Morgunblaðið - 10.09.2011, Page 11

Morgunblaðið - 10.09.2011, Page 11
Morgunblaðið/Sigurgeir S. Ástríða Valentína hnoðar hér brauðdeig en hún er með stórt matráðshjarta og finnst gaman að gefa fólki að borða. samanstendur af venjulegum íslensk- um heimilismat með smá „tvisti“. Einn daginn er kannski nýsoðin ýsa með kartöflum beint frá bónda með bræddu smjöri og rúgbrauði en næsta dag gæti verið baunaréttur. Við höfum þetta fjölbreytt og leggj- um áherslu á ferskleika og hollustu, kaupum til dæmis beint af grænmet- isbændum og bökum sjálf allt brauð sem við bjóðum upp á.“ Þetta er stórt hlutverk Valentína sá í nokkur ár um að elda ofan í börnin í leikskólanum Laufásborg með áherslu á hollustu. „Að elda mat fyrir leikskólakrakka er yndislegt. Þetta er svo þakklátt starf og nálægðin við börnin er gefandi. Mér finnst svo fallegt að geta byggt á reynslunni úr leikskólanum og því er matseðillinn í Ísaksskóla og Landa- koti svipaður þeim sem ég var með á Laufásborg. Það er vandasamt verk- efni að gefa börnum að borða og þetta skiptir mig miklu máli. Þetta er stórt hlutverk. Mörg þessara barna fá kannski aðeins þessa einu heitu mál- tíð á dag.“ Önnur dínamík í skólanum Valentína segir að það sé goð- sögn að börn vilji ekki borða hollan mat. „Mín reynsla, bæði sem móðir og matráðskona í leikskóla, er sú að þó að barn borði ekki endilega gul- rætur í dag þá merkir það ekki að það vilji ekki borða þær á morgun. Við eigum ekki að taka það bókstaflega þegar börn fullyrða að þau vilji ekki eitthvað, stundum eru þetta tiktúrur dagsins. Börn borða oft með góðri lyst eitthvað í leikskólanum sem þau líta ekki við heima hjá sér. Það er önnur dínamík í gangi í skólanum, en staðreyndin er sú að matur er mikið stjórnunartæki hjá börnum þegar heim er komið. Þau eru alltaf að seil- ast eftir völdum og þau finna inn á veikleika okkar foreldranna með því að vera með matarsérvisku eða fyrir- tekt.“ Börn þróa líka stundum með sér fordóma gagnvart mat með aldrinum, hætta að vilja eitthvað sem þeim fannst gott þegar þau voru yngri. „Ég hef þá trú að slíkt rjátlist af, þetta er ein tegund af unglingaveiki. Krakkar sem eru góðu vanir og alast upp við góðan mat búa að því alla tíð og þó þau taki upp á því tímabundið að vilja ekki hitt og þetta, þá sækja þau aftur í það um leið og þau komast til vits og ára. Við sem foreldrar eig- um því ekki að gefast upp í því að gefa þeim hollan mat. Og við eigum ekki að gera mikið mál úr því þó að krakk- ar vilji ekki eitthvað sem boðið er upp á. Matmálstíminn ætti að vera gæða- stund fyrir fjölskylduna því í erli dagsins gefst oft ekki mikill tími til samveru.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2011 „Ég verða að vinna á Heimsljósinu, sem verður um helgina, en það er há- tíð heildrænnar heilsu og fer hún fram í Lágafellsskóla í Mosfellssbæ, bæði í dag og á morgun,“ segir Vig- dís Steinþórsdóttir hjúkrunarfræð- ingur en hún ásamt Guðmundi Kon- ráðssyni stofnaði mannræktarfélag í fyrra og hélt þá samsvarandi hátíð sem mæltist það vel fyrir að ákveðið var að endurtaka leikinn. „Við gerum þetta til að leyfa fólki að sjá hversu margt er í boði til að bæta heilsuna og hvernig fólk getur sótt sér ým- islegt til að læra að hjálpa sér sjálft. Það verður nóg að gera hjá mér við að sjá um að allt fari rétt fram. Fólk getur komið upp í Lágafellsskóla og valið hvaða fyrirlestra það vill hlusta á af þeim rúmlega tuttugu sem eru í boði. Þarna verður líka margt fólk að kynna vörur eða námskeið og svo er hægt að fara í prufutíma í alls konar meðferðum. Til dæmis í nuddi, fá ráðleggingar um feng-shui, heilun, miðlun, fá tarotlestur, dáleiðslu, Bo- wen-tækni, höfuðbeina- og spjald- hryggjarmeðferð og ótal margt fleira. Við verðum líka með kokk sem ætlar að framreiða heilsu- mat fyrir okkur í hádeginu og skapa kaffi- húsastemningu yfir daginn með einhverju heilsu- samlegu. Við verðum með tónlistaratriði klukkan þrjú báða dagana, Hrafnhildur Ýr ætlar að syngja í dag og Þorri ætlar að spila fyrir okkur á gítar. Á morgun verður það Hilmar Örn og stúlkna- kórinn Karíturnar en Svavar Knútur ætlar að syngja með þeim. Á morg- un, sunnudag, verður hópheilun eftir klukkan fimm, opið fyrir alla og ókeypis. Annars stendur hátíðin frá kl. 11-17 báða dagana og kostar 1.000 krónur inn á helgina og fyrir þann miða getur fólk komið á hvaða fyrirlestur sem er og getur skráð sig í prufutíma í einhverri meðferð. Við erum 65 manns sem gefum vinnuna okkar á þessari hátíð.“ Hvað ætlar þú að gera í dag? Morgunblaðið/Kristinn Söngur Svavar Knútur kemur fram á hátíðinni um helgina með Karítunum. Vigdís Steinþórs Ætlar að sjá um Heimsljós

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.