Morgunblaðið - 06.08.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.08.2011, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ ForstjóriBanka-sýslu rík- isins hefur sagt starfi sínu lausu vegna óánægju með afstöðu rík- isstjórnarinnar til stofnunar- innar og til ríkisbankans. Rík- isstjórnin hefur að mati fráfarandi forstjóra hindrað stofnunina í að byggja sig upp eins og nauðsynlegt hefði ver- ið til að takast á við þau verk- efni sem henni ber, meðal ann- ars sölu stórra eignarhluta í fjármálafyrirtækjum sem framundan sé. Einhvern tímann hefðu for- ystumenn ríkisstjórnarinnar kallað eftir því að ráðherrar „öxluðu ábyrgð“ þegar svo væri komið að forstjóri rík- isstofnunar hrökklaðist úr starfi vegna lélegs aðbúnaðar. Hinir sömu hefðu jafnvel látið sig hafa það að spinna sam- særiskenningar um ástæður uppsagnarinnar. Nú virðist þetta hins vegar þykja eðlilegt og óþarfi að gera veður út af slíkum smámunum. Hafi ríkisstjórnin ætlað Bankasýslunni eitthvert hlutverk, sem efast má um eftir það sem á undan er gengið, er vissulega áhyggjuefni ef stofnunin er jafn veikburða og fráfarandi forstjóri segir. Framundan eru margvísleg og mikilvæg verkefni á fjár- málamarkaði og nauðsynlegt að stjórnvöld standi að þeim á viðunandi hátt. Staðan sem nú er komin upp er ekki síst umhugsunarverð þegar höfð eru í huga þau mál sem ríkisstjórnin hefur þegar staðið fyrir á fjármálamark- aði, svo sem málefni Byrs, Sjó- vár og SpKef, að ógleymdum málefnum stóru bankanna þriggja. Öll þau mál sem rík- isstjórnin hefur fengist við og tengjast fjármálafyrirtækjum hafa klúðrast illilega, ýmist með laumuspili eða stórkost- legum kostnaði, nema hvort tveggja sé. Brotthvarf for- stjóra Bankasýslunnar er ekki til þess fallið að auka bjartsýni um framhaldið. Ríkisstjórnin fær falleinkunn hjá forstjóranum fráfarandi} Forstjóri fær nóg Forystukrepp-an í Samfylk- ingunni er tekin að skýrast. Um hríð var talið að keppnin stæði á milli krónprins- anna Árna Páls Árnasonar og Dags B. Eggertssonar. En þeir hrösuðu hvað eftir annað á spegilsléttri brautinni, svo ekki þóttu þeir líklegir til að leiða flokk í ófæru. Dagur kom gnarrinu yfir borgina með öllu því tjóni, þótt hann hefði komið verr út úr síðustu borgarstjórnarkosningum en allir aðrir. Og Árni Páll reyndist sérlegur klaufabárð- ur í félagsmálaráðuneytinu, hvort sem hann fékkst við mannaráðningar eða frum- varpssmíð. Verksvitið batnaði ekki við flutning í gamla við- skiptaráðuneytið. Allir aðrir í Samfylkingunni en hann sjálfur höfðu því afskrifað hann sem formannsefni. Þar sem Dagur var ei meir í spilinu sér Árni Össur Skarp- héðinsson sem helsta and- stæðinginn. Það atvik úr ný- legu pólitísku lífi sínu sem Össur vill helst gleyma var þegar hann stóð dreyrrauður á fundi blaðamanna í Evrópu sem réðu ekki við sig og hlógu upphátt að ráð- herranum þegar hann sagði þeim að evran myndi hafa bjargað Ís- landi frá hruni eins og hún bjarg- aði Evrópu. Þetta héldu fréttaskýrendur ómögulegt að toppa. En Árna Páli tókst það. Hann taldi rétta tímann vera einmitt núna til að segja við franskt „stórblað“, að hann vildi koma Íslandi í ESB, því evran myndi færa landinu „óendanlega meiri stöðugleika.“ Flokkur, sem býr við for- ystumenn sem sjá samtíma sinn í svo skýru ljósi og kunna að koma orðum svo snilld- arlega að upplifun sinni, er svo sannarlega ekki á flæði- skeri staddur. Guðbjartur Hannesson gæti svo sem blandað sér í formannsslag- inn í Samfylkingunni með því að boða til blaðamannafundar í Brussel til að benda á að „ekkert nýtt hafi komið fram“ um stöðu evrunnar síðastliðin tvö ár. Það væri vissulega sterk yfirlýsing og það yrði mikið grín gert að Guðbjarti, en ekki víst að það myndi duga til eftir hið snjalla útspil Árna Páls. Formannsslagurinn í Samfylkingunni fer fram á sérkenni- legum nótum} Misskildir snillingar misstíga sig S annleikurinn er stundum sagna bestur en ekki nærri því alltaf. Stundum allt að því sagna verstur. Að minnsta kosti fyrir spéhræddan mann eins og mig... Systir mín er yndisleg en segir stundum of satt. Það getur verið óþægilegt. „Minn bara orðinn gráhærður,“ sagði hún í návist minni á dögunum. Ég hélt auðvitað mínu striki og skóf áfram skítinn undan nöglunum. Grunaði ekki að hún beindi orðum sínum að mér. Hélt hún væri að stríða pabba, en ekki er eitt grátt hár í hausnum á honum eins og stundum er tekið til orða á þeim bænum. Það er ekkert grín að verða gráhærður, þótt mér finnist það reyndar býsna flott. En það getur verið ónotaleg stund þegar fyrsta gráa hárið verður sýnilegt. Hvað þá mörg í einu. -- Jökuldalur árla morguns snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Fjögurra manna fjölskylda sefur saman í tjaldi, líklega í fyrsta skipti. Kannski síðasta skipti, þetta er ekki mikil útilegufjölskylda. Allt er eins og best verður á kosið; saxbauti frá Kjöt- iðnaðarstöð KEA hitaður upp á prímus í kvöldlogninu, skolað niður með Jolly Cola eða Valash. Jökuláin spilar undir þegar pissað er í grasið áður en skriðið er í svefn- pokann. Ungur drengur vaknar langfyrstur morguninn eftir þegar sterk sólin brýtur sér leið inn í gegnum gult segltjaldið. Áfallið er ólýsanlegt; drengurinn starir á föður sinn og finnur hvernig tárin spretta fram, eitt af öðru. Veltir því því fyrir sér hvort hann hafi virkilega verið svona óþægur undanfarið. Skyldi pabbi hafa miklar áhyggjur af mér? Nei, það getur ekki verið. Landafræði 9,5, íslenska 10, Íslandssaga 10, reikningur 5. Honum þykir leiðinlegt með reikninginn en um það þýðir ekki að fást. Ákveðnum lög- málum náttúrunnar verður ekki breytt. Ég er alltaf hlýðinn, þegar ég má vera að, hugsar drengurinn. Hann strengir þess heit að vera góður við foreldra sína það sem hann á eftir ólifað. Neita því aldrei að fara út með ruslið, ryksuga í stofunni eða þurrka af í her- berginu. Takmarkið setur hann þó við steikta lifur. Hún fer ekki inn fyrir hans varir. Og helst ekki sagógrjóna- grautur. Allt annað er í lagi. Þegar foreldrarnir vakna lætur drengurinn á engu bera. Pissar í grasið við sama undirspil og um kvöldið. Móðirin nefnir flatbrauð og hangikjöt og þá hýrnar yfir drengnum. Enn frekar þegar faðir hans kemur út úr tjaldinu. Hárið er enn ljósrautt. Ekki orðið grátt af áhyggjum; sólin og gula tjaldið blekktu drenginn. Nú er hann aðeins byrjaður að grána í vöngum, en vonar að dæturnar haldi ekki að það sé þeim að kenna. Til öryggis sefur hópurinn samt aldrei í gulu tjaldi. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Grátt hár í gulu tjaldi STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Fimm ára börn í átröskunarmeðferð SVIÐSLJÓS Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is B reskir fjölmiðlar hafa velflestir fjallað und- anfarna daga um slá- andi niðurstöðu nýrrar skýrslu þar sem fram kemur að yfir 2.000 börn yngri en 16 ára þar í landi hafi á und- anförnum þremur árum gengist undir meðferð vegna átröskunar. Um 600 þeirra eru yngri en þrettán ára, þar af 197 á aldrinum 5-9 ára. Börn þessi hafa fengið meðferð á sjúkrahúsum í Englandi en upp- lýsingarnar eru fengnar frá 35 spít- ölum vítt og breitt um landið. Telja sérfræðingar að börn sem fengið hafa slíka meðferð á breskum sjúkrahúsum séu mun fleiri því mörg sjúkrahús neituðu að veita upplýsingar, en fjölmiðlar höfðu óskað eftir og fengið tölfræðina af- henta samkvæmt upplýsingalögum þar í landi. Þá vildu önnur sjúkra- hús aðeins afhenda tölur um fjölda þeirra barna sem höfðu verið í lífs- hættu er þau voru lögð inn, en ekki um þau sem sóttu dag- eða göngu- deildir. Flest á unglingsaldri Þegar tölfræðin er enn frekar brotin niður, og það er það sem veldur Bretum mestum áhyggjum, kemur í ljós að 98 barnanna voru á aldrinum 5-7 ára þegar þau fengu meðferð vegna átröskunar. Flest þeirra eða 1.500 voru á aldrinum 13- 15 ára. Sérfræðingar sem fást við át- röskunarsjúkdóma höfðu fyrr á þessu ári varað við því að sífellt fleiri börn væru að þróa með sér slíka sjúkdóma. Byggðu þeir álit sitt m.a. á rannsókn háskólastofnunar sem fæst við heilbirgði barna. Þar kom fram að þrjú af hverjum 100.000 börnum undir 13 ára aldri í Bretlandi og Írlandi þjáðust af át- röskun. Mikill meirihluti þeirra, eða 80%, væri stúlkur og flestar væru með lystarstol (e. anorexia). Þá kom fram í rannsókn sem birt var í British Journal of Psychi- atry fyrr á þessu ári að næstum helmingur barna sem greinast með átröskun á nákominn ættingja sem glímt hefur við geðræn vandamál af einhverju tagi, s.s. kvíða og þung- lyndi. Í kjölfarið fór breska blaðið Telegraph á stúfana og fékk afhenta skýrslu um tölfræðina sem birt var í blaðinu nýverið. Susan Ringwood, fram- kvæmdastjóri átröskunarsamtak- anna B-eat, segir í viðtali við Tele- graph að tölurnar hafi hringt öllum viðvörunarbjöllum. Börn verði fyrir miklum þrýstingi frá samfélaginu að líta út á ákveðinn hátt, þ.e. að vera mjög grönn. Reyna að svelta af sér gelgjuskeiðið Susan segir marga þætti geta ýtt undir átröskun hjá fólki. Erfðir spili ákveðið hlutverk, en staðal- ímyndir samfélagsins um það hvað telst fallegt og eftirsótt enn stærra hlutverk. „Þessi utanaðkomandi þrýstingur hefur stórlega aukist á síðustu tíu árum,“ segir Susan. Eft- irsóknarvert sé fyrir konur að vera „barnslega“ vaxnar. Það ýti aftur undir að stelpur bókstaflega hræðist gelgjuskeiðið „og reyni jafnvel að svelta það af sér“, segir Susan. Talsmaður breska heilbrigðis- ráðuneytisins segir í Telegraph að ráðuneytið ætli sér að bæta geð- heilsu allrar þjóðarinnar og að á næstu fjórum árum verði 400 millj- ónum punda varið til að styrkja meðferðarúrræði í því skyni, þar á meðal meðferð sem sérstaklega er ætluð börnum og unglingum. Reuters Áreiti Skilaboðin um hvernig eigi að líta út virðast skýr og börn komast ekki hjá að sjá þau, ekki einu sinni í gönguferðinni. 98 bresk börn á aldrinum 5-7 ára hafa á síðustu þremur árum gengist und- ir meðferð á sjúkrahúsi vegna át- röskunar. 1.500 barnanna eru á aldrinum 13-15 ára en unglingsstúlkur eru í mestri hættu á að fá sjúkdóminn. 35 sjúkrahús afhentu gögn um átrösk- unarmeðferð barna en mörg neit- uðu að gefa upplýsingar. 50% barna sem greinast með átröskun eiga nákominn ættingja sem glímt hefur við geðræna sjúkdóma. ‹ ÁTRÖSKUN Í TÖLUM › »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.