Morgunblaðið - 06.08.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.08.2011, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2011 Stjórnlagaráð hefur gert tillögur að nýju kosningakerfi. Hér verður minnst á ólíka stöðu kjósenda gagn- vart kerfinu eftir bú- setu. Margir hafa á um- liðnum árum hvatt til jafns vægis atkvæða íbúa höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar. Sérstaklega eftir kosningarnar 2007 þegar ríkisstjórnin fékk minnihluta atkvæða en hélt meirihluta þing- manna vegna misvægisins. Þau sjón- armið hafa oftast heyrst að í litlu ríki sé eðlilegt að hafa jöfnuð og að með breytingum í samskiptum og sam- göngum sé aðstöðumunur eftir bú- setu minni en var. Þó má öllum vera ljóst að aðstaða almennings á Íslandi er misjöfn og má nefna að laun eru á landsbyggð- inni að meðaltali um helmingur þess sem gerist á Reykjavíkursvæðinu og menntunarmunur er mjög mikill, einkum milli ákveðinna kjördæma, en menntun er lykilbreyta í nútíma- samfélögum og tengist margs konar mismunun. Má þar nefna aðstöðu til þátttöku á netinu. Þá er eignastaða almennings á landsbyggðinni miklu veikari en á höfuðborgarsvæðinu, húsnæðisverð lágt og samneysla veik, enda skatttekjur af hverjum einstaklingi, til dæmis til sveitarfé- laga, lágar miðað við höfuðborgarsvæðið. Saman mynda þessar breytur gerólíkt fé- lagslegt umhverfi á landsbyggðinni miðað við höfuðborgina og hefur meðal annars áhrif á möguleika íbú- anna til áhrifa í sam- félaginu. Kjördæmakerfi eru meðal annars mynduð til þess að tryggja að íbúar sem búa við fé- lagslega ólík skilyrði eftir búsetu haldi hlut sínum við samfélagslega ákvarðanatöku. Það hefur því komið óþægilega á óvart þegar jöfnu vægi atkvæða hefur í umræðunni verið blandað saman við kjördæmamál. Það eru gerólík mál. Landslisti Í upphafi tillagna Stjórnlagaráðs er rætt um jafnt vægi atkvæða og síðan um landslista. Leiða má að því líkur að landslisti verði aðallisti hvers stjórn- málaflokks, þar verði mannvalið mest og samkeppni um sæti mest, en kjördæmalistar verði veikari, en þeir sem standa sig vel þar komist í fram- haldinu á landslista. Það væri á margan hátt nærtækt fyrir flokks- stjórnir og fjölmiðla að eiga einkum gott samstarf við landslista fyrir kosningar, en það er miklu meiri vinna fyrir þá aðila að setja sig inn í einstök framboð í kjördæmum og staðbundin mál. Landslisti verður í beinni samkeppni við framboð í kjör- dæmum og hætt er við að sú sam- keppni verði ójöfn. Því gerir lands- listi landið í raun að einhverju leyti að einu kjördæmi. Samkvæmt tillögum ráðsins gætu jafnvel allir þingmenn komið af landslistanum og gætu orðið, eftir at- vikum, allir frá höfuðborgarsvæðinu því alþingismenn væru ekki fulltrúar búsetusvæða. Í tillögunum er Alþingi síðan heimilað að setja hámarks- kvóta á kjördæmakjörna þingmenn, ef kjördæmalistar verða boðnir fram, 30 þingmenn alls. Í því efni er þó of skammt gengið því í versta tilviki ættu kjósendur norð-vestur-, norð- austur- og suðurkjördæma þá 15 þingmenn, en Reykjavík og Kraginn 48 þingmenn. Jafnt vægi mælir fyrir um 23 þingmenn frá landsbyggð- arkjördæmunum þremur og 40 frá Reykjavík og Kraganum samanlagt. Þannig að jafnvel þegar kjör- dæmakvóta hefur verið komið á get- ur mismunur á vægi atkvæða orðið 1.79 höfuðborgarbúum í vil. Það er meiri munur en var í núverandi kerfi milli þessara sömu kjördæma í kosn- ingunum 2009, en í gagnstæða átt. Lýðræðisleg sjónarmið Hér þarf að hafa sjónarmið lýð- ræðisins í huga. Misvægi atkvæða í þá átt að styðja þá sem hafa veika stöðu er ekki svo ólýðræðislegt og byggist á sterkum hefðum í okkar heimshluta, talað er um jákvæða mismunun. Eftirlitsnefnd ÖSE (Ör- yggis- og samvinnustofnun Evrópu) sem rannsakaði kosningarnar 2009 lét segja sér tvisvar að ójafnt vægi atkvæða á Íslandi væri óeðlilegt, en gerði að lokum athugasemd við það. Hins vegar er misvægi sem er í þágu þeirra sem búa miðlægt og hafa sterka félagslega stöðu senni- lega nánast óþekkt. Það virðist afar langsótt eða ómögulegt að verja það nokkrum þekktum fræðilegum rök- um eða reynslurökum. Stjórnlag- aráði hefur einfaldlega orðið á í messunni í tillögugerð sinni. Ekki er ósennilegt að hér glitti í „tyranny of the majority“, sem er helsti áhættu- þáttur beins lýðræðis og einkenni netsins. Svona kosningatilhögun er vænt- anlega kæranleg til ÖSE og nokkuð víst að stofnunin geri alvarlegar at- hugasemdir við niðurlagningu kjör- dæmaskipulags eða ef vægi atkvæða verður umsnúið til neikvæðrar mis- mununar. Þá má hugsa sér að það brjóti gegn Evrópureglum, sem eru ákveðnar varðandi rétt „rural“ svæða og einnig er hugsanlegt að slíkar kosningar séu kæranlegar til alþjóðlegra mannréttindadómstóla. Hugtök eins og jafnræði, sjálfræði og valddreifing eru vinsæl hjá stjórn- málamönnum í Evrópu og styðja já- kvæða mismunum og í samningum Íslands við ESB mun það leggja áherslu á þessi hugtök því þá kemst íslenska ríkið í aðstöðu jaðaraðila gagnvart ESB. Það þurfum við einn- ig að gera í stjórnmálunum innan- lands, en mikið vantar á að við virðum þessi hugtök í samskiptum við jaðarbyggðir okkar. Það vekur undrun þess sem þetta ritar að virtir háskólaprófessorar í Stjórnlagaráði, sem reglulega vanda um fyrir þjóð sinni, skuli vera aðilar að þessum tillögum. Úr öskunni í eldinn – um kosningakerfi Stjórnlagaráðs Eftir Hauk Arnþórsson » Stjórnlagaráði hefur einfaldlega orðið á í messunni í tillögugerð sinni. Ekki er ósennilegt að hér glitti í „tyranny of the majority“. Haukur Arnþórsson Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Það er illa komið fyr- ir ríkisstjórn Íslands þegar fjölmiðlar lands- ins verða að tína til hverja smáfréttina á fætur annarri svo að ekki komi til þess að rjúfa þagnarbindindi hennar um þjóðmálin. Þannig er klifað á hand- tökum, höfuðhöggum og limlestingum á þjóðhátíðunum víðsvegar um landið eins og um stórfréttir sé að ræða, en enginn ráðamanna færður á svið til að ræða aðsteðjandi vandamál og stöðn- un sem orðin er staðreynd í viðskipta- og atvinnulífinu. Aðeins ein lausn Íslendingum er ekki stætt á öðru í lífsbaráttu sinni en að nota allar þær varanlegu auðlindir sem þekktar eru til þess að standa undir kostnaði við þau gildi sem þjóðin hefur einsett sér að halda í. Sé svo komið hins vegar, að núverandi stöðnun sé ásættanleg hjá þorra landsmanna, þá skal ekki undra þótt ríkisstjórn og Alþingi fari sér hægt og láti gott heita til að fá frið frá fjölmiðlum eða stjórnarandstöðu og gagnrýnisröddum sem annars ættu að vera hið hárbeitta mótvægi gegn stöðnuninni. Framleiðni, áframhaldandi virkj- anir á vatnsföllum og rannsóknir á neðansjávar-setlögum við norðanvert landið (ekki á Drekasvæðinu) eru í raun eina lausnin á efnahagsvanda okkar Íslendinga. Og hvað sem líður bollaleggingum og bjástri við að koma til móts við einstaka landeig- endur eða sveitarfélög sem halda fast í að semja eigi sérstaklega um land eða vatnsföll, þá er aðeins ein lausn. Hún er sú að taka viðkomandi svæði eignarnámi og greiða fyrir með sann- gjörnum hætti samkvæmt gildandi lagaákvæðum þar um. Strandsiglingar og aðrar sam- göngubætur Það er eitt með öðru í stjórnsýsl- unni, sem hefur um áratugi verið undirlögð af mistækum ráðherrum, að þeir hafa, margir hverjir, bognað undan þrýstingi sérhags- munahópa. Þannig féll það í hlut ráðherra Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokksins að skera að fullu á allar strandsiglingar hér við land; jafnt farþega- sem vöruflutninga. Þetta var mikill skaði og í raun blóðtaka í samgöngu- málum fyrir landið allt. Nýtt vegakerfi, hinn malbikaði hringvegur hefur beðið skaða vegna hinna marghjóla vöru- flutningabíla. Ríkisskip var talsvert bákn á þá- tíma vísu, þó ekki stærra en svo að minnka hefði mátt umsvifin verulega, án þess að farga báðum farþegaskip- unum, Esju og Heklu. Flóabátarnir svonefndu, Herðubreið og Skjald- breið, sem þjónuðu smærri höfnum á fjörðunum, voru brátt úreltir, og hefði stöðvun á rekstri þeirra getað verið fyrsta skrefið í að end- urskipuleggja og nútímavæða út- gerðina. Margur tapreksturinn á stofn- unum ríkisins í dag er að sönnu óþarf- ari en vera kynni með ríkisaðstoð í strandsiglingum eins eða tveggja far- þega/vöruflutningaskipa. Vafalítið getur slíkur rekstur skilað verulegum tekjum, t.d. yfir sumarmánuðina, og það af farþegaflutningum einum sam- an. Það er með ólíkindum að eyþjóð líkt og Ísland haldi ekki úti siglingum í einhverjum mæli á landsvísu. Að vísu má ekki minnast á farþega- siglingar milli Íslands og Evrópu- landa, því landsmenn eiga að láta sig hafa það að ferðast dagfari og náttfari frá þéttbýlissvæðinu hér syðra til Seyðisfjarðar vilji þeir fara sjóleiðina frá landinu! Þorlákshöfn (ekki Reykjavík) hefði verið góður kostur fyrir Ísland sem landshöfn fyrir stór fragtskip sem og farþegaskip og hefði sparað mikið í olíueyðslu fyrir Reykjanesskagann til Reykjavíkur. Það er svo önnur skondnari saga (og pólitísk), hvers vegna sú lausn varð ekki ofan á þegar til átti að taka við fullkomnun Þorlákshafnar. Land- eyjahöfn varð fyrir valinu! – Þeir ætla að verða okkur íbúum á fastalandinu dýrir, Vestmannaeyingar, í þessu til- viki! Hvað sem líður karpi um fjárveit- ingar hins opinbera til hinna ýmsu mála verður því vart á móti mælt, að samgöngumál á landi og sjó eru þær úrbætur sem nýtast landsmönnum best. Þannig verður ekki með sann- gjörnu móti amast við jarðgöngum í gegnum fjöll og frinindi hvar sem þeirra er þörf. Og þeirra er sann- arlega þörf. Héðinsfjarðargöng eru til marks um afar vel heppnaða fram- kvæmd. Í þéttbýlinu hér syrða eru Sundabrautin og þverun Skerja- fjarðar framkvæmdir sem brýnast er að leggja til atlögu við án mikilla tafa. – Og vegatollar eru þar sannast sagna sjálfsagðir tekjustofnar. Fjárráðin háð óvissunni Mikil óvissa í ríkisfjármálum setur Íslandi að sjálfsögðu nokkrar skorður í framkvæmdavali, en hún er ekki háð neinni sérstakri ríkisstjórn og alls ekki þeirri sem nú situr, það verður að viðurkenna. Óvissan er heima- tilbúin og er landlægt hugarástand þjóðar sem lengst af hefur óttast út- lendinga nema þeir komi ótilkvaddir með fullar hendur eyðslufjár í skemmtiferðum. Við þurfum að læra að sækja fé til erlendra aðila með öðrum aðferðum en lántökum. Samningar um fjárfest- ingar og sameiginlegan rekstur eru þar efst á blaði. Þeir eiga t.d. við um virkjanir, rannsóknir og samgöngu- bætur. Rekstur strandsiglinga með farþega og vörur er þar ekki undan- skilinn – né rekstur sjúkrahúsa, sjó- hafna og flughafna. – Sé óvissan sem óttinn skapar ekki gerð útlæg fellur allt um sjálft sig. Allt fellur um sjálft sig Eftir Geir R. Andersen » Við þurfum að læra að sækja fé erlendis öðruvísi en með lántök- um. Samningar um fjár- festingar og sameigin- legan rekstur eru þar efst á lista. Geir R. Andersen Höfundur er blaðamaður. Orðræðan síðustu daga um landbún- aðinn hefur einkennst af alþekktu hatri krata á greininni en ást þeirra á rústum Evrópusambandsins. Helstu álitsgjafar kratanna, m.a. rík- isreknir háskólapró- fessorar, reyna að kasta rýrð á íslensk- an landbúnað um leið og þeir lofa Evrópusambandið. Sumir þessara álitsgjafa eru jafn- an kallaðir til þegar verja þarf vondan málstað og nægir þar að nefna Icesave, aðlögun að Evrópu- sambandinu, verkleysi ríkisstjórn- arinnar o.fl. Fleiri aðdáendur hins deyjandi Evrópusambands hafa einnig ráð- ist á landbúnaðinn í tilraun til að sverta greinina í augum almenn- ings. Evrópusambandið er eins og hús sem logar stafna á milli. Eitt og eitt herbergi er eldþolið (Þýskaland og Frakkland) og hef- ur slökkviliðið fengið skipun um að bjarga þeim sem í þeim her- bergjum eru (þýskum og frönsk- um bönkum). Á meðan þetta á sér stað hamast utanríkisráðherra Vinstri grænna og Samfylking- arinnar við að komast inn í hið brennandi hús. Kyrrsetja verður utanríkisráðherra og fresta öllum viðræðum og gefa alþingi færi á að ræða hvort þessari feigðarför verði haldið áfram. Meðan íslenskur landbúnaður á mikil tækifæri til að verða enn öfl- ugri en hann er í dag með aukinn framleiðslu og eftirspurn innan- lands og utan blasa vandamálin við innan Evrópusambandsins. Rík- isrekni háskólaprófessorinn benti á þá augljósu staðreynd að land- búnaður, líkt og sjávarútvegur, er háður innflutningi á olíu. Þar af leiðir þarf að taka olíuþörfina inn í umræðu um fæðuöryggi og út- flutningstekjur þjóðarinnar því sjávarútvegurinn býr ekki til gjaldeyri án olíu. Það breytir þó engu um það að fæðuöryggi verð- ur ekki tryggt með innflutningi frá Evrópusambandinu þar sem ESB- löndin ná ekki að framleiða mat- væli fyrir þjóðir sínar. Það sama á við um margar aðrar þjóðir í Asíu og víðar. Þjóðir sem þurfa matvæli og eiga jafnvel olíu að selja. Þótt ESB-löndin séu okkar helstu við- skiptalönd í dag þarf svo ekki að vera til framtíðar. Íslend- ingar eiga að halda öllum leiðum opnum í verslun við erlend ríki þar sem e.t.v. kemur að því að aðr- ar þjóðir verði til- búnar að greiða hærra verð fyrir ís- lenskar landbúnaðarvörur, fisk eða ál en ESB-ríkin greiða í dag. Jú, íslenskur landbúnaður er ríkisstyrktur. Það er líka landbún- aður í Evrópusambandinu, Banda- ríkjunum, Noregi og víðar. Rík- isstyrkir í landbúnaði eru víða taldir mikilvægir til að halda niðri matvælaverði, tryggja framboð matvæla, efla nýsköpun o.fl. Um- ræða um ríkisstyrki í íslenskum landbúnaði einkennist um of af pólitískum hagsmunum en ekki hagsmunum þjóðarinnar. Samfylk- ingin hefur þar harðast gengið fram og nú elta Vinstri græn eins og blindir kettlingar. Þeir sem vilja hámarka gróða sinn vilja eðlilega flytja inn land- búnaðarvörur sem framleiddar eru í gríðarlegu magni og fást ódýrt en selja þær síðan íslenskum neyt- endum með aukinni álagningu. Heldur einhver að eitthvað annað vaki fyrir Baugsbúðunum og tals- mönnum þeirra? Íslenskur landbúnaður er hag- kvæmur því hann sparar gjaldeyri, veitir þúsundum atvinnu og fram- leiðir heilnæmar og ódýrar vörur. Íslendingar verða að treysta eins mikið og unnt er á íslenska fram- leiðslu, íslenskar auðlindir og verja hvort tveggja með kjafti og klóm. Bullið um landbún- aðinn og þráhyggja Evrópukrata Eftir Gunnar Braga Sveinsson » Það breytir þó engu um að fæðuöryggi verður ekki tryggt með innflutningi frá ESB þar sem ESB-löndin ná ekki að framleiða mat- væli fyrir þjóðir sínar. Gunnar Bragi Sveinsson Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.