Morgunblaðið - 06.08.2011, Page 37

Morgunblaðið - 06.08.2011, Page 37
AF TÓNLEIKUM Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Það er óhætt að segja að þaðhafi verið þétt staðið á tón-leikastaðnum Faktorý á fimmtudagskvöldið. Þar hélt Snorri Helgason útgáfutónleika sína en hann var að senda frá sér aðra breiðskífu sína. Nefnist hún Winter Sun og kom út hjá Kimi Records sama dag og útgáfu- tónleikarnir voru haldnir. Prins Póló hitaði upp fyrir Snorra. Það er alltaf ánægjulegt að sjá þá og heyra. Svavar, Prins Póló-kóngur, var ekki með full- skipaða sveit. Hann var Lóu- og Logalaus en mætti með Kristján hinn fjölhæfa trommara með sér. Það virtist duga, þrátt fyrir að vera aðeins tveir á sviði tókst þeim ljómandi vel upp við að hita upp mannskapinn. Eftir að hafa hlustað tvisvar á nýju plötuna hans Snorra fyrr um daginn varð mér strax ljóst að Faktorý var ekki rétti staðurinn fyrir tónlist hans. Faktorý er standandi tónleikastaður en tónlist Snorra á betur heima á sitjandi stað. Sviðið er mjög flott á Fak- torý en salurinn hrár og loftlaus. Það varð óbærilega loftlaust þar inni þetta kvöld, enda hver gólf- blettur skipaður fólki og enginn gluggi til að opna og engin loft- ræsting að því er virtist. Snorri hefði notið sín miklu betur í rúm- betri og huggulegri sal með sæt- um.    Á auglýstum tíma steigSnorri Helgason ásamt hljóm- sveit sinni á svið. Hann hóf leik á laginu „River“ sem er fyrsta lagið á nýju plötunni og hefur verið nokkuð í spilun. Afskaplega ljúft og fallegt lag sem sló tóninn fyrir kvöldið. Það fer ekki mikið fyrir Snorra, hann einbeitir sér að því að flytja tónlist sína með kassagít- ar og munnhörpu að vopni. Hann er samt flottur á sviði, hefur af- skaplega viðkunnanlega og til- gerðarlausa nærveru sem hæfir tónlist hans vel. Þótt tónleikarnir hafi hafist á fyrsta lagi plötunnar var hún ekki tekin frá upphafi til enda. Snorri flutti líka eldri lög inn á milli, sem var vel við hæfi. Lögin hans Snorra eru róleg þótt létt stuð einkenni sum þeirra, eins og „Ju- lie“. Dillaði fólk sér á Faktorý þegar það var leikið. Alþýðutónlist væri líklega flokkurinn til að setja tónlist Snorra í, annars koma Sim- on & Garfunkel mér alltaf í hug þegar ég hlusta á hann.    Ég er ekki frá því að mérhafi fundist Snorri hljóma betur í eigin persónu en á plöt- unni, þótt hún hljómi nú líka vel. Snorri er með flotta rödd sem fer vel við kassagítarspil og á tón- leikum kemur ákveðinn hráleiki sem gerði þetta allt enn betra. Með honum á sviðinu var líka úr- valslið tónlistarmanna. Sigurlaug Gísladóttir, Mr. Silla, var í fram- línunni með honum, söng og lék á ukulele eins og engill. Hennar náttúrulega framkoma, söngur, spil og fegurð áttu vel við. Eftir lokalagið var Snorri klappaður upp af krafti og tók hann þrjú aukalög, þar á meðal hið ofur rólega „Winter Sun 1“ sem var nú alveg til að senda mann heim í rúmið. Rúmið var líka áfangastaðurinn eftir þessa góðu tónleika. Winter Sun kemur út á hár- réttum árstíma, um leið og það fer að hausta munu allir vilja kúra sig undir teppi með Snorra Helgasyni. Tilgerðarlausir tónleikar Morgunblaðið/Eggert Náttúruleg Snorri Helgason og Mr. Silla tóku sig vel út saman. Morgunblaðið/Eggert Á tónleikum Það mættu margir á Faktorý til að berja Snorra augum. »Ég er ekki frá þvíað mér hafi fundist Snorri hljóma betur í eigin persónu en á plöt- unni, þótt hún hljómi nú líka vel. MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2011 FRÁBÆR FJÖLSKYLDUSKEMMTUN ÞAÐ GETUR VERIÐ ERFITT AÐ LOSA SIG VIÐ LEIÐINLEGAN YFIRMANN EN ÞEIR ÆTLA AÐ REYNA... MIÐASALA Á SAMBIO.IS GREEN LANTERN 3D kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 CAPTAIN AMERICA 3D kl. 8 - 10:30 12 HORRIBLE BOSSES kl. 8 - 10:20 12 BÍLAR 2 3D Með ísl. tali kl. 3 - 5:30 L HARRY POTTER 7 3D kl. 3 12 SUPER 8 kl. 5:45 12 KUNG FU PANDA M. ísl. tali kl. 3 L GREEN LANTERN 3D kl. 5:50 - 8 - 10:30 12 BÍLAR 2 3D Með ísl. tali kl. 1:30 L BÍLAR 2 3D Með ensku tali kl. 3:40 L BÍLAR 2 Með ísl. tali kl. 3:40 - 5:50 L HARRY POTTER 7 - PART 2 kl. 1:30 - 10:10 12 HORRIBLE BOSSES kl. 8 12 GREEN LANTERN3D kl. 8 - 10:30 12 CAPTAIN AMERICA 3D kl. 5 12 HORRIBLE BOSSES kl. 8 - 10:10 12 BÍLAR 2 3D Með ísl. tali kl. 2 L BÍLAR 2 Með ísl. tali kl. 5 L HARRY POTTER 7 - PART 2 kl. 2 12 / KRINGLUNNI / AKUREYRI / KEFLAVÍK GREEN LANTERN kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 CAPTAIN AMERICA kl. 8 - 10:30 12 BÍLAR 2 M. ísl. tali LAU kl. 2 L BÍLAR 2 M. ísl. tali SUN kl. 3 - 5:30 L HARRY POTTER 7 SUN kl. 2:30 12 / SELFOSSI  POWERSÝNING „THE BEST 3D SINCE AVATAR“ - SCOTT MANTZ, ACCESS HOLLYWOOD    -T.V. KVIKMYNDIR.IS/ - SÉÐ OG HEYRT SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI EIN BESTA ÆVINTÝRA/SPENNUMYND ÁRSINS SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI ATHUGIÐ GLÆNÝ STUTTMYND SÝND Á UNDAN CARS 2 FRÁ HÖFUNDUM "SVALARI BÍLAR OG MEIRI HASAR" - T.D. -HOLLYWOOD REPORTER     - J.C. -VARIETY     - P.T. -ROLLING STONES     LEIFTUR MCQUEEN OG KRÓKUR ERU AFTUR MÆTTIR, BETRI EN NOKKURN TÍMANN SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI  á allar sýningar merktar með appelsínuguluSPARBÍÓ 750 kr. FRÁÁ ÁBÆ R GAM ANM YND JENNFIER ANNISTON JASON BATEMAN JAMIE FOXX JASON SUDEIKIS COLIN FARRELL KEVIN SPACEY CHARLIE DAY 88/100 - CHICAGO SUN-TIMES 91/100 - ENTERTAINMENT WEEKLY 100/100 - ST.PETERSBURG TIMES SÝND Í EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI „Svona á að gera þetta.“ - H.V.A. FBL  „Af öllum Marvel ofurhetjumyndunum þá er þessi klárlega ein sú best heppnaða.“ T.V.-Kvikmyndir.is/Séð & Heyrt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.