir sem munu vera tals- vert óvinsælli en þær sem nú eru nauðsynlegar til þess að losa þjóðina undan erlendum skuldum. Kaupmáttur rýrnar enn Nettó útsreymi fjármagns úr landi gerir það að verkum að hagkerfið verður sífellt minna. Það er einfald- lega eekki innistæða í hagkerfinu fyrir áætlaðar launahækkanir nýgerðra kjarasamninga. Samningarnir munu þess vegna einungis skila verðbólgu, nema það verði komið á nettó inn- streymi fjármagns. Innstreymi fjármagns er háð því að ekki sé verið að senda úr landi gríð- arlegar upphæðir árlega til erlendra kröfuhafa, ásamt því að útflutningur færist í aukana. Sagt með einföldum hætti þá er nauðsynlegt að skapa frek- ari verðmæti og losa landið undan skuldum. Reynsla Þá ber að minna á að þetta er ekki í fyrsta skipti sem þjóðin hefur verið í slíkum vanda og hefur hann verið leystur áður, og er vafalaust hægt að nota reynslu fyrri kynslóða til þess að finna þær leiðir er þykja færar. Stefnuskrá Íhaldsflokksins frá 1924 er hugsanlega besta fyrirmynd þess efn- is, en í henni segir: „Fyrsta verkefni flokksins látum vér vera það að beitast fyrir viðreisn á fjárhag landsjóðs. Vér viljum að því leyti sem frekast er unnt ná þessu takmarki með því að fella burtu þau útgjöld landsjóðs, sem vér teljum ónauðsynleg, og með nið- urlagningu eða samfærslu þeirra landsstofnana og fyrirtækja, sem vér teljum, að þjóðin geti án verið eða minnkað við sig henni að skað- lausu. … Að sjálfsögðu vill flokkurinn nú þegar veita atvinnuvegunum þann stuðning með löggjöfinni, sem unnt er án hnekkis fyrir fjárhag landsjóðs.“ Ekki hefur heyrst mikið frá stjórn- málamönnum sem vilja greiða úr þess- ari grafalvarlegu stöðu sem upp hefur komið. Hinsvegar hefur verið áber- andi hversu dyggir menn eru til þess að halda þeirri hefð að yfirbjóða and- stæðinga sína í útgjöldum til „góðra“ mála. Framtíð þessa lands byggist á því hvort finna megi nægilegan kjark í fari stjórnmálamanna til þess að taka óvinsælar ákvarðanir í þeim tilgangi að losa þjóðina undan skuldum. Þjóð getur aðeins talist frjáls ef hún er ekki háð miskunn kröfuhafa sinna. Þjóð er ekki frjáls ef hún er háð miskunn kröfuhafa sinna Eftir Gunnlaug Snæ Ólafsson Gunnlaugur Snær Ólafsson »Það kemur að þeim degi er lánsfé ríkisins og annarra opinberra að- ila verður á þrotum. Höfundur er formaður Félags íhaldsmanna. Fréttir um að öku- menn telji öruggara að keyra um gamla veg- inn yfir Oddskarðið vegna grjóthruns sem hefur aukist í ein- breiðu veggöngunum milli Eskifjarðar og Neskaupsstaðar vekja spurningar um hvort óhjákvæmilegt sé að fresta tímabundið jarðgangagerð undir Vaðlaheiði og flýta þess í stað fram- kvæmdum við tvíbreið Norðfjarð- argöng til að íbúar Fjarðabyggðar losni endanlega við einbreiðu slysa- gildruna í 620 m hæð. Síðastliðin ár hafa um 25% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar orðið til í Fjarðabyggð vegna útflutnings á áli frá Alcoa- Fjarðaáli og ekki síður frá þeim sterku sjávarútflutningsfyrir- tækjum sem eru á Mið-Austurlandi. Sameiningin sem íbúar Reyð- arfjarðar, Eskifjarðar og Norð- fjarðar samþykktu er ein forsendan fyrir nýjum Norðfjarðargöngum. Fjarðabyggð og allt Austurland sem fá minna til baka í opinberri þjón- ustu hafa að jafnaði lagt enn meira til samneyslunnar. Of mikil umferð sem gamli veg- urinn milli Eskifjarðar og Norð- fjarðar þolir ekki vekur líka spurn- ingar um hvort Vegagerðin geti haldið Oddskarðinu opnu alla vetr- armánuðina ef íbúar Fjarðabyggðar treysta ekki veðurspánum vegna ill- viðris og snjóþyngsla á báðum veg- unum upp að einbreiðu slysagildr- unni. Allir þingmenn Norðaustur- jördæmis skulu svara því hvort óhjá- kvæmilegt sé að bregðast strax við þessu hættuástandi í Oddskarðs- göngunum sem getur einangrað Norðfjörð frá Fjarðabyggð alla vetr- armánuðina ef fulltrúar fjárveit- ingavaldsins setja hnefann í borðið með þeim skilaboðum að íslenska ríkið geti ekki endalaust fleygt tug- um milljóna króna í snjómokstra til að halda Oddskarðinu opnu en það er síður en svo auðvelt. Þetta grjót- hrun í Oddskarðsgöngunum gerir staðsetningu Fjórðungssjúkrahúss- ins í Neskaupsstað ótrúverðuga þeg- ar bílstjórar sem keyra daglega milli Eskifjarðar og Norðfjarðar komast ekki óhappalaust í gegnum þessa slysagildru án þess að stórir steinar valdi stórtjóni á bifreiðum þeirra. Spurningar vakna um hvort þeir sem fullyrða að 6 km löng og tvíbreið Norðfjarðargöng verði dýrari en Héðinsfjarðargöng þurfi að taka af- leiðingunum ef stórt grjót losnar úr berginu og veldur dauðaslysum inni í Oddskarðsgöngunum sem standast aldrei hertar öryggiskröfur ESB. Best væri ef kallaðir yrðu til sér- fræðingar sem geta lagt mat á öryggismál Odd- skarðsganganna og svarað því strax hvort besti kosturinn sé að loka göngunum fyrir fullt og allt til að koma í veg fyrir að þetta grjót- hrun kosti fleiri manns- líf ef þessi dauðagildra fellur saman einn góðan veðurdag. Eðlilegt er að áhyggjufullir heima- menn spyrji þingmenn Norðausturkjördæmis hvort þessir mannskaðar verði skrif- aðir á reikning skattgreiðendanna í Fjarðabyggð. Þetta vekur spurningar um hvort nú verði óhjákvæmilegt að ráðast í miklar lagfæringar á gamla veginum í Oddskarði til þess að þeir starfs- menn hjá Alcoa sem eru með sitt lög- heimili í Neskaupsstað geti á hverj- um degi sótt sína vinnu til Reyðarfjarðar. Annars komast allir Norðfirðingar sem starfa í álverinu ekki til vinnu nema þeir flytji lög- heimilið sitt þangað eða til Eski- fjarðar ef Vegagerðinni tekst ekki vegna snjóþyngsla og illviðris að halda Oddskarðinu opnu alla vetr- armánuðina. Áður hafa stjórnendur Alcoa ítrekað að vilji þeirra standi til þess að þeir komi ásamt íslenska rík- inu að fjármögnun jarðganganna sem styrkja alla uppbyggingu at- vinnuveganna í Fjarðabyggð. Ekki er útilokað að grjóthrunið í Oddskarðsgöngunum verði nógu mikið til þess að allt vegasambandið milli Norðfjarðar og Eskifjarðar eyðileggist endanlega ef allar til- raunir til að afstýra því að göngin falli saman mistakast. Þá stórskað- ast Síldarvinnslan ef þessi slysa- hætta stöðvar alla fiskflutningana frá Neskaupsstað næstu tíu árin. Útilokað er að gamli vegurinn í Odd- skarðinu þoli þessa þungaflutninga. Baráttan gegn þessu grjóthruni kostar meira en ný tvíbreið Norð- fjarðargöng. Tryggvi Þór Herberts- son skal flytja á Alþingi tillögu um að koma Norðfjarðarflugvelli í nothæft ástand ef Vegagerðin getur ekki stöðvað einangrun Neskaupsstaðar frá Eskifirði alla vetrarmánuðina vegna snjóþyngsla og illviðris í stað þess að skipta sér af samgöngu- málum Skagafjarðar og Húnaþings. Ákveðum framkvæmdir við ný Norð- fjarðargöng á undan Vaðlaheið- argöngum. Grjóthrun í Odd- skarðsgöngunum Eftir Guðmund Karl Jónsson Guðmundur Karl Jónsson » Best væri ef kallaðir yrðu til sérfræð- ingar sem geta lagt mat á öryggismál Odd- skarðsganganna... Höfundur er farandverkamaður. Nú um helgina skora íslensk skákbörn þjóðina á hólm í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þetta er engin venju- leg skák: Börnin okkar í skák- hreyfingunni eru að safna fyrir Rauða krossinn, sem freistar þess að bjarga þúsundum barna frá hungurdauða í Sómalíu. Kjörorð skákhreyfingarinnar er: Við erum ein fjölskylda, og það er í þeim anda, sem skákbörnin okkar skora á þig, lesandi góður, að mæta í Ráðhúsið og tefla eina skák. Fyrir hana geturðu borgað upphæð að eigin vali, og hver einasta króna rennur beint í söfnun Rauða krossins. Peningarnir verða not- aðir til að kaupa vítamínbætt hnetusmjör, til að hjúkra dauð- veikum og vannærðum börnum til heilsu. Íslendingar gætu gert kjörorð skákhreyfingarinnar að sínum: Við erum ein fjölskylda. Þegar mikið liggur við á Ísland eina sál. Mesta hneyksli 21. aldar, kallar franski utanríkisráðherrann hungursneyð- ina í Austur-Afríku. Leggjum okk- ar eigin áhyggjuefni til hliðar í smástund, hugum að okkar smæstu bræðrum og systrum; áð- ur en það er orðið of seint. Mæt- um í Ráðhúsið um helgina, tökum áskorun krakkanna okkar, mætum í skákveisluna í Ráðhúsinu og tök- um þátt í að bjarga mannslífum. HRAFN JÖKULSSON. Við erum ein fjölskylda Frá Hrafni Jökulssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.