Morgunblaðið - 06.08.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.08.2011, Blaðsíða 32
32 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG ER BÚINN AÐ VERA FREKAR ÞUNGUR EN ÞAÐ ER FREKAR ERFITT AÐ FLJÚGA Í HENNI ÞESSI PEYSA ER MIKLU HLÝRRI EN FJAÐRIRNAR MÍNAR EKKI SETJAST Á ÞENNAN STÓL AF HVERJU EKKI? HRÓLFUR Á HANN HANN ER BARA BÚINN AÐ VERA SVONA Í 19 KLUKKUSTUNDIR, TÆKNILEGA TELST ÞETTA EKKI SEM DÁ... EKKI ENN SEM KOMIÐ ER ÉG MUN NÁ ÞÉR FYRR EÐA SÍÐAR! HANN ER HÆTTULEGUR, EN... ...HANN GETUR EKKI FLOGIÐ ÉG VEIT SAMT AÐ ÉG Á EFTIR AÐ HITTA HANN AFTUR ÉG VEIT AÐ ÞÚ SAGÐIR KONUNNI AÐ ÞÚ MYNDIR EKKI REYKJA VINDLA EN ÞESSIR ERU KÚBANSKIR ÞAÐ ER RÉTT ÉG VAR BÚINN AÐ GLEYMA ÞVÍ HVERSU GAMAN ÉG HAFÐI AF ÞVÍ AÐ TAKA UTAN AF ÞEIM, SKERA AF... OJ! ...OG HLUSTA ÁFÓLK KVARTA Týndur kisi Kisinn Tígrú er týndur. Hann er blá- eygður, líklega blanda af síamsketti og skógarketti. Nokkuð stór, ljós á kvið og ljósgrábrúnn á baki. Hann er inni- köttur, ekki með hálsól, er ör- merktur og geltur. Hann hvarf frá Breiðuvík, 112 Rvk. og er sárt saknað. Þeir sem geta veitt upp- lýsingar um kisa eru beðnir að hafa samband í síma 895-7602, 698-7274 eða á netfangið sibba- hauks@hotmail.com. Hundrað og fimmtíu ár frá fæðingu Fridtjofs Nansens Norðmaðurinn Fridtjof Nansen er einn af merkustu mönnum verald- arsögunnar. Hinn 10. október nk. verða eitt hundrað og fimmtíu ár frá fæðingu hans. Vegna þessara tíma- móta er mjög merki- leg sýning um arf- leifð hans og góðverk fyrir mannkynið. Þessi sýning verður á Grænlandi, Noregi og í Berlín, að minnsta kosti. Hugdetta hjá mér að vel sé tilefni til þess að fá sýninguna hingað til lands. Kjörinn staður er setur, sem er kennt við Vilhjálm Stefánsson, land- könnuð og vísindamann, á Ak- ureyri. Mikið er rætt um breyt- ingar á loftslagi um allt norður- svæðið og fara sumir mikinn í því efni. Það kynni að gefa til kynna að byr væri fyrir þessari merku sýningu og jafnframt eflingu á rannsóknum á norðurslóð, er varða íslensku þjóðina afar mikið. Sýnum smámanndóm í verki. Jón Ármann Héðinsson. Ást er… … að lesa aftur öll rómantísku tölvuskeytin frá honum. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Skáldið, sjósóknarinn og flökku-konan Látra-Björg sker sig úr í hópi íslenskra kvenna fyrr og síðar. Svo sterkir eru þeir drættir, sem í þjóðsögunni eru dregnir af henni. Hún fæddist á Stærri-Árskógi árið 1716, fór með föður sínum að Látr- um sex árum síðar og varð þar eft- ir, þegar Einar fluttist í Svarfaðar- dal árið 1725. Þar bjó hún öll sín manndómsár, var fengsæl á sjón- um, átti ær í kvíum og föll í eldhúss- rótinni, segir Helgi Jónsson í bók sinni um Björgu. Og Guðrún P. Helgadóttir segir að Björg hafi andast 68 ára að aldri og sé grafin á Ufsum. Margt bendi til þess, að hún hafi orðið hungurmorða á vergangi í móðuharðindunum. Gísli Konráðsson segir frá því að Björg hafi verið í tygjum við mann á ströndinni, sem yfirgaf hana með öllu. Mælt er að hann hafi haldið við aðra konu og gifta konu hina þriðju, en væri rekinn til að eiga hina ógiftu. Þá orti Björg. Komst í vanda kokkállinn, kviðarbrandinn hristi. Látrastrandar læsingin lykilfjandann missti. Björg lagði haukalóð í fiskileysi og merkti sér einn öngulinn: Sendi Drottinn mildur mér minn á öngul valinn flyðru þá sem falleg er, fyrir sporðinn alin. Þegar lóðin var dregin voru allir önglarnir berir nema sá, er Björg merkti sér. Á honum var lúða svo stór, að undrum sætti. Allt þetta sagði karlinn á Laugaveginum mér, velti síðan vöngum og bætti við: Látra-Björg sá eftir lykli. Hún línuna reif út af hnykli, upp til Föðurins leit og flyðru upp sleit: Það var Fiskidagurinn mikli. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Fiskidagurinn mikli Þótt allir væru sammála um, aðÞórbergur Þórðarson væri manna ritfærastur, voru dómar um opinbera framgöngu hans misjafnir. Var honum alvara með sumu því, sem hann lét frá sér fara? Sumir kváðu nei við. Eggert Stefánsson söngvari sagði um þá Þórberg og Kjarval málara: „Ís- lendingar dýrka trúðana.“ Og Guð- mundi G. Hagalín rithöfundi varð að orði, eftir að bók um Þórberg, Í kompaníi við allífið, birtist vorið 1959: „Þórbergur Þórðarson er ekki þjóðskáld, heldur þjóðfífl.“ Hvort sem Þórbergur var trúður eða ekki, þótti hann að minnsta kosti trúgjarn. Þegar Árni Pálsson prófessor frétti, að Þórbergur væri sestur niður til að skrifa ævisögu séra Árna Þórarinssonar prófasts eftir honum, mælti hann: „Það verður góð bók, þegar trúgjarnasti maður á Íslandi fer að skrifa ævi- sögu lygnasta mannsins á Íslandi.“ Vilmundur Jónsson landlæknir var eitt sinn spurður, hvor væri trúgjarnari, Þórbergur eða Guð- brandur Magnússon, sem var um skeið forstjóri Áfengisverslunar ríkisins. Svarið var: „Það er aug- ljóst mál. Guðbrandur er trú- gjarnari. Hann trúir öllu, sem hon- um er sagt, en Þórbergur engu nema því, sem er logið að honum.“ Minnir þetta á það, er Þórbergur skráði samviskusamlega niður sagnir ungrar stúlku og gaf út í Viðfjarðarundrunum. Þegar móðir stúlkunnar, Huldu Guðbjargar Sigurðardóttur, átaldi hana fyrir, svaraði hún: „Ég hef svo gaman af að ljúga að honum Þórbergi.“ Sanngjörnustu dómana um Þór- berg eiga sennilega þeir Guð- mundur Andri Thorsson rithöf- undur og Pétur Pétursson útvarpsþulur. Guðmundur Andri komst svo að orði: „Hann hélt að hann gæti haft vit á öllu, bara með því að hafa skoðanir á öllu.“ Og Pétur sagði eitt sinn við mig: „Þór- bergur Þórðarson var þrír menn, Espólín, Vídalín og Sjapplín.“ Þórbergur var vissulega ná- kvæmur sagnritari að fordæmi Jóns Espólíns, prédikaði jafn- skörulega og Jón Vídalín og brá fyrir sig gamanleik eins og Charles Chaplin. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar. Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Dómar um Þórberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.