Morgunblaðið - 09.08.2011, Síða 17

Morgunblaðið - 09.08.2011, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2011 Lobsang Sangay, 43 ára fræðimað- ur við lagadeild Harvard-háskóla, sór í gær embættiseið forsætisráð- herra í útlagastjórn Tíbeta. Hann tók þar með við hlutverki Dalai Lama sem pólitískur leiðtogi Tíb- eta. Dalai Lama hafði gegnt því hlutverki frá því að hann flúði frá Tíbet árið 1959 en tilkynnti í maí að hann hygðist afsala sér því. Hann verður þó áfram andlegur leiðtogi Tíbeta. Vangaveltur hafa verið um að Sangay hygðist berjast fyrir sjálfstæði Tíbets, en hann lagði áherslu á að hann styddi stefnu Dalai Lama, hafnaði ofbeldi og vildi að Tíbet fengi sjálfstjórnarréttindi. Pólitískur eftirmaður Dalai Lama sver embættiseið forsætisráðherra útlagastjórnar Tíbeta Boðar óbreytta stefnu Reuters Sver embættiseið Dalai Lama faðmar Lobsang Sangay, forsætisráðherra útlagastjórnar Tíbeta. Til átaka kom milli lögreglumanna og ungmenna í austurhluta London í gær eftir að óeirðir, sem hófust í Tottenham á laugardag, breiddust út til annarra hverfa borgarinnar. Minnst 161 var handtekinn og 35 lögreglumenn særðust í átökunum um helgina, þ. á m. þrír lögreglu- menn sem voru lagðir inn á sjúkra- hús eftir að bíl var ekið á þá á mikl- um hraða. Yfirvöld fjölguðu lögreglumönn- um á götum borgarinnar í gær til að koma í veg fyrir frekari óeirðir. Mik- il umræða hefur verið í Bretlandi um að samskiptavefir á Netinu hafi ver- ið notaðir til að kynda undir óeirð- unum og hvetja til árása. Einn yf- irmanna lögreglunnar sagði að hún væri að rannsaka þetta og til greina kæmi að handtaka fólk sem hefði notað samskiptasíðuna Twitter til að hvetja til ofbeldis. Óeirðirnar blossuðu upp í Totten- ham eftir að 29 ára maður, Mark Duggan, var skotinn til bana í að- gerð lögreglunnar. Fyrstu fregnir hermdu að skotið hefði verið á lög- reglumennina en breskir fjölmiðlar sögðu í gær að fram hefðu komið vís- bendingar um að það væri ekki rétt. Nick Clegg, aðstoðarforsætisráð- herra Bretlands, skoðaði í gær byggingar sem brunnu þegar óeirðaseggir kveiktu í húsum og fóru ránshendi um verslanir. Clegg lagði áherslu á að ekkert afsakaði árásir óeirðaseggjanna. „Það ætti að vera öllum ljóst að það sem við urð- um vitni að snýst ekki á nokkurn hátt um dauða Duggans,“ sagði hann. Kit Malthouse, aðstoðarborgar- stjóri London, tók í sama streng og sagði að óeirðaseggirnir hefðu ekki verið að mótmæla dauða Duggans eða miklu atvinnuleysi í Tottenham. „Þetta var einfaldlega glæpa- mennska, ekkert annað,“ sagði hann. bogi@mbl.is Segja árásirnar óafsakanlegar  Rannsaka Twitter-notkun óeirðaseggja 2 km 4. ágúst, fimmtudagur Ferry Lane, Tottenham Mark Duggan, 29 ára, skotinn til bana þegar lögreglumenn reyna að handtaka hann. Atburðarásin er óljós 6. ágúst, laugardagur Tottenham Yfir 200 manns safnast saman við lögreglustöð til að mótmæla Laugardagskvöld Óeirðaseggir ráðast á lögreglumenn með bensínsprengjum, kveikja í lögreglu- bílum, byggingum og strætisvagni 7. ágúst, sunnudagur Tottenham Óeirðir og gripdeildir halda áfram Árásirnar breiddust út: Enfield Hópar ungmenna ráðast á verslanir og lögreglubíl Chingford Mount Þrír lögreglumenn særast þegar ekið er á þá Ponders End/Walthamstow/ Waltham Forest/Oxford Circus Verslanir rændar og eyðilagðar Islington Ráðist á lögreglubíl Brixton Allt að 200 ungmenni ráðast á lögreglu og fara ránshendi um verslanir ÓEIRÐIR Í LONDON Heimildir: BBC, Reuters Ljósmynd: Reuters/Luke MacGregor Enfield Ponders End Tottenham Islington Oxford Circus Brixton Walthamstow Waltham Forest Chingford Mount Thames LO N D O N Slökkvilið borgarinnar var kallað út eftir að kveikt var í byggingum 35 lögreglumenn særðust Yfir 160 handteknir Slökkviliðsmenn dæla vatni á byggingu í Tottenham Liðlega sextug bandarísk sund- kona, Diana Nyad, hyggst verða fyrst manna til að synda frá Kúbu til Flórída í Bandaríkjunum án þess að vera í búri til að verjast hákörlum. Nyad hóf sundið í fyrrakvöld og hyggst synda þessa 168 km löngu leið á um það bil 60 klukkustundum. Hún ætl- ar að gera hlé á sundinu til að drekka í 20 sekúndur á hverjum 45 mínútum og hvíla sig og borða í tvær mínútur með 90 mínútna milli- bili. Nyad reyndi að synda yfir Flórídasund í stálbúri árið 1978 þegar hún var 28 ára en gafst upp eftir að hafa verið í sjónum í 42 klukkustundir. Sextug kona reynir að synda frá Kúbu til Flórída Diana Nyad býr sig undir sundið. BAKSVIÐ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Júlía Tymosjenko, fyrverandi for- sætisráðherra Úkraínu, hefur verið sótt til saka fyrir valdníðslu en hún er sannfærð um að réttarhöldin séu af pólitískum rótum runnin, að markmið stjórnvalda sé að koma í veg fyrir að hún geti gefið kost á sér í þing- eða forsetakosningum. Málsvörn Tymosjenko er mjög óvenjuleg og felst einkum í því að hún notar hvert tækifæri sem gefst til að hæðast að dómaranum í mál- inu. Dómarinn greip til þess ráðs á föstudaginn var að láta handtaka Tymosjenko fyrir að sýna dómstóln- um óvirðingu. Tymosjenko hafði þá m.a. kallað dómarann „skrímsli“ og neitað að standa upp fyrir honum eða ávarpa hann með heiðurstitli dómara eins og venja er við réttarhöld í Úkraínu. „Þú þarft fyrst að verðskulda heiður- inn,“ sagði hún. Tymosjenko hélt sínu striki þegar réttarhöldunum var fram haldið í gær eftir að hún hafði dúsað í fang- elsi í þrjá daga. „Dýrð sé Úkraínu!“ hrópaði hún þegar dómarinn kom inn í réttarsalinn. „Ég ætla ekki að standa upp fyrir þér, því að þar með væri ég að krjúpa fyrir mafíunni.“ „Pólitísk kúgun“ Nokkrir stjórnmálaskýrendur hafa gagnrýnt Tymosjenko fyrir að ganga of langt í því að hæðast að dómstólnum og telja að hún ætti frekar að einbeita sér að því að sanna sakleysi sitt. „Báðir aðilar hafa gert réttarhöldin að skrípaleik,“ hefur fréttaveitan AP eftir Valerij Chaly, sérfræðingi hugveitu í Kíev og fyrrverandi aðstoðar- utanríkisráðherra. „Þetta kemur óorði á réttarkerfið og Úkra- ínu.“ Tymosjenko segir að Viktor Janúkovítsj, for- seti Úkraínu, hafi ákveðið dómsorðin fyrirfram. „Þetta eru ekki réttar- höld, heldur pólitísk kúg- un að fyrirmælum forseta Úkraínu,“ segir hún. Reuters Umdeild Hundruð stuðningsmanna Júlíu Tymosjenko mótmæltu handtöku hennar í miðborg Kíev í gær. Pólitískur skrípa- leikur í réttarsalnum  Júlía Tymosjenko úthúðar og hæðist að dómaranum Júlía Tymosjenko var ákærð fyr- ir að hafa misnotað vald sitt þegar hún undirritaði samning við Rússland um kaup á jarðgasi árið 2009 þegar hún var for- sætisráðherra. Úkraínsk stjórn- völd segja að kaupverðið hafi verið of hátt og samningurinn valdið Úkraínu miklu fjárhags- legu tjóni. Tymosjenko var á meðal leið- toga „rauðgulu byltingarinnar“ sem kom í veg fyrir valdatöku Viktors Janúkóvítsj eftir að hann var sakaður um kosningasvik. Tymo- sjenko tapaði hins vegar fyrir Janúkó- vítsj í forsetakosn- ingum í fyrra. Glæpsamlegt gasverð? SÖKUÐ UM VALDNÍÐSLU Júlía Tymoshenko

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.