Morgunblaðið - 06.08.2011, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.08.2011, Blaðsíða 33
Menning Fyrirlesturinn fer fram í Lista-og menningarmiðstöðið á Stokkseyri. Í tengslum við myndlistarsýn- inguna Lýðveldið í fjörunni, sem nú stendur yfir í Gimli á Stokks- eyri, munu aðstandendur sýning- arinnar halda fyrirlestur í dag, laugardaginn 6. ágúst, kl. 14 í Lista- og menningarverstöðinni á Stokkseyri. Aðgangur er ókeypis. Að fyrirlestri loknum verður gengið með hópnum yfir í Gimli þar sem boðið verður upp á lista- mannaspjall um sýninguna. Á fyrirlestrinum verður greint í máli og myndum frá sýning- arverkefni listamannanna sem spannar nú sjö sýningar í sex sveitarfélögum. Megináherslur sýningarhópsins felast í því að efna til marghátt- aðrar samræðu við lýðveldið Ís- land, öðrum þræði með hliðsjón af sögu, menningu og náttúrulegu umhverfi þess staðar sem myndar umgjörð sýningarinnar hverju sinni. Sýningarnar hafa verið sett- ar upp í óhefðbundnu húsnæði með það að markmiði að kanna þá möguleika sem búa í gömlum byggingum með nýju samhengi, þar sem tvinnast saman saga gam- alla atvinnuhátta, skapandi starf og viðburðir í samtímanum. Listamennirnir eru Anna Jóa, Bryndís Jónsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hildur Mar- grétardóttir, Hlíf Ásgrímsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Jóns- dóttir frá Munkaþverá og Ólöf Oddgeirsdóttir. Lýðveldið í fjörunni  Fyrirlestur klukk- an 14 í dag ítengslum við sýninguna MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2011 Út er komin bók- in Sæborgin: Stefnumót lík- ama og tækni í ævintýri og veruleika. Í henni fjallar höfundurinn, Úlfhildur Dags- dóttir bók- menntafræðingur, um sæborgir (svo sem gervimenni, vélmenni, klóna) í bókmenntum og myndmáli. Jafnframt er gefið yfirlit yfir er- lenda umræðu um líftækni og sæ- borgir og sérstök áhersla lögð á tengsl hennar við bókmenntir og afþreyingarmenningu. Líftækni er skoðuð í ljósi bókmennta og kann- að hvernig orðræða skáldskapar mótar hugmyndir okkar um líf- tækni. Sæborgin er aðgengilegt fræðirit sem er meðal annars ætlað að kynna erlenda umræðu um líftækni fyrir íslenskum lesendum. Höfund- urinn er bókmenntafræðingur og sjálfstætt starfandi fræðimaður. Sæborgin Það verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna í dag í Skálholtskirkju. Klukkan 15:00 kemur Bachsveitin fram ásamt einleikurunum Peter Spissky og Elfu Rún Kristinsdóttur á tónleikum þar sem spiluð verða verk eftir Rebel, J.S. Bach og Telemann. Klukkan 17:00 verða tónleikar sem bera yfirskriftina Ítalskt síðbarokk, en þetta er endurflutningur á tónleikum sem fram fóru síðastliðinn fimmtudag. Þessar uppákomur eru liður í sumartónleikum Skálholts- kirkju, sem hafa staðið fyrir tónlistarviðburðum í fimm til sex vikur á hverju sumri frá árinu 1975. Hátíðin í ár hófst 2. júlí en lýkur á morgun. Tónleikar Opinn dagur í Skálholtskirkju Skálholtskirkja Menningarveisla Sólheima heldur áfram, en tveir viðburðir verða á dagskrá í dag. Klukkan 14:00 heldur Jón Þorsteinn harmonikkuleikari tónleika í Sólheimakirkju og klukkan 15:00 heldur Magnús Jóhannss- son, fiskifræðingur hjá Veiði- málastofnun, fyrirlestur undir yfirskriftinni Fiskar og veiði á Suðurlandi. Fyrirlesturinn fjallar um fiska og veiði á vatna- svæði Ölfusár og Hvítár. Aðgangur er ókeypis á báða viðburðina. Menningarveisla Sólheima hófst 4. júní og stendur til 13. ágúst með tónleikum, fræðslufundum og listsýningum. Nánari upplýs- ingar er að finna á heimasíðunni solheimar.is. Menning Menningarveisla Sólheima Sólheimakirkja The Horror Family opnar sýningu í Hinu húsinu, Póst- hússtræti 3-5, í dag klukkan 14. The Horror Family er hópur samansettur af fjölhæf- um listakonum sem deila myndlistarstofu, þeim Birnu Styff, Sigrúnu Ernu, Mörtu Eiri og Sidonie Schmitt. Allar stunda þær sína iðn af kappi og vilja sýna hvað sumarið hafði í för með sér fyrir þær. Þær notast við fjölbreytilega miðla á sýning- unni, allt frá teikningum og málverkum yfir í ljósmyndir og vídeóverk. Sýningin er opin í dag milli klukkan 14 og 17 og verður opin alla virka daga frá 9-17. Listir Opnun í Gallerí Tukt í dag Hitt húsið Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Dagrún Ísabella Leifsdóttir, sópr- ansöngkona, og Gisele Grima pían- isti frá Möltu halda tónleikana Mu- sic Women næstu tvo daga. Á tónleiknunum vekja þær athygli á tónlistarkonum sem hafa gleymst eins og Clöru Schumann og Ninu Grieg með tónlist en einnig með fróðleik um líf og störf þeirra. Dag- rún Ísabella er ung og efnileg söng- kona, hún er nýlega flutt aftur til landsins eftir að hafa numið og starfað við söng erlendis í nokkur ár. Þær hafa þegar haldið tónleika í Miðgarði í Skagafirði sem haldnir voru í gærkveldi en framundan eru tónleikar á morgun á Gljúfrasteini í Laxnesi klukkan 16:00 og í Stykk- ishólmskirkju þann 8. ágúst klukkan 20:00. Tónlistarkonurnar tvær sem Dag- rún Ísabella og Gisele ætla að vekja athygli á eru minna þekktar en eig- inmenn þeirra; Robert Schumann og Edvard Grieg. Í samtali við Morgunblaðið vill Dagrún Ísabella meina að eiginkon- urnar hafi haft mikið að segja um það hversu frægir eiginmenn þeirra urðu. „Til dæmis var Clara Schu- mann miklu frægari en hann á sín- um tíma,“ segir Dagrún. „Hún var ein af þekktustu píanóleikurum þess tíma og spilaði Schumann hvar sem hún kom því við og hann fékk kynn- ingu sem hann átti annars ekki völ á. En hún var líka tónskáld og við munum spila lög eftir hana,“ segir Dagrún. Clara var ekki aðeins þekkt fyrir að kynna Schumann, því hún átti líka þátt í því að koma Johannes Brahms á framfæri. Clara hitti Ro- bert Schumann fyrst þegar hún var 9 ára gömul og hann 18 ára. Þau dáðust að tónlistarhæfileikum hvors annars og þegar Clara náði 17 ára aldri þá bað hann föður hennar um hönd hennar en var hafnað. Hann margreyndi að biðja föður hennar aftur en fékk alltaf höfnun og þurftu elskendurnir á endanum að fara í mál við hann. Vegna andlegrar van- heilsu Roberts þurfti hún að annast hann mikið á meðan þau voru hjón og gat lítið sinnt sinni eigin sköpun. En hún hélt þeim uppi með kons- ertum. Eftir lát hans lagði hún alla orkuna í að halda nafni hans á lofti og kom tónlist hans að sem víðast. Hún lagði minni áherslu á tónlistina sem hún hafði skapað en seinni tíma menn hafa haldið henni á lofti og munu Dagrún Ísabella og Gisele meðal annars spila verk eftir Schu- mann hjónin, sem þau sömdu sam- an. Nina Grieg samdi ekki sjálf en þótti afburða sópran söngkona og vill Dagrún Ísabella meina að það hafi hjálpað verkum Edvard Grieg mikið hversu vel Nina hafi túlkað þau í söng sínum. En aðspurð hvernig það kom til að Dagrún og Giselle fóru að spila saman segir hún að þær hafi lært saman í Royal Northern College of Music, í Man- chester. „Núna erum við báðar út- skrifaðar, hún flutti heim til Möltu og ég heim til Íslands. En okkur langaði til að gera eitthvað saman þarsem við værum meðsama pró- grammið hér og á Möltu. Við ákváðum að setja saman þematónleika. Okkur langar til að segja svolítið frá tónlistarkonunum sem hafa gleymst. Það hafa margar tónlistarkonur komið á undan okkur og gleymst. Það er mikilvægt fyrir ungar konur einsog okkur að hafa þessar fyrirmyndir. Þessvegna tök- um við dæmi af Grieg og Schumann. Svo ætlum við bara að spila og syngja saman og hafa gaman. Þetta verður ljóðaflokkur eftir Edward Grieg, svo erum við með lög eftir Schumann hjónin,“ segir Dagrún. Konurnar sem gleymdust  Dagrún Ísabella og Grima halda tvo tónleika næstu daga  Einblínt verður á gleymdu konurnar Ninu Grieg og Clöru Schumann sem voru mjög frægar Tvær konur Dagrún Ísabella Leifsdóttir og Gisele Grima lærðu saman í Englandi og halda nú tónleika saman hér. Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju fer fram um þessar mundir. Fernir tónleikar fara fram í viku hverri og hefur hátíðin hlotið góðar viðtökur og mikla aðsókn. Hádegistónleikar fara fram á miðvikudögum, fimmtudögum og laugardögum, en aðaltónleikar vikunnar fara fram klukkan 17 á sunnudögum. Hörður Áskelsson, organisti Hallgrímskirkju, mun leika á tónleikum helgarinnar, í dag, laug- ardaginn 6. ágúst og á morgun, sunnudaginn 7. ágúst. Hörður hefur verið organisti og kantor Hallgrímskirkju allt frá því hann lauk framhalds- námi í Düsseldorf í Þýskalandi árið 1982. Hann hefur gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu listalífs kirkjunnar og stóð meðal annars að stofnun List- vinafélags Hallgrímskirkju, Kirkjulistahátíðar og Alþjóðlega orgelsumarsins. Sem organisti hefur Hörður haldið tónleika í mörgum stærstu kirkjum Evrópu, m.a. í Köln, París, Brussel og Helsinki. Á efnisskrá Harðar er íslensk orgeltónlist í for- grunni með verkum eftir Jón Nordal og Pál Ísólfs- son en auk þess fá verk eftir Kjell Mörk Karlsen og meistara Bach að hljóma. Á sunnudagstónleik- unum verður frumflutt verkið Klukkur eftir Gunnar A. Kristinsson, en samning verksins hlaut styrk frá Musica Nova. Hörður mun leika sömu efnisskrá í Kölnardóm- kirkju og St. Michaeliskirkjunni í Hamborg á næstu vikum og er verkið „Klukkur“ byggt á klukknastefjum þessara þýsku kirkna og Hall- grímskirkju. Tónleikar laugardagsins hefjast kl. 12 og miða- verð er 1.500 kr. Tónleikar sunnudagsins hefjast kl. 17 og miðaverð er 2.500 kr. Orgelsumarið mikla Morgunblaðið/Golli Tónleikar Hörður Áskelsson (t.h.) verður með tvenna tónleika í Hallgrímskirkju um helgina.  Tvennir tónleikar um helgina í Hallgrímskirkju Hugmyndin er að fylla rýmið af fólki. Ég mældi þetta og fann út að ég gæti komið fimmtíu manns í þetta rými. 34 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.