Morgunblaðið - 06.08.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.08.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2011 Það vakti nokkra athygli að þegarhlutabréfamarkaður heimsins tók að hristast óþyrmilega og skekj- ast þá komu fréttir um að leiðtogar Evrópu hefðu marg- ir hverjir skotist í bæinn úr sumarleyfi sínu. Þótti það til marks um hvað vandinn væri risavaxinn.    ForsætisráðherraSpánar hefur tvisvar komið í bæ úr fríi.    Fréttaskýrendumhugkvæmdist fæstum að velta fyr- ir sér hversvegna enginn leiðtog- anna hafði fyrirfram áttað sig á hvað kynni að vera í vændum.    Leiðtogarnir virtust sannfærðirum að síðasti fundur þeirra hefði kippt öllu í liðinn með einni loðinni ályktun.    Í þessum löndum er þó vitað hvarráðamenn halda sig. Það er ekki á Íslandi.    Þar hefur ekki verið gefið upphvar forsætisráðherrann hefur dvalist síðustu vikurnar.    Orðrómur er uppi um að Jóhannasé á leynilegum fundi með for- sætisráðherra Kína.    Spunameistarar segja það tilmarks um leyndina að Jóhanna sjálf viti ekki hvar fundurinn sé haldinn, en hún telji að Dýrafjörður sé ekki verri ágiskun en hver önnur:    Þar hvað vera fallegt,“ bættu þeirvið til áréttingar. Jóhanna Sigurðardóttir Af Sumarleifi heppna STAKSTEINAR Zapatero Veður víða um heim 5.8., kl. 18.00 Reykjavík 17 rigning Bolungarvík 10 alskýjað Akureyri 15 rigning Kirkjubæjarkl. 11 rigning Vestmannaeyjar 10 súld Nuuk 10 skúrir Þórshöfn 11 skúrir Ósló 16 skúrir Kaupmannahöfn 18 skýjað Stokkhólmur 23 heiðskírt Helsinki 22 skýjað Lúxemborg 22 skýjað Brussel 21 skýjað Dublin 16 skýjað Glasgow 17 léttskýjað London 23 heiðskírt París 22 léttskýjað Amsterdam 21 léttskýjað Hamborg 22 léttskýjað Berlín 22 léttskýjað Vín 26 skýjað Moskva 22 heiðskírt Algarve 27 heiðskírt Madríd 33 léttskýjað Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 27 heiðskírt Róm 30 léttskýjað Aþena 28 heiðskírt Winnipeg 23 léttskýjað Montreal 25 léttskýjað New York 27 heiðskírt Chicago 27 skýjað Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 6. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:51 22:18 ÍSAFJÖRÐUR 4:37 22:41 SIGLUFJÖRÐUR 4:19 22:25 DJÚPIVOGUR 4:15 21:52 Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is „Við erum miklu meira en slegin, við erum nánast skelfingu lostin yf- ir þessu. Samfélagið sem slíkt tekur þetta mjög nærri sér. Þetta eru gestir okkar sem verða fyrir árás- um,“ segir Elliði Vignisson, bæj- arstjóri í Vestmannaeyjum, vegna kynferðisbrota sem framin voru á Þjóðhátíð í Eyjum um síðustu helgi. Elliði segir að eðlilega hafi skap- ast mikil umræða um málið í bæn- um undanfarna daga. Þessir at- burðir hafi óhjákvæmilega varpað skugga á hátíðarhöldin sem að öðru leyti hafi farið vel fram. „Við viljum auðvitað fyrir alla muni tryggja ör- yggi gesta okkar og höfum verið að taka á þessum málum mjög alvar- lega hingað til og leita allra leiða til þess að draga sem mest úr líkunum á að svona nokkuð geti átt sér stað,“ segir Elliði. Hann nefnir að meðal annars hafi öll öryggisgæsla og sálgæsla á hátíðinni verið efld og raflýsing aukin á svæðum sem talið hefur verið að mest hætta stafaði frá. Þá hafi verið brýnt fyrir fólki að fylgjast vel hvað með öðru. En hann segir að það þurfi greinilega meira til. Farið náið yfir málin „Við höfum nú þegar rætt saman, Vestmannaeyjabær og þjóðhátíðar- nefnd, gerðum það strax á mánu- daginn, og ég hef átt fund um málið með yfirlögregluþjóninum hér í Eyjum. Við höfum ennfremur boð- að til fundar þar sem farið verður yfir það hvar þessir atburðir hafa átt sér stað, hver aldur fórnarlamb- anna er og svo framvegis og út frá því reyna að finna enn fleiri leiðir til þess að stemma stigu við þessu því það er einfaldlega ekki boðlegt fyrir íslenskt samfélag að svona gerist,“ segir Elliði. „Ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur bara sem samfélag í víðasta skilningi þess orðs að við förum yfir það hvað það er sem kallar fram þessa viðbjóðslegu glæpi. Því þetta eru þeir glæpir sem komast næst mannsmorði,“ segir Elliði og bætir við að hann þekki vel til slíkra mála sjálfur sem lærður sálfræðingur sem tekið hafi á móti fórnarlömbum kynferðisof- beldis. „Við þurfum að horfa til þess hvað býr til gerandann og hvernig við getum stýrt aðstæðum til þess að fækka tækifærunum sem þessir ofbeldismenn hafa.“ Varpar skugga á hátíðina  Eyjamenn eru nær skelfingu lostnir vegna kynferðisbrota sem framin voru á Þjóðhátíð um liðna helgi  „Þurfum greinilega að gera betur,“ segir bæjarstjórinn Hátíð Flugeldasýning á Þjóðhátíð í Eyjum um síðustu helgi. Höfum í einkasölu jörðina Eyri, Fáskrúðsfirði sem er falleg jörð með glæsilegu bæjarstæði, myndarlegu íbúðarhúsi á þremur hæðum, skemmu sem nýtt er sem bílgeymsla, hænsnahús og vinnuaðstaða, fjárhúsi, hlöðu og æðavarpi. Fallegir lækir/ár, gil, djúpur og breiður dalur (Eyrardalur) er innan landamerkjanna. Sjón er sögu ríkari. Tilboð óskast. Nánari upplýsingar í síma 580 7905. JÖRÐ - EYRI FÁSKRÚÐSFIRÐI InnI Sími: 580 7905 Fax: 5807901 Kaupvangi 2, 700 Egilsstöðum www.inni.is Breytingar verða á akstri Strætó í dag vegna gleðigöngu Hinsegin daga og hátíðahalda í miðborginni. Gleðigangan hefst við Vatnsmýr- arveg og gengið verður norður Sól- eyjargötu, eftir Fríkirkjuvegi og Lækjargötu og framhjá Arnarhóli þar sem útitónleikar verða að lok- inni göngu. Breyta þarf níu leiðum og loka nokkrum stoppistöðvum á meðan. Leiðir 1, 3, 6, 11, 12 og 13 aka frá Hlemmi, norður Snorra- braut – Sæbraut – Geirsgötu – Mýr- argötu – Ánanaust – Hringbraut og inn á sínar leiðir og sömu leið til baka. Leið 14 ekur frá Hlemmi í átt að Granda suður Snorrabraut – Hringbraut – Ánanaust að Granda og sömu leið til baka. Leiðir 15 og 19 aka um nýju Hringbraut í báðar áttir eftir klukkan 12:00. Gert er ráð fyrir að opnun gatna verði í fyrsta lagi klukkan 20:00. Upplýs- ingar um breytingar á akstri Strætó má finna á www.strætó.is. Akstri Strætó breytt út af gleðigöngu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.