Morgunblaðið - 06.08.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.08.2011, Blaðsíða 11
Áhugavert Sagir má sjá í tugatali, naglbíta og skrúfjárn. Blýantsstubbar Snyrtilega upp raðað eru þeir eins og listaverk. Fjölbreytt Sverrir safnaði líka allskonar búsáhöldum, hrærivélum og dollum og er gaman að skoða það. Naglar Mikið er af allskonar nöglum og sumir eiga sér sögu. www.smamunasafnid.is Í upphafi Sverrir byrjaði að safna smíðaverkfærum og timburfjölum. smíða utan um,“ segir Guðrún. Út af þessu skipulagi Sverris var lítið mál að flytja safnið í Sólgarð. „Sverrir gefur Eyjafjarðarsveit safnið sitt og sveitin átti hérna gamalt félagsheimili sem virtist smellpassa utan um það. Smámuna- safnið var opnað 2003 en Sverrir var búinn að vera að sýna þetta að- eins heima hjá sér áður. Hann var búinn að leggja grunninn að safninu með því að sortera hlutina og smíða undir þá skúffur og kassa. Tveir hönnuðir, Þórarinn Blöndal og Finnur Arnar Arnarsson, höfðu svo veg og vanda af uppsetningu safns- ins í Sólgarði. Það var samt reynt að halda þessu eins og Sverrir var búinn að stilla því upp í kringum sig til að missa ekki hans karakter úr safninu.“ Kúnstugur safnari Sverrir lést árið 2008 og náði því að sjá safnið sitt blómstra. „Hann var búinn að einsetja sér að þetta yrði orðið opinbert safn áður en hann félli frá. Hann var svo hræddur um að safninu yrði bara hent þegar hann félli frá ef hann skildi það eftir í húsinu sínu,“ segir Guðrún. Beðin um að lýsa því sem sjá má í safninu andvarpar hún. „Það er erfitt að segja það í fáum orðum, kannski fljótlegra að telja upp hvað er ekki hér. Uppistaðan eru smíða- verkfæri og allt sem tengist smíð- um en síðan er heilmikið af bús- áhöldum og skrifstofudóti. Hér úir og grúir af alls konar hlutum. Það sem gerir þetta sérstakt er magnið sem er hér af öllu, tveir blýants- stubbar eru bara drasl sem þvælist fyrir en þegar hundrað blýants- stubbar eru samankomnir og snyrtilega raðað upp er það nánast orðið listaverk. Þetta er skemmti- legt og óvenjulegt safn,“ segir Guð- rún. Blaðamaður getur tekið undir það, heimsókn hans á safnið síðasta sumar er mjög eftirminnileg. Spurð hvort Sverrir hafi aldrei verið álitinn ruglaður, að safna öllu þessu dóti, hlær Guðrún og jánkar því. „Eins og Sverrir sagði sjálfur: „Það halda eflaust allir þegar þeir sjá þetta dót að ég hljóti að vera bilaður.“ Hann fékk mikla gagnrýni á sig þegar hann var að þessu en hann var kúnstugur eins og hann sagði sjálfur og lét það ekki trufla sig.“ Vinsælt hjá Íslendingum Smámunasafnið er opið fjóra mánuði á ári, yfir sumarið. Einnig er opið yfir páskana og fyrir hópa sem panta allan ársins hring. „Við fengum um þrjú þúsund gesti fyrstu tvö árin en síðan hefur þetta mjakast upp á við og í fyrra heim- sóttu okkur rúmlega fimm þúsund manns. Þetta eru mest Íslendingar sem koma,“ segir Guðrún. Hún hef- ur verið safnstjóri frá upphafi og leiðist ekki í starfi sínu. „Það er ekki erfitt að vera í vinnunni þegar allir eru svona ánægðir og þykir gaman að koma.“ VITA er lífið Alicante VITA | Suðurlandsbraut 2 | Sími 570 4444 | VITA.is Kynntu þér ferðamöguleikana og skráðu þig í netklúbbinn á VITA.is Flugsæti, 10. ágúst Verð frá 29.900 kr. Innifalið: Flug til Alicante og flugvallarskattar. Vikulegt flug út október 2011. ÍS LE N SK A/ SI A. IS VI T 55 86 3 08 /1 1 Í bréfi sem Sverrir sendi sveitarstjórn Eyjafjarð- arsveitar á haustmánuðum 2002 lýsir hann fjölbreytileika safnsins svo: „Ég undirritaður hef alla mína starfsævi unnið við smíðar og ekki síst endurgerð gamalla húsa og bygginga. Í starfi mínu hef ég haldið til haga ýmsum hlutum og minj- um, sem með ýmsum hætti tengjast þessu ævistarfi mínu. Þannig hafa mér safn- ast verðmæti sem m.a. sýna þróun byggingarsögunnar allt frá nítjándu öldinni og fram á þennan dag. Safnið er mikið að vöxtum og fjölbreytt þar sem finna má smíðaverkfæri og áhöld frá fyrrnefndu tíma- bili, heimilistæki ýmiss konar, hluti sem tengjast rafiðnaði og raflögnum í hús, vatns- lögnum og ótalmörgu fleiru. Í raun má segja að í safninu finnist flest það sem tengist byggingu húsa allt frá minnsta nagla til skrautleg- ustu gluggalista og hurð- ahúna.“ Safnið er mikið að vöxtum og fjölbreytt ORÐ SVERRIS DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2011 Meira um safnið má sjá á Mbl.is. Skannaðu kóðann til að sjá innslagið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.