Morgunblaðið - 10.09.2011, Síða 10

Morgunblaðið - 10.09.2011, Síða 10
Nú þegar haustið er komið og vetur á næsta leiti eru margir sem skrá sig á alls konar námskeið og þá oft með hreyfingu í huga. Hvers konar dans er skemmtileg leið til að stunda líkams- rækt og salsadans er einn þeirra sem hafa verið mjög vinsælir hér á landi. Fyrir þá sem eru á leið í salsa eða hafa nú þegar brennandi áhuga á suðrænu sveiflunni er um að gera að skoða vefsíðun salsaweb.com. Þar má finna ótalmargt áhugavert sem tengist salsa, til dæmis er hægt að lesa um sögu salsadansins, alls konar viðtöl og greinar, myndbönd sem mikið er hægt að læra af, hlusta eða kaupa salsatónlist, hægt er að senda inn fyrirspurnir og meira að segja er hægt að leita eftir salsa- dansfélaga. Á síðunni er líka hlekkur fyrir blogg um salsa. Að ógleymdum dagsetningum og upplýsingum um salsahátíðir um víða veröld. Vefsíðan www.salsaweb.com Allt um sjóðheitan salsadans Heitt Salsadans er ekki aðeins skemmtilegur, hann er líka frábær líkamsrækt. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2011 Samstöðuhópur gegn misrétti v/kynferðisafbrotamála! Gagnasöfnun hafin! „Hefur barnið þitt fengið að njóta vafans?“ 1. Hefur Rannsóknarlögregla fellt niður þitt mál? 2. Hefur Ríkissaksóknari fellt niður þitt mál? 3. Hefur þú orðið fyrir vonbrigðum með rannsókn málsins? 4. Hefur þú orðið fyrir vonbrigðum gagnvart þeim lögum er lúta að kynferðisafbrotamálum? 5. Hefur þú orðið fyrir vonbrigðum með dóminn. 6. Hefur þú orðið var/vör við að eitthvað eftirlit sé með manni sem lokið hefur afplánun? Hafir þú/þið svör við ofantöldum spurningum, endilega hafið samband! Facebook síða „Samstöðuhópur gegn misrétti..“ í skilaboð. Skrifið mér á netfangið: kristinsn@simnet.is og/eða Pósthólf 8915 - 108 Reykjavík - merkt: „Samstöðuhópur“ Heimasíða: www.kristinsnaefells.com Kær kveðja, Kristín Snæfells Arnþórsdóttir F U L L U M T R Ú N A Ð I H E I T I Ð ! Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Við vorum beðin um að takaþetta spennandi verkefniað okkur og mitt matráðs-hjarta gat ekki staðist það. Mér finnst líka gaman að leggja eitt- hvað til samfélagsins. Við gefum 250 börnum að borða hvern virkan dag,“ segir Valentína Björnsdóttir sem hef- ur tekið að sér ásamt manni sínum að sjá um heitan og einstaklega hollan mat í hádeginu fyrir nemendur Ísaks- skóla og Landakotsskóla. „Ég hef oft hugsað um það hvað þessi ástríða mín hefur leitt mig inn á margar óvæntar brautir. Mér finnst svo gaman að gefa fólki að borða og skapa stemningu í kringum það. Ég var bara lítil stelpa þegar ég fór að steikja hamborgara ofan í vinkonur mínar, mér til ánægju. Og svo er ég svo heppin hvað ég er vel gift, mað- urinn minn, Karl Eiríksson, er rosa- lega góður kokkur.“ Bökum sjálf allt brauðið Valentína og Karl eru eigendur tveggja fyrirtækja, veitingastaðarins Krúsku og Móður náttúru, sem býður upp á tilbúna holla grænmetisrétti. Það voru því hæg heimatökin að taka að sér skólamáltíðirnar. „Við erum með góða aðstöðu þar sem Móðir náttúra er til húsa og þar matreiðir maðurinn minn skólamat- inn, allt eftir mínum fyrirmælum. Síð- an er maturinn sendur tilbúinn í skólana. Karl er matreiðslumaður að mennt og hann tekur hlutverkið mjög alvarlega. Við sitjum yfir morgun- kaffinu og ræðum hvað við eigum að gefa börnunum okkar 250 að borða þann daginn. Matseðill barnanna Gefur 250 krökkum að borða á dag Hún segir það vandasamt verkefni að gefa börnum að borða og að það skipti hana miklu máli að standa sig vel í því stóra hlutverki að gefa börnunum í Ísaks- skóla og Landakotsskóla að borða á hverjum virkum degi. Hollusta og ferskleiki eru í fyrirrúmi og hún kaupir beint af grænmetisbændum og bakar brauðið sjálf. Gaman Þau voru kát með matinn sinn, Halldór Tristan Jónsson og Valgerður Gríma Sigurjónsdóttir sem eru í 6. bekk MBD í Ísaksskóla. Glaður Róbert Dennis Solomon í 6. MBD sýndi fúslega fiskibolluna sína.Í kvöld geta aðdáendur hinnar gömlu góðu hljómsveitar Geirfuglanna held- ur betur glaðst, því meðlimir hennar ætla að koma saman og spila í Iðnó á svokölluðu Bókaballi. Næsta víst er að þar verður mikið stuð og full ástæða til að hvetja fólk til að fara og sletta úr klaufum og liðka dansliðina. Bókaballið er eins og nafnið gefur til kynna á vegum Bókmenntahátíðar í Reykjavík. Húsið verður opnað klukkan tíu og hljóm- sveitin byrjar að slá taktinn klukkan ellefu. Og svokallaður Bókabar verður op- inn. Fyrir þá sem vilja fyrst fá sér að borða og eiga nóg bensín á kroppn- um fyrir dansinn er hægt að bóka kvöldverð í Iðnó kl. 20. Endilega … Morgunblaðið/Kristinn Æringi Freyr Eyjólfsson útvarpsmaður er einn af meðlimum hljómsveitarinnar. … dansið með Geirfuglunum Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Nú þegar tími berja-, sveppa- og jurtatínslu stendur yfir er gott að kynna sér eftirfarandi reglur frá Umhverfisstofnun um nýtingu al- mennings á þessari auðlind: Sérstakt ákvæði er í náttúru- verndarlögum um heimild almenn- ings til að tína ber, sveppi og jurtir. Þar kemur fram að öllum er heimil tínsla utan eignarlanda, þ.e. í þjóð- lendum. Innan eignarlanda er tínsla hins vegar háð leyfi landeiganda. Þó er öllum heimilt að tína í eignar- löndum ber, sveppi eða jurtir til neyslu á vettvangi. Sú regla gildir einnig um fjörugróður. Mikilvægt er að hafa í huga að virða ber áður greindar reglur um umferð um land þegar haldið er til tínslu. Sýna ber eiganda lands og nytja- rétthöfum fyllstu tillitssemi og hlíta tilmælum þeirra um umgengni við landið og fylgja slóðum og stígum þar sem það á við. Ákveðnar reglur gilda um umferð manna eftir því hver ferðamátinn er, þ.e. hvort farið er akandi, ríðandi, gangandi, um vötn eða hvort ferðin er á eigin veg- um eða skipulögð hópferð. Gangandi: För um þjóðlendur er al- mennt heimil. Heimilt er án sérstaks leyfis landeiganda að fara um órækt- að eignarland gangandi, á skíðum, skautum og óvélknúnum sleðum. Landeigandi má þó takmarka um- ferð um afgirt eignarland í byggð. Skylt er að hafa hlið eða stiga á girð- ingu ef girt er fyrir forna þjóðleið eða skipulagðan stíg. Ferðir um ræktað eignarland og dvöl þar er háð samþykki eiganda eða rétthafa. Umferð á reiðhjólum: Sömu reglur og um gangandi umferð en sérstök áhersla er á að fylgja ber skipulögð- um vegum og stígum. Ríðandi umferð: Sömu reglur gilda að mestu og um gangandi umferð. Fylgja ber skipulögðum reið- stígum eins og kostur er. Þegar farið er um hálendi þarf að vera með nægt fóður meðferðis. Bannað er að reka hrossastóð yfir gróið land þannig að hætta sé á nátt- úruspjöllum og þegar farið er um markaðar slóðir skal ekki teyma fleiri hross en svo að þau rúmist inn- an slóðar og reka verður hross í lest á slíkum slóðum. Vélknúin ökutæki: Akstur utan vega er stranglega bannaður og refsi- verður. Vegur skilgreinist sem var- anlegur vegur, gata, götuslóði, stíg- ur, húsasund, brú, torg, bifreiðastæði eða þess háttar, sem notað er að staðaldri til umferðar. Undantekning frá þessu er að heim- ilt er að aka á jöklum og snævi þak- inni og frosinni jörð svo fremi sem ekki sé hætta á náttúruspjöllum. Morgunblaðið/Einar Falur Í berjamó Allir sem reynt hafa vita hversu gaman er að fara í berjamó. Við berja- og sveppatínslu þarf að hafa ýmislegt í huga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.