Morgunblaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2011 Róbert Benedikt Róbertsson robert@mbl.is Ljósmyndarinn Mary Ellen Mark hefur verið hér á landi síðastliðnar þrjár vikur vegna ljós- myndanámskeiðs á hennar vegum. Námskeiðið fór fram í Myndlistarskóla Reykjavíkur og lauk í gær með nemendasýningu í Þjóðmenning- arhúsinu. Kennarar á námskeiðinu voru þau hjónin Mary Ellen Mark og Martin Bell ásamt ljósmyndaranum Einari Fal Ingólfssyni. „Þetta er að fyrirmynd námskeiða sem ég hef haldið í Oaxaca í Mexíkó á hverju ári síðastliðin 18 ár,“ segir Mary Ellen. „Á morgnana er einkakennsla þar sem farið er yfir það sem nemendur hafa gert daginn áður. Svo fá þau verkefni sem þau vinna yfir daginn og á kvöldin eru fyrirlestrar,“ segir Mary. Mary er mikill Íslandsvinur og er þetta ekki í fyrsta skipti sem þau hjónin heimsækja Ísland. „Ætli þetta sé ekki tíunda skiptið sem ég kem til Íslands. Ég elska Ísland og það er rosa- lega gott að vinna hérna. Við hjónin erum ást- fangin af landi og þjóð og höfum unnið mörg verkefni hér og haldið sýningar. Ísland er draumaland ljósmyndarans, ekki bara vegna landslagsins heldur einnig út af mannlífinu, en námskeiðið er að stærstum hluta byggt upp á því að taka myndir af fólki og mannlífi,“ segir Mary að lokum. Á toppnum í 50 ár Mary er einn virtasti heimildamynda- ljósmyndari samtímans og hefur hreppt allar helstu viðurkenningar sem ljósmyndara á þessu sviði getur hlotnast. Um aldamótin var hún t.d. valin mikilvægasti kvenljósmyndari heims af lesendum American Photo, eins stærsta ljósmyndatímarits Bandaríkjanna. Þá hefur hún gefið út vel á annan tug bóka með eigin myndum og myndröðum og verk hennar hafa verið sýnd í sýningarsölum um allan heim. Á stórmerkilegum ferli hennar, sem spannar tæp 50 ár, hefur hún unnið fyrir mörg heims- þekkt tímarit á borð við Life, Rolling Stone, The New Yorker og Vanity Fair. „Þetta er eins og ef Eric Clapton héldi gít- arnámskeið á Íslandi,“ segir Einar Falur Ing- ólfsson ljósmyndari og kennari á námskeiðinu. „Mary Ellen er einn virtasti ljósmyndari sam- tímans og að margra mati einn allra fremsti ljósmyndari heims. Hún er mikill Íslandsvinur og hefur unnið að mörgum verkefnum hér- lendis, m.a. stóru verkefni sem bar yfirskriftina Undrabörn og var í samvinnu við Þjóðminja- safnið. Hana hefur lengi langað til að halda nám- skeið hér á landi, en hún heldur tvö til þrjú námskeið á hverju ári út um allan heim. Það varð úr og hefur undirbúingur staðið í tæpt ár,“ segir Einar. Einar segir jafnframt að mikill áhugi hafi verið fyrir námskeiðinu frá öðrum löndum, en aðeins einn Íslendingur hafi setið það. Með kjarkinn að vopni Nemendurnir komu víðsvegar að og voru á öllum aldri, sá yngsti 19 ára og sá elsti á áttræð- isaldri. Hin íslenskættaða Særún Noren er ein þeirra sem sóttu námskeiðið. „Reynsla mín af námskeiðinu hefur breytt mér sem ljósmyndara að því leyti að ég hef öðl- ast meiri kjark,“ segir Særún. „Áður fyrr lenti ég stundum í því að hika, en námskeiðið hefur ýtt manni áfram og maður hefur eiginlega neytt sjálfan sig til þess að taka myndina. Ég held einmitt að kjarkurinn og ákafinn sé stór hluti þess að Mary Ellen er einn fremsti ljósmyndari heims. Hún er ekki hrædd við að mynda fólk við ólíkar aðstæður, hvort sem myndefnið er Móðir Teresa eða þeir sem lifa á jaðri samfélagsins.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Áhugasöm F.h. Einar Falur Ingólfsson, Martin Bell og Mary Ellen Mark. Mary heldur 2-3 námskeið á ári, en þetta er í fyrsta skipti sem hún heldur námskeið hérlendis. Eins og ef Clapton héldi gítarnámskeið á Íslandi  Ljósmyndarinn Mary Ellen Mark var með ljósmyndanámskeið í Myndlistarskóla Reykjavíkur Martin Bell, eiginmaður Mary Ellen Mark, er breskur kvikmyndagerð- armaður og hefur starfað lengi við heimildamyndgerð. Hann hefur hlotið margar viðurkenningar á því sviði og þar ber helst að nefna Óskars- verðlaunatilnefningu fyrir myndina Streetwise árið 1984. Martin vann lengi vel fyrir breska rík- issjónvarpið BBC sem tökumaður, en hellti sér fljótlega út í kvikmyndagerð. Hann hefur unnið að nokkrum verk- efnum hér á landi og gerði m.a. heim- ildarmyndina Alexander sem fjallar um líf Alexanders Viðars Pálssonar, nem- anda í Öskjuhlíðarskóla, og var sú mynd sýnd í sjónvarpinu hér síðasta vetur. Martin Bell er margverðlaunaður EIGINMAÐUR MARY ELLEN MARK Ljósmynd/Ina BernsteinLjósmynd/Molly Bermann Ljósmynd/Lisen StilbeckLjósmynd/Ariko Inaoka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.